Þjóðviljinn - 17.05.1986, Síða 3

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Síða 3
_________________________FRETTIR___________ Arnarflug Samið við skuldunauta Allar líkur á að viðunandi samningar náist við skuldunauta Arnarflugs h.f Hluthafahópurinn settiþað sem skilyrði að viðunandi samningar næðust. Agnar Friðriksson forstjóri: Málið liggur endanlegafyrir um nœstu helgi að hafa nú þegar tekist samn- ingar við nokkra af okkar stærstu skuidunautum og samn- ingar munu halda áfram strax eftir heigi, og úrslit liggja því væntanlega fyrir í lok næstu viku. Og ég er mjög bjartsýnn á að okk- ur takist að ná viðunandi samn- ingum við alia okkar skuldu- nauta, sagði Agnar Friðriksson forstjóri Arnarflugs í gær. Hluthafahópurinn, sem svo hefur verið nefndur og vill leggja fé í Arnarflug setti það sem skil- yrði fyrir fjárframlögum að við- unandi samningar tækjust við alla skuldunauta Arnarflugs áður en gengið yrði frá hluthafamálinu. Að þessu hafa stjómendur Arn- arflugs h.f. nú unnið og eins og Agnar sagði er útlit fyrir farsæl málalok. Agnar tók fram að enginn skuldunautanna, sem þegar hef- ur verið rætt við hefði neitað að gera samninga um skuldirnar og hann sagðist ekki eiga von á því að þeir sem eftir er að funda með myndu gera það. Takist að ná samningum við alla aðila ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að fjármálaendur- reisn Arnarflugs h.f. hefjist en þó eru margir enn svartsýnir á að takast muni að rétta fyrirtækið v‘ð. -S.dór. Orður Sæmd fyrir Steingrím Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra hefur verið sæmdur heiðursviðurkenningu skólans Californian Institute of Technology, en þar stundaði hann nám á árum áður. Háskól- inn veitir þessa orðu fyrir afburða frammistöðu manna. Forsætis- ráðherra tekurámóti orðunni 17. maí nk. á samkomudegi fyrrum nemenda skólans. Matarlystin var sko aldeilis í lagi hjá krökkunum í Öskjuhlíðarskóla sem heimsóttu sýninguna Matarlist í Laugardalshöll ígær. Ljósmyndarinn okkar festi hópinn á filmu við Stígvélaða köttinn eftir að hann hafði sagt þeim sögur. Ljósm. Sig. Herstöðvaandstœðingar Okkur stendur ógn af kjamorku Kjarnorkuslysið í Tsjérnóbil minnir okkur á eyðileggingarmátt kjarnorkunnar. Vísum öllum kjarnorkuknúnum förum burt úr okkar lögsögu! Samtök herstöðvaandstæðinga hafa sent frá sér ályktun vegna slyssins í Tsjérnóbil kjarnorkuver- inu í Sovétríkjunum. Þar segir m.a.: „Enn einu sinni höfum við verið minnt á ógn og eyðingarmátt kjarn- orku. Um leið og Samtök her- stöðvaandstæðinga votta fórnar- lömbum kjarnorkuslyssins í Sovét- ríkjunum samúð, fordæma þau tregðu stjórnvalda þarlendis að veita upplýsingar um bilunina í kjarnorkuverinu. Það er ljóst að aldrei mun unnt að búa svo um hnútana að bilanir verði ekki í kjarnorkuverum. Slysið í Sovét- ríkjunum með þeim víðtæku áhrif- um, sem það hefur nú þegar haft, hlýtur að vekja upp spurningar um réttmæti orkuvinnslu með kjarn- orku. Það er auðsætt, að meðan kjarnorkuver eru starfrækt, ber brýna nauðsyn til að komið verði upp alþjóðlegum reglum um upp- lýsingaskyldu og viðbrögð við bil- unum í þeim.“ Síðan segir: „Sú staðreynd, að kjarnorkuslys- ið stefnir í voða afkomu og búsetu fjölda fólks sem hefur lifað af matvælaframleiðslu, hlýtur að vekja ugg meðal íslensku þjóðar- innar, sem byggir afkomu sína að mestu á matvælaframleiðslu, eink- um sjávarfangi. Fjölmörg skip og kafbátar knúin kjarnorku og búin kjarnorkuvopnum eru á sífelldu sveimi umhverfis landið. Það þarf ekki að leiða neinum getum að því að kjarnorkuslys á miðunum við landið gæti kippt grundvelli undan tilveru þjóðarinnar." í lokin: „Við skorum því á ríkisstjórn Is- lands að banna umferð skipa og kafbáta, sem knúin eru kjarnorku, um efnahagslögsögu landsins og vinna ótrauðlega að því marki að Norður-Atlantshafið verði friðlýst. Jafnframt skorum við á ríkisstjórn- ina að fylgia eftir þingsályktunartil- lögu gegn kjarnorkuvígbúnaði, sem var samþykkt samhljóða á Al- þingi þann 23. maí 1985. Ennfrem- ur heitum við á alla þegna þessa lands að fylkja sér um þessar kröfur og fylgja þeim eftir hver á sínum vettvangi, því að hér eru lífshags- munir þjóðarinnar í veði.“ Leiktœkjasalir Enn bætist við Vilhjálmur Svan Jóhannsson veitingamaður hefur fengið leyfi borgarstjórnar til að reka leiktækjasal við Rauðarárstíg. Allir borgarfulltrúar minnihlut- ans voru á móti veitingu leyfisins og fyrir lá umsögn barnaverndar- nefndar þar sem lagst var gegn bví að þarna yrði rekinn leiktækj- asalur. Barnaverndarnefnd hefur oftast áður tekið afstöðu gegn leiktækjasölum af þessari gerð. Þess má geta að reksturinn hófst nokkru áður en formlegt leyfi var gefið, sem var á borgarstjórnar- fundi á fimmtudagskvöldið. -gg Bíldudalur Listi óháðra Framboð F lista óháðra á Bíldu- dal hefur komið fram og skipa þessir menn fimm efstu sæti list- ans: 1) Jón Guðmundsson húsas- miður, 2) Hrafnhildur Jóhannes- dóttir húsmóðir, 3) Kolbrún Jónsdóttir fóstra, 4) Páll Ágústs- son sjómaður og 5) Þórður Ósk- arsson sjómaður. Reykjavík Kosningasjónvarp 2 2. í hvítasunnu Sjónvarpið sýnir kl. 16.00 kosningadagskrá úr Reykjavík. Þar verður kynning á framboðs- listum. Fyrir G-lista Alþýðubanda- lagsins koma fram Anna Hildur Hildibrandsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Kristín Ólafsdóttir, Sigurjón Pétursson, Tryggvi Þór Aðalsteinsson og Össur Skarp- héðinsson. Sinfóníuhljómsveit íslands Fimmtudagstónleikar Stjórnandi: (Æ&té JEAN-PIERRE JACQUILLAT Hamrahlíðarkórinn og kór Menntaskólans við Hamrahlíð. Kórstjóri: Þorgerður Ingólfsdóttir í Háskólabíói fimmtuda 3| ^^^Efnisskrá: p M. Ravel Pavane og „Dafnis og Klói”, ballettmúsik H. Berlioz „Symphonie Fantastique”, op. 14 ginn 22. maí kl. 20.30 Aðgöngumiðasala í Bókaverslunum Sigfúsar Eymundssonar, Lárusar Blöndal oa í ístóni.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.