Þjóðviljinn - 31.05.1986, Page 9
KOSNINGAR ‘86
íhaldið þagað
kosningabaráttuna
íhel
Ég spái okkur 4 fulltrúum, Sjálfstæðisflokknum 9 og Alþýðuflokkn-
um og Kvennalistanum 1 hvorum, sagði Steinar Harðarson kosninga-
stjóri Alþýðubandalagsins.
Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa verið?
Þessi kosningabarátta hefur einkennst af því að Sjálfstæðisflokkur-
inn og ríkisfjölmiðlarnir hafa viljað þaga hana í hel. Umræðan í
kosningabaráttunni hefur mikið snúist um spillingu en það er það sem
mest hefur einkennt stjórnun meirihlutans á þeim fjórum árum sem
hann hefur ríkt.
Við höfum í okkar baráttu m.a. lagt áherslu á málefni aldraðra,
málefni æskulýðsins og húsnæðismál en þetta eru allt málefni sem
vinstri flokkarnir hafa verið tiltölulega sammála um. Grundvöllurinn
fyrir samstarfi þessara flokka er því ágætur.
Stemmningin á kosningaskrifstofunni, hefur hún verið góð?
Já mjög góð og vinnuandinn er einstaklega skemmtilegur. Sérstak-
lega hefur þátttaka félaga æskulýðsfylkingarinnar gert mikið fyrir
stemmninguna en þau hafa unnið hér ómetanlegt starf.
- K.Ól.
Steinar Harðarson.
X-G AFL GEGN IHALDI