Þjóðviljinn - 28.05.1986, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 28.05.1986, Qupperneq 13
HEIMURINN Skilríkjadeilur Stjómmalasamband ekki rafið Vesturveldin, Bandaríkin, Bretlandog Frakkland hafa neitaðþeimfregnum að þau œtli að slíta stjórnmálasambandi við A-Pjóðverja eftir aðþeir tilkynntu nýjar reglur um framvísun skilríkja og kröfðustþess að diplómatar sýndu vegabréf ístað hefðbundinnaskilrikja Bonn — Bandarísk yfirvöld neituðu í gær þeim fregnum sem bárust frá vestrænum diplómötum í Austur-Berlín, að Vesturveldin hefðu í hyggju að slíta stjórnmálasambandi við Austur-Þjóðverja vegna þess að þeir hafa krafið vest- ræna diplómata um vegabréf á mörkum Austur- og Vestur- Berlínar í stað diplómatapassa eins og venjan hefur verið. Skák Sterkasta mót til þessa? í tilkynningu Bandaríkja- stjórnar um þetta efni sagði að fregnir um þetta væru óná- kvæmar, Bandaríkjamenn hefðu ekkert slíkt í hyggju. Fulltrúar v- þýsku stjórnarinnar sem haft var samband við könnuðust ekki við vangaveltur um slit á stjórnmálasambandi við A- Þýskaland. Vesturveldin líta á þessar nýju reglur A-Þjóðverja um framsal skilríkja sem leið þeirra til að gera borgamörkin í Berlín að nýj- um alþjóðlegum landamærum. Vesturveldin líta svo á að öll Berlín sé enn hersetin samkvæmt samkomkomulagi sem gert var í lok stríðsins. Þau hafa neitað að semja við A-Þýskaland um mál- ið, hafa þess í stað snúið sér til Sovétríkjanna. Bugojno — Á síðasta sunnu- dag hófst í smábæ í Júgósla- víu sterkasta skákmót sem, haldið hefur verið, eftir því sem Júgóslavar segja. í fyrstu umferð mótsins sem fór fram á mánudag, sigraði Ant- hony Miles Ljubomir Ljubojevic frá Júgóslavíu. Flann sýndi að hann hafði náð sér eftir niður- lægjandi ósigur sinn gegn heimsmeistaranum Kasparof í Sviss fyrir stuttu. Eftir enska byrjun vann Miles Ljubjevic í 22 leikjum. Önnur mikilvæg skák í fyrstu umferð var viðureign Spasskís og Karpofs. Þeir sömdu um jafntefli eftir 23 leiki. Spasskí sem nú teflir fyrir Frakkland hóf skákina með Sikileyskri vörn sem Karpof hafði aldrei séð í fyrri viður- eignum sínum gegn Spasskí. Af öðrum keppendum á þessu sterka móti má nefna Jan Tim- man frá Flollandi, Lajos Portich frá Ungverjalandi og Sovét- mennina Igor Sokolof og Artúr Júsúpof. Karpof sagði í viðtali í síðustu viku að skákirnar á þessu móti væru þær síðustu sem hann tefldi opinberlega þar til hann settist gegnt núverandi heims- meistara í einvígi um titilinn sem hefst í Englandi í sumar. Sovétríkin „Tsjemóbfl“ tónleikar í Moskvu ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR hjörleifsson'RtU ItK Moskvu — Sovéskir popparar ætla að halda tónleika á Olym- píuleikvanginum i Moskvu til styrktar hjálparstarfi eftir kjarnorkuslysið í Tsjernóbíl Engin opinber tilkynning hefur verið gefin út um þessa tónleika enn fréttir af þeim hafa borist frá manni til manns undanfarna daga. Meðal listamanna eru helsta söngkona Sovétmanna, Alla Púgatsjóva, og rokkhljóm- sveitin Avtograf. Tónleikarnir S-Afríka Tugþúsundir án heimilis í Crossroads Heimilislausir svartir menn í Crossroads, nú búsettirí flóttamannabúðum, hafa heitiðþvíað snúa aftur til heimkynna sinna sem yfirvöld vilja nú rífa Crossroads—Þúsundir svartra S-Afríkumanna sem búsettir hafa verið í Crossroads í Jó- hannesarborg hétu því í gær að endurbyggja eigin bústaði í blóra við bann yfirvalda við slíku. Eftir viku óeirðir eru nú 33 látnir og að minnsta kosti 30.000 manns eru heimilislausir. Heimil- islausir íbúar í Crossroads sem nú eru í flóttamannabúðum sem settar hafa verið upp við hverfið, sögðu fréttamönnum í gær að þeir myndu flytja aftur inn í Crossroads. Þeir segjast þannig ætla að ögra öfgasinnuðum hægrimönnum í hópi hvítra, ein- nig stjórnvöldum en þau vilja að íbúar Crossroads flytji í annað hverfi, Khayelitsha, nokkra kíló- metra í burtu en þar er verið að byggja aðra bústaði fyrir svarta. Yfirvöld hafa lengi haldið því fram að svartir verði að flytjast frá Crossroads sem er í nágrenni flugvallarins í Höfðaborg. Khay- elitsha er meira einangrað en Crossroads og þar er auðaveldara að hafa með höndum eftirlit. Róttækir í hópi svartra hafa kom- . ið sér fyrir í KTC búðunum við Crossroads og svarta íbúa þar grunar að nú muni hvítir öfga- sinnar ráðast að þeim búðum. Svartir róttæklingar hafa lengi á- sakað lögreglu fyrir að aðstoða hvíta öfgasinna í árásum þeirra á svarta eða líta að minnsta kosti í aðra átt þegar þeir athafna sig í hverfum svartra. Svartir íbúar Crossroads héldu því nýlega fram að svo virtist sem yfirvöld vildu koma þeim burtu svo hægt væri að rýma til í Old Crossroads en þar munu vera helsta aðsetur öfgasinnaðra hvítra manna. Þar spruttu upp fyrstu byggðir svartra manna þegar svartir virtu að vett- ugi kynþáttaaðskilnaðarlögin og hópuðust til Höfðaborgar í leit að vinnu. Nú vofir sjúkdómahætta yfir flóttamannabúðum svartra við Crossroads. Fulltrúi heilbrigðis- yfirvalda á staðnum staðfesti nefnast „Reikningur 904“, eftir þeim reikningisem sovéskum al- menningi gefst kostur á að leggja inn fé á, til styrktar hjálparstarfi eftir kjarnorkuslysið. Fulltrúar leikhúsa í Moskvu hafa gefið fréttamönnum upplýsingar um tónleikana og þeir segja að vest- rænum sendiherrum verði boðið á þá. Nú hafa 19 manns látist af völd- um slyssins og 92.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í nánd við Tsjernóbíl. Þetta líka... Washington — Tilkynnt var í Hvíta húsinu i gær að Bandaríkin myndu halda sig innan marka Salt-2 samningsins að sinni en myndu ef til vill rjúfa hinn óstaðfesta samn- ing um eftirlit með vopnauppbygg- ingu síðar i sumar. Moskvu — Varaforseti Sýrlands, Abdel-Halim Khaddam, fór í gær til Sovétríkjanna til viðræðna við þar- lenda ráðamenn. Þar var fyrir einn helsti ieiðtogi Líbýumanna sem þegar hafði rætt við Gorbatsjof, Sovétleiðtoga. Karachi — Sprengjur sprungu við skrifstofur bandarísks og tveggja saudi-arabískra flugfélaga í höfuð- borg Pakistan í gær. Einn maður lést og fjórir særðust. Moskvu — Helsti ráðgjafi Sovét- stjórnarinnar í utanríkismálum og fyrrum sendiherra Sovétríkjanna í Bandaríkjunum, Anatólí Dobrynín, hvatti í gær Bandaríkjastjórn til að taka þátt í „nýrri pólitiskri hugs- un“, eins og hann orðaði það. Hann bætti því við að Sovétríkin ætluöu sér ekki að koma kapítal- ismanum fyrir kattarnef. Varsjá — Czeslaw Bielecki, einn helsti forystumaðurinn í Sam- stöðu verður dæmdur af herdóm- stóli bráðlega. Hann hefur verið ákærður um að hafa ætlað að bylta ríkisstjórninni með valdi. Bielecki hefur undanfarið verið í hungur- verkfalli og hefur matur verið neyddur ofan í hann. Grænfriðungar Moby Dick á Noregsmið Hamborg — Á næstkomandi föstudag leggja Grænfriðung- ar úr höfn í Hamborg um borð í skipi sínu, Moby Dick og er ætlunin að trufla veiðar Norð- manna á hrefnu í N-Atlantshafi í sumar. í fréttatilkynningu seni sam- tökin gáfu út í gær segir að skipið muni sigla inn í skotlínu fiski- manna á norsku hvalveiðiskipun- um. Norðmenn voru þeir einu sem neituðu að gangast undir bann Alþjóðahvalveiðiráðsins varðandi veiðar í ágóðaskyni frá og með yfirstandandi ári. Hval- ' veiðifloti Norðmanna lét úr höfn í fyrradag, í þann mund sem al- þjóðleg alda mótmæla barst til Noregs vegna áforma Norð- manna urn að veiða 400 hrefnur á þessari vertíð. Grænfriðungar halda því fram að hrefnustofninn sé í útrýming- arhættu en norskir embættis- menn neita þessu harðlega. Frá hinu hrörlega Crossroadshverfi við Höfðaborg í S-Afríku, fyrir óeirðirnar í síðustu viku þetta í gær, hann sagði að fundist hefði fyrsta taugaveikitilfellið í búðunum og hvatti yfirvöld til að bæta ástandið í búðunum. Óeirðir svipaðar þeim sem áttu sér stað í Crossroads hafa verið um allt landið, m.a. hafa átt sér stað átök milli róttækra svartra manna og annarra svartra sem róttæklingar saka um að eiga samstarf við hvíta. Frá Héraðsskólanum Laugarvatni Umsóknarfrestur um skólavist er til 30. júní. í skólanum eru 8. og 9. bekkur grunnskóla. Upp- lýsingar hjá skólastjóra í síma 99-6112. 0Frá Fjölbrautaskólanum viðÁrmúla Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum 2. og 3. júní frá kl. 9.00 til 18.00 og á skrifstofu Ármúlaskóla 2. til 6. júní frá kl. 8.00 til 15.00. Skólinn býður upp á nám á eftirtöldum brautum: Heilsugæslubraut, bæði aðfaranám sjúkraliða- skólans og til stúdentsprófs, íþróttabraut, tveggja ára og til stúdentsprófs, Málabraut til stúdentsprófs, Náttúrufræðibrauttil stúdents- prófs, Samfélagsbrauttil stúdentsprófs, Uppeldisbraut, aðfaranám fósturskóla og til stúdentsprófs, Viðskiptabrauttil almenns verslunarprófs og stúdentsprófs. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólanssíma 84022. Skólameistari. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.