Þjóðviljinn - 05.06.1986, Síða 15
Uruguay- V. Þýskaland
„Stoltur
af mínum
mönnurn"
Réttlœtinufullnœgt þegar Allofs jafnaði
í lokin
„Ég tek ofan fyrir mínum
mönnum, ég er stoltur af þeim.
Þeir þurftu að beita öllum sínum
Úrslit leikja á HM I gær, markaskorarar og
liösuppstillingar:
B-riðill:
Paraguay-írak 1-0 (1-0)
Toluca, 4. júní
Dómari: Picon (Mauritius)
Áhorfendur 12,500
1-0 Romero (35.)
Paraguay: Fernandez, Torales, Zabala,
Schettina, Delgado, Nunez, Ferreira,
Romero, Cabanas, Canete, Mendoza
(Gpasch 88.).
irak: Hammoudi, Allawi, N. Shaker, B.
Shaker, Hussein, Mohammed (Hameed
67.), Radhi, Saeed, Gourgies (Qassem
80.), Hashem, Uraibi.
E-riðill:
Uruguay-V.Þýskaland 1-1 (1-0)
Queretaro, 4. júní
Dómari: Christov (Tékkoslóvakíu)
Áhorfendur 32,000
1-0 Alzamendi (5.), 1-1 Allofs (85.)
Uruguay: Alvez, Qutierrez, Acevedo,
Diogo, Bossio, Batista, Alzamendi (Ramos
81.), Barrios (Saralegui 57.), Da Silva, Fra-
ncescoli, Santin.
V.Þýskaland: Schumacher, Briegel,
Berthold, Förster, Augenthaler, Eder,
Matthaus (Rummenigge 70.), Magath,
Brehme (Littbarski 46.), Völler, Allofs.
Danmörk-Skotland 1-0 (0-0)
Nezahualcoyotl, 4. júní
Dómari: Nemeth (Ungverjalandi)
1-0 Elkjær (57.)
Skotland: Leighton, Gough, Malpas,
McLeish, Miller, Souness, Strachan
(Bannon 74.), Aitken, Nicol, Sturrock
(McAvennie 60.), Nicholas.
Danmörk: Rasmussen, Busk, Niel-
sen, M. Olsen, Bertelsen, Lerby, Arne-
sen (Sivebeck 74.), J. Olsen (Mölby 79.),
Berggren, Elkjær, Laudrup.
Leikir í dag
A-riðill: (talía-Argentína
A-riðill: Búlgaria-S.Kórea
C-riðill: Frakkland-Sovétrikin
hæfileikum og úthaldi og voru
með mikla yfirburði í 70 mínútur
af leiknum. Markið í lokin var
mikill léttir,“ sagði Franz Beck-
enbauer landsliðseinvaldur
Vestur-Þjóðverja eftir 1-1 leikinn
gegn Uruguay í gær. Að því
mæltu steig hann uppí þyrlu sem
flutti hann á leik Skotlands og
Danmerkur.
Uruguay hafði forystu í 80 mín-
útur. Alzamendi skaut í þvers-
lána og niður eftir varnarmistök
Vestur-Þjóðverja á 5. mínútu —
Christov dómari dæmdi sam-
stundis mark enda lenti boltinn
greinilega innan við marklínuna.
Síðan beittu Uruguayar geysi-
sterkum varnarleik, þrátt fyrir
þunga pressu fengu Vestur-
Þjóðverjar fá færi til að skora.
Klaus Augenthaler þrumaði í
samskeytin í seinni hálfleiknum
en loks fimm mínútum fyrir leiks-
lok náði Klaus Allofs að jafna.
Uruguay verður greinilega
Skotum og Dönum mjög erfiður
andstæðingur. Vörnin er mjög
öflug og skyndisóknir liðsins með
Sydney Picon, fyrsti dómarinn
frá eynni Mauritíus við austur-
strönd Afríku sem dæmir leik á
HM, var í sviðsljósinu í leik Par-
aguay og írak í gær. Þegar Picon
flautaði til hálfleiks var knöttu-
rinn á leið í mark Paraguay eftir
skalla frá Ahmed Radhi. Leik-
menn Irak mótmæltu mjög en
Picon varð ekki haggað — leikur-
inn var búinn áður en knötturinn
fór yfir línuna og Paraguay vann
því 1-0.
Evaristo De Macedo, hinn
brasilíski þjálfari írak, var mjög
ósáttur við ákvörðun dómarans.,
„Markið kom beint eftir horn-
spymu, annað hvort átd Picon að
flauta til hálfleiks áður en hún var
tekin eða dæma markið gilt.
Bobby Robson landsliðs-
einvaldur Englands sagði í gær að
ósigurinn gegn Portúgal í fyrra-
kvöld væri varnarmönnum sínum
að kenna. „Þeir misstu ein-
beitinguna og stóðu allir og
horfðu á þegar Manuel skoraði.“
Robson var að öðru leyti sáttur
IÞROTTIR
Klaus Allofs, bjargvættur Vestur-
Þjóðverja í gær.
þá Da Silva, Francescoli og Alz-
amedi í aðalhlutverkum eru stór-
hættulegar. Allt leiknir og
skemmtilegir leikmenn. Vestur-
Þjóðverjar léku sína dæmigerðu
knattspyrnu en tókst ekki að riðla
vörn Uruguay fyrr en Karl-Heinz
Rummenigge fyrirliði kom inná
20 mín. fyrir leikslok. Þegar upp
var staðið má segja að réttlætinu ,
hafi verið fullnægt með jöfn-
unarmarkinu - hvort lið er með
eitt stig í þessum langsterkasta
riðli heimsmeistarakeppninnar í
Mexíkó.
„Omar Borras þjálfari Urugu-
ay sagði jafnteflið mjög sann-
gjörn úrslit. „En ég er ekki sáttur
við dómarann. Hann hafði af
okkur vítaspyrnu í fyrri hálfleik
og síðan lét hann Vestur-
Þjóðverjana komast upp með
samskonar brot og mínir menn
fengu að sjá gula spjaldið fyrir,“
sagði Borras.
Hann réði úrslitum í þessum
leik,“ sagði De Macedo.
írakar voru sterkari aðilinn í
fyrri hálfleik og Hussein Saeed
var nokkrum sinnum nærri því að
skora. Taugaslappir leikmenn
Paraguay róuðust þegar á leið,
mest fyrir tilstilli hins snjalla Julio
Romero — sem skoraði sjálfur
sigurmarkið á 35. mínútu. Hann
lyfti þá boltanum smekklega yfir
írakska markvörðinn og í netið.
Paraguay hafði síðan yfirburði
í seinni hálfleik og hefði hæglega
getað bætt við mörkum. Cesar
Zabala þrumaði í stöng úr auka-
spyrnu af 30 m færi og Alfredo
Mendoza skaut í stöng þegar
auðveldara var að skora.
—VS/Reuter
við frammistöðu sinna manna.
„Liðið lék vel og skapaði sér næg
marktækifæri en tókst bara ekki
að skora. Við stefnum þrátt fyrir
þetta á efsta sætið í riðlinum, við
viljum leika hér í Monterrey í
næstu umferð.“
—VS/Reuter
—VS/Reuter
✓
Paraguay-lrak
Dómarinn í
aðalhlutverki
Flautaði til hálfleiks þegar írak var að
skora
Mexíkó
Robson ásakar
ensku vömina
ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15
Danmörk-Skotland
Danir efstir í
dauðariðlinum
Eiga alla möguleika á að komastáfram
eftir sigurinn á Skotum
Danir eru komnir með foryst-
una í „dauðariðlinum'* alræmda,
E-riðli heimsmeistarakeppninnar
í Mexíkó. Þeir lögðu Skota að
velli, 1-0, í gær í síðasta leik fyrstu
umferðar keppninnar, og voru
vel að þeim sigri komnir. Þetta
var fyrsti leikur Dana í úrslitum
HM frá upphafi og byrjunin lofar
góðu um framhaldið.
Liðin voru mjög áþekk að
styrkleika, lítið skildi á milli.
Skotar sýndu oft ekki síðri sam-
leik en hinir leiknu Danir og voru
með undirtökin í leiknum fram-
anaf. Richard Gough hefði átt að
færa þeim forystu á 38. mín. þeg-
ar hann var kominn einn gegn
Troels Rassmussen markverði en
skaut yfir hann og markið.
Danir réðu síðan ferðinni
framanaf seinni hálfleik og áttu
margar góðar sóknir. Það var síð-
Julio Cesar Romero skoraði
sigurmark Paraguay.
an mikið einstaklingsframtak hjá
miðherjanum skæða, Preben El-
kjær, sem færði Dönum sigurinn.
A 57. mín. óð hann inní skoska
vítateiginn, fjölmenn vörnin gat
ekkert aðhafst og því síður Jim
Leighton, 1-0.
Eftir markið voru Danir sterk-
ari um stund en síðasta korterið
sóttu Skotar talsvert án þess að
skapa sér umtalsverð færi. Út-
hald þeirra virtist á þrotum í lokin
og það kom á óvart á síðustu mín-
útunum að þeir skyldu ekki reyna
að pressa Danina meira í stað
þess að leyfa þeim að dóla með
boltann við eigin vítateig.
Danir standa nú mjög vel að
vígi með að komast í 16-liða úr-
slitin, eitt stig til viðbótar gæti
dugað. Skotar eiga hinsvegar á
brattann að sækja, þeir þurfa nú
örugglega 3 stig gegn Uruguay og
V.Þýskalandi til að eiga mögu-
leika. __VS
4. deild
Annar
storsigur
Bolvíkingar byrja heldur betur
hrcssilega í Vestfjarðariðli 4.
deildarinnar í knattspyrnu. í síð-
ustu viku unnu þeir Reyni Hnífs-
dal 10-2 og i gærkvöldi var Stefnir
frá Suðureyri gjörsigraður í Bol-
ungarvík, 8-0.
A ísafirði vann Reynir 1-0
sigur á Badmintonfélagi ísafjarð-
ar í gærkvöldi. Þorgeir Jónsson
skoraði sigurmarkið.
—VS
Kópavogur
Undir regnhlíf
í hálfleik!
Algjört aðstöðuleysi við
Smárahvammsvöllinn
I ausandi rigningu á miðviku-
dagskvöldið fór fram fyrsti
leikurinn í 1. deild kvenna í knatt-
spyrnu á þessu keppnistímabili —
á Smárahvammsvellinum í Kópa-
vogi. Valur sigraði Breiðablik 3-1
eins og áður hefur verið sagt frá.
Undirritaður var þar nálægur og
getur ekki lengur orða bundist
yfir aðstöðunni, eða réttara sagt
aðstöðuleysinu sem þar er boðið
uppá.
Smárahvammsvöllur er æf-
ingasvæði Kópavogsliðanna
Breiðabliks, IK og Augnabliks
og er staðsettur nokkur hundruð
metra frá aðalleikvanginum (sem
er lokaður þessa dagana, þar til
Breiðablik leikur þar næst í 1.
deild). Búningsklefar fyrir vell-
ina eru þeir sömu. Við „Smár-
ann“ sem svo er jafnan nefndur
er hinsvegar ekki nokkurt afdrep
fyrir leikmenn eða dómara og of
langt að fara til búningsklefanna í
hálfleik.
f vatnsveðrinu á miðviku-
dagskvöldið máttu því stúlkurnar
í Val og Breiðabliki híma úti í
hálfleiknum, ekkert skjól og eng-
in aðstaða til neins. Blikastúlk-
urnar voru þó forsjálli, enda
orðnar vanar, og voru með regn-
hlífar með sér og funduðu og
hvfldust undir þeim!
Smárinn er geysilega mikið
notaður á sumrin, frá maí framí
september, bæði undir æfingar og
keppni, og svo hefur verið í ára-
raðir. Það er því stórmerkilegt að
á öllum þessum tíma hafi ekki
verið komið upp svo miklu sem
einu kofaskrifli sem gæfi
þreyttum skjól fyrir veðri og
vindum, rétt á meðan þeir búa sig
undir áframhaldandi átök. 1
framhjáhlaupi má svo bæta við
orðum gamalreynds knattspyrn-
ufrömuðar í Kópavogi sem sagði
við undirritaðan nú í vikunni:
„Það er ótrúlegt að Smárinn,
með öllu því álagi sem á honum
er skuli vera orðinn betri en sjálf-
ur aðalleikvangurinn, eini upp-
hitaði knattspyrnuvöllur á Is-
landi“. Merkilegt en satt.
—VS