Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 9
GARÐAR OG GRÓÐUR góðum garði gæta þess að gróðursetja ekki tré mjög nálægt þeim. Yfirleitt þarf að halda jöfnum hita í leiðslunum yfir veturinn, því gróðurinn sem næst þeim er getur eyðilagst ef skyndilega er settur á hiti. Alla gróðursetningu þarf að skipuleggja frá upphafi, einkum trjágróðurinn, svo ekki þurfi að flytja síðar stór tré sem gróður- sett hafa verið fyrir gluggum, of nálægt veggjum o.s.frv. Minni plöntur og blóm er frekar hægt að prófa sig áfram með og færa til eftir því sem þær stækka og dafna. Hvað þýðir „harðger runni“ Gætið þess vel við gróðursetn- ingu hvers kyns runna og blómstrandi toppa eða kvista að skjólið skiptir oft meira máli en sólin, þótt einhver sólarbirta sé alltaf æskileg fyrir allar plöntur sem blómstra. Spyrjist vel fyrir um allar nýjar trjátegundir, hvað þýðir t.d. harðger runni? Þýðir það að hann getur staðið í norðanstrekkingi árið út og árið inn? Þolir hann særok? Eða er hann fyrst og fremst skuggþolinn og frostþolinn? Margir hafa gert mistök við gróðursetningu nýrra trjáplantna, því mjög er mismun- andi hvaða eiginleikar eru nauðsynlegir plöntunum eftir því hvort garðurinn er vel skýldur. Allt skjól er til bóta, einkum á þeim svæðum þar sem hvasst verður í norðan- og austanátt, því hitastigið í garðinum lækkar jafn- an í rokinu. Skjólveggir úr timbri eru besta lausnin þegar gera á vel við gróðurinn, en einnig getur vetrarskjól á jörðu verið nauðsynlegt. Það er t.d. mjög gott að setja mosa eða öfugt torf yfir tréð þar sem það mætir mold- inni og láta það hylja allt fram á vor. Ný tré þarf að hæla niður með gúmmíi og prikum því þau róta sig illa ef þau geta ekki verið kyrr amk. fyrsta og helst annað árið. Slík stoð er ekki til að koma í veg fyrir að tréð brotni í roki, eins og margir halda, fyrst og fremst, heldur til að halda þeim kyrrum í moldinni. Tré og runna þarf að klippa vel fyrstu árin og er nauðsynlegt að afla sér vitneskju um aðferðir og æskilegan klippingartíma hjá fag- mönnum eða af bókum. Mistök í klippingu nýrra trjáa geta verið dýrkeypt. Verjið furuna Sígræn tré þurfa yfirleitt skjól fyrir vorsólinni, sem brennir þau oftogjafnvel drepur. Sérstaklega er stafafura og sitkagreni við- kvæmt hvað þetta varðar. Best er að stinga bambusprik- um niður fyrir frost, setja svo striga á þau í febrúar og á plantan þá að vera vel varin fyrir geislum vorsólarinnar. Striginn er svo tekin af þegar engin hætta er á næturfrosti lengur. Grasflötina þarf að undirbúa vel með góðum áburði og með því að þjappa moldina vel áður en tyrft er. Reynið að kaupa þökur sem ekki er illgresi, mosi og óþrif í og þjappið þær vel þegar þær eru settar á. Dugleg vökvun fyrstu dagana flýtir fyrir að þökurnar festist. Þeir sem eru þolinmóðir verða ekki sviknir af að sá sjálfir í velslétt moldarbeð, því þannig eiga þeir að fá algerlega hreina og illgresislausa grasflöt. Matjurtagarð vilja margir hafa í skjólgóðu horni, og sannarlega hægt að hafa mikla ánægju og gagn af grænmetisræktinni. Ó- teljandi tegundir af hollu og góðu grænmeti hvetja menn til tilrauna á þessu sviði, en óvanir ættu að láta sér nægja að kaupa litlar grænmetisplöntur fyrstu árin á meðan þeir eru að ná tökum á grænmetisrækt. Ef sáð er fyrir grænmetinu þarf helst að gera það í bakka eða undir plast, nema um harðgerðar tegundir eins og hreðkur, gulrætur og rófur sé að ræða. Og kartöflur getur byrj- andi í garðrækt vel látið duga amk. fyrsta árið. Fjölærar plöntur þarf að velja með umhyggju og raða þeim nið- ur í beðin eftir litum og blómgun- artíma. Ágætt er að fylla upp í beðin, einkum fyrstu árin með fallegum sumarblómum. Við- kvæm sumarblóm, eins og t.d. dalíur þurfa gott skjól. Laukjurt- ir eru mjög vinsælar í íslenskum görðum og yfirleitt sterkar. Haustlaukar eru meðal þeirra blóma sem hvað öruggust eru hvað árangur varðar. Enginn ætti að gleyma að pota nokkrum laukum niður í haust, því haustlaukarnir eru jafnan fyrstir að blómstra að vori. Stórir steinar og möl eru oft til mikillar prýði í görðum, og fín- gerðari möl í beðum heldur arfa frá plöntunum. Steinbeð og hverskyns hleðslur geta verið mjög falleg en gleymið ekki að hafa gott rými á milli steinanna svo að plönturnar hafi nægilegt svigrúm. Plöntur sem vilja sá sér mikið út, eins og t.d. eyrarós og íslensk fjóla, fá hinsvegar hæfi- legt aðhald í þéttari steinbeðum. Fimmtudagur 5. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 SKOGRÆKTARFELAG REYKIAVIKUR FOSSVOGSBLETT/ 1S/MI40313 GRÓÐRARSTÖÐ OKKAR ER í FOSSVOGI Þar fást yfir 100 tegundir trjáa og runna, ódýrar skógarplöntur, valin garðtré, kröftugar limgerðispiöntur, rósir o.fl. allt vetrarúðað þar sem við á. Flestar tegundir fást í pottum og má því gróðursetja fram eftir sumri. Skógræktarfélagið veitir ókeypis faglega ráðgjöf um plöntuval og ræktun. Nú er líka á boðstólum „Kraftmold“ í 30 lítra pokum. Þetta er alhliða ódýr ræktunarmold sem má treysta. Efnainnihald rannsakað á RALA. Skógræktarfélagið styður þig við ræktun trjágróðurs. Gerist félagar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.