Þjóðviljinn - 17.05.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Side 5
Ingibjörg Sólrún Gísladc ar kunna K orði og .ka sinna. „a oE bæia o an??u. Pessi alvktun ekki birst i Þjódviljani vegar birti hann ál kjarnorkuslysid frá Alþýöubandalagsins. cr dagsctt þann 7. m þctta vera tilviljun? í þessu tilviki k< leysiö niöur á Kve ,Ef pólitík er að breytast ísjóbíssnes þá rum við í Kvennalistanum ekki á réttu óli. Við ætlum hins vegar að freista þess \ð bjóðaframágrundvelli vandaðrar stefnuskrár sem þegar liggur fyrir“ Kosningamar snúast um giundvallaimál Morgunblaöið og fleiri fjöl- miðlar hafa að undanförnu reynt að telja sjálfum sér trú um að áhugi á borgar- og sveitarstjórn- arkosningunum sé sáralítill með- al almennings. Morgunblaðið vill kenna „ómálefnalegum" mál- flutningi andstöðu Sjálfstæðis- flokksins um, - og sérstaklega Alþýðubandalagsins. Þessar yrð- ingar eru hér á bæ dregnar í efa. Lítum nánar á málið. Skoðanakannanir að undan- förnu gefa til kynna að áhugi á kosningunum hafi aukist veru- lega síðustu vikurnar. Pannig er hlutfall óákveðinna sífellt minna í skoðanakönnunum DV og HP. Sem dæmi má nefna að í skoð- anakönnun HP í apríl var hlutfall óákveðinna 51,6% en það var í maíkönnun komið niðrí 34,5%. Og í vönduðustu könnun sem hér hefur verið framkvæmd, skoð- anakönnun félagsvísindastofnun- ar Háskólans á dögunum var hlutfall óákveðinna langt innan við 20%. þetta eru auðvitað vís- bendingar um að sífellt fleiri taka afstöðu og vaxandi áhuga á kosn- ingunum. Áróðurinn Stjórnmálamönnum og -flokk- um gengur misvel að ná til fólks. Ætla mætti að þeir sem meiri að- gang hafa að fjölmiðlum standi betur að vígi en hinir sem hafa á engan vísan miðil að róa. Þannig fylgi veldi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík einfaldlega sterkri markaðsstöðu Morgunblaðsins. En um þetta leyf ég mér einnig að efast. Morgunblaðið er víða á landsbyggðinni jafn sterkt og í Reykjavík, - en Sjálfstæðisflokk- urinn í viðkomandi byggðar- lögum veikur að sama skapi. Framboðslistar sem ekki eru í neinum pólitískum frændsemis- böndum við fjölmiðla hafa oft og iðulega unnið stórsigra í kosning- um. Pað eru einnig dæmi um að flokkar, sem hafa dagblað á sín- um snærum, hrapi niðrúr öllu valdi í kosningum, einsog Fram- sóknarflokkurinn á þéttbýlis- svæðinu virðist eiga framundan. Allt þetta bendir til þess að það sé mest undir stjórnmálaflokkun- um sjálfum og stjórnmálamönn- unum komið að afla sér kjörfylg- is, þarmeð að koma sér og mál- flutningi sínum á framfæri í fjöl- miðlum. Undanbrögð - toppfígúra Stjórnmálamenn kenna gjarnan einhverjum öðrum um giftuleysi sitt. Það er sök fjöl- miðla, það er sök pólitískra and- stæðinga og svo framvegis. En kosningasigrar verða ekki unnir öðruvísi en vegna sterkrar mál- efnastöðu og frambærilegra kandidata - samkvæmt túlkunum þeirra eftirá. Auðvitað er stað- reyndin sú að margir þættir koma saman þarámeðal fjölmiðlar og gera það að verkum að framboðs- listar fái góða eða vonda útkomu. En það er fólkið, - kjósendur sem ræður úrslitum hvernig sem menn annars láta. Þær aðstæður sem fyrir hendi eru í Reykjavík reyna auðvitað á hæfni og getu minnihlutaflokk- anna með sérstökum hætti. Veldi Morgunblaðsins og Sjálfstæðis- flokksins í borginni er slíkt. í leiðara nýútkomins Helgarpósts er fjallað um þetta mál og sagt að stjórnmálamönnum sé einum um að kenna hversu lítill áhugi sé á borgarstjórnarkosningunum: „Þeir ná ekki til fólks, a.m.k. þeir sem eru í minnihluta. Þeir eru lélegir áróðursmenn. Og svo eru það hinir, sem fara með völd- in og ná til fólks. Þeir ala á tor- tryggni og forðast alla málefna- lega umræðu um borgarmálin. Hins vegar láta þeir sér ekkert tækifæri úr greipum ganga til þess að koma fram fyrir hönd borgar- innar. Úr borgarstjóranum verð- ur til toppfígúra, sem borgarfull- trúarnir úr sama flokki slá skjald- borg um þegjandi og hljóða- lausir.“ Toppfígúru- skapur Helgarpósturinn hefur þarna hitt naglann á höfuðið varðandi kosningataktik Sjálfstæðisflokks- ins. Allir aðrir borgarfulltrúar en Davíð eru nánast í felum - en borgarstjórinn sjálfur kemur yfir- leitt fram í gervi hins yfirhafna, Kim Ils sem aftur er tekinn til við að klippa borða og kyssa fegurð- ardrottningar fyrir kosningarnar. Sviðsetningin verður einkar augljós þegar haft er í huga að nú er Davíð byrjaður að þjófstarta við vígsluathafnir. Dæmi um þetta eru afhending þjónustuíbúða í Seljahlíð fyrir aldraða á dögunum, þarsem eng- inn aldraður er kominn inní hús og verður ekki í kosningamánuð- inum. Það hefur heyrst, að íþrótt- aþjálfari sem viðstaddur var af- hendinguna hafi látið Davíð gera öldrunaræfingar afþví enginn gamall maður var viðstaddur- og að þetta hafi mönnum þótt snið- ugt. Forðast umræðuna Það er alveg rétt hjá hinum ó- pólitíska Helgarpósti, að vald- hafarnir í borginni forðast alla málefnalega umræðu um borg- armálin. DV, sem á hrós skilið fyrir kynningu á framboðum og mál- efnum um land allt í þessari kosn- ingabaráttu, hefur boðað til fundar í Háskólabíói 26. mars þarsem allir flokkarnir í Reykja- vík áttu að fá að kynna sig og málefni sín. Fyrir síðustu alþing- iskosningar var hliðstæð kynning á vegum DV í Háskólabíói að margra dómi meðal þess áhrifa- mesta í aðdraganda kosning- anna. Þessi fundur er því flokk- unum mjög mikilvægur-og með- al örfárra tækifæra sem gefast fyrir andstöðuöflin að komast í návígi við Sjálfstæðisflokkinn. Hrokagikks- háttur í gær birtist svo í D V svar kosn- ingastjórnar Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, þarsem þessi flokk- ur hafnar þátttöku í fundinum. í svari Flokksins kemur fram sú skoðun, að „minnihlutaflokkar í borgarstjórn“ eigi ekki að fá sama tíma og Sjálfstæðisflokkur- inn að mati hans á fundi sem þess- um. Því fari fjarri að æskilegt sé að gefa „minnihlutaflokkunum 5 sinnum lengri tíma til að ráðast á Sjálfstæðisflokkinn en hann hef- ur til að færa fram sína stefnu“. Sjálfstæðisflokkurinn og mál- gögn hans hafa í áratuganna rás eytt miklu púðri á valdhafana í Austur-Evrópu og virðingarleysi þeirra við andstöðuöflin. Hins vegar vílar flokkurinn ekki fyrir sér að beita sams konar málflutn- ingi til réttlætingar á framkomu sinni gagnvart andstöðunni til dæmis í Reykjavík. Ef ræðutími á fundum fjöl- margra flokka á að vera í sam- ræmi við fylgi þeirra, - þá þýddi það að Flokkur mannsins hefði tóm til að segja Halló á fundum, meðan íhaldið fengi tækifæri til langrar þulu. Slík hugmynd hlýtur að misbjóða lýðræðislega þenkjandi fólki - og synjun Sjálfstæðisflokks á umræðum er að sjálfsögðu ekki annað en hrokagikksháttur valdhafa. Það er ekki Kommúnistaflokkurinn Ráðstjórnarríkjanna heldur Sjálfstæðisflokícurinn sem fer með völdin í Reykjavík og neitar að ræða málin í návígi við pólit- íska andstæðinga sína. Málefnaleg barátta Einsog hér hefur verið sýnt fram á, þá forðast Sjálfstæðis- flokkurinn málefnalega umræðu og návígi við andstæðinga sína. Veikleikar valdhafanna hafa þannig vel komið í ljós. Þetta verður enn bersýnilegra þegar málflutningur borgarstjórans og Morgunblaðsins er athugaður. Morgunblaðið ásakar pólitíska andstæðinga sína og Davíðs um „ómálefnalega“ umræðu, - og út- skýrir það gjarnan með því að segja að hún sé „neikvæð“. Með svona orðalagi er Mogginn að sá kornum tortryggni meðal borgar- búa - sem honum stundum tekst, - en ekki alltaf. Það dugir tæpast lengur að hóta kjósendum rússneskri innrás ef Alþýðu- bandalagið vinnur kosningasigur einsog áður var lenska í Mogga. Kosningabarátta stjórnarand- stöðunnar í Reykjavík er hins vegar málefnaleg. Hún snýst í raun um grundvallaratriði. Og öll þau fjölmörgu gagnrýnisatriði sem Sjálfstæðisflokknum er nú núið um nasir snúast einnig um alger grundvallaratriði. Baráttan snýst um grundvallar- afstöðu fólks til lýðræðis. Sjálf- stæðisflokkurinn er nefnilega sakaður um hvorki meira né minna en einræði. Pólitískir and- stæðingar Sjálfstæðisflokksins benda á fjölmörg mál frá liðnu kjörtímabili sem sýna eðli þessa einræðis sem Sjálfstæðisflokkur- inn hefur ástundað. Þegar hneykslismálin eru rifjuð upp, ís- björninn, Grandi, ísfilm og Olfu- svatnslandið, - þá er einmitt ver- ið að sýna fram á það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar í þágu fámenns hóps - í anda ein- ræðis. Þetta er auðvitað málefna- leg gagnrýni, - sem Morgunblað- ið og Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík geta ekki svarað nema útí hött einsog borgarbúar hafa fengið að sjá - eða þeir forðast með því að neita að koma á fundi. Kosningabaráttan snýst um af- stöðu fólks til fleiri grundvallar- atriða. Andstaðan leggur áherslu á stefnubreytingu í félagslegum efnum. Hún leggur áherslu á að félagslegt öryggi hefur verið stefnt í voða af Sjálfstæðisflokkn- um. Það er bent á ótal dæmi um það hvernig gengið hefur verið á félagslegan rétt fólks til öruggs húsnæðis í ellinni, hvernig dag- vistarmálum hefur verið sinnt, bent á fátæktina í Reykjavík og kerfismennskuna og sinnuleysi Sjálfstæðisflokksins gagnvart slíkum málum. Allt þetta og miklu meira vitn- ar um grundvallarmun á afstöðu og stefnu Sjálfstæðisflokksins og andstöðunnar. Þetta er málefna- ágreiningur, grundvallarágrein- ingur, sem ekki einu sinni Morg- unblaðið getur falið - þó fram- bjóðendur Sjálfstæðisflokksins hlaupi í felur einsog hræddir kommissarar í Sovétríkjunum, sem hafa drukkið yfir sig af vald- akokteilnum. Óskar Guðmundsson Laugardagur 17. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.