Þjóðviljinn - 11.06.1986, Side 7
Umsjón:
Páll
Valsson
Listahátíð
Tónlistin er tungumál
Guðni Franzson og Ulrika Davidson ræða um íslenska nútímatónlist
sem þau spila í Norræna húsinu í kvöld
Guðni og Ulrika að æfa Sporðdrekadans eftir Kjartan Ólafsson sem hér er helst þekktur fyrir La líf. (Mynd. Sig.)
Listahátíð þjónarekki einung-
is því hlutverki að kynnafyrir
okkur íslendingum listirann-
arra þjóða og það sem hlotið
hefur viðurkenningu sem
mikil list. Hún á líka að kynna
okkar eigin list og þau umbrot
sem þar eiga sér stað. Því
hljóta tónleikar Guðna Franz-
sonar klarinettleikara og Ul-
riku Davidson píanóleikara í
kvöld að teljasttil merkratíð-
inda í tónlistarlífinu, að þau
munuflytja7verk eftir
jafnmörg af okkar yngstu tón-
skáldum. Og ekki dregur það
úrað margsinnishefurverið
bent á aö í músik okkar yngstu
tónskálda sé mikla nýsköpun
að finna og margt merkt að
gerast.
Tónskáldin sem þau flytja verk
eftir eru: Hákon Leifsson, Kjart-
an Ólafsson, Hróðmar Ingi Sigur-
björnsson, Haukur Tómasson,
Lárus Halldór Grímsson, Hilmar
Þórðarson og Guðni sjálfur. Þau
Guðni og Ulrika voru spurð útí
aðdraganda þessara tónleika.
Guðni: „Eg fékk þessa hug-
mynd einhvern tíma, að gaman
væri að búa til svona tónleika.
Sum þessara verka voru þá þegar
til og ég talaði við nokkur tón-
skáld til viðbótar, sem öll voru
reiðubúin til þess að semja verk
fyrir klarinett og píanó. Þannig
var nú byrjunin. Síðan kom
Listahátíð inn í þetta og sam-
þykkti að hafa þessa tónleika
undir sínum hatti, en pró-
grammið, efnisskráin lá þá alveg
fyrir og tónleikarnir mótaðir.
Við höfum unnið að þessum
tónleikum meira eða minna síðan
í janúar, svona í skorpum. Við
Ulrika vorum í sama skóla í Am-
sterdam og höfum áður starfað
saman, þannig að þetta gekk allt
vel og fjögur tónskáldanna eru
líka í Amsterdam og við höfum
unnið þetta með þeim. Þeir hafa
breytt verkunum ef eitthvað hef-
ur komið illa út og þannig prófað
sig áfram. Þetta hefur sem sagt
verið unnið í náinni samvinnu við
tónskáldin."
Má greina einhver líkindi með
verkunum, - eitthvað sem bendir
til ungra íslenskra tónskálda á of-
anverðri tuttugustu öld?
UIrika:„Ég get ekki heyrt á
músíkinni að hún sé íslensk. Það
eru engin þjóðerniseinkenni á
henni, engin sterk tengsl við ís-
lenska alþýðutónlist til dæmis.
Nútímamúsíkin virðist yfirleitt
fylgja öðrum línum. Mín tilfinn-
ing gagnvart þessum verkum er
að þarna eru góð tónskáld á ferð-
inni sem vinna mjög heiðarlega
að sinni tónlist."
Guðni: „Þessi verk eru ákaf-
lega ólík og hafa öll sín sérkenni.
Þetta eru persónuleg verk, en
sameiginlega þeim er kannski
hægt að tala um vissa ákefð. Það
eru sterkar tilfinningar í þessum
tónsmíðum, því veldur kannski
æskan. Menn eru að brjótast út
og sanna sig, sýna að þeir geti
þetta. En það er erfitt að setja
verkin í einhverja kategóríu. Þau
eiga sameiginlegt að vera skrifuð
erlendis undir áhrifum ýmissa út-
víkkunarstrauma, en bakgrunn-
urinn og hugmyndirnar eru ís-
lenskar."
- En má draga einhverjar
ályktanir, að loknum þessum tón-
leikum, um íslenska nútímamús-
ík, hvert hún stefni ogþess háttar?
Guðni: „Allt eru þetta auðvit-
að ungir menn sem hafa ekki al-
veg fundið sinn grundvöll, nema
kannski Lárus sem er elstur. í
eðli sínu er nútímatónlistin al-
þjóðleg, en samt eru ákveðin
áhrif frá íslandi, hugsunarháttur-
inn er þannig. Að spila er líkt og
að tala. Tónlistinni svipar til
tungumálsins á vissan hátt, og er
undir áhrifum frá því. Ég nefni
verk Hauks Tómassonar; það er
mjög íslenskt. En ef við lítum til
dæmis á verk Hilmars Þórðar-
sonar, sem er orðið þriggja ára
gamalt, þá sést af því að ákveðin
breyting hefur orðið á þeim stutta
tíma sem síðan er liðinn. Það
verk er alveg á útopnu, það er
þrungið af reiði og þvílíkri ákefð
að það verður að vera síðast á
efnisskránni, annað kemur ekki
til greina. Þetta lá í tímanum, en
þetta tímabil algerrar opnunar er
liðið.“
- En hvernig er að semja verk
fyrir sjálfan sig? Ert þú að kanna
möguleika klarinettsins... ?
Guðni: „Nei, það má segja að
ég fari alveg í hina áttina. Þetta
verk mitt er meira samið fyrir
prógrammið. Ég samdi það eftir
að ég hafði fengið öll hin verkin,
mér fannst að það vantaði svona
verk inní dagskrána. Þetta er lítið
og einfalt verk, hljóðlátt og alls
engin tæknififf."
- Eins ogfram kemur hérna þá
streyma ung tónskáld til náms í
Amsterdam. Er ekki ákveðin
hætta fólgin í því að blómi ís-
lenskra tónsmiða lœri allur ísama
landi, sömu borg og kannski hjá
sama fólki?
Guðni: „Það má kannski segja
að það feli í sér vissar hættur. En
eins og þessi verk leiða í ljós, þá
eru tónskáldin að vinna með
mjög ólíkar hugmyndir. Þannig
að ég hef engar áhyggjur af því að
þetta leiði til einhæfni, alls ekki.
Við höfum haft styrk hvert af
öðru í Amsterdam, og getað gert
ýmsa hluti í sameiningu sem ekki
hefði verið hægt værirðu einn,
haldið tónleika og þess háttar. I
Holland er líka gott land og sér-
lega opið fyrir nýjungum. Annars
er ég alkominn þaðan. Þetta er
búinn að vera góður tími, en ég
vil ekki ílengjast þarna, heldur
freista gæfunnar annars staðar.“
- Hvað tekur svo við?
Ulrika: „Við ætlum að reyna
að spila þessa dagskrá víðar, að
minnsta kosti í mínu heimalandi,
Svíþjóð og vonandi á fleiri stöð-
um í Evrópu. Fyrst búið er að
setja saman svona dagskrá með
verkum ungra íslenskra tón-
skálda þá hljótum við að vinna að
því að fara með það eins víða og
hægt er.“
- Og á þessum miklu landkynn-
ingartímum er ekki úr vegi að
benda útflutningsaðilum fs-
ienskrar menningar á dagskrána í
Norræna húsinu í kvöld. -pv
Ungur
Ijóðasöngur
Thomas Lander: Tilgerðarlai's inn-
lifun og kunnátta.
Fátt er jafn yndislegt og Ijóða-
söngur, þ.e.a.s. sé hann
framinn af tilgerðarlausri inn-
lifunog kunnáttu.
Hvorttveggja hefur kornungur
Svíi, Thomas Lander, sem kom
fram á Listahátíðartónleikum í
Gamla bíói s.I. laugardag til að
bera. Hann er baritón af léttara
tagi, aðeins 25 ára og stundar víst
enn nám við sinn góða skóla
austur í Stokkhólmi. Og vissuleg
er rödd hans langt frá að vera
fullþroskuð, það eru þó nokkur
ár í það. Én Lander hefur þá
sjaldgæfu lýrísku innlifunargáfu
sem er undirstaða alls ljóðasöngs
sem máli skiptir. Og kunnátta
hans í raddbeitingu og músíköl-
skum blæbrigðum, er með ólík-
indum. Enda náði hann að töfra
troðfullan salinn, bæði í löngum
Schumannbálki, lögum eftir
Fauré, Richard Strauss og ekki
síst ítalann Ottorino Respighi.
Samt á drengurinn að hafa verið
með flensu. Ég tek nú ekkert
mark á því.
Undir- eða öllu heldur með-
leikari var sá frægi Jan Eyron, og
eru held ég fáir honurn jafnsnjall-
ir í píanóspili við ljóðasöng. Það
er alveg sérstök kúnst sem ekki
verður stunduð í hjáverkum.
LÞ
Miðvikudagur 11. júnf 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7