Þjóðviljinn - 11.06.1986, Qupperneq 1

Þjóðviljinn - 11.06.1986, Qupperneq 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA MENNING HEIMURINN ÍÞRÓTTIR Framarar skutust uppí þriðja sæti 1. deildarinnar í knattspyrnu í gærkvöldi með því að sigra Breiðablik 1-0 á Kópavogsvellinum. Blikarnir eru hinsvegar í þriðja neðsta sæti eftir tapið. Þór vann ÍBV 4-3 í hörkufjörugum leik á Akureyri. Á mynd Ara sækir Guðmundur Steinsson landsliðsmaður úr Fram að tveimur varnar- mönnum Breiðabliks. ,, . . , , TC Sja iþrottir bls. 15 Fjárlagagerðin Vandiim er mikill Dalvík Nýsköpun fædd Á Dalvík hefur tekist meirihlut- asamstarf milli Alþýðubanda- lagsins og lista Sjálfstæðismanna og óhá'öra. Framsóknarflokkur- inn var áður enn í meirihluta með (jóra bæjarstjórnarfulltrúa, en tapaði tveimur fulltrúum í kosn- ingunum nú, einum til Alþýðu- bandalags og einum til Sjálfstæð- ismanna og óháðra. Að sögn Svanfríðar Jónasdótt- ur, efsta manns Alþýðubanda- lagsins á Dalvík, lá ljóst fyrir eftir kosningar, að bæjarbúar vildu gefa Framsókn frí það kjörtíma- bil sem nú fer í hönd. Aðal kosningamálið í nýaf- stöðnum kosningum voru tengsl- in milli Framsóknarflokksins og KEA. Eitt af því sem nýi meiri- hlutinn þarf að fást við er að endurskoða samstarf bæjarins og KEA. Alþýðubandalagið er með tvo menn í hinum nýja meirihluta en listi Sjálfstæðismanna og óháðra þrjá. Verður auglýst eftir bæjar- stjóra. Flokkarnir rnunu svo skiptast árlega á um að hafa sinn mann sem forseta bæjarstjórnar og formann bæjarráðs. Að lík- indum verður Alþýðubandalagið nteð formann bæjarráðs þetta árið en Sjálfstæðisflokkurinn forseta bæjarstjórnar. -Sáf Ragna Ólafsdóttir: Ómetanlegt aö finna allan þann stuðning sem ég fékk. Ljósm. E.ÓI. Melaskóli Ragnasett í stöðuna Menntamálaráðherra setti í gærmorgun Rögnu Ólafsdóttur í stöðu yflrkennara við Melaskóla. Aður en ráðherra tók málið til afgreiðslu hafði hinn umsækj- andinn um stöðuna, Jón Sigurðs- son, dregið umsókn sína til baka. „Ég er mjög ánægð nteð úrslit þessa máls,“ sagði Ragna Ólafs- dóttir í samtali við Þjóðviljann í gær. „Þetta hefur verið mjög erf- iður tími. jafnvel þótt maður hafi haft réttlætið sín megin." Ragna sagði að það hefði tekið talsverðan toll af sér að ganga í gegnum þá lífsreynslu að vera hafnað af Fræðsluráði vegna pó- litískra skoðana sinna og þurfa síðan að sitja undir ýmsurn æru- meiðandi ummælum. Hún sagði að það hefði verið ómetanlegur styrkur að finna allan þann stuðn- ing sem henni var sýndur meðan máli gekk yfir. „Ég vona bara,“ sagði Ragna, „að þetta mál hafi kennt þeim í Fræðsluráði einhverja lexíu og svona atvinnuofsóknir verði ekki á dagskrá næsta kjörtímabil." -g.sv. SteingrímurHermannssonforsœtisráðherra: Vandinn ermikill en hann hefur verið það oft áður. Það sem ríkissjóður lagði til kjarasamninganna í vetur liggur nú á honum meðfullum þunga. Útilokað að ná fram hallalausum fjárlögum að þessu sinni Því er ekki að neita að það sem ríkissjóður lagði til kjara- samninganna í vetur liggur með fullum þunga á ríkissjóði á næsta ári. Það er einnig ljóst að við náum ekki hallalausum fjár- lögum á næsta ári, það er óraun- hæft að ætla það. Þess vegna stöndum við frammi fyrir vanda varðandi gerð tjárlaga. En hvort sá vandi er meiri en nokkru sinni áður skal ég ekki segja um, hann hefur vissulega verið mikill á stundum, sagði Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra í samtali við Þjóðviljann í gær. Hann var spurður um þá full- yrðingu sem eftir honum hefur verið höfð að skatthækkun sé óhjákvæmileg, ef halda á uppi sama þjónustustigi og hingað til. Steingrímur sagði að ríkisstjórnin myndi ekki boða skattahækkun í haust. Hitt væri alveg ljóst að auka þyrfti tekjur ríkissjóðs ef halda á uppi þessu þjónustustigi. Hann benti á í þessu sambandi að nefnd sem skilaði áliti um skatt- svik hefði bent á að 3 miljarðar færu framhjá skattheimtu hér ár- lega. Hann sagðist myndi leggja alla áherslu á að bæta skattainn- heimtuna í fyrstu atrennu. Þá benti Steingrímur á að þær byrðar sem ríkissjóður hefði tekið á sig við kjarasamningana væru það miklar að það yrði að dreifa þeim á tvö til þrjú ár, það væri útilokað að ætla að leysa þær á einu ári. Varðandi skuld ríkissjóðs við Seðlabankann um 7 miljarða sagði Steingrímur að sú skuld væri sveiflukennd og sjálfsagt há nú en myndi lækka þegar á árið liði, en það tæki sinn tíma að ná henni niður. -S.dór Hafskipsmálið Aukist að umfangi Hallvarður Eirtvarðsson rannsóknarlögreglustjóri: Málið hefuraukist að umfangifráþvírannsóknin hófst. Akvörðun tekin ídag um hvort óskað verður eftir áframhaldandi gœsluvarðhaldiþeirra tveggja sem enn eru í gœslu Bretland Sapuopera í Buckingham Lundúnum - Það sem fólk vill sjá eru frásagnir í Dynasty stíl, þar sem kafað er ofan í einkalíflð. Það er ekki félagsfræðingur sem hér er vitnað í heldur Philip prins, eiginmaður Bretadrottn- ingar sem sakar breskan almenn- ing um að vilja aðeins frétta af hneykslismálum í stíl við sápuóp- eruna margfrægu innan konungs- fjölskyldunnar. „Fólk vill bara heyra æsi- og hneykslissögur af okkur,“ segir prinsinn í viðtali við enskt kvennablað og er sár. egar rannsóknarlögreglan tók við rannsókn Hafskipsmáls- ins sagði rannsóknarlögreglu- stjóri, Hallvarður Einvarðsson að umfang málsins væri mjög mikið. Hann var spurður að því í gær hvort rannsóknin hefði leitt til aukins umfangs málsins og kvað hann svo vera. Hallvarður sagði að gæsluvarð- hald þeirra Ragnars Kjartans- sonar og Björgólfs Guðmunds- sonar rynni út í dag og yrði tekin um það ákvörðun um miðjan dag hvort óskað yrði eftir framleng- ingu. Páli Braga Kristjónssyni var sleppt úr haldi sl. sunnudag og Helga Magnússyni í fyrradag og sitja þá Ragnar og Björgólfur tveir eftir af þeim sex sem hand- teknir voru í upphafi. Þá sagði rannsóknarlögreglu- stjóri að yfirheyrslur yfir öðrum en þeim sem handteknir voru hefðu verið í gangi allan tímann og þeim væri hvergi lokið. -S.dór

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.