Þjóðviljinn - 31.05.1986, Page 19

Þjóðviljinn - 31.05.1986, Page 19
MINNING Kristján Bimir Siyurðsson bómn, Ármúia víð Djúp Fœddur 1937 - Dáinn 1986 Laugardagurinn 5. apríl síð- astliðinn líður mér seint úr minni. Morgunn hans lofaði góðu og leyst hafði af jörðu um nóttina, en umhleypingar í veðri og eigi sýnt hvað verða vildi veðurs. Það hallar af hádegi og klukkan verð- ur 15.00, en er hún nálgast fullnað hinnar sextándu stundar hringir síminn og mér hlær hugur í brjósti með því ég átti von á vinarhringingu hér úr héraðinu, gekk að símtólinu og lyfti ... Hvílíkt reiðarslag! Kollega minn og vinur á ísafirði tjáir mér voðaviðburði: Flugvél hafði far- ist í Ljósufjöllum og Kristján á Ármúla var meðal farþega. Snemma vors 1982 renndi ég heim að Ármúla, er ég kom fyrir Kaldalón, af Snæfjallaströnd, að hitta og heilsa hinum nýja land- nema og fjölskyldu hans. Það var málningarlykt í stofum og hreingerningar í gangi, en fjör í auga og gleði ríkjandi, fullt að gera, fögnuður starfs og vors. Þannig man ég hinn látna vin minn enn í dag. Með okkur tók- ust þá þegar góð kynni, sem áttu þó eftir að aukast því ekki leið á löngu áður en hann tók að sér organistastörf við Melgras- eyrarkirkju, en ekki aðeins þar, heldur var strax til hans leitað á aðrar að fara, Nauteyri, Unaðs- dal, Vatnsfjörð. Brást hann ævin- lega vel við og var ekkert sjálf- sagðara. Með' honum var afar gott að starfa og viðmót hans allt lifandi og hlýtt. En organisti í sveit gengur ekki aðeins í kirkj- una til að spila þar við embættið, heldur liggur bak við mikil æfing og veit ég að söngæfingarnar á Armúla voru mönnum tilhlökk- unarefni, eins og frú Ása Ketils- dóttir á Laugalandi tekur fram í ágætri minningargrein um hann. Er augljóst að þetta starf hans svo og önnur ýmis, og þá eigi síður viðkynninguna við þau hjón á Ármúla, hefur söfnuðurinn metið að verðleikum. Sést þetta berlega á minningargreinum þeim er um hann voru ritaðar af heimamönnum og nágrönnum hans. Fyrir hönd safnaðanna hér í prestakallinu vil ég þakka þetta óeigingjarna starf hans. Er því ekki að leyna að fráfall hans var mikið áfall kirkjulegu starfi og vandséð hversu fylla skal það skarð er nú er orðið. Kristján heitinn var athafna- maður. Hann vildi líf og umsvif. Eitt sinn, nú fyrir tæpu ári, rakti hann fyrir mér hugmyndir sínar um verklega hluti og framfarir í sveit sinni og er ekki að efa að þeir draumar hans hefðu orðið að veruleika, og eiga e.t.v. eftir að verða það. Hitt mun þó öllum ljóst, að með honum hvarf sá aflvaki og vilji er líklegastur var, að til dygði holdtekju hugmýnda þeirra er hann gekk með. Á einni stundu er hann lýsti draumi sín- um um stóra hluti og ræddi mögu- leika þá er fyrir hendi voru, sá ég í honum mann vorsins og birtunn- ar, mann stórræða og breytileika, mann sem unni héraði sínu og skildi hvers var þörf, mann áræðni og hvatleika. Ég varð þess áskynja er á leið kynni okkar að hann ól með sér djúprætta trú, eða öllu heldur finnst mér að hann hefði getað sagt með Einari Benc „... ég á mér djúpan grun, sem nóttin elur ...“ og ég veit ekki hvort þessi logi tendraðist af kynnum hans við samferðamenn, eða barnstrú hans vitjaði hans og steig upp úr undirvitundinni er á leið ævi, nema hvort tveggja hafi verið. Hvað um það, þetta lífsviðhorf Kristjáns heitins hefur létt hon- um stundir, ef erfitt var og er vissulega einkenni allra þeirra er unna lífi og manni á þessari jörð. Við sáumst síðast á Melgras- eyri. Hann kvaddi mig í anddyri hússins og gekk rösklega niður tröppurnar og settist í bifreið þá er ók honum á flugvöllinn; hann hafði spilað sinn síðasta sálm... Ég sé í grein vinar míns Engil- berts á Hallsstöðum, stuttri en gagnorðri, að hann segist vart hafa harmað fráfall annars manns fremur, sér óvandabundins. Undir þetta get ég tekið, þótt ég hafi staðið yfir moldum margra Djúpmanna, mér meira eða minna kærir eftir atvikum. En hér kemur ekki til aðeins góð við- kynning við Kristián, heldur og dálítil eigingirni: Á þennan mann gat ég og söfnuðirnir alltaf treyst. Við höfum, og getum fengið, góða og gilda bændur í Djúp. En ég læt ósagt að neinn þeirra hafi af Guði vorum þegið náðargáfu söngs og hljóðfæraleiks. Vil ég enn þakka allt hans framlag til guðsþjónustuhalds í Vatnsfjarð- arprestakalli, og mun í því tillit lengi til muna þeirra ára er hans naut við. Fjösum eigi lengi um hverful- leik þessa lífs. Menn segja: Ó hversu undarlegt..., eða taka sér í munn hið gamal-gríska: Sá, sem nýtur hylli guðanna, deyr ungur, lítum heldur á þennan voðavið- burð sem eina áminning til okk- ar: „Hvað vitum vér menn? Eitt vermandi ljóð, ein veig ber vort líf undir tæmd- um dreggjum. - Hvað vill sá sem ræður?“ (Einar Benediktsson). og minnumst þeirra sanninda að í voru lífi er fátt, er fulltreysta má. Hér fyrr í dag komu 3 ungar stúlkur af Drangajökli. Þær höfðu gist að Gerði ekkju Krist- jáns heitins, en þau höfðu drifið upp gistiaðstöðu í hinu gamla læknishúsi Kaldalóns. Var það eitt gott framtak af þeim hjónum, með því Ármúli var í gamla daga vissulega endastöð og getur verið það enn í ýmsum tilfellum, eða staður áningar og hvíldar. Róm- uðu þær mjög móttökur allar og veit ég að allt mun þar af myndar- skap búið. Mun það jafnan verða talið happ og gifta hvers og eins er hlýtur góðan lífsförunaut og var Kristján heitinn í þessu efni hamingjumaður. Vil ég enda þessar línur mínar með samúðar- kveðju til Gerðar og barnanna á Ármúla. Lifið heil. Að kveldi hvítasunnudags annars síra Baldur Vilhelmsson, Vatnsfirði. ÍOOAPA SKmkMOT í tilefni 100 ára afmælisins efnir Landsbanki íslands til sögulegs skákmóts í afgreiðslusal Aðalbankans í Austurstræti 11 sunnudaginn 1. júní. Þar mætast í 12 manna hraðmóti og keppa um 100 þúsund króna heildarverðlaun fjórir af fremstu skákmönnum íslands á árunum 1955-1960, þeir Friðrik Olafsson, Ingi R. Jóhannsson, Guðmundur Pálmason og Ingvar Ásmundsson; fjórir af efnilegustu skákmönnum íslands í dag, þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Þröstur Árnason, Héðinn Steingrímsson og Sigurður Daði Sigfússon; og fjórir af fremstu skákmönnum Landsbankans, þeir Hilmar Viggósson, Jóhann Örn Sigurjónsson, Sólmundur Krístjánsson og Vilhjálmur Þór Pálsson. Keppendur tefla allir við alla og tímatakmörk eru 10 mínútur á hvorn keppanda í skák. Skákstjóri er Ólafur S. Ásgrímsson. Áhorfendur eru velkomnir í afgreiðslusalinn meðan húsrúm leyfir, skákin hefst kiukkan 14.00. m* Landsbanki Islands Banki allra landsmanna í 100 ár Laugardagur ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.