Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 2
GARÐAR OG GRÓÐUR
LEIDARI
. s*J/.’tífv’-rl, **■ *íf - ■-
ÍSfts*.
- \ '-'V.
Blóm tala
SilLVlA
Kr. 16.935.-
Úrval
af garðhúsgögnum
Garðhúsgögn
frá kr. 7.450.-
cfeVager</ •
Eyjagötu 7, örfirisey
Reykjavik símar 14093 - 13320
mál sem
allir skilja
Á síðustu árum hefur áhugi á blómum og garðrækt
aukist gífurlega á íslandi. Sjálfsagt kemur margt til. Ný
tíska hefur rutt sér rúms í kjölfar viðhorfsbreytingar, ný-
rómantíkin kemur víða við í samfélaginu og endurskoðuð
viðhorf til heilbrigðs mannlífs speglast í lifandi áhuga á
hverskyns gróðri. í kjölfar síaukinnar tækni á flestum
sviðum skapast þörf fyrir umhverfi, sem lifir eigin lífi, lífi
sem maðurinn stjórnar ekki nema að litlu leyti. Takmörk-
uð snerting okkar við náttúruöflin eykur á þessa þörf því
jafnvel í skýldum garði inni í Reykjavík, kemstu ekki hjá
því að finna fyrir þessum voldugu öflum, sem stjórna vexti
og viðgangi þess gróðurs sem þú í bjartsýni þinni hefur
sett þar niður. Þar að auki, hefur langur og dimmur vetur
oft aukið mjög á ama okkar hér á íslandi og því leitum við
allra ráða til að lengja sumarið. Um sálræn áhrif gróðurs
og blóma, inni sem úti, mætti sjálfsagt rita margt og langt
og því er oft haldið fram að gróður hafi bein áhrif á
líkamlega og andlega vellíðan okkar.
Þótt vissulega megi hafa mikla ánægju af inniplöntum,
afskornum blómum og gróðurskálaplöntum, kemur þó
ekkert f staðinn fyrir garðskikann, þar sem þú ert á þínu
eigin landi, kóngur í ríki þínu með plöntunum. Fyrir utan
ánægjuna af því að dútla við arfatínslu, vökvun og aðra
umhirðu, er varla hægt að hugsa sér þægilegri útivist,
sem gefur bæði loft í lungu og góða hreyfingu fyrir skrokk-
inn.
Að lokum má nefna það táknmál sem blóm eru í mann-
legu samfélagi. Þau eru notuð þegar orð þrjóta, sem
ástarjátning jafnt sem hinsta kveðja, og þau fylgja okkur
öllum síðasta spölinn. Enda segir spekingurinn: Blóm tala
mál sem allir skilja.
Sólstofuhúsgögn
Ármúla 20 sími 84630
2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudac