Þjóðviljinn - 31.05.1986, Síða 7
DJÚÐVILJINN
Listahátíð 1986
Umsjón:
Mörður
Árnason
Veislan hafin!
Menntamálaráöherra stígur í dag klukkan tvö í pontu á
Kjarvalsstöðum, segir nokkur vel valin, og þarmeð hefst
hálfsmánaðar listaveisla í höfuðborginni.
Listahátíð var fyrst haldin fyrir sextán árum og þótti þá
nokkuð djarft tiltæki, - en þótt ýmsir vindar hafi leik'ð
um hátíðina síðan hefur hún unnið sér sess sem tilhlökk-
unarefni meðal alls almennings ogaflgjafi í menningarlífi.
Einkenni hátíðarinnar nú er að aðstandendur hafa
kosið að fækka viðburðum nokkuð þannig að ekki skyggi
hver á annan, og áhugamenn þurfi ekki tímans vegna að
velja á milli.
Gildustu listabændur eru nokkuð sammála um að á
hátíðinni nú beri einna hæst sýningu Picasso-verka á
Kjarvalsstöðum, Strindberg-uppsetningu Ingmars Berg-
man í Pjóðleikhúsinu, heimsókn Doris Lessing, píanó-
tónleika Claudio Arrau í Háskólabíó, og tónleika djass-
meistarans Dave Brubeck, - en með þessum eru merkis-
atburðir á hátíðinni engan veginn upptaldir.
Hér á síðunni minnum við á upphafsviðburði Listahá-
tíðar 1986, með kynningu hátíðarmanna.
Þóra Friðriksdóttir listráðunautur á Kjarvalsstöðum og þau Ragna Róbertsdótt-
ir og Eyjólfur Einarsson úr sýningarnefndinni við tréskurðarmyndir Sæmundar
Valdimarssonar.
Reykjavík í myndlist
Kjarvalsstaðir efna til sýningar á
Listahátíð er nefnist REYKJAVÍK
í M YNDLIST í tilefni 200 ára af-
mælis Reykjavíkurborgar. Til
sýningarinnar var boðið öllum
starfandi myndlistarmönnum á
landinu, og skyldu verkin hafa
Reykjavík að yrkisefni eða fyrir-
mynd. Markmiðsýningarinnarer
að hvetja myndlistarmenn til
þess að taka virkan og skapandi
þátt í afmælishátíðarhöldunum,
og jafnframt að gefa almenningi
kost á því að sjá hverjum augum
listamenn líta borgina.
Alls bárust á annað hundrað
verk, og dómnefnd, skipuð
Huldu Valtýsdóttur borgarfull-
trúa og myndlistarmönnunum
Eyjóin Einarssyni og Rögnu Ró-
bertsdóttur, völdu 60 verk eftir
33 listamenn.
Sýningin er í vestursal Kjar-
valsstaða, og eitt verk er að auki
utan dyra. Hún verður opin í tvo
mánuði, þ.e. frá 31. maí til 27.
júlí n.k.
Karl Kvaran
Framlag Listasafns íslands til
Listahátíðar að þessu sinni er
yfirlitssýning á verkum Karls
Kvaran sem opnuð verður sunnu-
daginn 1. júní klukkan 15.00 í
Listasafninu.
Karl Kvaran sýndi fyrst verk
sín á Listamannaþingi árið 1950
eftir að hafa stundað myndlistar-
nám heima og erlendis. Hann er
fulltrúi þeirrar kynslóðar mynd-
listarmanna sem tileinkaði sér
hina geómetrísku abstraktsjón á
sjötta áratugnum. Síðan hefur
hann unnið í beinu framhaldi
þeirrar stefnu. Vinnubrögð hans
eru ákaflega vönduð og myndstíll
hans agaður.
Sýmngtn stendur til 27. júlí.
Engum getur blandast hugur um
að sýning á verkum Pablo Pic-
asso að Kjarvalsstöðum er stór-
merkur listviðburður á íslandi;
þessu landi sem liggur svo fjarri
alfaraleið í heiminum að
heimsbyggðin man varla eftir því,
hvað þá heldur að nokkrum í
þeirri byggð geti að fyrrabi agði
dottið í hug að slíkur stórviðburð-
ursem Picasso-sýninginergeti
orðið á þessu skeri í norðurhöfum.
Enda hefði þessi sýning aldrei
orðið að veruleika nema fy rir ein-
staka velvild ekkju Picasso, Jacq-
ueline Picasso, en allar myndirn-
ar á sýningunni eru úr einkasafni
hennar. Sýninguna nefnir hún
Exposition inattendue. Hún hef-
ur sjálf gengt myndirnar upp á
Kjarvalsstöðum og opnar sýning-
una. Jacqueline Picasso er heið-
ursgestur Listahátíðar.
Mjög vönduð sýningarskrá
með litmyndum af öllum verkun-
um á sýningunni hefur verið gefin
út. Listrænt verðmæti þessara
verka er ómetanlegt. Það er því
trú og von framkvæmdastjórnar
að allir sem vettlingi valda komi á
sýninguna; ólíklegt að önnur eins
verði hér á landi í bráð, kannski
aldrei.
Pablo Picasso hefur verið
nefndur snillingur snillinganna.
Hann andaðist árið 1973 og hafði
þá haft varanlegri og dýpri áhrif á
myndlist tuttugustu aldar en
nokkur annar myndlistarmaður.
Sýningin stendur frá 31. maí til
27. júlí. Og nú er ekki annað eftir
en að koma og sjá og draga álykt-
un.
Berkofsky og Hafliði
Við setningu Listahátíðar á Kjarvalsstöðum leikur Martin Berkof-
sky píanóleikari þrjú verk eftir Hafliða Hallgrímsson, sem í ár fékk
tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Petta eru þrjú íslensk þjóðlög:
Austan kaldinn á oss blés, Ljósið kemur langt og mjótt, og Gríms-
eyjargæla.
Cecile Licad
Þaö hefur verið stefna Listahátíö-
ar frá upphafi aö kynna unga
listamenn sem eru á hraöri leið til
þroska og frama og eiga ótvírætt
eftir að setja svip sinn á heims-
listarlífð.
Einn þessara listamanna á há-
tíðinni núna er píanóleikarinn
Cecile Licad sem hlotið hefur frá-
bærar umsagnir fyrir leik sinn
austan hafs og vestan. Frami
hennar hefur verið svo mikill og
skjótur að hún er nú talin ein af
skærustu stjörnum yngstu kyn-
slóðar píanóleikara í Bandaríkj-
unum. Hún er aðeins 25 ára að
aldri en hefur nú þegar leikið
með mörgum helstu hljóm-
sveitarstjórum heimsins. Hún var
nemandi Rodolfs Serkin sem ís-
lendingum er að góðu kunnur.
Meðal hljómsveitarstjóra ' sent
hún hefur leikið með má nefna
Andre Previn, Nevilli Marriener.
Sir Georg Solti, Rostropovich og
Eugene Ormandy.
Það er því ekki tilviljun að Cec-
ile Licad skipar þann heiðurssess
á Listahátíð á leika á opnunar-
tónleikum hátíðarinnar klukkan
5 með Sinfóníuhljómsveit fs-
lands. Með því vildi fram-
kvæmdastjórn Listahátíðar
undirstrika þýðingu þess að
kynna unga listamenn rétt í þann
mund að allar dyr heimsins hafa
opnast fyrir þeim eða eru í þann
veginn að opnast.
Laugardagur 31. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7
Dagskrá
helgarinnar
LAUGARDAGUR 31. MAI
14.00 Kjarvalsstaðir
1. Setning Listahátíðar í Reykjavík
1986; Sverrir Hermannsson
menntamálaráðherra.
2. Hafliði Hallgrímsson:
þrjú íslensk þjóölög;
Austan-kaldinn á oss blés.
Ljósið kemur langt og mjótt.
Grímseyjargæla.
Martin Berkofsky leikur á píanó.
3. Afhending verðlauna í smá-
sagnasamkeppni Listahátíðar.
Doris Lessing rithöfundur af-
hendir verðlaunin.
4. Opnun sýningarinnar „Expositi-
on inattendue" á verkum Pablo
Picasso að viðstaddri ekkju
hans, Jacqueline Picasso.
5. Opnun sýningarinnar „Reykja-
vík í myndlist".
17.00 Háskólabíó
Sinfóníuhljómsveit Islands.
Stjórnandi: Jean-Pierre Jacquillat.
Einleikari: Cecile Licad, píanó.
SUNNUDAGU 1. JÚNÍ
15.00 Listasafn íslands
Opnun yfirlitssýningar á verkum
Karls Kvaran.
16.00 Iðnó
Dagskrá um Doris Lessing rit-
höfund.
Hún heldur fyrirlestur.
20.30 Broadway
Flamenco-flokkur frá Spáni undir
stjórn Javier Agra.
MÁNUDAGUR 2. JÚNÍ
20.30 Þjóðleikhúsið
Flamenco-flokkur frá Spáni (síðari
sýning).