Þjóðviljinn - 11.06.1986, Side 8
MENNING
Kungliga Dramatiska Teatern
sýnir
FRÖKEN JÚLÍU
eftir August Strindberg
Leikstjórn: Ingmar Bergman
Leikmynd: Gunilla Palmstierna-
Weiss
Listahátíö á skiliö heiöur og
þakkir fyrir aö gefa okkur kost
á aö sjá sýningu frá hendi eins
af örfáum óumdeilanlegum
meisturum heimsins á sviöi
leikstjórnar. Áreiðanlega
komu allir í leikhúsið fylltir
glæstum vonum um stórfeng-
lega list. Stundum veröa
menn fyrir áfalli þegar vona-
boginn erspennturfullhátt, en
þaö geröist sannarlega ekki í
þetta skipti því aö hér er á
ferðinni stórkostlega vönduö
og djúphugsuð sýning.
Fröken Júlía er magnþrungið
verk þar sem kyn, stéttir og á-
stríður takast á í grimmilegum
hildarleik sem lyktar með dauða.
Leikritið býr yfir miklum víddum
og þess vegna margs kyns mögu-
leikum til túlkunar. Bergman
virðist leggja höfuðáherslu á
stéttaátökin og nákvæma
greiningu þeirra hlutverka sem
Júlía og Jean bregða sér í og eru
Leikstjórinn klappaður upp á svið í miklu uppklappi og hylltur ásamt frábærum aöalleikurum Dramaten hópsins í Fröken Júlíu sem hér eru á myndinni með
meistaranum. (mynd Ari.)
Leiklist
Fröken Júlía
sífellt að skipta um. Þetta er mjög
sundurgreinandi sýning, unnin af
mikilli hugsun, en sneiðir fremur
hjá því að sleppa ástríðum verks-
ins lausum. Júlía þessarar sýning-
ar er ekki ástríðuþrungin, tilfinn-
ingasterk kona, heldur miklu
fremur eins og óþekkur og dynt-
ótturkrakki. Fínlegtúlkun Marie
Göranzon á þessari Júlíu náði há-
marki í atriðinu þegar hún reynir
að telja Kristínu á að fara með
þeim Jean til Sviss og útlistar
hvernig allt muni verða af barns-
legum ákafa, spennir sig upp í
hugaróra en hrapar svo skyndi-
lega niður á jörðina aftur - stór-
fengleg leiklist það.
Allar hliðar hins flókna per-
sónuleika þjónsins Jean koma
sterkt fram í túlkun Peters Stor-
mare. Þessi leikari hefur frábæra
tækni í hreyfingum og framsögn,
agaða og nákvæma. Með þvi einu
að drekka úr vínglasi í upphafi
sýningar sýnir hann okkur djúpt
inn í persónuna, lágstéttarmann-
inn sem kann alla siði yfirstéttar-
innar og þráin að hefjast upp til
hennar en er dæmdur til að vera
fátæk undirlægja vegna uppruna
síns og þjónslundar. Það er stór-
fengleg stund þegar greifinn
hringir bjöllunni og Jean breytist
á svipstundu úr yfirdrottnara Júl-
íu í auðmjúkan þjón föður henn-
ar. Þessar áherslur í leiknum
verða til þess að Jean verður
sterkari og meira áberandi per-
sóna í sýningunni - oftast er það
Listahátíð
Brubeck í eftirrétt
Kvartett Dave Brubeck í Broadway 8. júní
Dave Brubeck í sveiflu og brosir-
þrátt fyrir smjatt, hnífaglamur og
hamagang í salnum. (mynd Ari)
Þegar kvartettinn gekk á svið-
ið í Broadway og hljóm-
sveitarstjórinn brosti framan í
áheyrendurog myndavélar
var óhjákvæmilegt aö minn-
ast orða Paul Desmond, sem
ekki var alltaf jafn glaðsinna
og félaga hans; Nobody can
be that happy. Hvort sem þaö
er nú rétt eða ekki var mikil
kæti ríkjandi jafnt á sviöi sem í
sal.
Fyrsta lagið var St. Louis blues
og kom öllum í gott skap, enda
gamalt stuðnúmer. Það var
snemma ljóst að ryþminn í band-
inu hafði heldur betur breyst frá
því í gamla daga, sá ágæti raf-
bassaleikari Chris Brubeck spil-
aði langt í frá venjulegt dúmp-
dúmp; hann lék frjálslega, stund-
um skreytt two-beat og rokkaður
þar sem það átti við. Trommu-
leikarinn Randy Jones mun hafa
verið í stórsveit Maynards Fergu-
son og mátti stundum heyra það-
hann keyrði vel áfram, en hefði
kannski einstaka sinnum mátt
draga meira niður í trommunum.
Eftir ágæta útgáfu á Yesterdays
var tekið upp léttara hjal og
skroppið suður fyrir landamærin
til Mexíkó og byrjað að spila þar-
lenda dansmúsík. Sem er reyndar
mjög skemmtileg og væri hljóm-
sveitin örugglega vel samkeppn-
ishæf á torgunum í Vera Cruz.
Síðustu tvo lög fyrir hlé voru svo
SA blús og Blue Rondo í %. í
flautusólói sínu í blúsnum hafði
Robert Milatello það af að nota
TÓMAS A PP® .
EINARSSON ^ r f
öll trikkin sem því hljóðfærin eru
tengd og gladdi það að vonum
tónleikagesti. Hann spilað svo
með Paul Desmond tóninum
laglínuna í Blue Rondo (á altó-
saxófón að sjálfsögðu), en fjarl-
ægðist fyrirmyndina í sólóinu,
bæði hvað tón og innihald varð-
aði.
Hamagangur
og hljómsull
Á síðari hluta tónleikanna spil-
aði Brubeck að mestu eigin lög,
flest gamalkunnug. Reyndar var
the Duke orðin að n.k. syrpu,
sóló voru leikin yfir venjulegan
blúsgang og Don’t get around
much anymore spilað í lokin.
Hljómagangurinn í The Duke
hefur komið út svita á mörgum
djassmanninum þar sem skipt er
um tóntegund í því sem næst
hverjum takti, en í blúsnum
halda menn sig yfirleitt við eina.
Ekki varð þessi hagræðing þó til
þess að Brubeck eldri færi að
spinna langar hægrihandarlínur í
bláum lit, þegar frá eru talin
nokkur likk úr klisjubankanum.
Eins og flest sóló hans var þetta
fremur grautarlegt hljómasull,
skreytt með póliryþmískum
látum sem ekki voru í rökrænu
framhaldi af því sem áður hafði
komið, heldur virtust þjóna þeim
tilgangi einum að koma af stað
hamagangi sem sumir áheyrend-
ur halda að sé eitt birtingarform
geníalítets. Meiri músík var í
Framhald á bls. 12
hins vegar á hinn veginn.
Gerthi Kulle var frábær í'hfut-
verki Kristínar, hinnar jarð-
bundnu almúgakonu. Leikstjórn
og leikur fóru saman á frábæran
hátt þegar persóna hennar er af-
hjúpuð og skýrð með því að hún
þvær sér að loknum vinnudegi. í
þessu þögla atriði fékk maður
með einhverjum illskiljanlegum
hætti fullkomna innsýn í persón-
una. Og skilur hana því til fulls
þegar hún birtist undir lokin
svartklædd með sálmabók á leið
til kirkju - fulltrúi siðavendni,
skynsemi og þjóðfélagsvenju
gagnvart þeim rugluðu - Jean og
Júlíu.
Meðan að Júlía og Jean eru að
sofa saman kemur inn í verkið
þögult millispil þegar fólkið sem
er að dansa jónsmessudansinn
kemur inn í eldhúsið. Ég hygg að
venjan sé að þessu fylgi aílmikil
gleði. En Bergman notar þetta
atriði til þess að sýna dapurleika
og bágindi þessa fólks. Það kem-
ur inn langdrukkið, sest við borð-
ið og gerir máttlausa tilraun til að
syngja, til að sýna af sér kæti, en
lyppast niður og hengslast burt.
Þetta atriði var kannski það sem
hreif mig mest frá hendi Berg-
mans.
Umgerð sýningarinnar er nat-
úralísk út í hörgul og geysilega
fallega unnin af Gunillu
Palmstierna-Weiss. Lýsingin er
einhver sú nákvæmasta og mark-
vissasta sem ég hef séð, ljósa-
skiptingar eftir því hve áliðið er
nætur og morguns notaðar til að
undirstrika mjög sterkt breyting-
ar á hugarástandi persónanna.
Það hafa áreiðanlega oft verið
settar upp sýningar á Fröken Júl-
íu sem orkað hafa sterkar á til-
finningar áhorfenda en þessi sýn-
ing gerir, en ég er nokkurn veg-
inn viss um að engin uppsetningá
verkinu hefur orkað eins sterkt á
hugsun áhorfandans og þessi ger-
ir.
8 SÍÐA - ÞJOÐVILJINN