Þjóðviljinn - 17.06.1986, Side 1

Þjóðviljinn - 17.06.1986, Side 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA 17. JÚNÍ ÍÞRÓTTIR HEIMURINN Guðmundur J. Guðmundsson Vil hreinsa mitt mannorð Guðmundur J. Guðmundsson: Krefst rannsóknar á málinu. Mun segja afmérformennsku íDagsbrún og þingmennsku á meðan. Albert Guðmundsson: Fékk Björgólftil að aflafé meðal vina. Guðmundi var aldrei sagt hvaðanpeningarnir komu Mannorðið er mér hcilagt. Ég mun því óska eftir rannsókn á málinu. Éf hún fæst mun ég óska eftir að láta af formannsstörfum Dagsbrúnar á meðan, láta af formannsstöðu Verkamanna- sambandsins og láta af þing- mannsstörfum. Ég vil hreinsa mitt mannorð. Það er mér heil- agt, og að bregðast ekki mínum félögum. Ég tel mig ekki hafa gert það. Ég hef ekkert að fela. Þannig fórust Guðmundi J. Guðmundssyni efnislega orð í fréttaviðtali við sjónvarpið seint í gærkvöldi. Hann kvaðst þar hafa veitt viðtöku fjárupphæð frá Al- bert Guðmundssyni, og ekki haft nokkurn grun um að peningarnir kæmu frá öðrum en Albert sjálf- um. í viðtali við Þjóðviljann segir Albert að Guðmundur hafi ekki vitað hvaðan peningarnir komu. Albert sagði í viðtali við Þjóð- viljann í gærkvöldi að Björgólfur Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Hafskips hafi haft forgöngu um að útvega féð, og Albert milligöngu um að afhenda það Guðmundi. Þessa milligöngu hafði Albert Guðmundsson á þeim tíma sem Pjóðviljinn Friðsæll fundur Stefnt að því að skipa þriðja ritstjórastólinn í haust I gær var samþykkt í stjórn Út- gáfufélags Þjóðviljans að fela rit- stjórum blaðsins og nýkjörnum formanni stjórnarinnar að leita að einstaklingi í stöðu þriðja rit- stjóra Þjóðviljans, sem hefur ver- ið óskipuð síðustu tvö árin. Til- lagan, sem var lögð fram af Sva- vari Gestssyni, var samþykkt ein- róma. í henni er miðað við að þremenningarnir Ijúki starfi sínu á haustmánuðum og skili tillögu sinni þá til útgáfustjórnar. Á fundinum voru skráðar tvær bókanir. Annars vegar bókun frá Svavari Gestssyni formanni Al- þýðubandalagsins vegna um- ræðna um ritstjórnarmál Þjóð- viljans og er hún birt í heild á 2. síðu blaðsins í dag. Hins vegar bókun frá Kristínu Á. Ólafsdótt- ur varaformanni flokksins þar sem hún samþykkir ofangreinda tillögu með þeim fyrirvara að um ráðningu ritstjóra náist víðtæk samstaða. Ragnar Árnason var á fundin- um í gær kjörinn formaður stjórnar Útgáfufélags Þjóðviljans fyrir næsta starfsár þess. -v. hann gegndi embætti fjármála- ráðherra. Hann skýrir svo frá málavöxtum að Guðmundur J. Guðmundsson hafi átt við van- heilsu að stríða og læknar ráðlagt honum að hvíla sig. Kveðst ráð- herra þá hafa haft milligöngu um að útvega honum fé til utanferð- ar. Um þetta sagði Albert: Njálssaga úti í hrauni „Nú flýg ég á svörtum vœngjum hefndarinnar. “ Hildigunnur yfir líki Höskuldar Hvítanesgoða. Myndin er tekin á æfingu á „Njáls sögu leikjunum", en næsta laugardag verður frumflutt ný leikgerð Marðar Valgarðssonar og Njálu i hrauninu skammt frá Kaldárseli. Það eru þau Bryndís Petra Braga- dóttir og Jakob Þór Einarsson sem sjást á myndinni en nánar er sagt frá Söguleikjunum í blaðauka í tilefni þjóðhátíðardagsins í dag, 17. júní. „Guðmundur er ekki ríkur maður. Hann er fátækur niaður. Ég bað því Björgólf uni að leita til vina og kunningja um að hjálpa honum um að komast í hvíld. Björgólfur tók vel í það og hon- um tókst að finna peninga til þess að bjóða Guðmundi. Þetta gerði hann með því skilyrði að Guð- mundur vissi ekki hvaðan pen- ingarnir kæmu né hverjir stæðu að þessu.“ Álbert bætir við: „Ég hef ekki sagt Guðmundi enn þann dag í dag hverjir stóðu að því að hjálpa honunt til þess að komast í hvíld og ég veit ekki til þess að hann hafi fengið neina peninga, hvorki frá Hafskip né Eimskip eða öðr- um skipafélögum. Guðmundi hefur aldrei verið sagt hverjir stóðu að þessari söfnun." - Hverjir voru það? „Ég veit það ekki sjálfur. Ég bað bara Björgólf um að safna meðal vina og kunningja." Iðnaðarráðherra kveðst ekki muna nákvæmlega um hve háa upphæð var að ræða en telur lík- legt að það hafi verið liðlega eitthundrað þúsund krónur. í yfirlýsingu Guðmundar J. Guðmundssonar sem birtist í Þjóðviljanum í dag segir hann m.a.: „Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar, þegið fé frá Hafskip né nokkru öðru skipafélagi, fyrir- tæki eða forsvarsmönnum þeirra." Ekki náðist í Guðmund J. Guðmundsson í gærkvöldi. - G. Sv. Sjá bls. 3 Trimmdagar í Hafnarfirði íþróttabandalag Hafnarfjarð- ar hefur sent frá sér dagskrá Trimmdaganna, 20. - 22. júní. A degi leikfiminnar, föstudaginn 20. júní, hefst leikfimi kl. 16 í íþróttahúsi Víðistaðaskóla. Leið- beinendur frá fimleikafélaginu Björk sjá um tilsögn sem hefst á hálftíma fresti til kl. 18. Á degi sundsins, laugardaginn 21. júní, verður Sundhöll Hafn- arfjarðar opin frá kl. 7-16. Leið- beinendur verða frá Sundfélagi Hafnarfjarðar. Aðgangur verður ókeypis. Á degi skokks og gönguferða, sunnudaginn 22. júní, verður skokkað í miðbæ Hafnarfjarðar og safnast saman við Sparis'jóð- inn kl. 10. Skokkið hefst kl. 10.30 og vegalengdir verða við allra hæfi. Gönguferð verður frá Höskuldarvöllum um Sog að Djúpavatni og komið niður við Lækjarvelli. Rútuferðir verða frá íþróttahúsinu við Strandgötu. » l. . 3 I- jv

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.