Þjóðviljinn - 17.05.1986, Síða 1

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Síða 1
1936-1986 ÞJOÐVILJINN 50 ÁRA Sjálfstœðisflokkurinn Þorir ekki í slaginn Sjálfstœðisflokkurinn hafnarþátttöku íkosningafundi DV. Telur sig eiga rétt á meiri tíma en hinirflokkarnir. Lítilsvirðing við kjósendur Með þessu er Sjálfstæðisflokk- urinn að sýna kjósendum í Reykjavík lítilsvirðingu. Þeir þora ekki í slaginn og það segir sitt um málefnastöðu þeirra, sagði Steinar Harðarson kosn- ingastjóri ABR þegar Þjóðviljinn innti hann álits á þeirri ákvörðun Sjálfstæðisflokksins að hafna þátttöku í kosningafundi DV. DV hafði boðið öllum flokkum til þátttöku í almennum kosn- ingafundi um borgarmál í Há- skólabíói, en Sjálfstæðisflokkur- inn hefur afþakkað boðið eins og áður segir. „Við teljum það ekki jafnréttisgrundvöll að við fáum sama tíma og allir hinir flokkarn- ir,“ sagði Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson kosningastjóri Sjálfstæðisflokksins þegar blaða- maður Þjóðviljans innti hann eftir ástæðu fyrir neituninni. Samkvæmt bréfi flokksins til rit- stjóra DV, virðist fíokkurinn telja að sér beri lengri tími í um- ræðum en hverjum hinna flokk- anna, þar sem þeir muni allir „ráðast að Sjálfstæðisflokknum." „Það er hreint furðuleg afstaða að treysta sér ekki til að mæta fulltrúum annarra flokka á jafnréttisgrundvelli,“ sagði Steinar í gær. —gg Gæludýr Burstið tennumar Lundúnum - Bandarískur dýra- læknir sagði í gær að nauðsynlegt væri að tennur gæludýra væru burstaðar daglega og að fylgjast yrði reglulega með tönnum þeirra. „Þú gerir gæludýrinu þínu ekk- ert betra en að-bursta tennur þess á hverjum degi,“ sagði dýra- læknirinn Jean Hawkins á fundi með starfsbræðrum sínum. Ekki mun hún þó ekki hafa ætlast til að fólk færi meðkettina sína til tann- lækna, dýralæknir í Bretlandi bjóða nú upp á tannviðgerðir á gæludýrum, jafnvel holufyl- lingar. - IH/Reuter Jóhann Óli Hilmarsson: Mér er ekki kunnugt um að haft hafi verið samráð við fagfólk um hvernig að hreinsuninni ætti að standa. Ljósm.: Sig. Tjörnin Vafasamt þrífnaðaræði Jóhann Óli Hilmarsson: Hreinsunaraðgerðir borgarinnar á Tjörninni stefna dýralífi í hœttu. Vatnstœmingin ofmikil. Vorið ekki rétti tíminn Próunarfélagið Árlax og sveppa- konur fengulán Áfjórða tug umsókna bárust. Björn Pór- hallsson: Mörg áhug- averð mál. Margar umsóknir í biðsal dauðans Á meðan að allt logar í ill- deilum í stjórn Þróunarfélagsins streyma inn umsóknir til þess um ýmisskonar fyrirgreiðslu. Alls hafa borist umsóknir frá 30-40 aðilum. Björn Þórhallsson, stjórnarfor- maður félagsins, sagði við Þjóð- viljann að mörg þeirra mála væru áhugaverð, en þegar hafa tvær umsóknir verið afgreiddar já- kvætt en 7 hafnað. Björn vildi ekki upplýsa hvaða umsóknir þetta voru en sam- kvæmt heimildum Þjóðviljans var önnur umsóknin frá tveim ungum konum, grasafræðingi, og líffræðingi sem höfðu sótt nám- skeiðið Taktu þér tak. Eru þær að hefja ræktun á nýrri tegund æti- sveppa við Korpu. Fengu þær lán til að byggja upp hús á staðnum. Hin umsóknin var frá Árlaxi í Kelduhverfi, en þar er að dómi margra ein besta aðstaða til seiðaeldis hér á landi. Hafði fyrir- tækið fengið lán erlendis en það var fryst hér heima vegna þess að veð vantaði fyrir láninu. Þróun- arfélagið ákvað að ganga í ábyrgð fyrir láninu. Töluvert af þeim umsóknum sem berast til félagsins eru í bið- sal dauðans. Þar er um að ræða umsóknir um aðstoð við að koma fyrirtækjum sem eiga í erfið- leikum á réttan kjöl. Félagið hef- ur tekið upp þær vinnureglur að hlaupa ekki undir bagga í slíkum tilvikum, enda er því ætlað að veita fé í nýsköpun í atvinnulíf- inu. Sjá fréttaskýringu á bls. 17 í Sunnudagsblaðinu. —Sáf essi öra tæming á vatnsmagn- inu í Tjörninni getur haft mjög slæmar afleiðingar fyrir dýralíflð, sagði Jóhann Óli Hilm- arsson, fyrrum umsjónarmaður Tjarnarinnar, um hreinsunarað- gerðir borgarinnar á Tjörninni. Vatnsyfirborðið hefur lækkað um u.þ.b. 30-40 sentimetra sem er mjög mikið þegar haft er í huga að dýpst er Tjörnin u.þ.b. 70 sentimetrar. Á steinunum og í leðjunni við bakkana eru t.d. rykmýs- og vorflugulirfur, mar- flær og vatnabobbar en það er undirstöðufæða fuglanna og sér- staklega andarunganna fyrstu vikurnar. Einnig eru hrygningar- stöðvar hornsílanna í hættu, en hrygning stendur nú yfir hjá þeim. Þau eru mikilvæg fæða fyrir fugla, þ.ám. kríu og topp- önd. Þetta líf þornar upp og deyr og getur þannig haft keðjuverk- andi áhrif. Þess misskilnings gæt- ir nefnilega oft að brauðgjafir hafi einhver grundvallaráhrif á vöxt og viðgang fuglalífsins, en það er ekki rétt. Það er jafnframt hætta á því að Tjörnin fylli sig hægt aftur því undanfarin ár hafa flugmálayfir- völd staðið fyrir fyrirhyggjulausri þurrkun á Vatnsmýrinni þaðan sem Tjörnin fær vatnsforða sinn, auk þess sem mýrin er mikilvægt varpsvæði anda og mófugla. Vegna þurrka undanfarið er nú mjög lítið aðstreymi vatns í Tjörnina. „Mér er ekki kunnugt um að haft hafi verið samráð við fagfólk um hvernig að hreinsuninni ætti að standa, en í fyrsta lagi hefur Tjörnin verið tæmd of ört og í öðru lagi er þessi hreinsun fram- kvæmd á alvitlausum tíma. Það ætti að gera á haustin en ekki á vorin þegar lífið er að kvikna,“ sagði Jóhann Óli að lokum. -K.ÓI.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.