Þjóðviljinn - 03.05.1986, Side 6
IÞROTTIR
Handbolti
Liðsauki
til Fram?
Allar líkur eru á að Framarar
fái tvo efnilega leikmenn til liðs
við sig fyrir næsta keppnistíma-
bil. Birgir Sigurðsson, línumaður
úr Þrótti, og Árni Friðieifsson,
unglingalandsliðsmaður úr
Gróttu og einhver efnilegasti
handknattleiksmaður landsins,
munu báðir hafa í hyggju að
ganga í raðir Framara. Þjálfari
Iiðsins verður eins og kunnugt er
danski landsliðsmaðurinn Per
Skaarup.
—VS
Evrópubikarinn
Stórgóðir
Sovétmenn
Yfirburðir Dynamo Kiev gegn Atletico Madrid í
úrslitaleiknum í Lyon og sigurinn síst ofstór
Frakkland
Bordeaux
bikar-
meistari
Bordeaux varð franskur bikar-
meistari í knattspyrnu á miðviku-
dagskvöldið, sigraði MarseiIIes 2-
1 í úrslitaleik í París. Alain Gir-
esse skoraði sigurmarkið þegar
þrjár mínútur voru eftir af fram-
lengingu. Abdoulaye Diallo hafði
komið Marseille yfir cn Jean Tig-
ana jafnaði fyrir Bordeaux.
—VS/Reuter
Dynamo Kiev er tvímælalaust
komið í hóp stórveldanna í evróp-
skri knattspyrnu. Það dylst varla
nokkrum sem sá frábæra
frammistöðu Sovétmannanna
gegn Atletico Madrid frá Spáni í
úrslitaleik Evrópukeppni bika-
rhafa sem fram fór í frönsku
borginni Lyon í gærkvöldi. Spán-
verjarnir máttu teljast heppnir að
eiga möguleika í leiknum þar til 5
mínútur voru til leiksloka en tvö
mörk í lokin innsigluðu sigur
Kiev og úrslitin voru við hæfi, 3-
0.
Sovétmennirnir komu vörn
Atletico úr jafnvægi strax í byrj-
un með því að pressa hana stíft.
Aðferð sem jafnan hefur reynst
bresku liðunum vel í Evrópu-
leikjum. Þetta skilaði sér með
marki strax á 5. mínútu, miðherj-
inn leikni Zavarov skallaði í net-
ið, óverjandi fyrir Fillol hinn arg-
entínska í marki Atletico.
Hver stórsókn Kiev rak aðra
og Spánverjarnir hefðu lítið get-
að sagt við því að vera þremur til
fjórum mörkum undir í hléi, í
stað 1-0. Þeir tóku á það ráð að
spila gróft, að hætti spænskra
þegar illa gengur, og það var
ótrúlegt hve leikmönnum Kiev
tókst að halda ró sinni og yfirveg-
un. Þeir fengu margar slæmar
byltur, leikgleðin fleytti þeim
greinilega mörgum í gegnum
leikinn.
Atletico náði sínum besta kafla
í byrjun seinni hálfleiks og þá
varði Tchenov stórkostlega skot
frá Da Silva úr aukaspyrnu. En
Kiev náði smám saman undir-
tökunum á ný og hefði átt að vera
búið að bæta við markatöluna
áður en Blokhin og Evtuschenko
gerðu útum leikinn með góðum
mörkum á síðustu fimm mínútun-
um, 3-0.
Sovéska liðið er mjög
heilsteypt. Góður markvörður,
samhent vörn sem hélt jafnvægi
sínu þótt landsliðsmaðurinn Balt-
asha yrði að yfirgefa völlinn í fyrri
hálfleik. Kuznetsov (nr. 4) var
þar í aðalhlutverki. Tengiliðir og
sóknarmenn unnu vel saman,
flestir stórsnjallir með boltann og
komu vörn Atletico í bobba hvað
eftir annað. Blokhin er orðinn 33
ára en þótt hraðinn sé minni en
áður eru leikni hans og útsjónar-
semi söm við sig. Zavarov, Yako-
venko og Belanov (nr. 9,7 og 10)
eru eftirtektarverðir leikmenn
sem allir geta gert góða hluti
uppá eigin spýtur.
Atletico náði ekki að beita sínu
skæðasta vopni, snöggu hrað-
aupphlaupunum, að neinu gagni,
Oleg Blokhin er ekki jafn fljótur nú
og fyrir 11 árum þegar hann varð Evr-
ópubikarmeistari með Kiev. En snillin
er enn fyrir hendi, það sást vel í gær-
kvöldi, og það var vel við hæfi að
hann rak endahnútinn á sóknina
glæsilegu sem gaf annað markið og
tryggði sigur Kiev.
sterk vörn Kiev sá til þess. Þar
með var mesti broddurinn úr leik
liðsins — það mætti einfaldlega
ofjarli sínum. Landaburu (nr.10)
lék einna best Spánverjanna.
—VS
Knattspyrna
Ardiles kveður
Tottenham vann Inter Milano
Tottenham sigraði Inter Milano
2-1 í kveðjuleik fyrir argentínska
landsliðsmanninn, Osvaldo Ardi-
les, á White Hart Lane í London á
miðvikudagskvöldið.
Ardiles hefur leikið með Tott-
enham í 7 ár en misst mikið úr
vegna meiðsla. Og gegn Inter
varð hann að yfirgefa völlinn eftir
aðeins 8 mínútur. Tottenham
Belgía
Jafntefli
í Brussel
Anderlecht og FC Brugge
skildu jöfn, 1-1, í fyrri úrslita-
leiknum um belgíska meistaratit-
ilinn í knattspyrnu sem fram fór á
miðvikudagskvöldið. Liðin urðu
efst og jöfn í 1. deildinni á dögun-
um. Leikið var í Brussel og scinni
leikurinn fer fram í Brugge í
næstu viku.
—VS/Reuter
Valsmenn
hafði yfirburði í leiknum en það
var ekki fyrr en á lokasekúndun-
um sem Clive Allen skoraði
sigurmarkið. Mark Falco skoraði
glæsimark strax á 4. mínútu en
Liam Brady jafnaði fyrir Inter
með fallegu skoti úr aukaspyrnu
á 73. mínútu. Argentínumaður-
inn Diego Maradona lék með
Tottenham og sýndi snilldar-
takta. /
Rúmlega 30 þúsund áhorfend-
ur mættu til að kveðja snillinginn
og troðningurinn var svo mikill
að seinka þurfti leiknum um 15
mínútur. Ardiles fær ágóðann af
leiknum og ætti að geta tekið líf-
inu með ró áður en hann tekur til
við lögfræðistörfin, sem hann er
menntaður til.
—VS/Reuter
Körfubolti
Lakers
sigruðu
Los Angeles Lakers héldu
áfram sigurgöngu sinni í úr-
slitakeppni bandarísku NBA-
dcildarinnar á miðvikudags-
kvöldið. Þeir sigurðu þá Dall-
as Mavericks 117-113. Lakers
hafa þá unnið tvo fyrstu leiki
liðanna en það lið sem fyrr
vinnur fjóra leiki fer í úrslita-
leik vesturstrandarinnar.
—VS/Reuter
Visa-lsland veitti í gær fimm íþróttamönnum 50 þúsund króna styrk hverjum
vegna afreka þeirra. Þeir eru Bjarni Friðriksson, júdómaður, sem tekur við
sínum hlut á mynd E.ÓL Einar Vilhjálmsson, spjótkastari, Eðvarð Þ. Eðvarðs-
son, sundmaður, EinarÓlafsson, skíðamaður, og Jón L. Arnason, skákmaður.
Fyrirtækið hefur hug á að gera þessa styrkveitingu að árlegum viðburði.
Knattspyrna
Síðbúið sigurmark
Guðmundur skoraði á 93. mínútu og Fram íúrslit
Nítugasta og þriðja mínútan
var runnin upp I leik Fram og
Vals. Áhorfendur og leikmenn
bjuggu sig undir framlengingu —
en Guðmundur Steinsson var
ekki á sama máli. Hann fékk boit-
ann í erfiðri aðstöðu í vítateig
Vals, sneri sér laglega og skoraði
með óvæntu skoti. Fram hafði
Hreinsað
til í dag
í tilefni 75 ára afmælis Knatt-
spymufélagsins Vals þann 11.
maí efnir félagið til hreinsunar-
dags í dag, laugardaginn 3. maí.
Aðalstjóm Vals heitir á félags-
menn að koma og taka þátt í
hreinsun á félagssvæðinu. Byrjað
verður kl. 9.30 og verða verkfæri
og ruslapokar á staðnum.
6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN
Körfuknattleikssamband l’slands færði Guðrúnu Ólafsdóttur, umboðs-
aðila fyrir Lotto-íþróttafatnað hér á landi, gullþening í fyrradag, sem
þakklæti fyrir ómetanlegan stuðning hennar þegar Evrópukepþni
landsliða fór fram hér á landi á dögunum. Guðrún gaf búninga og
verðlaun og aðstoðaði dyggilega við framkvæmd mótsins. Myndina tók
E.ÓI. þegar Guðmundur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri kepþninnar,
afhenti Guðrúnu peninginn og Björn M. Björgvinsson, formaður KKÍ, er
til vinstri á myndinni.
sigrað Val 1-0 í fyrri leik undan-
úrslita Reykjavíkurmótsins og
leikur til úrslita á fimmtudaginn.
Valsmenn vom mun sterkari í
fyrri hálfleik en Fram hafði undir-
tökin í þeim síðari. Bestu færin
komu á síðustu mínútunum.
Fyrst var Guðmundur Steinsson
kominn í dauðafæri en Stefán
Arnarson bjargaði meistaralega
með úthlaupi. A 88. mín. útfærðu
Valsmenn aukaspyrnu á stór-
skemmtilegan hátt. Vippað yfir
varnarvegg Fram, Sigurjón Krist-
jánsson stakk sér innfyrir og
skallaði yfir Friðrik markvörð en
vamarmaður Fram bjargaði á
línu á síðustu stundu.
Bæði lið urðu að sjá á bak lykil-
mönnum. GuðmundurTorfason,
Fram, yfirgaf völlinn vegna
meiðsla í fyrri hálfleik og Valur
Valsson, Val, var borinn af
leikvelli í seinni hálfleik, meiddur
á hné.
—VS
Samningur
KSIogOLÍS
KSÍfær hlut af bensínsölunni í sumar
Olíuverslun íslands hf, OIís,
hefur ákveðið að 5 aurar af hverj-
um seldum bensínlítra á tímabil-
inu maí-september renni til
Knattspyrnusambands íslands.
Olís ábyrgist að upphæðin nemi
a.m.k. einni miljón fyrir tímabil-
ið. Olís styrkti handknatt-
leikslandsliðið á svipaðan hátt í
vetur.
í staðinn munu allir landsliðs-
og æfingabúningar KSÍ verða
merktir Olís, fyrirtækið fær pláss
fyrir a.m.k. fjögur auglýsinga-
spjöld á áberandi stað á lands-
leikjum og landsliðsmenn munu
koma fram á bensínstöðvum
Olís, t.d. til að auglýsa landsleiki
eða aðra starfsemi KSÍ.
Hér er um að ræða einhvern
stærsta samning sem gerður hefur
verið af íslensku sérsambandi.
Þórður Ásgeirsson forstjóri Olís
sagði að fyrirtækið væri ekki að
auka fjármagn sitt til auglýsinga
með þessu heldur væri um á-
herslubreytingu að ræða á því
sviði. —VS
Laugardagur 3. maí 1986