Þjóðviljinn - 17.05.1986, Síða 9

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Síða 9
MðfMUINN HELUSSANDUR/RIF Sigurdór Sigurdórsson GRUNDARFJÖRÐUR/ÓIAFSVÍK P Neshreppur utan Ennis Oþolandi kyrrstaða Kristinn Jón Friðþjófsson: Óþolandi kyrrstaða. Ég hef verið einn í stjórnar- andstöðu í hreppsnefnd Nes- hrepps utan Ennis, þ.e. Hell- issands, Rifs og Gufuskála, á liðnu kjörtímabili og það sem hefur angrað mig mest er þessi kyrrstaða í öllum málefn- um hreppsins. Meirihlutinn hefur í engu notfært sér það mikla góðæri til lands og sjáv- ar sem ríkt hefur á kjörtímabil- inu. Það vantar ekki að menn hafi haft uppi góð orð um að gera eitt og annað, en svo hef- ur bara alltof lítið gerst, sagði Kristinn Jón Friðþjófsson, skipstjóri, en hann skipar efsta sætið á framboðslista Alþýðu- bandalagsins og óháðra við hreppsnefndarkosningarnar 31. maí nk. Kristinn Jón benti á að Rif og Hellissandur hefðu nokkra sér- stöðu miðað við aðra útgerðar- bæi á landinu. „Frá Rifi er örstutt á fengsæl- ustu fiskimið landsins og afla- gengd í Breiðafirði hefur verið með eindæmum góð sl. tvö ár. Það hefur aldrei tekið stærri bát- ana hér styttri tíma að fylla kvóta sinn en í vetur, enda bæði afli og gæftir einstakar. Hér framundan láðinu eru einnig fengsæl rækj- umið. En við eigum enga rækju- vinnslu hér, auk þess sem rækju- veiðar og -vinnsla eru háðar leyfum og Ólafsvík, Grundar- fjörður og Stykkishólmur hafa rækjuleyfin í Breiðafirði. Ég tel það alveg nauðsynlegt að hér verði unnið að því að fá rækju- vinnslu og leyfi fyrir okkar báta til veiða.“ Ertu með þessu að segja að stóru bátana skorti verkefni nú í lok vetrarvertíðar? „Því miður er það staðreynd að fyrir þá er ekkert að gera. Þannig hefur það verið síðan kvótinn var settur á. Þetta hefur aftur leitt til þess að trilluútgerð hefur stór- aukist, ekki síst nú eftir að rýmk- að hefur verið til fyrir trillurnar. Það eru auðvitað sjómenn af stóru bátunum, sem hafa verið að fá sér trillur til að hafa eitthvað að gera. En hvaða vit er í því að leggja stærstu, öruggustu og vel útbúnu skipunum og stefna öllum sjómönnum á trillur? Þetta er af- leiðing kvótakerfisins. Vegna aukinnar trillubátaútgerðar er ljóst að bæta þarf aðstöðu smá- báta í Rifs-höfn, til dæmis með flotbryggju, hjá því verður ekki komist eins og nú háttar." Ef þú lítur yflr sviðið hér, hvað er það þá sem mest er aðkallandi? „Það er því miður fjölmargt. Ég get nefnt sem dæmi að ekkert hefur verið byggt af íbúðum fyrir aldraða, engir verkamannabú- staðir, þótt leyfi hafi verið fyrir þremur slíkum, þá var það ekki nýtt. Nú aftur á móti, nokkrum vikum fyrir kosningar rýkur meirihlutinn til og auglýsir eftir umsóknum til verkamannabú- staða. Þá berast 12 til 15 umsókn- ir. Á því sést hve brýn þörfin hef- ur verið að byggja slíkar íbúðir. Árið 1981 var nýtt grunnskóla- húsnæði tekið í notkun hér. Þá átti eftir að ganga frá hluta húss- ins, sem og skólalóðinni og einnig vantaði ýmis tæki fyrir skólann. Nákvæmlega ekkert hefur verið gert í þessum málum á liðnu kjörtímabili. Segja má að það eina sem þessi meirihluti hefur gert á kjörtím- abilinu er að ljúka hluta leik- skólabyggingar. Þeim tókst ekki einu sinni að ljúka innréttingu hússins og þeim mun ekki takast það fyrir kosningar eins og til stóð. Svona aumt er þetta nú. Eitt er það verkefni sem nú knýr á en það eru gagngerar endurbætur á félagsheimilinu Röst. Húsið hefur verið látið drabbast niður. Það þarf að skipta um glugga, hurðir og gólf í húsinu. Hreppurinn á 2/3 hluta í húsinu á móti ýmsum félögum í hreppnum, og á því eðlilega að hafa forgöngu í málinu.“ „Þá langar mig að hreyfa máli sem er að verða aðkallandi, en það er aukin þjónusta við flotann og sjómenn í Rifshöfn. Þar er verslun en nú hefur henni verið lokað, þannig að fyrir aðkomu sjómenn er nákvæmlega engin þjónusta við höfnina. Þá er og segir Kristinn Jón Friðþjófsson, skipstjóri, efsti maðurá lista Alþýðubandalags og óháðra í Neshreppi engin þjónusta fyrir menn sem eru að koma hingað með báta sína. Og það er ekki bara verslun sem vantar. Vinna verður að því að fá menn til að setja upp iðnaðarþjónustu-fyrirtæki við höfnina, fyrirtæki sem þjóna flot- anum. Auðvitað er það í verka- hring hreppsnefndar að greiða fyrir því með ýmsum hætti. Þar sem atvinnulíf er jafn einhæft og hér, þar sem allt snýst um útgerð og fiskvinnslu eru þarna mögu- leikar á að auka fjölbreyttni at- vinnulífsins. Nefna má sem dæmi viðgerðarverkstæði fyrir flotann því nú er aðeins ein smiðja fyrir allan flotann í Rifi og Ólafsvík. Hér í hreppnum er enginn raf- virki sem sinnir flotanum. Við verðum að sækja rafvirkja til Ól- afsvíkur ef eitthvað bilar hjá okk- ur. Ég tel alveg nauðsynlegt fyrir sveitarfélag eins og Neshrepp utan Ennis að vera ævinlega með verkefni á vegum hreppsins í gangi til að nýta það fé sem hann hefur yfir að ráða, í stað þess að láta þá reitast skipulagslaust í ekki neitt. Ég lít svo á að fyrir sveitarfélagið sé nauðsyn að vera með eitt myndarlegt verkefni í gangi hverju sinni, ljúka því og hefjast handa við það næsta. Þannig á þetta að vera og að því viljum við Alþýðubandalags- menn vinna,“ sagði Kristinn Jón að lokum. -S.dór Neshreppur utan Ennis Hér þarf að taka til hendinni Hann yrði æði langur verk- efnalistinn sem vinna þarf að í þessu byggðarlagi eftir kyrr- stöðu og aðgerðarleysi síð- ustu 4ra ára; ef ég teldi hann allan upp. Eg ætlaði því að nefna aðeins nokkur mjög brennandi mál, sem þola enga bið, sagði Hallgrímur Guð- mundsson 2. maður á lista Al- þýðubandalagsins og óháðra i Neshreppi utan Ennis. Skólahúsnæðið Ég vil fyrst nefna frágang skólahúsnæðisins, skólalóðarinn- ar og tækjakaup fyrir grunn- skólann. Árið 1981 var nýja skólahúsnæðið tekið í notkun og má segja að um 3A hlutar þess hafi þá verið tilbúnir. Síðan hefur nákvæmlega ekkert verið gert til að ljúka verkinu. Varðandi hús- gögn fyrir skólann þá ægir þar saman gömlum og nýjum hlutum og það er enn á verkefnalista hreppsnefndar að kaupa ný hús- gögn. Eftir er að ljúka við frá- gang á eldhúsi og eðlis- og efna- fræðistofu. Þá þarf að ljúka lag- færingum á gamla skólahúsnæð- inu. Þar fer nú fram handavinnu- kennsla við ófullkomnar aðstæð- ur þar sem ægir öllu saman. Saumakennsla fer fram í bóka- safnsstofu og annað er eftir því. Ég tel mjög áríðandi að koma handavinnukennslunni í viðun- andi húsnæði enda er mikil óá- nægja með málin eins og er. Ég fæ ekki betur séð en það þurfi þó nokkur skipulagning að koma til nú þegar ef ljúka á þess- um verkum fyrir haustið, en kennarar og fleiri telja það áríð- andi að málin verði leyst áður en skólastarfið hefst aftur í haust. Á því kjörtímabili sem nú er að ljúka hefur hreinlega ekkert ver- ið unnið við innréttingar í þessum hluta nýja hússins. Auðvitað er þetta ekkert annað en slóðahátt- ur hjá núverandi hreppsnefndar- meirihluta. Og þetta er til skammar fyrir okkur hér í sveitarfélaginu, þar sem ná- grannasveitarfélögin hafa öll komið þessum málum í fullkomið horf, en samt byrjuðu þau á skólabyggingu á eftir okkur hér á Hellissandi. Atvinnumál aldraðra Hvernig standa atvinnumálin hjá ykkur um þessar mundir? Alveg frá því í haust er leið hefur verið góð atvinna. En nú er vetrarvertíð lokið fyrir all nokkru vegna kvótakerfisins og því er fyrir séð að dauft verður með at- vinnu fram á haust. Ég giska á að það verði 2-3 mánuðir í sumar sem atvinna verður með minnsta móti. Svo er það aftur þannig hjá okkur eins og fleirum yfir vertíð- ina, að þá er unnið myrkranna á milli, þannig að þetta er ýmist í ökla eða eyra. Hitt er svo annað mál að atvinnulífið hér er afskaplega einhæft. Það eru alls ekki allir sem geta staðið í þeirri orrahríð sem vetrarvertíðin krefst af fólki. Aldrað fólk og líkamlega veikburða rís ekki undir því álagi. Ég tel því mjög áríðandi að koma hér á atvinnu fyrir það fólk. Það er margt eldra fólk hér sem svo sannarlega vildi vinna ef til væri eitthver atvinna við þess hæfi. Úr þessu þarf að bæta og það er vel hægt. Það mætti hugsa sér starf- semi varðandi fullvinnslu á fiski, sem væri óháð aflahrotum. Hverskonar veiðarfæravinnu og viðgerðir svo dæmi séu nefnd. Vissulega kemur margt annað til greina, sem flokkast undir léttan iðnað. Ég lít svo á að það hljóti að vera hlutverk hreppsnefndar hverju sinni að hafa forystu í svona málum. Ég er ekki þar með að segja að hreppurinn eigi að reka svona starfsemi en það á að vinna í því að laða svona atvinnu- starfsemi að hreppnum. Okkur þykir mörgum sárt að sjá gamla fólkið hrökklast héðan burt bæði vegna þess að það hefur ekkert við að vera og ekki síður vegna þess að ekkert hefur verið byggt af íbúðum fyrir aldraða eða yfir- leitt hugsað um að hlynna að gamla fólkinu, sem hefur skilað öllu sínu lífsstarfi hér og vill hvergi annarsstaðar vera ef mögulegt er. Þessu viljum við Al- þýðubandalagsmenn breyta. Heilsugæslustöðin Mig langar einnig að benda á að hér er heilsugæslustöð. Samt hefur því ekkert verið sinnt að koma hlutunum í þann farveg að hér heima fari fram rannsóknir, svo sem krabbameinsrannsóknir fyrir konur og fleira. Þessa þjón- ustu þarf að sækja í annað sveitarfélag, Ólafsvík. Hérer enn eitt dæmið um sinnuleysi og kyrrstöðu í málefnum sveitarfé- lagsins hjá núverandi hrepps- nefndarmeirihluta. Við viljum breyta þessu og fá hjólin til að snúast aftur, segir Hallgrímur Guðmundsson. -S.dór segir Hallgrímur Guðmundsson, 2. maður á lista Alþýðubandalagsins og óháðra Hallgrímur Guðmundsson: Fjölbreyttara at- vinnulíf. Laugardagur 17. maf 1986 .ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.