Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 10.06.1986, Blaðsíða 6
FLÓAMARKAÐURINN Áskrifendur athugið að hringja milli kl. 5 og 7 í síma 681333. Við saumum og seljum barnaföt á hagstæðu verði úr okkar efnum eða ykkar. Einnig klæðskerasaumuð, kven- og karla. Spor í rétta átt. Saumaverkstæði Hafnarstræti 21, sími 15551. Til söiu Myndavél Olympus OM4 rúmlega 1 árs gömul ásamt standard linsu, 1.8,35-75 mm. Sigma linsa, Zuiko 75-150 mm, Zuiko tvöfaldari. Selst saman eða sitt I hvoru lagi. Til greina kemur að taka Olympus OM1 myndavél upp í. Einnig til sölu nýleg Zorkí mynda- vél. Uppl. í síma 20045, eftir kl. 18. Kvenreiðhjól nýlegt óskast, 3 gíra. Uppl. í síma 10212. 16 ára strákur óskar eftir vinnu í sumar. Allt kemur til greina. Uppl. í síma 42212. Fæst gefins ísskápur og tvær þvottavélar fást gefins. Uppl. í síma 21847. Vantar þig setubaðker? Ef svo er máttu koma og sækja eitt sem við erum í vand- ræðum með. Málin eru 76x113 cm. Efnið er pottur. Uppl. í síma 15781, eftir kl. 17. Fuglabúr, án fugls Selst á 2700 kr. með fylgihlutum, þ.e. með rólu, sþeglum og fóður- stauk. Þeir sem hafa áhuga hringi í síma 50312 eftir kl. 17 virka daga. Herdís. Hansahillur óskast Átt þú hansahillur sem þú vilt láta? Þá vill ég gjarnan kaupa þær. Uppl. í síma 17807. Hjónarúm til sölu sérstaklega vandað úr furu (bæs- aðri). Mikil breidd. Selst á kr. 10-15 þús. Uþpl. í síma 76229 eftir kl. 16. Á sama stað er til sölu fyrir mjög lítið vaskur, salernisskál og baðker. Vantar tilfinnanlega bókahillu frá Bóksölu stúdenta og nettan svefnbekk. Uppl. í sima 21079. Hvíld og hressing Sérhús og einkasundlaug. Fæði eftir samkomulagi. Vinsamlega pantið tímanlega. Verið velkomin. Bláhvammur Reykjahverfi (Mý- vatnsvegur 87) 641, Húsavík sími 96-43901. Til sölu Skódi árgerð 78 skoðaður ’86 með bilaða vél. Selst ódýrt. Einnig kerruvagn, selst ódýrt. Uppl. í síma 52314. íbúð óskast Okkur vantar tveggja til þriggja herb. íbúð til leigu í síðasta lagi 1. ágúst. Öruggum mánaðar- greiðslum heitið. Erum tvö í heimili, bæði í námi. Uþpl. í síma 622514 eftir kl. 18. Óska eftir að taka íbúð á leigu í september. 1-2ja herb. helst í Vesturbæ. Uþþl. í síma 24756 eftir kl. 4 á daginn. Óska eftir ísskáp með frystihólfi. Þarf að vera lægri en 128 cm. á hæð. Uþpl. í síma 10432. Ryksuga Bráðvantar gangfæra ryksugu gef- ins. Kjörið tækifæri til að losna við gömlu ryksuguna. Ragnhildur, sími 24521 eða 686988. Til sölu 2 kojusamstæður með skrifborði og hillum úr Ijósri furu. Á sama stað 3 barstólar. Uppl. í síma 33947. Spáð í tvennskonar spil og bolla Góð reynsla og ódýrt. Alla daga í síma 75476. ísskápur til sölu í síma 84716. Selst ódýrt Rafha eldavél og tvöfaldur stál- vaskur í borði. Uppl. í síma 40117 og 21976. Kojur - hlaðrúm til sölu. Ódýrar. Uppl. í síma 611354 eftir kl. 18. Óska eftir að fá gefins sófasett og sjónvarp. Sími 21229 Salóme. íbúð og/eða herbergi óskast Ung stúlka óskar eftir að taka á leigu herbergi eða litla íbúð á leigu til 2ja mánaða frá byrjun júlí fram í býrjun september. Greiðslugeta ekki mikil en góðri umgengni heitið. Uppl. í síma 621885 eftir kl. 17. Margrét. Kajak óskast 2 manna kajak óskast, bjargvesti mega fylgja. Uppl. í síma 685108 á kvöldin. Búðardalur Til sölu hús í Búðardal með 90 fm grunnfleti í kjallara. Það er í góðu standi. Stór lóð fylgir. Ýmiskonar greiðslukjör og skipti koma til greina. Gott verð gegn góðri út- borgun. Uppl. í síma 93-4120. Okkur bráðvantar notaðan, ódýran barnavagn. Þeir sem þurfa að losa sig við einn slík- an eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 28143. íbúð óskast Einhleyp, fullorðin kona óskar eftir ibúð á leigu til lengri tíma. Uppl. i síma 13681 e. kl. 19. íbúð - mæðgur Mæðgur óska eftir að taka á leigu 4 herb. íbúð sem fyrst. Uppl. í síma 71871 á kvöldin. Sumarvinna Kennari óskast eftir sumarvinnu. Hefur tungumálakunnáttu m.a. á tölvumál og er vanur slíkum tölvum. Hafið samband í síma 30672. Til sölu eru eftirtalin húsgögn og munir, sem seljast munu ódýrt: Hjónarúm með áföstum náttborðum, með eða án dýna, hornhilla, sófaborð, dívan með viðarörmum og ef til vill fleiri húsgögn. Bílaryksuga og skíði sem fáanleg væru fyrir 300 kr. Allar nán- ari uppl. eru að fá í síma 30672. Kaupi og sel vel með farin húsgögn og húsmuni. Fornverslunin Grettisgötu 31, sími 13562. BMX hjól fyrir 8 ára óskast. Uppl. í síma 84027. Húsnæði óskast Ljósmyndari Þjóðviljans óskar eftii að taka á leigu 3ja herbergja íbúð, helst í mið- eða vesturbæ strax. Fyrirframgreiðsla. Uppl. í síma 681333 á daginn og 45580 á kvöld- in. Sigurður Mar. Útför föður okkar Jóns Ólafssonar frá Mýrarhúsum, Akranesi, verður frá Fossvogskapellu í dag, þriðjudag 10. júní kl. 15. Fyrir hönd vandamanna Bárður R. Jónsson Margrét S. Jónsdóttir FRÉTTIR Tölvumiðstöð fatlaðra Rfldð leggi til fé Rekstur Tölvumiðstöðvarfatlaðra getur ekki hafist vegnafjárskorts. Kristín Ingvarsdóttir: Ríkið tryggi rekstrarfé. Þing Sjálfsbjargar: Eitt brýnasta hagsmunamál fatlaðra. Skorum á ríkið að leggja tilfé Við getum ekki hafíð starfsemi Tölvumiðstöðvarinnar fyrr en við höfum tryggan rekstrar- styrk frá ríkinu. Það sem okkur vantar núna er starfsmaður og hann getum við ekki ráðið vegna fjárskorts, sagði Kristín Ingvars- dóttir í samtali við Þjóðviljann í gær, en hún er formaður stjórnar Tölvumiðstöðvar fatlaðra, sem stofnuð var í fyrra. Að Töluvmiðstöðinni standa helstu samtök fatlaðra í landinu. Tilgangur hennar er fyrst og fremst sá að leggja til aðstöðu þar sem tölvustýrð hjálpartæki fyrir fatlaða eru útbúin og allar upplý- singar um slík hjálpartæki fást. Engin slík miðstöð er nú star- frækt í landinu og mun það vera einsdæmi í Evrópu að fatlaðir geti hvergi fengið upplýsingar og leiðbeiningar um val tölvustýrðra hjálpartækja, sem veita fötluðum tækifæri til mun virkari þátttöku í atvinnulífi og tómstundalífi en ella. Tölvumiðstöð eins og þarna er rætt um gæti skipt sköpum og rofið einangrun margra fatlaðra einstaklinga. 23. þing Sjálfsbjargar sam- þykkti áskorun til ríkisstjórnar- innar um að veita nú þegar nauð- synlegt fjármagn til þess að hægt verði að hefja starfsemi Tölvum- iðstöðvarinnar sem allra fyrst, enda sé það eitt brýnasta hagsmunamál fatlaðra. Styrkt- arfélag lamaðra og fatlaðra hefur boðist til að leggja til húsnæði, en þar til ríkisvaldið tekur við sér hefst þar engin starfsemi. —gg Hluti útskriftarnemenda. Þórir Ólafsson, skólameistari, lengst til hægri. Akranes Fjölbraut slitið Þreifingar um að Fjölbrautaskóli Akraness verði Fjölbrautaskóli Vesturlands nemendur voru braut- skráðir frá Fjölbrauta- skóla Akraness í lok maí. 54 nem- endur luku prófum frá fram- haldsskólanum og 114 nemendur grunnskólaprófí. Tuttugu nem- endur luku stúdentsprófí, 26 burtfararprófum af tæknisviði, 5 luku verslunarprófi og þrír nem- endur luku tveggja ára aðfarar- námsbrautum. Bestum árangri á stúdentsprófi náði Bjarni Jónsson, stúdent af málabraut. Alls hlutu 13 nem- endur viðurkenningu fyrir góðan námsárangur. Listaklúbbur skólans fékk sérstaka viðurkenningu fyrir uppfærslu sína á Kitlum, leikriti Steinunnar Jóhannesdóttur. Undanfarna vetur hefur nem- endum í 9. bekk grunnskólans, sem hefur verið undir stjórn Fjöl- brautaskólans, gefist kostur á að hefja framhaldsnám í kjarna- greinum á vorönn, hafi þeir náð tilsettum árangri á haustönn. í ræðu Þóris Ölafssonar, skóla- meistara, kom fram að þetta hafi gefist vel og það hafi staðfest að hluti grunnskólanemenda geti uppfyllt námskröfur grunn- skólans fyrr en við lok 9. bekkjar. Bæjarstjórn Akraness hefur nú samþykkt að ganga til samkomu- lags við önnur sveitarfélög á Vesturlandi um rekstur sam- eiginlegs framhaldsskóla, Fjöl- brautaskóla Vesturlands. Alls stunduðu 540 nemendur reglulegt framhaldsnám við skólann sl. skólaár, 89 nemendur sóttu öldungadeild og 114 stund- uðu nám í 9. bekk. —Saf Sjónvarpið ísfilm fyrir valinu Sér um kvikmyndun á Elíasi og erninum Sjónvarpið hefur ákveðið að taka tilboði frá Isfílm hf. um upp- tökur á barnakvikmynd sem mun heita Elías og örninn. Kvikmyndin er ætluð yngstu börnunum og verður framlag ís- lenska sjónvarpsins til samnor- ræns myndaflokks, þar sem hver mynd er sjálfstætt verk. Höfundur sögunnar er Guðrún Helga Sederholm. Þórhallur Sig- urðsson verður leikstjóri. Níu tilboð bárust í kvikmynd- ina, bæði frá fyrirtækjum og ein- staklingum, en ísfilm hreppir sem sagt hnossið.. - gg Hvammstangi Vertshús opnað Nýtt og glœsilegt hótel hefur verið opnað ann 1. maí sl. var opnað nýtt hótel á Hvammstanga. Eigendur eru Kaupfélag Vestur- Húnvctninga, Hvammstanga- hreppur, Ölafur H. Stefánsson, Þórhallur Jónsson, Ólafur Jak- obsson og Ingvar H. Jakobsson, sem einnig er yfírkokkur og hótel- stjóri. Ekki hefur verið starfandi hót- el á Hvammstanga í áratugi eða frá tímum vertshúsanna. Hinir nýju hótelhaldarar vilja halda uppi merki þeirra er hér stóðu í veitingarekstri á árum áður, m.a. hafa þeir nefnt fyrirtækið Verts- hús og hótelstjórinn er í daglegu tali nefndur Ingvar Vert. Vertshúsið er 340 fm, timbur- einingahús á einni hæð. Gistiher- bergi eru sex 2ja manna, sem öll eru búin nýtísku húsbúnaði og á hverju herbergi er bað. Veitinga- salurinn sem er mjög glæsilegur tekur 60 manns í gæti, einnig er í húsinu fundasalur fyrir 30-40 manns. Vertshúsið býður upp á- ýmsa aðra þjónustu fyrir ferða- menn, t.d. svefnpokapláss, hestaleigu, sölu veiðileyfa og fl. Með tilkomu Vertshússins er Hvammstangi mjög vel í stakk búinn að taka á móti ferða- mönnum þar sem sveitarfélagið hefur nýlega komið upp mjög góðu tjaldstæði í Kirkjuhvammi og byggt glæsilega sundlaug. Auk þess býður staðurinn upp á alla almenna þjónustu fyrir ferða- menn. - ERE/Hvammstanga 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.