Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 16
GARÐAR OG GRÓÐUR - Yfir 100 tegundir af fjölærum plöntum í Grænuhlíð Islensku blómin harðgerðust Nú er besti tíminn til að setja fjölæru plönturnar niður í garðinn, en fjöldamargar þeirra eru um það bil að springa út og sumar þegar í blóma. í Gróðrastöðinni Græn- uhlíð skammt ofan við Borgar- spítalann er mikið úrval af fjöl- ærum plöntum eða yfir 100 tegundir og eru þær allar bún- ar að vera úti í vetur og því tilbúnar til gróðursetningar. Við hittum Vernharð Gunnars- son og báðum hann að sýna okkur nokkrar fallegar f jölærar jurtir. Þá er mikið til af sumarblóm- um rósum og dalíum í Grænu- hlíð, en nú er einmitt að fara í hönd sá tími þegar dalíurnar mega fara út. Þær eru síðan klipptar niður fyrir frost og laukurinn geymdur fram á næsta vor, þegar þeim er komið til í potti inni og síðan settar út aftur yfir sumarið. Þeim þarf að skýla vel líka eins og rósunum. Á síðustu árum hefur áhugi á blómum og garðrækt aukist gífur- lega á íslandi. Sjálfsagt kemur margt til. Ný tíska hefur rutt sér rúms í kjölfar viðhorfsbreyting- lífi sem maðurinn stjórnar ekki nema að litlu leyti. Takmörkuð snerting okkar við náttúruöflin eykur á þessa þörf því jafnvel í skýldum garði inni í Reykjavík, kemstu ekki hjá því að finna fyrir þessum voldugu öflum, sem stjórna vexti og viðgangi þess gróðurs sem þú í bjartsýni þinni hefur sett þar niður. Þar að auki, hefur langur og dimmur vetur oft aukið mjög á ama okkar hér á íslandi og því leitum við allra ráða til að lengja sumarið. Um sálræn áhrif gróðurs og blóma, inni sem úti, mætti sjálfsagt rita „Ég held sjálfur mikið upp á íslensku jurtirnar og það er mikill áhugi á þeim, enda geta menn treyst nokkurn veginn á að þær drepast ekki. Við erum t.d. með fyllta brennisóley, bláklukku, bæði bláa og hvíta, og einnig erum við með hvítt blágresi og svo eyrarós, sem jafnan er mjög vinsæl. Þá má nefna ýmsa fallega steinbrjóta, t.d. klettafrú sem er sjaldgæft afbrigði. í steinbeð er t.d. dvergavör maríustakkur eða ilmfjóla mikið keypt og einnig eru stærri íslensk- ar plöntur vinsælar eins og t.d. maríustakkurinn. Aðrar fallegar garðplöntur er t.d. rauði valmú- inn okkar vatnsberi frönsk ilm- fjóla og mjólkurjurt, sem þegar er í fullum blóma. Við höfum eignast þessar plöntur smátt og smátt og teljum að við séum með góða og harðgerða stofna. Aðal- atriðið er að fólk blandi þessu skemmtilega saman, setji plöntur- nar ekki of þétt, velji saman liti og plöntur sem blómstra á mis- munandi tímum,“ sagði Vern- harður. í Grænuhlíð er líka mikið til af fallegum runnum og sagði Vern- harður að ætlunin væri að koma upp góðum runnastofnum. Það vakti athygli hversu sterklegar plönturnar virtust og eru þær sem fyrr segir allar búnar að vera úti í vetur og vel búnar til gróðursetn- ingar. Vernharður með fallegan íslenskan steinbrjót, klettafrú. Ljósm. Sig. Sigríður Zebitz var að skoða sumarblómin í Grænuhlíð þegar Ijósmyndarinn smellti af henni mynd. ar, nýrómantíkin kemur víða við í samfélaginu og endurskoðuð við- horf til heilbrigðs mannlífs spegl- ast í lifandi áhuga á hverskyns gróðri. í kjölfar síaukinnar tækni á flestum sviðum skapast þörf fyrir umhverfi, sem lifir eigin lífi, margt og langt og því er oft haldið fram að gróður hafi bein áhrif á líkamlega og andlega vellíðan okkar. Þótt vissulega megi hafa mikla ánægju af inniplöntum, af- skornum blómum og gróðurskál- aplöntum, kemur þó ekkert í staðinn fyrir garðskikann, þar sem þú ert á þínu eigin landi, kóngur í ríki þínu með plöntun- um. Fyrir utan ánægjuna af því að dútla við arfatínslu, vökvun og aðra umhirðu, er varla hægt að hugsa sér þægilegri útivist, sem gefur bæði loft í lungu og góða hreyfingu fyrir skrokkinn. Áð lokum má svo nefna það táknmál sem blóm eru í mann- legu samfélagi. Þau eru notuð þegar orð þrjóta, sem ástarjátn- ing jafnt sem hinsta kveðja, og þau fylgja okkur öllum síðasta spölinn. Enda segir spekingur- inn: Blóm tala mál sem allir skilja. i Viltu prýða garðinn þinn? Garðeigendur Vel upplýstur garöur er fagur. Nýkomin sending af Ijósum, dælum, tjörnum og styttum. Úrval af Ijósum í beð og tjarnir. í#- £ ■■ Ath. lokað þriöjudaga. VÖrUTell Svaraðísímaeftirkl. 14. Sími 5870 Heiðvangi 4, Hellu. Kvöldsímar 99-5870 - 99-5867 Fyrir tröppurnar, veröndina og svalirnar, lóðina. Útihandrið og Girðingar Notið sumarið og fullgerið húseigninga með Oregon pine handriðum Handriðin eru með innbyggðum raflögnum og lituð eftir yðar eigin vali. Konuim og mælum Gerum verðtilboð TRÉSMIÐJA ÁRMÚLI 20 - SÍMI 84630

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.