Þjóðviljinn - 31.05.1986, Side 5

Þjóðviljinn - 31.05.1986, Side 5
uðmnuiNN Eilíf er þessi kröfuganga í*að er vafamál hvort það er skynsamlegra að vera bjartsýnn eða svartsýnn þegar kosningar fara í hönd. Fyrir fjörutíu árum var líka verið að kjósa í borgarstjórn og bæjarstjórnir. Það var feikna- mikill völlur á Þjóðviljanum, Sósíalistaflokkurinn hafði verið í sókn og mörg skömmin stóð upp á íhaldið, ekki síst var ástandið í húsnæðismálum herfilegt. Al- þýðuvöld á morgun, sagði blaðið daginn fyrir kosningar. Og Sjálf- stæðisflokkurinn var logandi hræddur. Fyrir kosningar sló hann töluvert af þvermóðsku sinni í félagsmálum og lagði tölu- vert á sig til að skapa „ímynd“ hins vinsamlega umbótaflokks. Og Morgunblaðið reyndi í tilefni af tvísýnu ástandi að hleypa af stað köldu stríði í heimsmálum löngu fyrir tímann - til að skelfa menn frá því að kjósa vinstri- meirihluta í Reykavík. Bjartsýnin var mikil árið 1946 og henni varð ekki að vonum sín- um. Sjálfstæðisflokkurinn hélt velli - reyndar með minnihluta atkvæða. Það þurfti að bíða til 1978 eða í þrjátíu og tvö ár eftir að þetta hægravirki félli. Og - vel á minnst - það féll. Sem þýðir líka að það getur fallið aftur. „Mér er sama“ Stundum munar ótrúlega litlu í kosningum. Ég heyrði á dögun- um sögu af því hvernig Alþýðu- bandalagið kom í fyrsta sinn manni að í bæjarstjórn á ónefnd- um stað. Einn helsti talsmaður þess í plássinu kvaðst alltaf hafa verið ónýtur við að róa í fólki, „reka persónulegan áróður" eins og það heitir víst. En hann brá einu sinni venju sinni og hringdi í konu eina, sem hann þekkti og hafði látið það uppi að hún nennti alls ekki að kjósa, henni væri sama. Hann sagði sem svo: úr því þér er sama, þá gætir þú alveg eins gert það fyrir mig að kjósa okkur. Það er rétt, sagði konan - fór og kaus - og þar var fengið það eina atkvæði sem vantaði fyrir G-listann! Þessi saga er náttúrlega rifjuð upp til siðferðilegrar áminningar: þekkið þið ekki einhvern sem betra er að tala við en ekki? Hún er líka rifjuð upp vegna þess, að það er verið að segja okkur að fólk sé alltaf óráðnara og óráðn- ara og áhugaminna um stjórnmál og kosningar. Æ mér er sama, segir það. Og það er nú ekki nógu gott, því menn eru sannfærðir um að það sé einmitt hægriöflin sem mest hagnast á þeirri afstöðu - þótt einstök dæmi séu til önnur eins og að ofan var greint. Vistkreppa flokka Sumir segja að þetta sé vegna þess að áhrif sjónvarps og annar- ar afþreyingar hafi breytt sjón og hlustun fólks. Aðrir segja (og hafa verið að í nokkuð mörg ár) að flokkakerfið sé í upplausn. Það er nokkuð til í því, ekki síst þegar kosið er til bæja- og sveita- stjórna. Vitanlega kemur þá upp ýmislegt sérlegt. Stundum eru framboðin svo djúpt grafin í per- sónulegum erjum eða sérmálum, að það er ekki fyrir nokkurn mann fyrir utan þröngan hring að átta sig á þeim. Á Hólmavík voru engir listar í kjöri síðast en nú eru þeir fjórir og engir kenndir við þekkta flokka. Einn listinn berst fyrir íþróttahúsi, annar fyrir vatni, hinn þriðji vill betri höfn og hinn fjórði blátt áfram „já- kvæða þróun“. Þar fyrir utan eru flokkarnir í vistkreppu, misjafnlega alvar- legri þó. Manni skilst til dæmis, að úti á landi sé víða sterkur og sérlegur svipur með Framsóknarmönnum og Alþýðuflokksmönnum og fylgi tiltölulega útreiknanlegt. En svo er ekki hér á höfuðborgar- svæðinu. Þar eru ótrúlega miklar sveiflur á fylgi þessara flokka. Sérlega gisinn virðist sá hringur sem sleginn er um fylgi Alþýðu- flokksins, allt virðist á fleygiferð „inn og út um gluggann“ eins og segir í krakkasöngnum góða. Helmingur fylgisins fylgir stjórn Steingríms, helmingur kýs íhald- ið í borgarstjórn. Þetta er stundum skýrt með þeim hætti að Alþýðuflokkurinn hafi unnið þann sigur, að meira að segja Sjálfstæðisflokkurinn hafi samþykkt lágmarkskratisma fyrir sitt leyti. Þetta er ekki út í hött sagt. Álþýðuflokkur, Sósía- listaflokkur, Alþýðubandalag og að nokkru leyti þeir vinstri- straumar sem eiga sín flóð og sína fjöru í Framsóknarflokknum - allt þetta lið hefur með starfi sínu skapað ákveðna samstöðu um velferðarríki sem svo er nefnt. Og foringjar Sjálfstæðisflokksins voru nógu klókir til að sjá hvert stefndi, hvaða kröfur voru orðn- ar óafturkræfar, og lögðu sig ekki í verulegan pólitískan háska með því að standa gegn þeim til lengd- ar þótt vissulega þæfðu þeir mál og tefðu fyrir þeim og þynntu þau út með mörgum hætti. Þetta þýð- ir líka, að þegar ákveðinn ár- angur hefur náðst í félagsmálum, þá hættir þeim, sem annar vandi brennur ekki á beinlínis, (dag- vistunarpláss, húsnæði fyrir aldr- aða o.fl.) til þess að taka ákveðin réttindi og þjónustu út fyrir póli- tík - líta á þau sem sjálfsagðan hlut. Og muna náttúrlega ekki, að slík mál voru fyrst borin fram af verkalýðshreyfingunni og flokkum henni tengdum og mættu allharðri andspyrnu fyrst í stað. Vanþakklæti heimsins Það er því rétt að miðflokkar og sósíaldemókrataflokkar geta lent í þeirri þversögn, að vinna vissa sigra i þjóðfélaginu, sem reynast að því leyti dýrkeyptir að þeir eins og bleyta í púðri tilveru þeirra. Áfanga er náð og hvað svo? Rétt eins og hitaveitur eyði- leggja áhrifamátt kvæða um frost á Fróni, frýs í æðum blóð. Slíkt er vanþakklæti heimsins. Og það kemur líka við okkur, þessa sem við höfum viljað halda okkur lengra til vinstri í tilver- unni. Okkar menn hafa átt góðan þátt í að breyta og bæta, gera samfélagið manneskjulegra - en það framlag er fljótlega gleymt í því pólitíska og sögulega minnis- leysi sem einkennir okkar tíma. Ekki þar fyrir - við skulum ekki þreytast á að minna á umbætur, sem við höfum átt góðan þátt í eða frumkvæði að - því að slíkur árangur er partur af nauðsynlegri vitneskju, semsagt þeirri að til einhvers sé barist. Að það sé til nokkurs að standa í þessu, eins og sagt er. Skarpari skil En svo er annað. Við höfum búið við þá þróun undanfarin misseri sem í rauninni skerpir andstæður. Lágmarkssamstaða í þjóðfélaginu er að rifna. Þreng- ingar og bein neyð berja að dyr- um þeirra sem minnst hafa handa á milli. Meðan þeir ríku slá um sig aldrei sem fyrr. Þetta er vitanlega bölvuð þróun. En fátt er svo með öllu illt: hún ætti að veraögrun og þar með örfun þeim sem þrautseigastir hafa verið að segja nei við forréttindasukki. Með öðrum orðum ástandið ætti að beina hug manna í vaxandi mæli að þeim pólitískum kostum sem völ er á. Og þar verður vitanlega mestur og skýrastur munur á Sjálfstæðisflokki og Alþýðu- bandalagi. Nú er það svo, að þótt þessar andstæður tvær eigi sér skýrari sérkenni en miðjuflokkar í ís- lenskum stjórnmálum, þá eru þeir vitanlega ekki einhverjar rammar blakkir, heilar í gegn. Þetta eru bandalög eins og allir stærri stjórnmálaflokkar verða reyndar við samtímaaðstæður. Það eru í þeim mismunandi straumar, viðhorf og áherslur. En samt er um að ræða mikinn mun á þessum hreyfingum tveim, sem vonandi kemst að skilningi manna, hvað sem líður meðvit- undarleysi fjölmiðlaofmettunar. Okurmál, vafasöm landakaup, lóðabrask, þjóðnýting tapanna hjá einkaframtakinu (Granda- málið) og stórsvikamál eins og það sem kennt er við Hafskip - þetta eru náttúrlega ekki flokks- mál Sjálfstæðisflokksins sem slíks. En hitt er jafn víst að þau koma honum mikið við, ekki síst Hafskipsmálið. Öll eru þau mál spunnin í andrúmslofti þess sið- ferðis, sem nú er kennt við frjáls- hyggju - en hún er, þegar betur er skoðað, ekki síst viðleitni til að fegra og réttlæta gróðafrekju og sérgæsku með formúlum sem líta út eins og hlutlæg vísindi. Það er á þessum brautum sem reynt er að grafa undan mannlegri samhjálp og setja í staðinn það siðgæði, að menn leitist við að græða sem mest og á hverju sem er. Og kannski hvernig sem er - eða svo gott sem. Þegar við lásum í „Frelsinu" málgagni helstu hug- myndafræðinga Sjálfstæðis- flokksins, vangaveltur um það, að frá sjónarmiði markaðslög- mála og nauðsynjar væri ekkert athugavert við okur, vændi og mútur - hér væri aðeins um kaup og sölu á þjónustu og fyrir- greiðslu að ræða - þá glottu menn kannski og sögðu: þetta er ungt og leikur sér. En svo dynja yfir fjárglæframálin og þegar Hafskip „sökkur í kaf“ svo Valhöll skelfur - þá liggur beinast við að álykta, að margir séu þeir sem taka boð- skapinn bókstaflega. Og Morg- unblaðið var einmitt á dögunum að reyna að búa til einskonar rétt- lætingu fyrir Hafskipsmenn - blaðið sagði að viðskiptin í heiminum væru svo flókin, og stjórnendur fyrirtækja eins og saklausar Rauðhettur í frum- skógi laga og reglna og enginn vissi lengur hvað löglegt væri og hvað ekki! Með öðrum orðum: það var ekki siðferði Haf- skipsmanna sem var beinlínis rangt - það var íslensk löggjöf sem ekki passaði lengur við veru- leika hins „frjálsa“ viðskiptalífs! í raun og veru er Morgunblaðið að boða það, að ekki skuli Hafskips- menn og þeirra nótar beygja sig sér Hafskipsmál og fleira þess- legt. Okkar menn Vinstrimenn hafa því ærin verk að vinna. Og við erum aldrei nógu vel í stakk búnir til þess, það er alveg ljóst. Við höfum um margra ára skeið staðið í því merkilega verkefni að samstilla í pólitískum flokki þá tvo strauma sem í hundrað ár hafa togast á í hverjum verkalýðsflokki, hverj- um sósíalistaflokki. Straum um- bótanna, sem stundum hættir til að staðna í dagsins önn, og straum breytinganna, sem getur teymt menn út í óraunsæja ósk- hyggju og einangrun frá því samfélagi sem breyta skal. Það er eins gott að við sættum okkur við það, að þessari samstillingu verð- ur aldrei lokið og að báðir straumar verða til og eru nauðsynlegir og að það er kannski best að þeir blandist saman í hverjum og einum úr okkar hópi. Svo hann haldi í senn jarðsambandi og gefist ekki held- ur upp fyrir staðreyndum svo- kölluðum: Eilíf er þessi kröfuganga milli hugsjónar og veruleika segir Jóhannes úr Kötlum. Og sem betur fer vitum við af mörgu sem sameinar okkur. í okkar hópi er sterkust og samfelldust gagnrýnin á misrétti og forrétt- indi, á siðleysi frjálshyggjunnar, á lágkúru og ómenningu, á undir- gefni við erlend stórveldi, um leið og við eigum góða sveit þeirra sem af mælsku og vígfimi halda fram rétti þeirra sem á er troðið, halda uppi kröfum um menning- arlega reisn og sjálfstæði. Við höfum ekki neinn einkarétt á því sem nú var nefnt, sem betur fer, enginn fær skotist undan þeirri kröfu að hugur og verk fylgi máli, sú prófraun er alltaf í gangi. En það er „í Alþýðubandalagi og utan á því“ eins og andstæðingar segja, sem samtvinnan þessara þátta er sterkust og þolbest. Og því er enn á ný minnt á að pólitík skiptir máli og frambjóð- endur og kosningar. Og að hver fyrir þeim hugmyndum, sem hingað til hafa gilt, ekki bara um það sem er ólöglegt heldur og um hvað rétt er og hvað rangt. Held- ur skulum við laga okkur að þeim frjálshyggjuveruleik sem getur af og einn okkar ræður nokkru um það hve merkileg eða ómerkileg hún er, hvert ris er á þeim sem fara með stjórnsýslu og vald í okkar umboði. Árni Bergmann Laugardagur 31. maí 1986 ÞJÖÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.