Þjóðviljinn - 03.05.1986, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 03.05.1986, Qupperneq 13
HEIMURINN Noregur Bmndtland myndar minnihlutastjóm ✓ Aður höfðu hœgriflokkarnir neitað að mynda stjórn að nýju og Brundtland sagði að sín ákvörðun vœri ekki besti kosturinn Osló — Gro Harlem Brundt- land, leiðtogi Verkamanna- flokksins í Noregi, tilkynnti í gær að hún hefði samþykkt að mynda minnihlutastjórn eftir að minnihlutastjórn þriggja hægri flokka undir forsæti Ka- are Willochs hafði sagt af sér. Brundtland sagði að hún hefði samþykkt beiðni Ólafs Noregs- konungs um að mynda nýja stjórn. Kaare Willoch mun áfram halda um stjórnvölinn þar til Brundtland hefur myndað nýja stjórn í næstu viku. Brundtland hafði beðið kon- unginn um að fara fram á það við hægri flokkana að þeir mynduðu nýja stjórn, þeir munu hins vegar hafa hafnað því. „Mér sýnist þaö vera kostur númer tvö að mynda minnihlutastjórn en við munum gera hvað við getum til að standa við skuldbindingar okkar við nor- sku þjóðina,“ sagði Brundtland. Hún sagðist mundu velja fólk í stjórn sína á næstu dögum og taka við völdum í lok næstu viku. Willoch sagði eftir 45 mínútna langan fund sinn með Ólafi kon- ungi í gær að Brundtland stæði frammi fyrir mörgum erfiðum vandamálum. „Það eru svo mörg mál sem þarfnast skjótra lausna að ég vona að hún taki ákvörðun sem fyrst um framhaldið.“ Verkamannaflokkurinn hefur 71 sæti af 175 í norska Stórþing- inu. Hann hefur stuðning Sósíal- íska vinstriflokksins 'sem hefur sex þingsæti. Hægri flokkarnir hafa 78 þingsæti en hinn öfga- sinnaði Framfaraflokkur hefur tvö „odda“ þingsæti. Willoch sagði í gær að Brundtland væri í sömu aðstöðu og hann var þegar Framfaraflokkurinn felldi stjórn- ina í vikunni með því að neita að samþykkja skattahækkanir þær sem fólust í efnahagstillögum stjórnarinnar. Brundtland virðist fara tilneydd í stjórnarmyndun. Kjarnorkuslysið Hörð gagniýni á vestræna fjölmiðla Moskva — Sovéska sjónvarpið gagnrýndi vestræna fjölmiðla harkalega í gær fyrir það sem hún nefndi „slúðurkenndar uppfinningar“ um slysið í Tsjernóbíl kjarnorkuverinu í Ukraínu. í aðalkvöldfréttatíma sjón- varpsins voru einnig ýmsar þjóðir gagnrýndar fyrir að flytja lands- menn sína burtu frá Sovétríkjun- um vegna slyssins. í fréttatíman- um voru viðtöl við erlenda ferða- menn og námsmenn sem sögðust njóta dvalar sinnar og kvörtuðu undan þrýstingi um að þeir skyldu yfirgefa landið. Margar Vesturlandaþjóðir og samtök hafa hvatt landsmenn sína sem eru við nám, kennslu eða vinnu i Kiev, til að yfirgefa borgina. Hópar fólks hafa yfirgefið landið, þar á meðal nokkrir vestrænir stúdentar sem kvörtuðu undan því að hafa ruglast í ríminu vegna óljósra fregna um hvað hafi skeð í Tsjernóbflsk. „Vandamálið var að við vorum milli tveggja öfga,“ sagði Robert Walker frá Liver- pool í Englandi. „Annars vegar voru það Heimsþjónusta BBC og Rödd Bandaríkjanna sem virtust vera að ýkja allt ástandið. Hins vegar voru það sovéskir fjölmiðl- ar sem gáfu mjög litlar upplýsing- ar, þessa tilfinningu hafði mað- ur.“ Þá sendi ráðherraráð Sovét- ríkjanna frá sér tilkynningu sem féll í sömu átt og gagnrýni so- véska sjónvarpsins. Þá sagði ein- nig í tilkynningunni. „Mælingar Austurríki Stjómin gagnrýnir Waldheim Ríkisstjórn Austurríkis hvatti landsmenn til aðkjósa ekki Waldheim semforseta landsins á sunnudaginn. Vín — Ríkisstjórn Sósíalista í Austurríki tók í gær ákveðna afstöðu gegn kjöri Kurt Wald- heim til forseta landsins. Fred Sinowatz, kanslari Austurríkis og ráðherrar í stjórn hans hvöttu landsmenn til að kjósa ekki Waldheim sem situr nú undir þungum ákúrum um nasistafortíð. Stjórnin sagði að það væri í þágu orðstírs Austur- ríkis að kjósa hann ekki. Skjöl sem bandarískur sagn- fræðingur fann í Þjóðskjalasafni Bandaríkjanna sýna að Wald- heim skráði persónulega skipanir frá Hitler um að grískir skærulið- ar skyldu líflátnir og félagar þeirra skyldu sendir í einangrun- arbúðir. „Ég held að þetta þýði að Waldheim hafi átt þátt í skipun- um sem munu samkvæmt Nurn- berg sáttmálanum vera ólöglegar og taldar til stríðsglæpa," sagði Robert Herzstein sem fann skjöl- in. Hann er prófessor við Há- skólann í S-Karólínu. Herzstein lagði áherslu á að skjölin gæfu ekki til kynna hvort Waldheim hefði átt einhvern þátt í að fram- fylgja þessum skipunum. Waldheim hefur neitað að hafa nokkurn tíma verið félagi í sam- tökum nasista og hann beri enga ábyrgð á stríðsglæpum. Hann sakar pólitíska andstæðinga sína um að vera í herferð gegn sér til forsetakjörs. Hinn íhaldssami Þjóðarflokkur sem er í stjórnar- andstöðu í landinu hefur neitað árásum Alheimsráðs gyðinga í New York á Waldheim og sagt þær vera erlenda íhlutun. Þjóð- arflokkurinn hefur hvatt fólk til aðkjósa Waldheim, Það sé „þjóðernisleg skylda“ Austurrík- ismanna. Skoðanakannanir í Austurríki hafa gefið til kynna að Waldheim muni vinna öruggan sigur í kosn- ingunum sem verða á sunnudag- inn. Mótframbjóðendur hans eru Kurt Steyrer, umhverfisverndar- sinninn Frieda Meisner-Blau og öfgahægrimaðurinn Otto Schrinsi. Hins vegar er talið mögulegt að aukakosningar þurfi 8. júní. Samkvæmt stjórnarskránni hefur forseti nokkur völd en fyrri forsetar sem allir hafa verið sósí- alistar hafa ekki haft sig mikið í frammi á stjórnmálasviðinu. Waldheim hefur hins vegar gefið í skyn að hann muni láta meir til sín taka en fyrri forsetar, verði hann kjörinn. sem sérfræðingar hafa gert með þar til gerðum búnaði, sýna að keðjuverkun á sér ekki stað í kjarnaklofnun. Kjarnakljúfurinn hefur verið stöðvaður. Unnið er að því að hreinsa menguð svæði í nágrenninu. Sér- stakar björgunarsveitir með nauðsynlegan nýtískubúnað, sem hafa á sínu valdi áhrifaríkar að- ferðir, eru þar að störfum." Þá sagði einnig í tilkynningunni að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af geislun í lofti í Kíev- héraði og í Kíev. Drykkjarvatn, svo og vatn í fljótum og stöðu- vötnum, væri í lagi samkvæmt staðli. Endurtekið var að tveir hefðu látist, 197 hefðu verið lagðir á sjúkrahús og 49 útskrif- aðir að lokinni læknisrannsókn. Nokkrar þjóðir tilkynntu í gær að geislavirkni í andrúmslofti hefði hækkað. Sumar tilkynntu um nýjar ráðstafanir til að rann- saka mjólk og aðrar matarvörur sem gætu hafa orðið fyrir áhrifum af geislun frá kjarnorkuslysinu. í skýrslu sem Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin sendi frá sér í gær, sagði að taka yrði ákvarðanir strax og kjarnorkuslys ættu sér stað um að láta aðrar þjóðir vita. Það hefði hins vegar ekki verið nægilega vel gert svo aðrar þjóðir gætu gert nauðsynlegar ráðstaf- anir. ERLENDAR FRÉTTIR hjörlbfsson/ REUl E R Svíþjóð Tékkum vísað úr landi Stokkhólmi — Svíar tilkynntu í gær að þeir hefðu vísað fimm starfsmönnum tékkneska sendiráðsins úr landi. Vest- rænir diplómatar í Svíþjóð sögðu fréttamanni Reuter að þessir menn hefðu stundað iðnaðarnjósnir fyrir Sovétrík- in. í tilkynningu sænska utanríkis- ráðuneytisins um þetta mál sagði að fimmmenningunum sem eru næstum helmingur starfsliðs tékkneska sendiráðsins, hefði verið vísað úr landi eftir að lö- greglan komst að því að þeir voru að undirbúa njósnaaðgerð í Sví- þjóð. Sænskir embættismenn sögðu að aldrei hefði eins mörg- um sendiráðsstarfsmönnum Austur-Evrópuríkis verið vísað úr landi í Svíþjóð. Á meðal hinna brottreknu voru hernaðar- og loftferðasendiráðsritarar, menn- ingar-, fjölmiðla-, og verslunar- sendiráðsritarar. Hinn fimmti mun hafa verið forstöðumaður Stokkhólmsskrifstofu tékkneska ríkisflugfélagsins, CSU. Fulltrúi í sænska utanríkisráðuneytinu sagði að sænska stjórnin teldi að mennirnir hefðu ekki skaðað hagsmuni ríkisins þrátt fyrir áætl- anir sínar. Ákvörðunin um brott- vísunina mun hafa verið tekin á sérstökum ríkisstjórnarfundi á miðvikudaginn síðasta. í sænska útvarpinu var sagt að öryggislö- greglan hefði fundið tvo hinna tékknesku sendiráðsmanna á „hernaðarlega viðkvæmu svæði í Suður-Svíþjóð" en skýrði þetta ekki nánar. I Hvað gerði Waldheim í stríðinu? Laugardagur 3. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13 Alþýðubandalagið hefur Opið í Reykjavík hús um málefni fatlaöra í Miðgarði, Hverfisgötu 105, sunnudaginn 4. maí kl. 15-18. Stutt framsöguerindi: Guðrún Ágústsdóttir, borgarfulltrúi, Guðrún Helgadóttir alþm., Kristín Jónsdóttir, þroskaþjálfi, Ólöf Ríkharðsdóttir, forstöðumaður félagsmálaeildar Sjálfsbjargar, Sigurrós Sigurjónsdóttir, varaform. Sjálfsbjargar í Reykjavík og nágrenni. Kynnir og umsjónarmaður: Adda Bára Sigfúsdóttir. Tónlist, kaffi og kökur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. ABR.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.