Þjóðviljinn - 31.05.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 31.05.1986, Blaðsíða 6
ÍÞROTTIR Körfubolti Celtics með 2-0 Boston Celtics eru komnir með góða forystu í úrslitaviður- eigninni gegn Houston Rockets um bandaríska meistaratitilinn. í fyrrakvöld unnu Celtics sinn ann- an sigur í jafnmörgum leikjum, 117-95, og þurfa því aðeins 2 sigra í 5 leikjum liðanna til að hreppa titilinn. Larry Bird átti stórleik með Celtics og skoraði 31 stig en Kevin McHale gerði 25. —VS/Reuter Frjálsar U-20 í Keflavík Unglingameistaramót íslands í frjálsum íþróttum verður haldið á íþróttavellinum í Keflavík laugardag- inn 7. júní. Þátttökurétt hafa allir þeir sem eru 20 ára á árinu eða yngri, svo framarlega sem þeir hafa náð til- skyldum lágmörkum. Skráningar berist á keppniskortum til skrifstofu FRÍ eða Helga Eiríkssonar, Heiðar- holti 4, 230 Keflavík (92-4821) eigi síð- ar en þriðjudaginn 3. júní, ásamt þátttökugjaldi sem er 200 krónur á grein og 400 krónur fyrir boð- hlaupssveit. Keppnisgreinar eru þessar, lág- mörk í svigum: 100 m hlaup (karlar 12,00, konur 13,30), 400 m hlaup (ka 55,00, ko 65.00), 800 m hlaup, 1500 m hlaup, 3000 m hlaup, 5000 m hlaup, 100 m grindahlaup kvenna (18.50), 110 m grindahlaup karla (18.50), 4x100 m boðhlaup, kúluvarp (ka 10,00, ko 8,00), kringlukast (ka 28,00, ko 26,00), spjótkast (ko 28,00), hástökk (ka 1,75, ko 1,45), langstökk (ka6,00, ko4,80), þrístökk (ka 12,00) og stangarstökk (ka 3,00). Kvennaknattspyrna Jafnt í Grindavík Grindavík og Afturelding skildu jöfn, 1-1, í fyrsta leik A- riðils 2. deildar kvenna í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. Leikurinn fór fram í Grindavík. Leik Skalla- gríms og Grundarfjarðar var frestað. Þór Þorlákshöfn sigraði Selfoss 3-2 í B-riðlinum í fyrrakvöld, í Þorlákshöfn. Stjarnan vann Fram 1-0 á miðvikudagskvöldið í þeim riðli eins og áður hefur ver- ið sagt frá. —VS Unglingaknattspyrnan Keppnin hafin Keppni í 3. og 4. flokki á ís- landsmótinu í knattspyrnu hófst nú í vikunni. Leikin var heil um- ferð í A-riðli 3. flokks og fjórir leikir í A-riðli 4. flokks. Urslit urðu sem hér segir: 3. flokkur: Fylkir-VíkingurR.... ÍK-lBK....... Valur-lR..... Týr-Stjarnan. KR-ÞrótturR.. 0-2 4-2 3- 0 4- 4 1-2 4. flokkur: KR-Breiðablik....................0-4 Víkingur R.-Fram.................0-3 IBK-Selfoss......................2-6 Valur-lK.........................5-0 Þjóðviljinn mun sem fyrr fylgj- ast vel með unglingaknattspyrn- unni í sumar og hvetur forráða- menn yngri flokka til að rétta hjálparhönd með því að hringja inn úrslit og fréttir af leikjum. —VS Zico hinn heimsfrægi situr sennilega á varamannabekk Brasilíumanna þegar þeir mæta Spánverjum á morgun. Hann virðist þó vera að ná sér á strik eftir langvinn meiðsli og ekki er ólíklegt að hann komi eitthvað við sögu í leiknum. HM-leikirnir Rossi ekki í hópnum Italía-Búlgaría kl. 18 í dag og Brasilía-Spánn kl. 18 á morgun í beinni útsendingu Paolo Rossi, stjarna heimsmeist- arakeppninnöar á Spáni 1982, er ekki í liði Itala sem hefur vörn heimsbik- arsins, gegn Búlgaríu, í Mexíkóborg í dag. Hann hefur átt erfítt með að að- laga sig hitanum og þunna loftinu í Mexíkó og er ekki einu sinni valinn í 16-manna hópinn. Leikur Ítalíu og Búlgaríu hefst kl. 18 í dag og verður sýndur beint í ís- lenska sjónvarpinu. Italska liðið var tilkynnt í gær en endanleg uppstilling Búlgara lá ekki fyrir. Hér er öruggt lið Itala og líklegt lið Búlgara, númer leikmanna fyrir framan, aldur og landsleikjafjöldi fyrir aftan: Ítalía Markvörður: 1. Giovanni Galli 28/14 Varnarmenn: 2. Giuseppi Bergomi 22/27 3. Antonio Cabrini 28/63 6. Gaetano Scirea 33/73 8. Pietro Vierchowod 27/22 Tengiliðir: 10. Salvatore Bagni 29/25 13. Fernando De Napoli 22/0 14. Antonio Di Gennaro 27/10 Framherjar: 16. Bruno Conti 31/42 18. Alessandro Altobelli 30/38 19. Giuseppe Galderisi 23/5 Varamenn: 4. Fulvio Collovati 29/48 11. Giuseppe Barisi 28/14 12. Franco Tancredi 31/11 15. Marco Tardelli 31/81 17. Gianluca Vialli 21/3 Búlgaría Markvörður: 1. Borislav Mihailov 23/21 Varnarmenn: 3. Nikolai Arabov 33/28 4. Petar Petrov 25/25 5. Georgi Dimitrov 27/52 13. Alexander Markov 25/17 Tengiliðir: 6. Andrei Yeliaskov 33/47 8. Anyo Sadkov 24/47 11. Plamen Getov 26/7 14. Plamen Markov 29/37 Framherjar: 9. Stoytcho Mladenov 28/47 20. Kostadin Kostadinov 26/33 Varamenn: 2. Nasko Sirakov 24/18 7. Bojidar Iskrenov 23/24 10. Yivko Gospodinov 28/26 12. Radoslav Zdravkov 29/56 15. Georgi Yordanov 22/3 16. Wasil Dragolov 23/0 17. Hristo Kolev 21/7 18. Boytcho Velitchkov 27/32 19. Atanas Pashev 22/0 21. Iliya Diyakov 22/3 22. Iliya Valov 24/8 Á sunnudaginn kl. 18 verður viður- eign Brasilíu og Spánar sýnd beint í sjónvarpinu. Það er leikur sem marg- ir bíða eftir og í gær leit útfyrir að lið Brasilíu yrði þannig skipað: Markvöröur: 1. Carlos 31/44 Varnarmenn: 2. Edson 26/31 4. Edinho 30/51 14. Julio Cesar 22/1 17. Branco 21/8 Tengiliðir: 6. Junior 31/42 15. Alemao 24/9 18. Socrates 31/52 19. Elzo 25/5 Framherjar: 8. Casagrande 23/16 9. Careca 26/25 Varamenn: 3. Oscar 31/64 5. Falcao 32/40 7. Muller 20/5 10. Zico 33/83 11. Edivaldo 24/2 12. Paulo Victor 28/15 13. Josimar 24/0 16. Mauro Galvao 20. Silas 20/2 21. Valdo 20/0 22. Leao 36/104 Spænska liðið hefur ekki verið birt en það skipa eftirtaldir leikmenn: 1. Andoni Zubizarreta 25/9 2. Pedro Tomas Renones 22/5 3. Jose Antonio Camacho 31/64 4. Antonio Maceda 29/35 5. Victor Munoz 29/39 6. Rafael Gordillo 29/62 7. Juan Antonio Senor 28/29 8. Andoni Goikoetxea 29/29 9. Emilio Butrageno 22/11 10. Francisco Carrasco 27/30 11. Julio Alberto Moreno 27/22 12. Enrique Setien 27/3 13. Francisco Xavier Urruti 34/5 14. Ricardo Gallego 27/26 15. Miguel Porlan Chendo 25/1 16. Hipolito Rincon 29/20 17. Francisco Lopez 23/14 18. Ramon Caldere 27/6 19. Julio Salinas 23/3 20. Eloy Olaya 21/3 21. Miguel Gonzalez 23/5 22. Juan Ablanedo 22/0 3. deild Umdeild á Norðfirði Umdeild vítaspyrna færði Austra frá Eskifirði stig gegn erk- ióvininum, Þrótti, í Neskaupstað í NA-riðlinum í gærkvöldi. Úr henni jafnaði Grétar Ævarsson, 1-1. Þróttarar höfðu verið heldur líklegri aðilinn til sigurs eftir þó jafna baráttu og Guðbjartur Magnason skoraði mark þeirra í fyrri hálfleiknum. Fylkir sótti HV heim á Akra- nes í SV-riðlinum í gærkvöldi og vann 1-0. Fylkispiltarnir voru öllu sterkari en heimamenn og Óskar Theodórsson skoraði sigurmark þeirra í fyrri hálf- leiknum. —VS V. Þýskaland Átta núll! Borussia Dortmund burstaði Fort- una Köln 8-0 í hreinum úrslitaleik lið- anna um sæti í Bundesligunni í knatt- spyrnu næsta vetur. Leikið var í Duss- eldorf í gærkvöldi en liðin voru jöfn eftir tvo leiki. Staðan var 1-0 í hálfíeik en Kölnarar sprungu gersamlega 1 seinni hálfleik. —VS/Reuter 2. deild 2. deild Jafnað á 91. mínútu Eftir nær stanslausa sókn allan seinni hálfleikinn á KA-mölinni í gærkvöldi skoruðu Völsungar loks á 91. mínútunni markið sem færði þeim sanngjarnt stig og vel það. Wilhelm Fredriksen lék á tvo varnarmenn í vítateig KA og sendi á Grétar Jónasson. Hann renndi boltanum á Kristján Ol- geirsson sem hamraði hann í markið, 1-1. Fyrri leikur var jafn, þokka- lega leikinn og nokkuð fjörugur. Þorfinnur Hjaltason markvörður Völsungs varði glæsilega skot Haralds Haraldssonar eftir langt innkast Árna Freysteinssonar á KA-Völsungur 1-1 (1-0) * ★ ★ 12. mín. Árni tók annað slíkt rétt á eftir, þá skallaði Erlingur Krist- jánsson á Tryggva Gunnarsson sem potaði boltanum í mark Hús- víkinga, 1-1. Á 20. mín. skaut Kristján í utanvert hliðarnet KA-marksins af þvilíkum krafti að markið færðist úr stað! Erlingur skallaði glæsilega í þverslá Völsungs- marksins eftir hornspyrnu Árna rétt fyrir hlé og síðan átti Björn Olgeirsson geysifallegt skot á mark KA af 25 m færi sem Haukur Bragason varði meistaralega. Sókn Völsunga var þung í Sætur sigur Siglfirðinga Þróttur R.-KS 2-3 (1-0) ★ ★ * seinni hálfleik og þeir áttu að fá vítaspyrnu á 60. mín. þegar illa var brotið á Sveini Freyssyni. Hinum megin varði Þorfinnur vel frá Tryggva. Allt stefndi í sigur KA en réttlætinu var fullnægt í lokin. Bræðurnir Björn og Kristján voru yfirburðamenn hjá Völs- ungi og Þorfinnur varði vel. Er- lingur og Þorvaldur Örlygsson voru bestir hjá KA og Hinrik Þórhallsson stóð fyrir sínum. Maður leiksins: Kristján Ol- geirsson, Völsungi. —K&H/Akureyri Munurinn á Þrótturum og Siglfirðingum í gærkvöldi lá í því að þeir síðarnefndu voru stað- ráðnir í að sigra, gáfu sig alla í verkefnið og uppskáru eftir því. Þróttarar voru hinsvegar einsog sundurlaus hópur, virtust halda að sigur væri sjálfsagður og kæmi án fyrirhafnar. Þróttur var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og þá skoraði Nikulás Jóns- son á 25. mínútu eftir góðan undir- búning Sigurðar Hallvarðssonar. Þeir félagar voru bestu menn Þróttar í leiknum. Siglfirðingar tóku hinsvegar leikinn í sínar hendur eftir hlé og Gústaf Björnsson jafnaði eftir langt innkast Harðar Júlíussonar á 59. mín. Sigurður kom Þrótti yfir á ný á 67. mín. eftir að Nikulás hafði leikið vörn KS grátt, 2-1, en þetta voru dauða- teygjur Sæviðarsundsliðsins. Fimm mínútum síðar var Gústaf aftur á ferð, var skyndilega einn í víta- teig Þróttar, hirti boltann eftir mis- heppnað langskot félaga síns og skoraði auðveldlega, 2-2. og Gústaf kom enn við sögu á 77. mínútu. Þá tók hann hornspyrnu, sniðuga og beint á Hörð Júlíusson sem, á móts við nærstöng, skallaði óvaldaður fal- lega í mark Þróttar. KS átti leikinn með húð og hári eftir þetta, Þróttarar komust varla yfir miðju það sem eftir lifði leiks. Maður leiksins: Gústaf Björnsson, KS —VS 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 31. maí 1986 5 Áaic - KFilbJlVaCLI 8t)9r ’ierd •'i;r,toiet.n;» J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.