Þjóðviljinn - 03.05.1986, Síða 1
1936-1986 ÞJOÐVILJINN 50 ARA
3
mai
1986
laugar-
dagur
98. tölublað 51. örgangur
DJOÐVIUINN
Pýskíslenska
Miljónir í sektir
Ríkisskamtjóri leggur á Þýsk íslenska 38.8 miljónir
króna vegna skattsvikafyrirtœkisins.
Auk þess verður Þýsk íslenska að greiða 12.8 miljónir í
sektir. Málinu vísað til dómsyfirvalda innan tíðar
ýsk íslenska verslunarfc-
íaginu hefur verið gert að
greiða rúmlega 50 miljónir króna
til ríkissjóðs vegna skattsvika
fyrirtækisins á liðnum árum. Um
er að ræða viðbótarskatta, sektir
og dráttarvexti. í frétt frá Þýsk
íslenska segir að „mjög hraður
vöxtur félagsins á undanförnum
árum hafi leitt til verulegra erfið-
leika í tölvumálum fyrirtækisins
sem orsökuðu mikla galla og óná-
kvæmni í bókha)di“.
Það er ríkisskattstjóraembætt-
ið sem ákvað viðbótargjöldin og
viðurlögin á Þýsk íslenska versl-
unarfélagið. Um er að ræða sölu-
skatt upp á 2.771.659 krónur og
tekju- og eignarskatta upp á
38.824.493 krónur. Auk þess er
félaginu gert að greiða í sektir og
dráttarvexti samtals 12.882.207
krónur.
Búist er við að eftir þennan úr-
skurð ríkisskattstjóraembættisins
muni skattrannsóknarstjóri fljót-
lega vísa málinu til úrskurðar
dómsyfirvalda gegnum Rann-
sóknarlögreglu ríkisins.
-v.
MENNING
SUNNUDAGS-
BLAÐ
Þýsk-íslenska
Afar lík-
lega til RLR
„Það er afar líklegt að mál
Þýsk-íslenska verslunarfélagsins
verði sent Rannsóknarlögreglu
ríkisins til umfjöllunar, þó ekki
væri nema vegna þess hve stórt
það er,“ sagði Garðar Valdi-
marsson skattrannsóknarstjóri
þegar Þjóðviljinn ræddi við hann
í gær.
Hann kvaðst ekki geta greint
frá því hve langt aftur í tímann
skattsvik fyrirtækisins nái fyrr
búið sé að taka ákvörðun um
frekari meðferð málsins. „Það
sem við höfum gert er að tryggja
þær skattkröfur sem ríkið hefur
gert til fyrirtækisins. Það er svo
hlutverk dómsvalda að leggja
mat á það hvort hér er um refsi-
vert athæfi að ræða og hver ber
ábyrgðina á því,“ sagði Garðar.
—ÞH
Borgaryfirvöld
Furðulegt
áhugaleysi
Styrkur tilSamtaka um kvennaathvarf
skilyrtur. Þarf sérstaka samþykkt borgarráðs.
Guðrún Agústsdóttir: Engar skýringar frá
borgarstjóra. Mjög óvenjuleg afgreiðsla
Borgarstjóri hefur aldrei gefið
fullnægjandi skýringar á því
hvers vegna styrkur til Samtaka
um kvennaathvarf var skilyrtur
þannig að sérstaka samþykkt
borgarráðs þyrfti til að fá hann
greiddan. Eg tel að öll framkoma
meirihlutans í þessu máli beri
þess merki að hann hefur fyrir-
litningu á því starfi sem samtökin
Flugslysanefnd
Rann-
sakaði 120
tilvik 1985
Árið 1985 áttu sér stað 120
atvik varðandi flug á íslandi sem
ástæða var talin til að Flugslysa-
nefnd rannsakaði. Þetta kemur
fram í ársskýrslu Flugslysanefn-
dar, sem kom út í gær. Það er
tekið fram að lang flest þesara
tilvik hafi verið minniháttar.
í fyrra áttu sér stað 4 slys og
óhöpp þar sem flugkennarar voru
við stjórnvölinn og telur Flug-
slysanefnd áríðandi að átak verði
gert í því að kanna hæfni flug-
kennara hér á landi. Telur nefnd-
in að flugöryggi verði ekki komið
í gott horf nema vel sé staðið að
flugkennslu.
A fréttamannafundi í gær kom
það fram hjá Flugslysanefnd að
tíðni óhappa og slysa í flugi hér á
landi sé há miðað við fjölda flug-
véla í landinu. f landinu eru nú
197 flugvélar, 3 þyrlur og 21 svif-
fluga. Flugskírteini í gildi við síð-
ustu áramót voru 1554 og er það
um að ræða flugnema, flugmenn
með-mismunandi mikil réttindi,
flugvélatækna, flugvélstjóra,
flugumsjónarmenn, flugum-
ferðarstjóra. -S.dór
vinna, sagði Guðrún Agústsdóttir
borgarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins í samtali við Þjóðviljann í gær.
Þjóðviljinn hefur skýrt frá því
að borgin hefur enn ekki greitt
styrk til Samtaka um kvennaat-
hvarf, sem samþykktur var með
ofangreindum skilyrðum við gerð
fjárhagsáætlunar. Fyrir borgar-
ráði liggur nú tillaga Sigurjóns
Péturssonar um að styrkurinn
verði greiddur og er búist við að
tillagan verið afgreidd á fundi
ráðsins í næstu viku.
Guðrún sagði í gær að það væri
mjög óvenjulegt að samþykkja
styrkveitingar með slíkum skil-
yrðum. „Meirihluti borgarstjórn-
ar hefur sýnt þessari starfsemi
furðulegt áhugaleysi, og það vek-
ur sérstaka athygli að nágranna-
sveitarfélögin hafa staðið sig mun
betur. En ég vona að borgaryfir-
völd sjái að sér í þessu máli. Það
hefur komið fyrir áður,“ sagði
Guðrún í gær. -gg
Blásið í lúðra í broddi fylkingar á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins 1. maf. Sjá kafla úr ræðum dagsins og svipmyndir
frá baráttudeginum á bls. 14 og 15.
Farmgjöldin
Viðskiptavinir kvarta
Félag íslenskra iðnrekenda og Félag íslenskra stórkaupmanna munu kanna málið. Ólafur
Davíðsson, framkvæmdastjóri iðnrekenda: Kvartað undan hækkun er búist var við lœkkun.
ÁrniReynisson, framkvœmdastjóristórkaupmanna: Erfiðara að eiga við skipafélögin
eftir að Hafskip leið
„Það hefur talsvert borið á því
að menn hafi kvartað undan
hækkunum á farmgjöldum skip-
afélaganna, þegar búist var við
lækkun, vegna lækkandi olíu-
verðs og betri nýtingar skipanna
eftir að Hafskip varð gjald-
þrota,“ sagði Ólafur Davíðsson,
framkvæmdastjóri Félags ís-
lenskra iðnrekenda í samtali við
Þjóðviljann í gær.
Árni Rcynisson, framkvæmda-
stjóri Félags íslenskra stórkaup-
manna, tók mjög í sama streng.
„Menn hafa fundið töluverðan
mun á að erfiðara er að eiga við
skipafélögin eftir að Hafskip
leið.“ Sagði Árni að þetta væri
mál sem félagið myndi fara í al-
veg á næstunni og kanna þá
hvernig á þessu standi. „Við
erum þátttakendur í þeirri þróun
sem nú á sér stað í samfélaginu,
sem stefnir að því að halda öllu
verðlagi í lágmarki og farmgjöld
og fjármagnskostnaður eru þeir
liðir sem hafa hvað mest áhrif þar
á.“
Ólafur Davíðsson sagðist ekki
geta nefnt bein dæmi um hækkun
farmgjalda en hinsvegar hefðu
menn kvartað töluvert undan
þessu. Munu iðnrekendur líkt og
stórkaupmenn kanna þetta mál.
—Sáf