Þjóðviljinn - 31.05.1986, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 31.05.1986, Qupperneq 9
KOSNINGAR ‘86 íhaldið þagað kosningabaráttuna íhel Ég spái okkur 4 fulltrúum, Sjálfstæðisflokknum 9 og Alþýðuflokkn- um og Kvennalistanum 1 hvorum, sagði Steinar Harðarson kosninga- stjóri Alþýðubandalagsins. Hvernig finnst þér kosningabaráttan hafa verið? Þessi kosningabarátta hefur einkennst af því að Sjálfstæðisflokkur- inn og ríkisfjölmiðlarnir hafa viljað þaga hana í hel. Umræðan í kosningabaráttunni hefur mikið snúist um spillingu en það er það sem mest hefur einkennt stjórnun meirihlutans á þeim fjórum árum sem hann hefur ríkt. Við höfum í okkar baráttu m.a. lagt áherslu á málefni aldraðra, málefni æskulýðsins og húsnæðismál en þetta eru allt málefni sem vinstri flokkarnir hafa verið tiltölulega sammála um. Grundvöllurinn fyrir samstarfi þessara flokka er því ágætur. Stemmningin á kosningaskrifstofunni, hefur hún verið góð? Já mjög góð og vinnuandinn er einstaklega skemmtilegur. Sérstak- lega hefur þátttaka félaga æskulýðsfylkingarinnar gert mikið fyrir stemmninguna en þau hafa unnið hér ómetanlegt starf. - K.Ól. Steinar Harðarson. X-G AFL GEGN IHALDI

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.