Þjóðviljinn - 17.06.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.06.1986, Blaðsíða 4
LEIÐARI Sjálfstæði í skugga af her Þessa daga höfum viö verið minnt á það hvað eftir annað, að það sjálfstæði, sem við viljum halda upp á þjóðhátíðardegi er í skugga hers. Morgunblaðið var á dögunum að fjalla um „varaflugvöll" fyrir norðan - og tók það fram að auðvitað ætti slíkur flugvöllur að vera varinn - m.ö.o. það ætti með honum að færa út her- stöðvarnetið. Á laugardaginn var skrifaði Morg-. unblaðið svo leiðara um frétt í bandarísku blaði þess efnis, að ísland væri mjög líklegt skotmark fyrir eiturvopn ef til styrjaldarátaka kæmi. Morg- unblaðinu líkar það yfirleitt bölvanlega að fjallað sé um ísland sem skotmark í styrjöld og lýsir þeim skrifum sem hræðsluáróðri er komi Sovét- mönnum einum að gagni. Og nú bregðast krosstré sem önnur tré - nú eru það Reagans- menn sem blaðið sakar um hræðsluáróður og talar um vafasamar áróðursaðferðir þeirra sem nú berjast fyrir því, að nýleg ákvörðun banda- ríkjastjórnar um framleiðslu efnavopna nái fram að ganga. Sú afstaða helsta herstöðvamálgagnsins að það sé lítilmótlegt og „hræðsluáróður" að tala um ísland sem skotmark, minnir raunar ekki á neitt annað frekar en hugrekki strútsins: menn stinga höfði í sand og neita að sjá það sem óþægilegt er. Vitanlega er herstöð skotmark og þeim mun líklegra skotmark sem hernaðarum- svif á tilteknu svæði eða landi aukast. Og þar af leiðir vitanlega að íslenskri smáþjóð er best komið í fylkingu þeirra sem leita með öllum ráðum að leiðum til að takmarka vígbúnað, skera hann niður, banna efnavopn og þarfram eftir götum. Slík afstaða ætti að vera eðlilegur þáttur í sjálfsagðri viðleitni til að halda lífi. En sjálfstæði er meira en blátt áfram að halda lífi. Skuggi herstöðva yfir íslensku sjálfstæði er ekki einungis tengdur þeim háska sem vígbún- aði fylgir. Þessi skuggi er ekki síst tengdur þeim langtímaáhrifum sem nærvera hersins hefur haft á hugsunarhátt heils samfélags. Það er ekki ýkja langt um liðið síðan skoðanakönnun sýndi, hve hörmulega langt er komið því ferli að almenningur sætti sig við nærveru hersins, eins og geri ráð fyrir henni sem föstum hryggjarlið í þjóðarbúknum. Þegar Keflavíkursamningur var á döfinni fyrir réttum fjörtíu árum, var andstaðan gegn honum mjög mikil: þar höfðu sig í frammi ekki aðeins Þjóðviljinn og sósíalistar, heldur og verkalýðs- samtökin sem heild og samtök listamanna og flestir ágætustu menntamenn landsins. Sú mikla andstaða gæti sýnst einkennileg vegna þess hve sakleysislegur sá samningur var - hann gerði ráð fyrir tímabundinni aðstöðu óeinkennisklæddra Bandaríkjamanna í Kefla- vík. En svo sannarlega reyndust þeir, sem þá þegar töldu að hér væri byrjuð sú hæpna iðja, að rétta fjandanum litla fingurinn, hafi rétt fyrir sér. Keflavíkursamningur varð að Natóaðild, Natóaðild að herstöð. Og hjá þeim sem með dönsuðu breyttist erlend herstöð á íslandi úr „illri nauðsyn" og tímabundinni í einskonar sjálf- sagðan hluta af daglegri tilveru. Ekki vegna þess, að menn væru svo hræddir við risann í austri - heldur fyrst og fremst vegna þeirrar hagsmunasefjunar sem gerði herinn eins og að aukaloðnustofni fyrir þjóðarbúskapinn, sem mönnum þótti þægilegt að geta gripið til. Andófið gegn vígbúnaðarháskanum og svo gegn hernámi hugarfarsins hefur aldrei stöðv- ast- en það hefur átt sér ris og lægðir. Við erum stödd í einni slíkri lægð um þessar mundir. Hér er því miður ekki hægt að fara með neina spá- dóma um það, hvenær og með hvaða hætti menn geta upp úr henni komist - en það má ekki minna vera en að á þjóðhátíð séu menn hvattir til að muna sem best eftir því, að andóf, barátta gegn tregðumálum hersetunnar er ein helsta lífsnauðsyn þessarar þjóðar í bráð og lengd. -áb KUPPT OG SKORK) Á þessum þjóðhátíðardegi lýk- ur í þessari tvöhundruð ára gömlu borg níundu Listahátíð- inni sem haldin er með pomp og pragt. Að lokinni svo stórri hátíð í menningarlífi landsmanna, og þó aðallega borgarbúa, er nauðsynlegt að hugleiða hvernig til hefur tekist mönnum til leiðbeiningar og umhugsunar um hvað megi betur fara. Vonandi greinir menn ekki lengur á um að öflug Listahátíð er nauðsynlegur þáttur í lífi fá- mennrar þjóðar sem sjaldan gefst tækifæri til þess að fá inn á borð til sín bitastæðustu molana í kúltúr heimsins. Listahátíð á að standa fyrir hingaðkomu viðurkenndra listamanna í hverri listgrein, en einnig og samhliða á hún að kappkosta um að gefa lands- mönnum færi á að kynnast af eigin raun þeim hræringum í sam- tímalistum sem merkastir þykja eða umdeildastir eru. Og Lista- hátíð, með stóru „elli“, verður að vera hátíð íslenskra lista, bæði þeirrar sem þegar hefur áunnið sér viðurkenningar í samfélaginu sem og þeirrar sem rétt er þornuð á pappírnum, léreftinu eða nótnablaðinu. Hið goða... En hvernig hefur sú níunda tekist. Vel um sumt og verr um annað, sem trúlega er klassísk niðurstaða allra hátíða því alltaf greinir menn á. Það sem vel hefur verið er fyrst og fremst að við höfum fengið að sjá ýmsa erlenda listamenn sem hæst ber á sínu sviði: Claudio Arrau, Dave Bru- beck, Doris Lessing og Dra- maten leikhópinn sem sýndi snilldarlega Fröken Júlíu í leik- stjórn Ingmars Bergman, þess mæta meistara, hvers heimsókn hefði vitanlega mátt fylgja betur eftir, til dæmis með skipulögðum endursýningum á kvikmyndum hans eða að fá hann til að halda fyrirlestur. íslendingar komu líka nokkuð við sögu. Yfirlistsýning á verkum Karls Kvaran og Svavars Guðna- sonar eru kærkomnar og sömu- leiðis tónleikar með verkum eftir það merka tónskáld Jón Nordal. Smásagnakeppnin var ennfremur af hinu góða og leiddi ánægjulega í ljós að ritfærir menn eru margir með þjóðinni og vonandi verður peningaupphæðin ekki einsdæmi þegar borgað verður fyrir bók- menntir og listir. Sérstök ástæða er til að nefna tónleika Guðna Franzsonar og Ulriku Davidson þar sem þau léku glæný verk eftir 7 ung tónskáld. Og eitthvað fleira mætti vafalaust nefna. Það er til dæmis sérstök ástæða til þess að hrósa sjónvarpinu, því þar var skref stigið í þá átt að gera Lista- hátíð ekki bara að hátíð borgar- búa heldur allra landsmanna. Sem hún á vitanlega hiklaust að vera. Hið vonda Það sem einkum er ástæða til að gagnrýna níundu Listahátíð- ina fyrir er tvennt. Hið fyrsta er framkvæmd dagskráratriða í Broadway. Að selja aðgöngu- miða á tónleika virtra tónlistar- manna, sem hluta af einhverjum matarpakka er auðvitað alveg út í hött og gerist vonandi ekki aftur. Auk þess sem umræddir spilarar hafa ekki unnið sér alþjóðlega frægð fyrir að leika dinnermúsík og komu ekki alla leið til fslands til þess. Og auglýsingamennskan kringum flamengó-dansinn á sama stað verður vonandi tekin föstum tökum. Hið síðara er svokallaður klúbbur Listahátíðar á Hótel Borg. Undanfarnar Listahátíðir hefur svipaður klúbbur verið starfræktur og ævinlega tekist vel. Þangað hefur fólk farið á kvöldin og spjallað saman, - klúbburinn hefur verið ákveðið tæki til þess að breiða út hátíðarstemmningu, sem ekki hefur tekist sem skyldi á þessari hátíð og að mínu mati meðal ann- ars vegna þess. Nú var ákveðið að hafa þarna áskriftarkerfi, klú- bbkort og fyrirfram ákveðna dag- skrá. Ekki lengur hægt að kíkja inn svona rétt sem snöggvast. Sumsé skref stigið í þrenningar- átt: í stað þess að vera „úthverft“ tæki verður klúbburinn innhverf- ur. Þangað mega aðeins félagar koma, sem ekki allir voru reiðu- búnir til að gerast af skiljanlegum ástæðum. Og meðal annarra orða: Hver var hin raunverulega ástæða fyrir því að rússneski bassasöngvarinn Burchuladze kom ekki? Samkvæmt yfirlýsing- um Sovétmanna strandaði ekki á þeim. Sömdu menn við vitlausan umboðsmann? Stefnum hærra Til þess eru mistök að læra af þeim og einfalt mál ætti að vera að kippa í liðinn því sem fundið hefur verið að hér. Við verðum alltaf að standa eins vel og við getum að Listahátíð til þess að fikra okkur áfram uppávið. Því auðvitað stefnum við að því að hún verði alltaf betri og betri, til þess að mönnum verði ljósar en áður hversu brýn menningarleg nauðsyn er á Listahátíð. Og svona í lokin vill klippari beina þeim tilmælum til Listahá- tíðar að kvikmyndahátíðin verði á hverju ári. Hún stóð yfirleitt undir sér fjárhagslega og það er ekki síður brýnar menningar- legar ástæður sem kalla á kvik- myndahátíð árlega. pv DIOÐVIIJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýöshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólafsdóttir, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gíslason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- þjófsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir), Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Ljósmyndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjömsdóttir. Auglysingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Þorvaldsson, Olga Clausen. Símvarsla: Katrín Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Afgreiðslustjóri: Hörður Jónsson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6 símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð í lausasölu: 40 kr. Helgarblöð: 45 kr. Áskriftarverð á mánuði: 450 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 17. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.