Þjóðviljinn - 17.05.1986, Page 11
Grundarfjöröur
Hér hefur verið
tekið til hendinni
Eftir síðustu sveitarstjórn-
arkosningar, þar sem Alþýöu-
bandalagið bætti við sig manni
og var með tvo hreppsnefnd-
armenn mynduðum við meiri-
hluta í hreppsnefnd með Fram-
sóknarfulltrúanum og höfum
síðan haft forystu í málefnum
hreppsins á kjörtímabilinu.
Eftir margra ára forystu íhald-
sins hér, sem einkenndist af
deyfð og athafnaleysi hefur
núverandi meirihluti heldur
betur tekið til hendinni og
framkvæmt það sem fyrir
löngu hefði átt að vera búið að
gera. Við erum sannarlega
stolt af þvi sem viö höfum gert
og kvíðum alls ekki dómi kjós-
enda ef sanngirni ræður, þeg-
ar gengið verður að kjörborð-
inu, sagði Ragnar Elbergsson
oddviti í Grundarfirði og efsti
maður á lista Alþýðubanda-
lagsins þar.
Höfnin
Við báðum Ragnar að segja
okkur frá því helsta sem fram-
kvæmd hefur verið í Grundarfirði
á kiörtímabilinu.
Eg tel að framkvæmdirnar við
höfnina, lífæð þorpsins, séu það
merkasta sem við höfum gert,
ásamt gatnagerðarframkvæmd-
um. Við lukum við stóráfanga við
höfnina. Hún var lengd um 45 m
og breikkuð uppí 45 m. Nú geta
tveir togarar ásamt stóru skipi
legið í höfninni samtímis og það
er samdóma álit skipstjórnar-
manna að höfnin hér sé orðin sú
besta á Snæfellsnesi. Hafnarmál-
in voru í niðurníðslu þegar við
tókum við og það var okkar fyrsta
verk að ráðast í þessar fram-
kvæmdir. Ég tel þó að fram-
kvæmdum sé ekki alveg lokið,
því við eigum eftir að fegra og
snyrta hafnarsvæðið, ljúka við
lýsingu og steypa þekju á norður-
garðinn. Þetta eru næstu verk-
efni.
Þegar við hófumst handa við
hafnarframkvæmdirnar hafði
Vita- og hafnarmálaskrifstofan
gert ráð fyrir því að framkvæmd-
irnar myndu kosta 11 miljónir.
Samt hafði íhaldsmeirihlutinn
sem vissi um þessar tölur ekki
látið vinna neina undirbúnings-
vinnu og talað var um að fram-
kvæma ef til vill fyrir 8 miljónir
króna. í óðaverðbólgunni fór
kostnaðarspáin uppúr öllu valdi
og kostnaðurinn varð 20 miljónir
króna. Það sem nú kemur í veg
fyrir að við getum lokið fram-
kvæmdum við höfnina er að ríkis-
sjóður hefur skorið niður allar
fjárveitingar til sveitarfélaganna
og síðan 1983 höfum við ekki
fengið þá fjárveitingu sem þarf til
að ljúka þessu.
Gatnagerð
Ég tel átakið sem við höfum
gert í gatnagerð líka stór-mál.
Fyrir kosningarnar 1982 sagði
íhaldsmeirihlutinn að hann væri
búinn að festa kaup á 5 þúsund
tonnum af olíumöl. Þegar við svo
tókum við kom í ljós að þetta var
algerlega ósatt. Þeir höfðu ekkert
gert í málinu. Á miðju ári 1982
barst okkur tilboð um kaup á
olíumöl, sem var mjög hagstætt
og festum við þá kaup á 3 þúsund
lestum. Næsta ár, 1983, var fyrir-
hugað að leggja mölina, en þar
sem engin undirbúningsvinna
hafði verið framkvæmd hjá fyrr-
verandi meirihluta var það meira
verk að undirbúa olíumalarlagn-
ingu en við hugðum. Það dróst
því til sumarsins 1984 að hefjast
handa en það ár lukum við olíu-
malarlagningunni og eru nú allar
íbúðargötur í Grundarfirði með
bundið slitlag. Þá var og hafist
handa með gangstéttarlagningu
og er nú svo lítið eftir að því verki
lýkur nú í sumar. Þá höfum við
líka unnið að því að leggja slitlag
á Grundargötu í samvinnu við
Vegagerð ríkisins og nær slitlagið
langt út fyrir þorpið.
Verkamannabústaðir
Við höfum unnið skipulega að
uppbyggingu félagslegra íbúða.
Við höfum byggt tvo verkamann-
abústaði og fest kaup á 3 eldri
íbúðum í því kerfi og nú höfum
við leyfi fyrir einu húsi enn sem
hafist verður handa við innan tíð-
ar. Fólk greiðir út í þessu húsnæði
20% en 80% er lánað á hagstæð-
ustu kjörum til 43ja ára. Þótt við
höfum ekki leyfi nú fyrir nema
einum verkamannabústað hyggj-
umst við byggja þrjár á næsta
kjörtímabili. Þessar framkvæmd-
ir hafa leyst mikinn vanda sem
húsnæðisskortur hér var.
íþróttahúsið
Hér er íþróttahús í smíðum og
við gerðum okkur vonir um að
hægt yrði að ljúka smíði þess á
kjörtímabilinu. Það tókst ekki,
en húsið stendur nú uppsteypt.
Ástæðurnar fyrir því að ekki var
hægt að ljúka byggingu hússins
eru margar. Aðal ástæðan er þó
sá niðurskurður á framkvæmdafé
frá ríkinu sem við höfum orðið
fyrir. Eins urðu mistök fyrrver-
andi verkfræðings við húsið okk-
ur til tafa en því máli hefur nú
verið kippt í lag. Við höfum
ákveðið að ljúka við byggingu
hússins á næsta kjörtímabili hvað
sem tautar og raular.
En vegna þessara tafa á bygg-
ingu hússins höfum við stór-bætt
alla íþróttaaðstöðu hér. Búnings-
og baðaðstaða í samkomuhúsinu
var bætt og nýtist það einnig yfir
sumarið þegar húsið er notað sem
gistiheimili fyrir ferðamenn. Þá
höfum við lagt nýtt lag yfir
knattspyrnuvöllinn og svæði fyrir
aðrar íþróttir hefur verið hannað.
Þá höfum við steypt völl fyrir
handknattleik og körfubolta við
skólahúsið.
Atvinnumálin
Atvinnumálin hjá okkur
standa tæpt eftir að við misstum
annan togarann. Það eru nú horf-
ur á að loka verði Hraðfrystihúsi
Grundarfjarðar vegna hráefna-
skorts og verður það gífurlegt
áfall fyrir atvinnulífið hér.
Það liggur í augum uppi að við
verðum að fá nýtt skip. Og það
get ég sagt þér að við Alþýðu-
bandalagsmenn munum ekki fara
neinn bónarveg í því máli framar,
við einfaldlega heimtum að
Grundfirðingar fái skip. Sá pólit-
íski skollaleikur og þau myrkra-
verk sem unnin hafa verið til að
ná af okkur skipinu og komu í veg
fyrir að við fengjum eitt af rað-
smíðaskipunum eru ófögur. Ur
þessu skal verða bætt fyrir okkur.
Og svo margt annað
Eitt af því sem við höfum ráðist
í er að taka þátt í byggingu glæsi-
legs húss í miðbænum með
Brunabótafélaginu og Búnaðar-
bankanum. Það verður raðhús
bæjarins, þar verða hreppsskrif-
stofurnar í framtíðinni en bygg-
ing hússins er nú komin vel á veg.
Auðvitað hefur fjölmargt
fleira verið gert hér, ég hef aðeins
nefnt það helsta. Og við Alþýðu-
bandalagsmenn kvíðum ekki
dómi kjósenda 31. maí ef sann-
girni ræður ferðinni eins og ég
sagði í upphafi. Og ef við verðum
í forystu áfram í hreppsmálunum
munum við halda uppbygging-
unni áfram, það er svo margt sem
þarf að gera. -S.dór
Við kvíðum ekki dómi kjósenda ef
sanngirni ræðurferðinni segir Ragnar
Elbergsson oddviti í Grundarfirði efsti
maður á lista Alþýðubandalagsins
WWt'i
Ragnar Elbergsson, efsti maður á lista Alþýðubandalagsins.
Rætt við Ólöfu Hildi Jónsdóttur sem
skipar 2. sætið á lista
Alþýðubandalagsins í
Grundarfirði
Ólöf Hildur Jónsdóttir, í 2. sæti á lista Alþýðubandalagsins.
Grundarfjörður
Birting og
Húsið eru
okkar stolt
Ég er búin að búa i Grundar-
firði í 7 ár og hef tekið þátt í
félagsstarfi Alþýðubandalags-
ins allan þann tíma, en þetta er
í fyrsta sinn sem ég fer í fram-
boð til hreppsnefndar. Ég hef
að sjálfsögðu svipuð áhuga-
mái varðandi hreppsmalin og
félagar mínir en þó mun ég
leggja mesta áherslu á skóla
og félagsmál, sagði Ólöf Hild-
ur Jónsdóttir annar maður á
lista Alþýðubandalagsins í
Grundarfirði.
Hún sagði að hreppsnefndin
hefði aukið fjárveitingu til ung-
mennafélagsins á síðasta kjörtím-
abili, en unnið hefur verið að því
að endurvekja þann ágæta félags-
skap og að sér sýndist að það
hefði tekist. Þá hefur sveitar-
stjórnin einnig stutt dyggilega við
skólann og skólastarfið. Dagvist-
unarmál sagði Ólöf vera í góðu
lagi og þau væru alls ekki í brenn-
idepli nú.
Nýtt húsnæði
Ólöf sem lét af formennsku í
Alþýðubandalagsfélaginu um
síðustu áramót var spurð um fél-
agsstarf AB í Grundarfirði.
Það hefur verið afar líflegt. Við
gefum út blaðið Birting og höfum
gert það sl. 5 ár. Þetta er eina
staðarblaðið og eini upplýsinga-
miðillinn um bæjarmálin. Blaðið
fer inná hvert heimili í hreppn-
um. Þá keyptum við lítið hús í
janúar 1985, sem verið hafði hjól-
barðaverkstæði. Þetta hús höfum
við nú stækkað og innréttað og
þar er okkar félagsmiðstöð. Það
hefur nú verið reynt að finna nafn
á húsið, en mér sýnist að það ætli
að festast við það að kalla það
bara Húsið, með stórum staf.
Þarna er lítill fundarsalur og
einnig aðstaða til að vinna Birt-
ingu og að auki er komið eldhús
og salerni en innréttingu Hússins
var alveg að ljúka. Aðeins verður
eftir að ganga endanlega frá gólf-
unura. Það bíður eitthvað.
Ég er ekki í neinum vafa að
þetta mikla og líflega féiagsstarf
innan AB er ástæðan fyrir því að
við erum með 2 hreppsnefndar-
fuiltrúa af 5 og erum leiðandi afl í
hreppsmálunum. Enda er hér
stór hópur af einstöku dugnað-
arfólki í AB. Og ég held að það sé
ekki á neinn hallað þótt ég full-
yrði að forysta Ragnars Elbergs-
sonar ræður mestu um þann kraft
sem er í félagsstarfseminni. Ég
má til með að skjóta því hér inní
að við erum auðvitað búin að
vera að vinna að kosningaundir-
búningi í allan vetur og fóiki þyk-
ir það alveg sjálfsagt að við séum
að. Svo þegar hinir flokkarnir
hengdu áróðursspjöld út í ein-
hvern glugga í bænum á dögunum
þá hrökk fólk við og sagði að
kosningabaráttan væri hafin.
Fjöibreytt
félagslíf
Jú, félagslíf hér er býsna fjöl-
breytt. Hér er starfandi leikfélag
og hér hefur starfað hjónaklúbb-
ur í 20 ár. Nú svo er það okkar
félagsstarfsemi í AB og ung-
mennafélagið og fleira.
Ertu bjartsýn á komandi kosn-
ingar?
Já, ég er það. Ég vona bara að
fólk muni ennþá hvernig umhorfs
var hér á flestum sviðum áður en
núverandi meirihluti tók við. Ef
fólk man það enn og ber saman
ástandið þá kvíði ég engu.
-S.dór
Neshreppur utan Ennis
Málefni sem alla varðar
Rætt við Valgerði Jakobsdóttur kennara, 3ja mann á lista
Alþýðubandalagsins
Ég er ekki búin að vera hér
nema í 2 ár, en því meira sem
ég hugsa um sveitarstjórnar-
málin, þeim mun meiri ástæðu
taldi ég til að gefa kost á
mér til starfa væri þess óskað.
Ég lít svo á að almenningur láti
sér málefni hreppsins of litlu
skipta. Það er auðvelt að fylgj-
ast með málunum ef áhugi er
fyrir hendi og mitt álit er að fólk
eigi að fylgjast mun meira með
því hvað er að gerast í kringum
það og láta sig nokkru skipta
hvað gert er eða hvað er látið
ógert. Sveitarstjórnarmálin
eru mál okkar allra og snerta
okkur beint, sagði Valgerður
Jakobsdóttir kennari sem
skipar 3ja sætið á lista Al-
þýðubandalagsins og óháðra í
Neshreppi.
Hún var spurð hvaða máía-
flokka hún bæri sérstaklega fyrir
brjósti.
„Það eru einkum tvö mál sem
ég vil minnast á. í fyrsta lagi þykir
mér átaks þörf í málefnum aldr-
aðra í hreppnum. Maður tekur
eftir því að gamla fólkið flyst
nauðugt burt vegna þess að það
þarnast umönnunar, sem ekki
er fyrir hendi hjá okkur. Þetta
nær auðvitað engri átt. Sveitarfé-
lagið stendur vitanlega í skuld við
þetta fólk sem eytt hefur starfs-
ævinni hér. Hér þarf að byggja
upp íbúðir fyrir aldraða og efla
þjónustu og heimilishjálp gamla
fólksins. Ég trúi ekki öðru en allir
séu þessu sammála þótt kyrrstaða
hafi ríkt í þessum málum undan-
farin ár.
Annað mál sem ég tel brýnt að
leysa sem fyrst er að ljúka bygg-
ingu grunnskólahússins og að
auka og bæta tækjakost skólans,
sem og að ljúka frágangi skóla-
lóðarinnar. Að ganga frá skóla-
lóðinni er einfalt mál og ódýrt,
samt fæst það ekki gert. Lóðin er
opin niður að ánni sem rennur í
gegnum þorpið og mér er full
kunnugt sem kennara, að okkur
er ekki rótt sem erum hverju
sinni í vallargæslunni að vita af
þessu svona.
Þá vantar okkur vel búnar fag-
stofur. Það er komið nýtt náms-
efni í raungreinum, sem við get-
um ekki tekið upp vegna tækja-
skorts. Þetta nær ekki máli. Eins
erum við eini grunnskólinn á
Snæfellsnesi, sem ekki hefur yfir
tölvu að ráða sem er bráð
nauðsynlegt tæki fyrir nútíma
skóla. Og þetta sem ég hef verið
að telja upp varðandi skólann
kostar ekki stórfé. Það vantar að-
eins viljann til að framkvæma
þetta.“
Er það ekki mikil breyting að
flytja af höfuðborgarsvæðinu í
svo lítið þorp sem Hellissandur
er?
„Vissulega er breytingin mikil.
Maður saknar sannarlega ýmissa
hluta en maður fær líka annað í
staðinn sem fæst ekki í Reykja-
vík. Þar á ég við rólegt og stress-
laust mannlíf. Það er mikils virði,
já hreint ómetanlegt og það
skilur það enginn sem ekki hefur
reynt það hversu þægilegt líf það
er að vera laus við ysinn og stress-
ið fyrir sunnan," sagði Valgerð-
ur.“ S.dór
n i. ( ms j Wg |
? »v|
Haraldur Ólafsson, 2. maður á lista Alþýðubandalagsins.
Ólafsvík
Þaðersvo margt...
Rætt við Harald Ólafsson skipstjóra sem skipar 2. sætið á lista
Alþýðubandalagsins
Ég er fæddur hér og uppal-
inn og þekki þessi mál því vel.
Auðvitað hefur maður verið að
vasast í pólitík í gegnum tíðina
og verið áhugamaður þar um
en ég hef samt aldrei verið í
framboði fyrr. En þegar Al-
þýðubandalagsfélagið ákvað
að bjóða fram sjálfstæðan
lista, þá skoraðist ég ekki
undan þegar til mín var leitað,
sagði Haraldur Ólafsson skip-
stjóri en hann skipar 2. sæti á
lista Alþýðubandalagsins nú.
Eitt af
stóru málunum
Aðspurður um hvaða málefni
hann teldi mest aðkallandi í
Ólafsvík sagði Haraldur:
Það er svo margt sem hægt er
að nefna. Til dæmis þarf að ljúka
byggingu félagsheimilisins, sem
hefur dregist alltof lengi. Gatna-
gerðin er í ólestri og það þarf að
vinna að því að bæta hana til
muna. Og svo eru það hafnarmál-
in.
Ef til vill standa hafnarmálin
mér næst sem skipstjóra. En
sannleikurinn er sá að höfnin hér
er orðin allt of lítil. Sem slík er
höfnin hér góð, en það er orðið
mjög aðkallandi að auka viðleg-
uplássið til muna. Kvóta-vitleys-
an hefur orðið til þess að stórum
góðum bátum er lagt um eða upp-
úr páskum, þá eru þeir búnir með
kvóta sinn. Þetta hefur svo leitt til
þess að sjómenn fá sér trillur til
að hafa eitthvað að gera og þeim
hefur fjölgað svo hér í Ólafsvík
að of þröngt er orðið í smábáta-
höfninni.
Það sem mest liggur á varðandi
höfnina er að fá vesturkant svo-
kallaðan. Þar þarf að reka niður
stálþil og fá þannig aukið við-
legupláss fyrir bátana. Hér er þó
ekki við bæjarstjórn eina að fást,
ríkið á að leggja til fé í svona
framkvæmdir, en nú hefur það
skorið niður framkvæmdafé um
56%. Við fáum víst 200 þúsund
krónur til hafnarmálanna í ár,
sem er ekki einu sinni fyrir vöxt-
um.
Málefni aldraðra
Eitt af því sem ég vil að sé gert
hér er að skapa atvinnu fyrir aldr-
að fólk, sem ekki hefur þrek til að
vinna í erfiði fiskvinnslunnar. Til
þess þarf að auka fjölbreytni at-
vinnulífsins hér og er enda alveg
sjálfsagt að vinna að því. Mér
dettur í hug í þessu sambandi
veiðarfæragerð fyrir togarann.
Nú sem stendur er hún öll unnin
utan Ólafsvíkur.
Já, það er sannarlega margt
sem þarf að taka höndum til við
og það ætlum við að gera. Ég skal
segja þér það að hér er tekið eftir
okkar framboði og því sem við
segjum, við kvíðum engu, sagði
Haraldur Ólafsson.
-S.dór
10 SlÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 17. maí 1986
Laugardagur 17. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 11