Þjóðviljinn - 17.05.1986, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 17.05.1986, Qupperneq 12
HELLISSANDUR/RIF / GRUNDARFJÖRÐUR/ÓLAFSVÍK Ólafsvík Óreynd en ómenguð Rætt við Herbert Hjelm sem skipar 1. sæti á lista Alþýðubandalagsins í Ólafsvík sem nú býður fram sérstakan lista í fyrsta sinn í 20 ár Alþýðubandalagið hefur ekki boðið fram sjálfstæðan lista hér í Ólafsvík sl. 20 ár heldur verið aðili að H- listanum sem var listi allra flokka og félaga nema Sjálf- stæðisflokksins. I haust var ákveðið að Alþýðubandalagið byði fram sjálfstæðan lista vegna þess að okkur þótti H- listamenn vera orðnir daufir og úr tengslum við fólkið. Við sem að AB-listanum stöndum nú erum vissulega óreynd, en við erum líka alveg ómenguð og tilbúin til að takast á við þann vanda sem bæjarfélagið á í um þessar mundir og þola enga bið, sagði Herbert Hjelm sem skipar 1. sæti á lista Al- þýðubandalagsins í Ólafsvík við kosningarnar 31. maí. Lánastarfsemi bæjarsjóðs Herbert var spurður hvað hann teldi vera mál málanna hjá þeim í Ólafsvík nú. Það er án vafa fjárhagsstaða bæjarfélagsins, sem er vægt sagt erfið. Bæjarsjóður hefur gengið mjög slæglega eftir innheimtu op- inberra gjalda hjá ákveðnum fyrirtækjum í bænum og má nefna í því sambandi að Hrað- frystihús Ólafsvíkurskuldar bæn- um í opinber gjöld um 9 miljónir króna. Fleiri fyrirtæki skulda bæjarsjóði stórfé og fyrir bragðið hafa framkvæmdir í bænum verið litlar. Fjárhagsstaða hans leyfir svo lítið vegna þessa. Á liðnu kjörtímabili hefur aðeins verið unnið að þeim verkefnum, sem fyrri bæjarstjórnir byrjuðu á. Sem dæmi um hvernig fjár- hagsstaðan er má nefna, að um síðustu áramót var innheimtu- hlutfallið hjá bæjarsjóði aðeins 59,14%, þ.e. útsvör og aðstöðu- gjöld. Innheimtuhlutfall fast- eignagjalda var enn lægra eða 51,87%. Þetta er með því lægsta sem þekkist á landinu. Við lítum svo á Alþýðubandalagsmenn að eitthvað meira en lítið sé að í stjórnun bæjarins þegar svona er ástatt. í lok síðasta árs var útlit fyrir að við misstum togarann á nauðung- aruppboð, sem hefði þýtt gjald- þrot fyrir bæjarfélagið. Málinu var þó bjargað fyrir horn með því að láta togarann sigla með afla og þannig hefur það verið síðan. Segja má að staða togarans sé hengingaról sem herst getur að hvenær sem er og fólk hér þorir ekki að hugsa þá hugsun til enda ef hann færi á nauðungaruppboð. Þetta er eitt af þeim vandamálum sem leysa þarf. Ferðamál Eitt málefni langar mig að nefna sem við höfum hug á að vinna að á komandi árum, en það eru ferðamálin. Við teljum að Ólafsvík eigi mikla möguleika í ferðamálum ef rétt er á málinu haldið. Við teljum að bæta og stækka þurfi Hótel Nes og gera það að alvöru hóteli. Hér eru möguleika á að halda stór og veg- leg sjóstangaveiðimót og laða ferðamenn að með þeim hæfti. Einnig þarf að skipuleggja úti- vistarsvæði, koma á skipulagðri fuglaskoðun, koma upp hesta- leigu og fleira og fleira. En til þess að þetta sé hægt þarf að auka og bæta alla ferðamannamóttöku frá því sem nú er. Við viljum að bæjaryfirvöld hafi frumkvæði í þessum málum. Félagsheimilið hér er búið að vera lengi í byggingu og enn er langt í land að því verði lokið. Það er eitt af þeim málum sem við viljum drífa áfram enda til vansa að láta þetta dragast svona eins og gert hefur verið. Loks langar mig að nefna mál, sem við munum berjast fyrir í bæjarstjórn. Annars vegar mun- um við leggja til að allir þeir sem byggðu á „misgengistímanum" og nú eru að kikna undan lánum af húsnæði sínu, verði undan- þegnir fasteignagjöldum þar til þeirra málum hefur verið kippt í lag. Og í annan stað vil ég nefna að við munum leggja til að hér verði gert „Bolungarvíkur- samkomulag“ við starfsmenn bæjarins, sagði Herbert Hjelm. Það var ljóst af viðtölum við það hressa fólk sem nú skipar sér í fylkingarbrjóst Alþýðubanda- lagsins í Ólafsvík að þar er svo sannarlega ómengað fólk í þess- um málum, sem er tilbúið að berjast og hrista upp í doða kerf- isins. -S.dór INNLEND - ERLEND BANKAVIÐSKIPTI LEITIÐ EKKI LANGT YFIR SKAMMT BUNAÐARBANKINN TRAUSTUR BANKI Útibúið Grundarfirði sími 93-98880 Herbert Hjelm: Fjárhagsstaða bæjarins alvarleg. Ólafsvík Langur dagvistunar biðlisti Margrét Jónasdóttir 3ji maðurálista Alþýðubandalagsins Það þykir mörgum einkenni- leg hagspeki hjá bæjaryfir- völdum að hafa dagvistunar - málin í þeim ólestri að 38 eru á biðlista eftir dagvistun barna, sem að sjálfsögðu leiðir til þess að húsmæður geta ekki unnið utan heimilis. En á sama tíma verður að flytja til bæjar- ins vinnuafl á vertíðinni. Þetta aðkomufólk greiðir að sjálf- sögðu ekki útsvar hér, en það myndu heimamenn að sjálf- sögðu gera ef þeir kæmust út að vinna, sagði Margrét Jónas- dóttir 3ji maður á lista AB í Ól- afsvík. Margrét sagði að húsnæði dag- vistunarheimilisins væri þannig að auðvelt væri að bæta við það og nú stæðu mál þannig að það bráðvantaði 2 deildir. Hún sagði að nú væri til umræðu að koma á dagvistun 6 ára barna frá kl. 13- 17 í skólanum yfir veturinn, en enn sem komið er væri þetta bara á umræðustigi, ekkert hefði verið ákveðið með þetta enn. Margrét var spurð hvernig staða íþrótta- og æskulýðsmála væri í Ólafsvík. Vegna aðstöðuleysis er íþrótt- alíf hér einhæft. Yfir veturinn er iðkað badminton og körfubolti en aðeins knattspyrnu yfir sumar- ið. Hér sárvantar góða leiðbein- endur, en þeir fást ekki vegna að- stöðuleysis. Margrét Jónasdóttir: Viljum bæta að- stöðu til íþrótta og útilífs. Við Alþýðubandalagsmenn viljum vinna að því að koma upp fullkominni íþróttaðastöðu með Neshreppi utan Ennis í landi Sveinsstaða. Þar er hægt að koma upp fullkomnum keppnisvelli fyrir knattspyrnu, frjálsar íþrótt- ir, hestamennsku og fyrir hvers- konar útivist að ógleymdum golf- velli. Nú sem stendur er hér mal- arvöllur sem tekinn var í notkun fyrir 2 árum, en hann er mjög óheppilega staðsettur að okkar mati. Varðandi æskulýðsstarf hér, þá er það lítið vegna aðstöðu- leysis. Unglingarnir hafa fengið inni í skólahúsinu og komið sér þar upp diskóteki, en það er mjög ófullkomin aðstaða. Einmitt vegna þessa viljum við hraða byggingu nýja félagsheimilisins, en þar er fyrirhugað að opna fé- lagsmiðstöð. Ég lenti í æskulýðs- og íþróttanefnd hér en það hefur ekki gefist tækifæri á að koma okkar skoðunum varðandi þessi mál að þar, vegna þess að engir fundir hafa verið haldnir í nefnd- inni. Við viljum að unglingarnir sjálfir fái að taka þátt í undirbún- ingi þessarar félagsmiðstöðvar. Vissulega eru mörg verkefni sem bíða næstu bæjarstjórnar, en ég tel að lokaáfangi byggingu fé- lagsheimilisins sé forgangsverk- efni og það að bæta hér alla útivistar- og íþróttaaðstöðu, sagði Margrét Jónasdóttir.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.