Þjóðviljinn - 11.06.1986, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 11.06.1986, Qupperneq 9
KristjánJóhannssonáæfingumeðSinfóníunniumdaginn:ÓtrúlegagóðursegirLeifurÞórarinsson i umsögn sinni. (mynd sig.) Er þanþolið óendanlegt? Kristján Jóhannsson á óperutónleikum með Sinfóníu- hljómsveit Islands undir stjórn J.P. Jacquillat. Hvort það voru góð býtti að fá Kristján okkar Jóhannsson í stað- inn fyrir Paata Burchuladze á óp- erutónleika með sinfóníunni um daginn, veit ég ekkert um. Það er varla að maður hafi heyrt þennan heimsfræga bassa frá Georgíu nefndan fyrr og aldrei hef ég heyrt í honum svo ég muni. En Kristján var góður. Já reyndar ótrúlegur á köflum. Ég nenni ekkert að vera að dást að því hvað hann hljóp örugglega í skarðið og það án teljandi fyrir- vara. Slíkt er daglegt brauð hjá alþjóðlegum kúnstnerum af þessu tagi, og Kristján hefur gert svona lagað oft áður erlendis. En hvflíkur söngur, maður minn. Ég leyfi mér raunar að efast um að telja megi nema á fingrum ann- arrar handar tenóra sem gætu leikið þetta eftir. Kristján söng ekki aðeins stór- aríur úr nokkrum mögnuðustu óperum 19du aldarinnar, hann var fullkomlega í hlutverkunum, rétt eins og hann væri staddur á óperusviðinu í miðri sýningu, en ekki á „sveitamannakonsert“ í kjól og hvítt. Að vera vesalings Don José í byrjun og láta mann finna fyrir allri „tragídómedí- unni“ í þeirri voluðu persónu, og svo hetjan Radamesskömmu síð- ar, í allri sinni sigurdýrð með hina himnesku Aidu rétt við rúm- stokkinn og allan harmleikinn framundan, ja hvílíkt ógnat ferðalag í einum mannsbarka. Barka? Kristján syngur ekki bara með röddinni, tækninni, sem er alltaf að vaxa. Hann syngur fyrst og fremst með hjartanu, gefur allar sínar tilfinningar hverju sinni og stundum svo að manni er um og ó. Er þanþolið óendan- legt? Er ekki gjafmildi af þessu tagi hættuleg jafnvel bæði þeim sem gefur og þiggur? Það er að- eins eitt við þessu að segja, að innistæðan virðist vera tak- markalaus. En fyrir stóran lista- mann eins og Kristján Jóhanns- son leynast hættur við hvert fót- mál og þess vegna skulum við öll biðja vel og vandlega fyrir piltin- um, því hann er eitt það dýrmæt- asta sem við eigum í þessu landi. Það er að segja ef við þá eigum nokkuð í honum lengur. LÞ Nýmúsík á Kjarvalsstöðum Eins og allir sem koma fram á Listahátíð eru tónlistarmennirnir í The New Music Consort, sem komu fram á Kjarvalsstöðum s.l. laugardag, alveg áreiðanlega heimsfrægir og snillingar á sínu sviði. Hópurinn er frá Bandaríkj- unum og telur víst um 20 manns, en hér voru að vísu aðeins komnir fjórir þeirra og allir ásláttar- menn, perkusjónistar. The New Music Consort hefur eins og nafnið bendir tvírætt til sérhæft sig i 20stu aldar tónlist og voru verkin á efnisskránni, að frátaldri sónötu Bartóks fyrir tvö píanó og slagverk, því nokkuð ný af nál- inni. Ekki skaðaði það aðsókn- ina, öll sæti í vestursalnum voru setinn (sum tvísetin) og hitinn af ljósunum í loftinu og manngrúan- um því óskaplegur. Var stundum erfitt að vera kjur, en þar sem ég kom seint eins og venjulega, rétt náði ég í stól aftast í salnum og gat því nokkrum sinnum laumast um bakdyrnar að kæla mig. Annars veit ég ekki hvernig hefði farið. Ekki var nú allt jafn spennandi eða áheyrilegt sem parna var spil- að og eiginlega ekkert varið í neitt nema Bartók, þó margt sé fallegt í uppátækjum John Cage og Elliott Carter sé alltaf býsna gáfulegur á svipinn, en þessir voru fi lltrúar þeirra fyrir vestan. Helfró eftir Áskel Másson hef- ur oft heyrst áður, gott ef það er ekki til á plötu, og þar er margt sniðugt, en eins og eitthvað vanti í heildarhugsunina. Nei, þetta er ekki rétt: Það er eitthvert tilfinn- ingaleysi í þessu hjá Áskatli sem fer í taugarnar á mér og ég um það. „Or a tolling Bell“ eins og tónverk Guðmundar Hafsteins- sonar heitir uppá amerísku, er að mínu mati býsna vel samið og vandlega, en afar venj ubundið og minnir á margt sem menn voru að fást við í Njúmúsíkinni í Njújork fyrir sosum 25 árum. En þetta var alltsaman afar geðugt og hljóm- aði þó stundum skrýtilega ofan úr þessu makalausa lofti hans Hannesar okkar, já eiginlega bráðskemmtilega. Skyldi Hannes hafa haft svona músík í huga þeg- ar hann teiknaði þetta? Gísli Magnússon og Halldór Haraldsson léku með amerík- önunum í Sónötu Bartóks, og þeir gerðu það vissulega snilldar- lega eins og þeirra var von og vísa, en hins vegar hefðu kanarn- ir mátt leggja meira upp úr mús- íkölskum samleik í staðinn fyrir að berja svo harkalega í „dótið“ sitt á stundum, að lá við að Bart- ók og píanóin tvö köfnuðu í gauragangi. En eftir sem ég best veit sluppu allir ómeiddir úr þessu og það er auðvitað fyrir mestu. LÞ Enskt brúðuleikhús Alls konar fólk rekur hingað á fjörur. í Listahátíð miðri kom hingað eins manns brúðuleikhús frá Englandi og hafði tvær sýn- ingar í húsakynnum Leikbrúðu- lands við Fríkirkjuveg. Fáir virt- ust hafa tekið eftir því að maður- inn væri á ferðinni og var býsna þunnskipað lið á sýningunum. Maðurinn heitir Pau Hansard og ferðast um einn með þetta SVERRIR HÓLMARSSON handbrúðuleikhús sitt. Hann er býsna laginn við brúðustjórn en hans sterka hlið er raddbeiting, enda er maðurinn lærður og reyndur sviðsleikari. Hann lék raddir persónanna allar til skiptis og brá sér í margra kvikinda hljóðlíki. Sagan sem hann var að segja, og hann hefur sjálfur samið, var um Sherlock Snoop og vin hans dr. Whatsup. Hún var svona heldur í þynnra lagi en mátti samt vel hafa nokkurt gaman af henni. Hins vegar var maðurinn greini- lega ekki á réttum stað og tíma, en vel hefði mátt hugsa sér að hann hefði gert lukku með þessa sýningu í skólum - og hefði þá mátt tengja hana enskukennslu. Sverrir Hólmarsson. ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 9.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.