Þjóðviljinn - 31.05.1986, Side 17
HEIMURINN
Danmörk
Viðskiptabann á S-Afríku
Danska stjórnarandstaðan ruddi ígær brautinafyrir viðskiptabann S-Afríku með þvíað
samþykkja slík lög, þau taka gildi 15. júní nœstkomandi með sex mánaða aðlögunartíma
Kaupmannahöfn — Danska
þjóðþingið samþykkti í gær til-
lögu stjórnarandstöðunnar
um að banna öll viðskipti við
S-Afríku til að mótmæla stefnu
stjórnarinnar í S-Afríku í kyn-
þáttamálum. Þar með er Dan-
mörk orðin fyrsta þjóðin sem
tekur þetta skref.
Eftir þá blóðugu atburði síð-
ustu viku þegar her S-Afríku
réðst inn í þrjú nágrannaríki sín,
er ljóst að umheimurinn verður
að mótmæla. „Þó það kosti okkur
eitthvað að framfylgja þeim
lífsreglum sem viðhöfum sett
okkur, verðum við bara að sætta
okkur við það,“ sagði talsmaður
Jafnaðarmanna. Paul Schluter,
forsætisráðherra, fordæmdi þá
„fyrirlitningu" sem S-Afríka
hefði sýnt áliti umheimsins en
sagði að viðskiptabann Dana á
S-Afríku eitt og sér gæfi Dönum
aðeins hreina samvisku,en væri
ekki rétta leiðin til að berjast
gegn kynþáttaaðskilnaðarstefn-
unni. „Það er Danmörk sem ein-
angrast vegna þessarar tillögu en
ekki S-Afríka,“ sagði Schluter.
Frá danska þjóðþinginu. Danska minnihlutastjórnin sat hjá við atkvæða-
greiðslu um viðskiptabann.
Spánn
ETA sprengir á
Costa Del Sol
Aðskilnaðarhreyfing Baska, ETA, tilkynnti ígærað hreyfingin hefði
komiðfyrir þremur sprengjum á stœrstu hótelum á sólarströndinni
Malaga — Skæruliðar aðskiln-
aðarhreyfingar Baska, ETA, til-
kynntu í gær að þeir hefðu
komið fyrir sprengjum í þrem-
ur stærstu hótelunum á Costa
Dei Sol á Spáni.
í fyrradag sprakk lítil sprengja
í fjögurra stjörnu hóteli á Fueng-
irola nálægt Malaga. Nokkrar
skemmdir urðu á neðstu hæð hót-
elsins en enginn særðist. Þeir þús-
und ferðamenn sem dvöldust á
hótelinu, Las Palmeras, voru
fluttir á brott klukkustund áður
en sprengjan sprakk þar sem
hringt hafði verið á hótelið og
látið vita um að sprengja væri í
byggingunni. ETA hreyfingin
lýsti ábyrgð á hendur sér og að
liðsmenn hreyfingarinnar hefðu
komið fyrir þeim tveimur
sprengjum sem aftengdar voru á
þriðjudaginn á hótelum í Tor-
remolinos. Lögregluyfirvöld
höfðu tilkynnt að gasleki hefði
valdið sprengingu í Hotel Cer-
vantes í Torremolinos á þriðju-
daginn. ETA tilkynnti að önnur
sprengja sem komið hefði verið
fyrir í Hotel Melia hefði ekki
sprungið.
Óeinnkennisklæddir lögreglu-
þjónar fínkembdu öll hótel á Fu-
engirola í leit að sprengjum í alla
fyrrinótt. Gestir á Las Palmeras
hótelinu sögðu að þeim hefði
brugðið nokkuð en sögðust fegn-
ir að enginn hefði slasast. „Þetta
var lítil sprenging en nógu hávær
til að ég hentist upp úr sæti
mínu,“ sagði breskurferðamaður
sem dvelst á hótelinu. Um það bil
600 Bretar eru á hótelinu. Margir
þeirra voru á nautati, að horfa á
Bretann Frank Evans frá Manc-
hester kljást við nautið.
Fyrr í vikunni barst fjölmiðlum
tilkynning frá ETA hreyfingunni
um að samtökin myndu hefja
sprengjuherferð á suðurströnd
Spánar sem er undirlögð hótelum
fyrir ferðamenn. Þjónusta við
ferðamenn er umfangsmesti at-
vinnuvegurinn á Spáni og er enn
að aukast. Spænsk yfirvöld til-
kynntu í gær að þau hefðu þegar
fyrirskipað öryggisááetlanir sem
skipulagðar voru þegar ETA
framkvæmdi svipaðar spren-
gingar á Costa Del Sol árið 1979.
Talsmaður þess ráðuneytis sem
sér um flutninga og ferðaþjón-
ustu sagði að reynslan hefði sýnt
að sprengjuherferð ETA á ferða-
mannastöðum hefðu haft lítil
áhrif á ferðamannaþjónustuna.
ETA samtökin sprengdi 19 litl-
ar sprengjur á síðasta sumri við
Miðjarðarhafsströnd Spánar. Yf-
irleitt vöruðu þeir við sprenging-
unum og aðeins einu sinni slasað-
ist fólk. Þá fengu sænsk hjón dá-
litlar skrámur. Spánverjar gera
ráð fyrir að 45 milljónir ferða-
manna heimsæki landið á þeSsu
ári. í fyrra voru þeir 43 milljónir.
ETA skæruliðar hafa í hyggju að sprengja á Costa Del Sol í sumar. Þeir hafa
yfirleitt látið vita fyrirfram og enginn hefur særst hingað til.
Viðskiptabannið var samþykkt
með 76 atkvæðum gegn 5, 63
þingmenn sátu hjá. Óll stjórnar-
andstaðan geiddi tillögunni at-
kvæði sitt en allir fjórir stjórnar-
flokkarnir sátu hjá.
Danir fluttu inn varning frá S-
Afríku fyrir 1,7 milljarð sænskra
króna á síðasta ári. Hins vegar
voru 80 % þeirrar upphæðar
vegna kolainnflutnings sem
danska þingið bannaði innflutn-
ing á fyrr í þessum mánuði. Út-
flutningur Dana til S-Afríku nam
613 milljónum danskra króna á
síðasta ári. Það var aðallega vél-
búnaður til landbúnaðar, ýmis
efni og lyf. Lyfjaútflutningur er
undanþeginn hinu nýja viðskipt-
abanni. Danskir skipaeigendur
vöruðu við því að nýju lögin sem
taka gildi 15. júní næstkomandi
með sex mánaða aðlögunartíma,
myndu hafa hrikalegar afleiðing-
ar ef samningar um flutning
danskra skipa til hafna í S-Afríku
yrði bannaður.
Schluter sagði að bannið
myndi leiða til frekara atvinnu-
leysis í Danmörku, án þess að
það hefði nokkur varanleg áhrif í
S-Afríku. Hann sagði einnig að
sameiginlegar aðgerðir allra
Norðurlandanna gegn S-Afríku
væru fýsilegri. Talsmaður stjórn-
arandstöðunnar sagði hins vegar
að líf þúsunda manna í S-Afríku
væri nú í hættu og ekki væri tími
til að bíða eftir alþjóðlegu
samkomulagi um viðskiptabann.
Pólland
Elsta hand-
ritið fundið
Varsjá — Landsbókasafn Pól-
lands hefur fengið elsta hand-
rit í Póllandi sem vitað er um,
1200 ára gamalt Nýja Testa-
menti sem var í vörslu ungs
manns sem hafði ekki hug-
mynd um þann fjársjóð sem
hann hafði undir höndum.
Andrzej Piber, bókavörður
sagði í gær að maður sem hefði
komið með handritið, bundið í
skinn, hefði ekki haft hugmynd
um að hann væri með handrit í
höndunum sem skrifað var í lok
8. aldar. Bókin var rottuétin í
einu horninu og einhverju sinni
hafði helst rauðvín á hinn helga
texta. Annnarsvarhandritiðísvo
góðu ásigkomulagi að hin rauða,
græna og gulleita lýsing í handrit-
inu er enn mjög skýr.
Talið er að munkar hafi gert
handritið að tilskipan Karla-
magnúsar í Aachen. Síðan mun
það hafa verið geymt í Heilögu
Maximin klaustri í Trier í Þýska-
landi til 1802 þegar innrásarherir
Napóleóns rændu klaustrið. Árið
1894 fannst handritið upp á lofti í
húsi einu í Koblenz. Piber telur
að þar hafi rottur nagað það.
Piber sagði að maðurinn sem
afhenti handritið hefði sagst hafa
erft það eftir afa sinn. Piber
neitaði að upplýsa hver þessi ungi
maður væri né hversu mikil
fundarlaunin væru. Hann sagði
hins vegar að þau yrðu rausnar-
leg.
Elstu bækurnar sem geymdar
eru í pólskum bókasöfnum eru að
minnsta kosti 100 árum yngri en
þetta handrit. Og það hefur lík-
lega verið einhvern tíma á 11.
öldinni sem þessi orð voru skrif-
uð á eina af fremstu síðunum í
handritinu: „Megi sá sem tekur
þessa bók, fordæmast að eilífu.“
Þetta líka...
Halifax — Utanríkisráðhera Banda-
ríkjanna, George Shultz, sagði í
gær að Bandaríkin væru að færa
sig frá Salt II samkomulaginu frá
1979 um kjarnorkuvopn en neitaði
að viðurkenna að klofningur væri
að myndast í Nato.
Washington — Bandarikjastjórn
vísaði á bug fullyrðingum sovésks
blaðamanns um að líkur á
leiðtogafundi Reagans og Gorbat-
sjof á þessu ári væru hverfandi.
Talsmaður stjórnarinnar sagði að
hún byggistenn viðaðslíkurfund-
ur yrði haldinn.
Kaupmannahöfn — Danska þingið
ákvað í gær með tveggja atkvæða
meirihluta að setja á stofn sjón-
varpsstöð, Rás 2, sem kostuð yrði
með auglýsingum.
ERLENDAR
FRÉTTIR
hjörleífssoi/R EUIER
Austurríki
Strangir
dómar í
vín-
hneykslinu
Tveir brœdurfengu 10
ára fangelsisdómafyrir
að blanda vín hættulegu
efni og selja gervivín
Krems, Austurríki — Tveir
bræður voru dæmdir í 10 ára
fangelsi í gær fyrir þátt sinn í
vínhneyksli sem skók austur-
riska víniðnað á síðasta ári.
Héraðsdómari í Krerns dæmdi
þá Robert Grill, 54 ára og bróður
hans Jósef, 57 ára, seka um stór-
fellt fjármálasvindl. Lyfjafræð-
ingur sem vann hjá þeim var
dæmdur í fimm ára fangelsisvist
og umsjónarmaður vínkjallarans
fékk þriggja ára skilorðsbundinn
dóm.
Mennirnir höfðu verið sakaðir
um að hafa blandað efninu
Diethelyne-Glycol sem er sæt-
efni, í5 milljónir lítra afvíni. Efn-
ið er frostvarnarlögur sem getur
valdið skemmdum á lifur og
heilaskemmdum.
Bræðurnir sem fluttu megnið
af framleiðslu sinni til V-
Þýskalands, voru einnig sakaðir
um aö hafa framleitt 28,2
milljónir lítra af gervivíni á árun-
um 1978 til 1982. Þó bræðurnir
hafi ekki játað á sig allar sakar-
giftir, héldu verjendur því fram
að þeir hefðu brotið vínlögin en
ekki gert sig seka um svindl, slíkt
hefði þýtt þyngri dóm. Kviðdóm-
ur réttlætti þunga dóma sína með
því að benda á þær geysilegu fjár-
hæðir sem bræðurnir hefðu haft
af viðskiptavinum sínum, 20
milljónir dala, með því að selja
gervivín í 8 ár.
Þetta eru mestu réttarhöldin
sem hafa farið fram eftir að upp
komst um vínsvindlið sem stöðv-
aði svo til vínútflutning Austur-
ríkismanna. Stjórnmálamenn
hafa sagt að þetta mál hafi spillt
mjög fyrir ímynd Austurríkis-
manna á viðskiptasviðinu. Rúm-
lega 40 austurrískir framleiðend-
ur og seljendur víns hafa nú verið
kærðir í tengslum við hneykslið.
Fyrir fjórum dögum var vínbóndi
nokkur í Burgenland héraði
dæmdur í þriggja ára fangelsisvist
fyrir að framleiða fjórar milljónir
lítra af gervivíni á árunum 1982 til
1985.
Laugardagur 31. maí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17