Þjóðviljinn - 31.05.1986, Page 1

Þjóðviljinn - 31.05.1986, Page 1
1936-1986 ÞJOÐVILJINN 50 ARA 31 120. tölublað 51. örgangur mai 1986 laugar- dagur ÞJOÐVIUINN SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING HEIMURINN ÍÞRÓTTIR Borgarstjórnarkosningarnar Nú er tækífærið Efstu menn G-listans: Fólk erað snúast á sveifmeð Alþýðubandalaginu. Baráttaner að skila árangri. Vonum að meðbyrinn skili sér í dag. Tœkifœrið til að gefa Sjálfstœðisflokknum einkunn. Tœkifœrið til að hefja nýja sókn. Pað munar um þig! Maður fínnur að fólk er að snúast á sveif með Alþýðu- bandalaginu svo ég er bjartsýnn, sagði Sigurjón Pétursson efsti maður á G-listanum í samtali við Þjóðviljann í jgær. Kristín Á. Olafsdóttir 2. maður á G-listanum sagði: - Það má blindur maður heita, sem ekki sér og finnur óréttlætið sem þrífst undir stjórn Sjálfstæð- isflokksins í Reykjavík, - og auga margra hafa opnast síðustu daga. Ég finn að kosningabaráttan er I dag velgjum við íhaldinu undir uggum XG að skila árangri, - og þó að ekki takist að fella meirihluta Sjálf- stæðisflokksins, þá er víst að vindurinn er farinn úr Sjálfstæð- isflokknum. Við höfum fundið fyrir meðbyr - og ég vona að hann skili sér á kjördag. Draum- urinn er orðinn nærtækari síðustu daga - vonin um að okkur takist að efla aðhaldið og hleypa frísk- um anda inní borgarstjórnina. Þess vegna skora ég á alla að gera það sem í hvers manns valdi stendur til að gera sigur okkar sem mestan. Best væri náttúrlega ef fjórði maðurinn kæmist inn - en ég viðurkenni að það þyrfti óskaskiptingu þar til. En það munar um hvert atkvæði, og það munar um þig. Nú er tækifærið að gefa íhaldinu einkunn, sagði Kristín Á. Ólafsdóttir varafor- maður Alþýðubandalagsins, 2. maður á G-íistanum. - Þó eru enn nokkrir óráðnir og ég tel að enginn stuðnings- maður G-listans ætti að setjast fyrir framan sjónvarpið að kvöldi kjördags nema vera þess fullviss að hafa gert allt sem í hans valdi stendur til að tryggja góðan ár- angur. Þá eigum við líka ánægju- lega kosninganótt í vændum, sagði Sigurjón Pétursson að lok- um. Þau skipa fjögur efstu sæti G-listans í Reykjavík: Sigurjón Pétursson, Kristín Ólafsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir og Össur Skarphéðinsson. Davíð Stoltur af Ölfusvatni Sjónvarpsumrœðurnar ígœrkveldi. Spenna milli Össurar og Davíðs. Borgarstjórinn notaði stór orð. Gortaði sig af Ölfusvatni og Granda. Kvað alla viðmœlendur sína segja ósatt! Landakaupin á ölfusvatni vöfðust fyrir borgarstjóranum í sjónvarpsþættinum í gærkveldi. Ljósmyndin var tekin í sjónvarpssal. -E.ÓIason - Eg er stoltur af Ölfusvatni, ég er stolur af Granda, sagði Da- víð Oddsson borgarstjóri í sjón- varpsumræðunum í gærkveldi. Össur Skarphéðinsson gagnrýndi meirihlutastjórn Sjálfstæðis- flokksins harkalega og lýsti því yfír í lokin að hann vildi gjarnan komast inní borgarstjórn til að kljást við íhaldið. - Þú ert grobbari, þú hefur ekkert vit á þessu, dylgjur, mis- skilningur. í þessa veru voru við- brögð borgarstjórans við gagnrýni minnihlutaflokkanna sem bjóða fram til borgarstjórnar í sjónvarpinu í gærkveldi. Með þvílíkum orðum vísaði borgar- stjóri öllum ásökunum á bug. Auk Össurar og Davíðs tóku þau Áshildur Jónsdóttir, Sigrún Magnúsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Bjarni P. Magnús- son þátt í umræðunum. Það leyndi sér ekki að mesta spennan var á milli Davíðs borg- arstjóra Sjálfstæðisflokksins og Össurar Skarphéðinssonar mál- flytjanda Alþýðubandalagsins. - Ef Þjóðviljaliðið hefði verið inni í borgarstjórn í vetur - þá hefðu kjarasamningarnir ekki verið gerðir á íslandi, sagði borgar- stjóri og kveinkaði sér undan af- stöðu G-listans í launamálum. Þátturinn markaðist af táknrænum málum fyrir stjórn- unarhætti Sjálfstæðisflokksins Ölfusvatnsmálinu og Grandamá,- inu - en borgarstjóri átti mjög í vök að verjast. -óg

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.