Þjóðviljinn - 05.06.1986, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 05.06.1986, Qupperneq 3
FRETTIR 19. júní blaðið Viðfangsefnið karimenn 19. júní, ársrit Kvenréttindafé- lags íslands, er kominn út í 36. skipti og er blaðið að þessu sinni nokkuð fyrr á ferðinni en venju- lega. Efni blaðsins í ár er aðallega helgað körlum og viðhorfum þeirra til jafnréttis kynjanna og þeirra breyttu kynhlutverka sem umbreytingar síðustu tveggja áratuga hafa haft í för með sér. Rætt er við fjölda karla um þessi mál frá ýmsum hliðum. Meðal þeirra sem tjá sig um þessi mál af fullri hreinskilni eru Þórarinn Eldjárn rithöfundur. Heiðar Jónsson snyrtir og Ævar Kjartansson útvarpsmaður. Þá má nefna viðtöl við unga karl- menn sem starfa undir stjórn kvenna. Tilfinningalíf karla er tekið til umfjöllunar í fróðlegum greinum eftir þau Nönnu K. Sigurðardótt- ur, félagsráðgjafa og Sigtrygg Jónsson sálfræðing, en þau líta hvort sínum augum á bókina og fyrirbærið íslenskir elskhugar. Þá skrifar sr. Ólafur Skúlason greinina Að slá í sundur hjóna- rúmið og rekur orsakir aukinna skilnaða, en Guðfinna Eydal sál- fræðingur skrifar um ólík við- brögð karla og kvenna í skilnað- armálum. í blaðinu eru einnig rifjaðir upp helstu viðburðir ársins 1985 í máli og myndum,einskonarheim- ildasafn um lokaár kvennaár- atugarins. í því samhengi er gerð- ur samanburður á kvennafrí- dögunum tveimur í grein eftir Lilju Ólafsdóttur og viðtölum við fjölda kvenna. Þá er rætt við tvær konur úr framkvæmdahópi ’85- nefndar, auk greina um listahátíð kvenna, Kvennasmiðjuna, undir- skriftasöfnun Friðarhreyfingar ísl. kvenna og fleira. „Þetta blað er í mörgu svipað og þau fjölmörgu tímarit sem gef- in eru út núna en munurinn er sá að þetta blað er gefið út af hug- sjónaástæðum en ekki í gróðra- skyni“ sögðu félagar í ritstjórn blaðsins. Ritstjóri 19. júní er Jónína M. Guðnadóttir. Björgvin Hermannsson í fjáröflunarnefnd Landssamtaka hjartasjúklinga og RúrikKristjánsson.formaðurfjáröflunamefndar.meðveggspjaldsöfnunarinnar. ERT ÞU GOÐUR? FIAROFLUN 5. OG 6. IUNI 1986 ti) tækjakaupa fyrir enduriiæfingardeild hjartasjúklinga ad Reykjalundi itéjm' lanossamtok hiartasiuklinca Landssamtök hjartasjúklinga Safna fyrir þolprófunartæki Söfnun í dag og á morgunfyrir tœkjakosti til endurhœfingardeildar hjartasjúklinga að Reykjalundi. Merkjasala og kostar merkið 100 krónur. Kjörorð söfnunarinnar: „Ertþú hjartagóðuru HVAD SEGJA ÞEIR UM JAFNRtTTID? K)KAKINN [t DIAKN HCIOAA IONSSON AVAH KJAKTANSSON AD SLA i SUNDUR HJÓNARÚMIÐ TUJINNINGALÍF KARLA ÁRJD 19851MAU OG MYNDUM 19. júnf blaðið er helgað körlum að þessu sinni. í dag og á morgun gangast Landssamtök hjartasjúklinga fyrir fjársöfnun um land allt undir kjörorðinu „Ert þú hjartagóð- ur?“ og verður fénu varið til kaupa á tækjum fyrir endurhæf- ingardeild hjartasjúklinga að Reykjalundi. Er það sérstaklega svokallað þolprófunartæki sem áætlað er að kaupa og sagði Magnús Einars- son læknir að Reykjalundi að þetta tæki væri notað fyrst er sjúklingar koma í endurhæfingu eftir aðgerð, þol manna væri mjög mismunandi og væri grund- vallaratriði að geta mælt það ná- kvæmlega. Tækið mælir súrefnis- notkun og kolsýringsmyndun lík- amans. Söfnunin mun fara fram með sölu merkis, sem er rautt hjarta og kostar merki 100 krónur. Landssamtök hjartasjúklinga voru stofnuð 1983 og telja nú milli 700-800 félaga. í fyrra efndu samtökin til söfnunar fyrir hjarta- gerðatæki sem tekin verða í notk- un þegar hjartaaðgerðir hefjast á Landspítalanum væntanlega næsta haust. Þessi söfnun núna er í beinu framhaldi af þeirri söfnun því endurhæfing er sjúklingum nauðsynleg eftir aðgerð. -Ing. Rás 2 Fjórir nýir sendar Hlustendum Rásar tvöfjölgar á Vestfjörðum Nú stendur yflr uppsetning fjögurra senda fyrir Rás 2 á Vestfjörðum. Þegar þeir verða komnir upp ættu útsendingar stöðvarinnar að nást víðast hvar á Vestfjörðum. Nýju sendarnir eru á eftirfar- andi stöðum (senditíðnin innan sviga): Suðureyri við Súgandafjörð (96,0 MHz) Holti við Önundarfjörð (91,6 MHz) Bfldudal (98,9 MHz) Þingeyri (95,4 MHz). Eftir þessar framkvæmdir verða sendar Rásar 2 orðnir 32 en alls eru FM-sendar Ríkisútvarps- ins að nálgast það að verða 90 talsins. Næsta skrefið í uppbygg- ingu dreifikerfis Rásar 2 verður að styrkja kerfið á Austfjörðum. Þar verða settir upp þrír sendar í sumar. Með tilkomu þessara nýju senda ættu flestir þéttbýlisstaðir á Austfjörðum og Vestfjörðum að ná Rás 2. Þorgeir Ástvaldsson rásarstjóri sagði þó á fundi með blaðamönnum að seinlega myndi ganga að koma útsendingum rás- arinnar inn á hvert heimili í landinu þar sem FM-útsendingar eru mjög háðar landslagi og stað- háttum á hverjum stað. -ÞH Listahátíð í dag: Herbie Hancock í kvöld Það jafnast ekkert á við ajass Mikinn feng rekur á fjörur w Herbie Hancock spilar í kvöld. djassrokkgeggjara og annarra unnenda slíkrar tónlistar, því í kvöld heldur Herbie Hancock tón- leika í Broadway sem hefjast klukkan níu. Herbie Hancock er eitt af stær- stu nöfnum í heiminum í dag í djassi og fönki, en eitt af því sem einkennir litríkan feril Herbie Hancock er hversu fjölhæfur músikant hann er og hefur átt samstarf við tónlistarmenn úr öllum áttum tónlistar. Hvort sem það hefur heitið fönk, elektróník eða gamall og góður hefðbund- inn djass hafa spámenn á því sviði leitað samstarfs við Hancock og einatt út úr því komið einhver frumlegheit sem opnað hafa nýj- ar víddir í tónlistinni. Kvikmyndaunnendur þekkja einnig til tónlistar Herbie Hanc- ocks, því hann hefur gert tónlist við margar kvikmyndir, meistar- averk ítalans Antonioni „Blow up“, sem sýnt var í sjónvarpinu fyrir nokkrum árum. Auk tónleika Herbie Hanc- ocks er á dagskrá Listahátíðar í kvöld síðari sýning hinna snjöliu látbragðsleikara Nolu Rae og Johns Mowat í Iðnó klukkan hál- fníu. -pv. Fimmtudagur 5. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.