Þjóðviljinn - 03.05.1986, Page 8
MENNING
Kunnátta
og áræði
Bára og Halldóra í Gallerí Borg
í Gallerí Borg við Austurvöll
sýna tveir veflistarmenn, þær
Bára Guðmundsdóttir og Hall-
dóra Thoroddsen. Ekki minnist
ég þess að hafa séð verk eftir þær
áður, svo ég býst við að þetta sé
fyrsta sýning þeirra.
Bára vefur myndir sem að
formi til líkjast flatfiskum, en
gætu eins verið fuglar, blóm eða
sköp. Þessi teppi hafa til að bera
ákveðna dýpt, því þau opna sig í
miðjunni og flettast út líkt og
jurtir. Það er ákveðin leikni fólg-
in í gerð þessara mynda og þær
eru þétt og vandlega ofnar svo
unun er að lesa sig eftir þráðun-
um.
Hér er á ferð ýmislegt sem
prýðir þroskaða vefjalist. Efni-
viðurinn er látinn tala sínu máli
og hann er kunnáttusamlega
fléttaður þannig að útkoman
verður óræð og heillandi. Að vísu
skortir enn nokkuð á að Bára
staðfesti persónu sína í þessum
verkum, sem orka örlítið á sjón-
taugarnar sem „déja vu“, eða
áður séð. Bára gerir m.ö.o. ekki
miklar tilraunir ennþá með frum-
iega framsetningu, en þeim mun
ríkari áherslu leggur hún á innri
styrk sjálfs handverksins. Hér er
vel af stað farið og verkin gefa
fögur fyrirheit um framhaldið.
- Halldóra er frábrugðin Báru
að flestu ieyti. Hún ræðst þegar á
garðinn þar sem hann er hæstur
og lætur sér í léttu rúmi liggja þótt
henni verði á í messunni. Vefur
hennar er ekki eins þéttur og vef-
ur Báru og þ.a.l. ekki eins safa-
ríkur. Reyndar er hann stundum
dálítið laus í sér og kaldranaleg-
ur. Þar að auki er hann ekki mjög
djúpur, þar sem hann liggur allur
á einu plani.
En Halldóra er áræðin og ætlar
Halldóra og Bára við „Leið 4“ eftir Dóru.
sér að finna nýjar leiðir í mynd- ii
vefnaði og þess vegna fyrirgefst a
henni margt. Það er nefnilega s
eitthvað krassandi við þessar á e
stundum naivu tilraunir hennar
til að segja sögur úr hversdagslíf- s
inu. Þótt þær gangi ekki alls kost-
ar upp sem skyldi, bera þær með
sér frjókorn sem sprungið geta út
ef að þeim er hlúð.
Hér eru m.ö.o. tvær listakonur
sem bæta hvor aðra upp. Bára
þyrfti að næla sér í ögn af áræði
Halldóru og Halldóra þyrfti að
tileinka sér eilítið af kunnáttu
Báru og þá er víst að þær muni
erfa landið, ef manni leyfist að
taka svo sterkt til orða. -HBR
Um síðustu helgi opnaði nýr
sýningarsalur í Garðabæ, Gallerí
Lækjarfit og stendur hann við
samnefnda götu sem gengur
beint út frá Hafnarfjarðarvegin-
um. Tilefni opnunarinnar er það
að sveitarfélag Garðabæjar á tíu
ára afmæli um þessar mundir og
því þótti tilhlýðilegt að efna til
sýningar á verkum garðbæskra
listamanna. Þeir sem sýna verk
sín í Gailerí Lækjarfit, eru þau
Ragnheiður Jónsdóttir, sonur
hennar Jón Óskar og Edda Jóns-
dóttir.
Öll eru þau þekkt af fyrri sýn-
ingum sínum; listakonurnar eink-
um af grafíkmyndum og Jón Ósk-
ar af málverkum. Enda er það
svo að Ragnheiður og Edda sýna
ætingarmyndir, á meðan Jón
Óskar málar stór málverk, eða
teikningar á pappír. Þarna eru á
ferð ólíkir listamenn með ólík
markmið og gefur það sýning-
unni litríkan svip.
Ragnheiður fæst við myndir af
bókum og virðist þemað leita
mjög svo á hana. Það er svo sem
ekkert undarlegt við það að lista-
menn verði fyrir áhrifum af því
sem kalla mætti hið dýrmætasta í
arfi þjóðarinnar. Enda eru mynd-
ir Ragnheiðar af handritum,
fremur en venjulegum bókum.
Hún notar þrauthugsaða tækni til
að ná fram því andrúmslofti sem
leikur um gamlar skræður sem
liggja opnar á borði.
Þessi tækni hennar er raunar í
ætt við handritaskrif og lýsingar,
svo fínlega vefur hún línurnar í
myndum sínum. Það er engu lík-
ara en hún vilji endurspegla það
handverk sem fólgið er í gerð
í dag og á morgun verður haldin vorsýning nemenda Myndlistarskólans í Reykjavík að Tryggvagötu 15. Nemendur
þar eru nú um 350, þar af 100 börn og unglingar, og eru sýnd verk úr öllum deildum skólans. Opið laugardag og
sunnudag kl. 14 - 22.
Garðbæingurinn Jón Óskar við eitt verka sinna í Lækjarfit.
fornra handrita og miðla til
áhorfandans. Þrátt fyrir einfalt
og skorinort yrkisefni, hvílir yfir
þessum myndum sterkur og
áleitinn frásagnablær.
Edda nýtir sér einnig einfalda
framsetningu, en að öðru leyti
eru myndir hennar mjög frá-
brugðnar myndum Ragnheiðar.
Hún lætur sér nægja mun hvers-
dagslegri hluti, s.s. hatta með
fjöðrum. Það er í samræmi við
hugmyndir ýmissa listamanna
fyrr á öldinni, sem draga vildu
fram í verkum sínum hversdags-
hluti okkar nánasta umhverfis, til
að fá okkur til að skynja þá á
nýjan hátt. Þannig slítur Edda
yrkisefni sín úr eðlilegu samhengi
og varpar á þau óvæntu ljósi. Hið
leyndardómsfulla er nær okkur
en í fljótu bragði virðist.
Jón Óskar sker sig úr hvað
tækni varðar og stærð verka. Jón
er kraftmikill málari, sem notar
nokkuð óhefluð og hrá vinnu-
brögð til að koma styrk portretta
sinna til skila. Flestar myndir
sínar málar hann með vaxtækni
sem byggir á þeim eiginleikum
vaxins að hrinda frá sér vatni.
Fyrir vikið verða andlitsmyndir
Jóns stórskornar og gróflegar,
líkt og um stórar tréristur væri að
ræða.
Einnig bregður Jón Óskar fyrir
sig olíutækni og skiptir þá nokk-
uð um stílbrigði. Þrátt fyrir það
má sjá sömu voldugu handtökin
þar sem öllum smáatriðum er
miskunnarlaust fargað fyrir ein-
falda og yfirþyrmandi heildarsýn.
Héreráferð óvenjulegt málverk,
fullt af sérkennilegum kynngi-
krafti.
-HBR
Sérkennarar
Fræðsluskrifstofa Vesturlandsumdæmis
óskar að ráða í starf sérkennslufulltrúa við
skrifstofuna í Borgarnesi. Verkefni sér-
kennslufulltrúa er að vinna með skólastjórum
og fræðslustjóra að skipulagningu sérkenns-
lu, leiðbeina kennurum er annast kennslu
nemenda sem stuðning þurfa í námi og vinna
með sálfræðingum að greiningu og áætlun-
um um nám þeirra.
Umsóknir með upplýsingum um menntun og
starfsreynslu berist fræðslustjóra fyrir 20.
maí nk. en hann veitir einnig allar nánari uppl.
í síma 93-7480 eða 93-7526.
Þrír
Garðbæingar
Ragnheiður, Jón Oskar og Edda í Lækjarfit
/