Þjóðviljinn - 11.06.1986, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 11.06.1986, Qupperneq 13
HEIMURINN S-Afríka Crossroads — Hópar svartra manna nutu aðstoðar hvítra lögreglumanna og hermanna þegar þeir réðust inn í Crossroads hverfið í Höfða- borg í gær. Svartir menn hafa barist í þessu hverfi undanfarna daga og hafa 10 manns látist í þessum átökum. Það eru íhaldssinnaðir svartir menn sem berjast gegn svörtum róttæklingum, í gær var barist með byssum, kylfum, öxum og járnstöngum. Lögreglan aðstoð- aði hina íhaldssinnuðu Witdo- eke, eins og þeir nefna sig (Hinir hvítklæddu), með því að kasta táragassprengjum inn í búðir rót- tækra, Hinir hvítklæddu kveiktu síðan í búðunum. í gær hafði ekki frést af mann- falli, þrír fréttamenn sem fylgd- ust með átökunum munu hins vegar hafa særst lítillega. Stutt frá, inni í Höfðaborg, voru umræður í gær á s-afríska þinginu þar sem ríkisstjórnm gerði tilraun til að ná fram sam- þykki um hörð lög um öryggiseft- irlit áður en minningarathafnir um óeirðirnar í Soweto hefjast á mánudaginn. Lögreglan óttast að þegar þeirra atburða verður minnst, nái sú ólga hámarki sem verið hefur undanfarna mánuði og 1600 manns hafa látist í. Lögin sem stjórnin vill fá sam- þykkt eru mjög óljós en kveða á um að yfirvöld geti gripið til á- kveðinna ráðstafana til að kveða niður ókyrrð meðal svartra. Stjórnin hefur meirihluta í að- aldeild hvíta minnihlutans en nær lögunum líklega ekki í gegnum þingið fyrir 16. júní nema hún komi með málamiðlunartillögu. Þingdeild svartra og indversk ætt- Spennan er nú orðin slík að svartir róttæklingar berjast gegn íhaldssinnuðum svörtum mönnum, og þeir ungu taka þátt í því með því sem tiltækt er. aðra manna hefur ekki sam- þykkt tillögurnar. Desmond Tutu, biskup, og aðrir andstæð- ingar kynþáttaaðskilnaðarstefn- unnar, hafa hvatt fólk til að virða ekki bann stjórnvalda við að koma saman til að minnast at- burðanna í Soweto fyrir 10 árum. Lögreglan berst með svörtum gegn svörtum Kína Fyrsta kynlífs ráðgjafar- þjónustan Peking — Fyrsta ráðgjafarþjón- ustan varðandi kynferðismál hefur hafið starfsemi sína í Kína. Þessi þjónusta er í borginni Harbin í norð austur hluta Kína og er ætlað að fást við kynkulda, nymphomaniu (sjúkleg vergimi, er slíkt nefnt í ensk- felenskri orðabók), afbrigðlilega kyn- hegðan og ófijósemi. Heilongjang dagblaðið sagði nýlega frá þessu og sagði að þessi þjónusta væri á sjúkra- húsi borgarinnar. Þessari þjónustu er ætlað að berjast gegn þeim vandamál- um sem koma upp vegna fáfræði, hún hefur aftrað því að margar kín- verskar konur fái notið kynlífe, segir í blaðinu. Skæruliðar bíða átekta. Nicaragua Pióöveriamir enn í Managua — Nicaraguastjórn tilkynnti í gær að hún myndi framlengja vopnahlé sitt gagnvart skæruliðum til mið- nættis (í gærkvöld) ef það mætti verða til að V- Þjóðverjarnir sem FDN sam- tökin (Lýðræðisfylking Nicar- agua) hafa rænt, yrðu látnir lausir. Tilkynningin kom í kjölfar beiðnar Bonnstjórnarinnar til Sandinista um að þeir hæfu ekki árásir á FDN á því svæði þar se m Þjóðverjarnir eru taldir vera í haldi. haldi Bonnstjórnin hefur þegar beð- ið bandarísk stjórnvöld að beita áhrifum sínum svo Þjóðverjarnir verði leystir úr haldi. Nicaragua- menn hafa haldið vopnahlé frá því á miðvikudaginn í síðustu viku að beiðni Bonnstjórnarinn- ar. Sandinistar hafa nú hins vegar áhyggjur af því að FDN skærulið- ar hafi notað sér vopnahléð til að koma sér betur fyrir í frumskóg- unum. Einn embættismaður Sandinista sagði í fyrradag að FDN skæruliðar myndu ekki láta Þjóðverjana af hendi fyrr en Re- agan skipaði svo fyrir. Karpof heldur forystunni Bugojno — Anatólí Karpof heldur enn forystu með 7 vinn- inga á skákmóti í Júgóslavíu sem sérfræðingar halda fram að sé sterkasta skákmót sem haldið hefur verið. Karpof tefldi í gær í 12. um- ferðinni við Júgóslavann Ljubo- jevic, sú skák fór í bið og er búist við jafntefli úr skákinni. Boris Spasskí samdi um jafntefli við Sókolof eftir 10 leiki, skák Miles og Júsúpof fór í bið og er Miles talinn með vonlausa stöðu. Sókolof er nú í öðru sæti með 6,5 vinninga og biðskák, Ljubojevic í þriðja sæti með 6 vinninga og biðskák og Spasskí er í fjórða sæti með 6 vinninga. Karpof segist bjartsýnn fyrir heimsmeistaraeinvígið við landa sinn Kasparof sem hefst 28. júlí í Lordon. Bugojno mótið verður hans síðasta fyrir einvígið. Halveiðar Japanir sækja um undanþágu Japanir hafa tilkynnt að þeir muni hætta hvaiveiðum árið 1988. Þeir hafa hins vegar sótt um undanþágur til Alþjóða hvalveiðiráðsins fyrir 89 litla hvalveiðibáta sem þeir segja að sé lífsnauðsynlegt fyrir af- komu ibúa nokkurra hafnar- bæja í Japan. Japanir segja það réttlætismál að þeir fái slíkar undanþágur til jafns við Kanadamenn og Sovét- menn. Petta líka... Budapest - Leiðtogar Var- sjárbandalagsins ræddu á sameiginlegum fundi í gær hugmyndir Sovétmanna um mikla fækkun í hefð- bundnum herafla banda- lagsins. Búist er við að þessi tillaga verði lögð fram við Nató á næstunni. Til- lögurnar eru svipaðar þeim sem Gorbatsjof Sovétleið- togi tilkynnti á flokksþingi austur-þýska kommúnist- aflokksins í vor. Brussel - Caspar Weinber- ger, varnarmálaráðherra Bandaríkjamanna sagði í gær að Natóríki yrðu yrðu að vera tilbúin að beita her- skipaflota sínum víðar en á hafsvæði bandalagsþjóð- anna. Lausanne - Alþjóðaólympí- unefndin reynir þessa dag- ana að aftra því að N- Kóreumenn mæti ekki á Ól- ympíuleikana í Seoul í S- Kóreu eftirtvöár. í því skyni bar hún gær fram áætlun um að N-Kóreumenn taki að séreinhvern hluta leikanna, þó með því skilyrði að N- Kórea opni landamæri sín fyrir hverjum þeim sem vill fylgjast með keppninni þar. Hamborg - Talsmaður Gre- enpeace sagði frá því í gær að skipverjar um borð í Moby Dick, skipi Grænfrið- unga sem er í N-Atlantshafi á eftir hvalveiðiskipum Norðmanna, hefðu trufiað skipin við veiðar í gær. Skipverjar Moby Dick munu hafasiglt gúmmíbátum sín- um i skotlínu hvalveiðibát- anna þannig að þeir gátu ekki skutlað hvalinn. Fundur Alþjóðahvalveiðiráðs- ins hófst á mánudaginn í Málmey og verður líklega tekið á málum sem snerta íslenskar hvalveiðar í dag. Þá verður ræddar tillögur varðandi hvalveiðar í vísinda- skyni. Um er að ræða ályktun þar sem segir að hvalveiðar í vísinda- Jóhannesarborg — S- Afríkustjórn neitaði í gær að S- Afríkuher hefði gert árásina á Namibe í síðustu viku eins og fréttastofa Angóla, Angop, til- kynnti í síðustu viku. Tilkynning stjórnvalda í Pret- óríu kom í kjölfar orða sovésks embættismanns í Moskvu þess efnis að Sovétstjórnin íhugaði nú ýmsar refsiaðgerðir gegn S- Afríkustjórn. Yfirvöld í Sovét- ríkjunum hafa, líkt og Angóla- stjórn, ásakað S-Afríku um árás- ina. Pretóríustjórn hefur, þar til í gær, þráfaldlega neitað að ræða fréttir af árásinni. Tilkynning Pretoríustjórnar var á þá leið að þó hún legði það ekki í vana sinn að bregðast við ásökunum frá Angóla, neitaði varnarmálaráðu- neytið því að S-Afríkuher hefði haft í frammi aðgerðir við hafnar- bæinn Namibe. Angop fréttastofan sagði frá því í gær að skæruliðar Unita hreyfingarinnar hefðu gert til- raun til árásar á mikilvæga olíustöð í bænum Cabinda. Hún hefði hins vegar mistekist og einn skæruliði hefði verið skotinn á ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR hjörleifsson'R fc U 1 E R skyni séu ekki æskilegar. í gær báru Norðmenn til baka þá yfir- lýsingu sænska utanríkisráðherr- ans að Norðmenn hygðust hætta hvalveiðum í ár og sögðu þa tull- yrðingu úr lausu lofti gripna. Ráðherrann sagði þetta í opnun- arræðu sinni á mánudaginn. flótta. Þó Angop nefndi það ekki mun þetta vera olíustöð í eigu Bandaríkjamanna sem sérþjálf- aðar hersveitir S-Afriku gerðu árangurslausa árás á í september á síðasta ári. UNITA hreyfingin tilkynnti hins vegar að hún hefði gert árás inn í bæinn og eyðilagt skrifstofur hersins, skrifstofur ríkisins og skotið til bana 11 stjórnarher- menn. Sovétríkin Rekinn fyrir keðjubréf Moskvu — Félagi í Kommúnista- flokki Sovétríkjanna hefur verið rekinn úr flokknum fyrir að senda fólki keðjubréf. í bréfunum sagði einfaldlega að það myndi lenda í klandri ef það sendi bréfin ekki áfram. Tojljef heitir maðurinn. Hann mun einnig hafa verið rekinn úr Komsomol fyrir „pólitíska vanþekk- ingu, hjátrú og fyrir að dreifa efni sem eru hugmyndafræðilega óvinveitt", segir í Komsomolskaja Pravda í gær. Angóla S-Afríka afneitar árásinni Pretoríustjórn gafífyrsta sinn út tilkynningu um fréttir Angop fréttastofunnar íAngóla um að S- Afríkumnenn hefðu gert árás á sovésk og kúbönsk skip í höfn þarí landi. Pretoría neitaði fréttinni í kjölfar fréttar um að Sovétmenn hygðustgrípa til aðgerða gegn S-Afríku Miðvikudagur 11. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 13

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.