Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 05.06.1986, Blaðsíða 4
GARÐAR OG GRÓÐUR Horft yfir beðin hennar Lilju, sem upphaflega urðu til vegna þess að hún þurfti að bjarga plöntum undan vinnuvélum. Mér finnst gott að vita af blómunum mínum hjá fólki sem á lítið af peningum „Þegar ég var barn austur í Vík í Mýrdal fékk ég áhuga á blómum. Pabbi hafði gaman af að dútla í garðinum og ég var eina systkinið sem fékk þenn- an áhuga að einhverju ráði. Systir mín austur á fjörðum er að vísu líka dugleg við garö- rækt og ég sel aldrei rósir, nema ég viti að tegundin hafi haldið lífi í garðinum hjá henni. Ég er hjátrúarfull og gef alltaf fyrsta gestinum á vorin blóm. Þegar ég fæ ung hjón í heim- sókn, eða fólk sem ég sé að á ekki mikla peninga gef ég því gjarnan blóm. Mér finnst gott að vita af blómunum mínum hjá fólki, sem á lítið af pening- um.“ Þetta sagði Lilja Ólafsdóttir meðal annars, þegar við heim- sóttum hana í litla gróðurhúsið hennar og garðinn við Skjólbraut í Kópavoginum, en Lilja hefur nokkra sérstöðu meðal „garð- yrkjumanna“ sem selja plöntur. Hún er alls ólærð, by r j aði að sel j a plöntur þegar hún þurfti að láta stóran ræktaðan garð undir vinnuvélar og gat ekki hugsað sér að fleygja öllum blómunum. Og við byrjum á byrjuninni. Eyrarcs frá Græntandf „Ég flutti til Reykjavíkur ung með manninum mínum og við keyptum hér kofa á erfðafestu- Iandi 1946. Þá var hér hvorki gata né vatn. Ég hafði hænur og blóm og þótti hvorttveggja skemmti- legt. Smátt og smátt komum við upp ákaflega fallegum garði. Þá var ákveðið að taka landið nærri allt undir ný hús og allur garður- inn var eyðilagður. Ég grét þegar vinnuvélarnar tættu hann í sund- ur. Það eru 10 ár síðan, og af því að ég kom ekki öllum plöntunum fyrir í þessum garði hér við húsið, þá fór ég að selja þetta sem ég hafði hirt undan vélunum,“ segir Lilja um leið og hún sýnir okkur garðinn. Við hittum á einstakt gróðurveður, milt sólskin með smáskúrum, og Lilja gengur um vott grasið á grasflötinni og talar um blómin sín eins og lifandi fólk. „Hér á ég ýmislegt sem aðrir eiga ekki. Ég á t.d. hvíta eyrarós, en hún vex villt á Grænlandi. Ég setti hana með bleiku eyrarósinni minni og sú bleika kaffærði hina og drap að lokum. Sem betur fer átti ég meira af henni og nú passa ég að láta þær ekki saman í beð systurnar. Svo á ég risavalmúa, fylltan, og hárauðan, en uppá- haldsblómið mitt er nú samt freyjugrasið sem ég á bæði hvítt og blárautt. Það er fallegt og reist og ef það dæi frá mér, missti ég Tollar og söluskattar Eru garðyrkjumenn ekkert að amast við því að þú skulir vera að selja plöntur, ólærð manneskj- an? „Það er helst að þeim finnist ég of ódýr. En ég ræð sjálf hvað blómin mín kosta. Sumir eru á móti mér, aðrir ekki. Ég skrökva aldrei að fólki, ég segi því hvað drepst hjá því og hvað lifir. Það er fyrir mestu. Eg sel nærri ein- göngu sumarblóm og fjölær blóm, en svolítið af rósum líka. Ég flutti inn rósir sem ég pantaði, en það var svo mikið papp- írsfargan sem fylgdi því og enda- lausir tollar og söluskattar að ég hætti því. Ef ég hef heilsu ætla ég nú samt að panta inn plöntur sem lifa í Norður-Noregi og ég veit að munu lifa hér.“ Hvaða rósir ráðleggur þú fólki að kaupa sem er að byrja, í rósa- ræktinni? „Þær sterkustu, hansarósina, sem lifir allt af og síðan ef fólk vill kaupa ágrædda rós, þá er dornrósin best. Ég segi fólki líka að setja sand ofan á moldina, því sandurinn hylur frostsprungurn- ar á veturna og heldur hita á rót- unum. Og svo er að gæta þess að láta ekkert af hnúðnum standa upp úr moldinni, því hún verður að þekja vel.“ Eru ekki mikil viðbrigði að finna þennan mikla garðáhuga hjá fólki í dag hjá því sem áður var? „Jú,ég var hálfgerður sérvitr- ingur með þessar plöntur mínar á sínum tíma, en nú hafa flestir áhuga á garðrækt. Þó sér maður einstaka hús sem er draugfínt að innan, en ekkert nema illgresi í garðinum. Svoleiðis fólk skil ég ekki. Meðan ég held heilsu verð ég í garðinum með blómunum mínum á hverju sumri, en ég er nú orðin 76 ára. Ég þoli ekki að sjá blóm í hirðuleysi og garð í órækt,“ segir Lilja um leið og hún sýnir okkur kassana með öllum fjölæru jurtunum. Stórt beð af túlipönum og páskaliljum prýðir SÍiGARDENA' gerir garðinn frægan Gunnar Ásgeirsson hf. Suóurlandsbraut 16 Sími 9135200 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.