Þjóðviljinn - 17.06.1986, Page 13
Þriðjudagur 17. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17
S-Afríka
Milljónir svartra sátu heima
Svartir S-Afríkumenn svöruðu kalli margra leiðtoga sinna ogsátu heima, mættu ekki til vinnu
ígœr. S-Afríkustjórn tilkynnti hins vegar að hún hefði komið í veg fyrir stjórnleysi með
neyðarástandslögum sínum
Danmörk
Deilur um
kjamorku-
vopn
Kaupmannahöfn — Miklar
deilur eru nú í uppsiglingu á
danska þinginu varðandi varn-
amalastefnu Nato eftir yfirlýs-
ingar frá Anker Jörgensen,
leiðtoga danskra jafnaðar-
manna.
„Viö afneitum kjarnorkuvopn-
um í friði, deilum eða stríði, í orði
og á borði", sagði Jörgensen við
fréttamenn í viðtali í fyrrakvöld.
Hann bætti því við að þetta yrði
framtíðarstefnan í þeirri ríkis-
stjórn sem jafnaðarmenn yrðu
leiðandi í.
Danir hafa bannað staðsetn-
ingu kjarnorkuvopna í landinu á
friðartímum en hingað til hafa
þeir ekki afneitað því að kjarn-
orkuvopnum yrði komið fyrir á
stríðstímum. Jafnaðarmenn hafa
stutt þá stefnu með því m.a. að
samþykkja þingsályktunartil-
lögur sem kveða á um að stjórnin
skuli „vinna að" því að Danmörk
verði kjarnorkuvopnalaust svæði
og það sé tryggt af Bandaríkja-
mönnum og Sovétmönnum.
Poul Schluter, forsætisráð-
herra, sagði í viðtali við Politiken
í gær að athugasemdir Jörgensen
„myndu þýða að Danir yrðu að
segja upp samningum sínum um
eflingu Nato“.
Frá því jafnaðarmenn lentu í
stjórnarandstöðu hafa þeir oft
stutt þingsályktunartillögur sem
eru gagnrýnar á stefnumið Nato.
Þeir hafa oft neytt núverandi rík-
isstjórn sem er í minnihluta á
þingi, til að bæta við óánægjuat-
hugasemdum við Nato samninga.
Jafnaðarmenn eiga nú í við-
ræðum við Radikale venstre um
þann möguleika að mynda sam-
steypuustjórn eftir næstu þing-
kosningar sem verða í janúar
1988.
Jörgensen sagði í gær að hann
vonaðist til og tryði því að að-
ildarþjóðir Nato myndu sýna við-
horfum Jafnaðarmanna til kjarn-
orkuvopna skilning.
Sovétríkin
Heimsins
gæði
Moskvu — Menn urðu meira en
lítið undrandi þegar vel efna-
ður Rússi heimtaði gulltenn-
urnar úr látinni móður sinni.
Svo undrandi að læknir sem
var nærstaddur fékk hjartaá-
fall. Rússinn mun hafa beðið
um gullið af græðgi einni.
Það er sovéska dagblaðið Sovj-
etskaja Rússía sem segir frá þessu
nýlega. Maðurinn sem um ræðir
mun hafa gortað af því að eiga
japönsk hljómflutningstæki,
eigin bfl og önnur þau veraldlegu
gæði sem oft fara illa með fólk.
Þegar maðurinn frétti af dauða
móður sinnar hljóp hann í einu
hendingskasti á sjúkrahúsið þar
sem móðir hans lá á líkbörum og
heimtaði gulltennur hennar.
„Fyrirgefið en ég get ekki skilið
hvers vegna einhver annar ætti að
fá þær,“ sagði maðurinn þegar
undrunarsvipur kom á fólk yfir
þessari beiðni hans.
ERLENDAR
FRÉTTIR
INGÓLFUR /.rll.rn
hjörleifsson'R EUIER
Milljónir svartra S-Afríku-
manna fóru ekki til vinnu og
sátu heima í minningu þeirra
sem létust í átökum í Soweto
fyrir 10 árum síðan. Víða er-
lendis jókst þrýstingur um
efnahagslegar refsiaðgerðir
gegn S-Afríku til að mótmæla
stefnu stjórnvalda þar í landi.
Utanríkisráðherrar Evrópu-
bandalagsins hittust í gær til að
ræða aðgerðir gegn S-
Afríkustjórn en náðu ekki
samkomulagi um tafarlausar að-
gerðir. Bretar lýstu sig sem fyrr
andsnúna efnahagsþvingunum
gegn S-Afríku, í Bretlandi er hins
vegar hart deilt á þessa afstöðu
stjórnvalda. Javier Perez De Cu-
ellar, aðalritari Sameinuðu Þjóð-
anna, sagði á fundi SÞ í París um
efnahagslegar refsiaðgerðir gegn
S-Afríku, sagði í gær að tími sá
sem S-Afríka hefði til að ná sátt-
um, væri að renna út og síðustu
aðgerðir stjórnvalda hefðu gert
viðræður mun erfiðari en fyrr.
Bandaríkin, Bretland og V-
Þýskaland sendu ekki fulltrúa
sína á þessa ráðstefnu. Þessi lönd
eru helstu viðskiptalönd S-
Afríku.
Stjórn S-Afríku tilkynnti í gær
að henni hefði tekist að komast
hjá stjórnleysi í landinu í gær.
Upplýsingastofnun S-Afríku-
stjórnarinnar er nú eini aðilinn í
landinu sem gefur upplýsingar
um ástandið á óróasvæðunum í
landinu vegna banns á erlenda
fréttamenn við fréttaflutningi.
Hún tilkynnti í gær að átta manns
hefðu látist í átökum á undanfar-
andi sólarhring. Starfsmaður
stofnunarinnar sagði að 30 til
90% svartra manna hefðu verið
fjarverandi úr vinnu, það hefði
verið mismunandi eftir svæðum.
Svartir íbúar Soweto, hverfis
þeirra í nánd við Jóhannesar-
borg, virtust hafa tekið ákalli for-
ystumanna svartra um að sitja
heima í minningu hinna látnu.
í Zambíu, nágrannaríki S-
Afríku sem s-afríski herinn réðst
nýlega inn í, sagði fulltrúi Afríska
þjóðarráðsins (ANC), að öllum
Afríkuþjóðum stæði ógn af S-
Afríkustjórn og eina leiðin til að
koma henni frá væri með vald-
beitingu.
Valdbeiting. Beyers Naude, aðalritari s-afríska kirkjuráðsins er færður út úr byggingu samtakanna í skyndiáhlaupum
öryggissveita eftir að neyðarástandslög voru sett í landinu á fimmtudaginn í síðustu viku.
Kolombía/eldgos
Vilja ekki yfir-
gefa heimahaga
Murillo, Kolombíu — íbúar í
grennd við Nevado Del Ruiz,
eldfjallið sem gaus síðastliðið
haust með þeim afleiðingum
að 23.000 manns létu lífið,
segjast frekar vilja deyja í
heimahögum en að yfirgefa
þá.
„Þetta fólk telur að ekkert
muni ske, það veit ekki hvert það
yrði flutt. Þetta tvennt þýðir að
það mun neita að fara,“ sagði
starfsmaður Rauða krossins í
Villamara en það er hinum megin
fjallsins. Murillo, 2000 manna
þorp, er í aðeins 17 km fjarlægð
frá eldfjallinu. Einn bændanna í
nágrenni fjallsins, Eutinio Salin-
as, segist vera illa við að yfirgefa
bæ sinn. „Ef ég yfirgef bæinn,
kemur einhver og stelur öllu,“
sagði hann við sjónvarpsfrétta-
mann.
Nú er mjög óttast að gos hefjist
í eldfjallinu, vísindamenn hafa
mælt aukna virkni í iðrum þess.
Fjöldi flutningabíla og langferða-
bíla voru í Murillo og nágrenni
þess í allan fyrradag til þess að
flytja íbúa á brott en enginn vildi
fara.
Svíþjóð
Verkfalli frestað
Stokkhólmi — Þeir opinberir
starfsmenn sem verið hafa í
verkfalli undanfarið, þar á
meðal starfsfólk á sjúkrahús-
um og kennarar, tilkynntu í
gær að þeir myndu snúa aftur
til vinnu.
Tilkynning þessa efnis kom frá
verkfallsmönnum eftir sérstaka
beiðni þess efnis frá sáttasemjara
ríkisins. Fólkið hefur verið í verk-
falli í 26 daga, talsmaður þess
sagði að þau hefðu samþykkt að
fresta verkfallinu fram í ágúst en
þá hefjast nýjar viðræður um
kaup og kjör. Vegna verkfallsins
varð að loka fjölda sjúkradeilda á
sjúkrahúsum og fresta fjölda að-
gerða. Meðal þeirra 9000 starfs-
manna sjúkrahúsa sem fóru í
verkfall voru 2200 læknar.
Þessi læknir snýr líklega til vinnu á morgun. Myndin var tekin þann 22. maí
þegar starfsfólk gekk út við almenna sjúkrahúsið í Málmey.
Gorbatsjof
Viiríeið-
togafund
Moskvu — Leiðtogi Sovétríkj-
anna, Mikhail Gorbatsjof, til-
kynni í gær að vel væri mögu-
legt að halda leiðtogafund, svo
lengi sem von væri til þess að
einhver árangur yrði.
Gorbatsjof sagði þetta á fundi í
miðnefnd kommúnistaflokks So-
vétríkjanna. Undanfarið hafa
vonir manna um leiðtogafund á
næstunni dvínað frá þeirri
bjartsýni sém var ríkjandi eftir
fund þeirra í nóvember á síðasta
ári. Gorbatsjof sagði að leiðtoga-
fundur væri mögulegur en til þess
þyrfti samt „andrúmsloft sem
opnaði leiðir til að ná raunveru-
legum samningum", um sam-
skipti risaveldanna.
Bandarískir embættismenn
sögðu um helgina að Reagan
Bandaríkjaforseti hefði sent
Gorbatsjof „sáttabréf“ í gegnum
bandaríska sendiherrann í Mos-
kvuþar semm.a. annars var farið
fram á undirbúningsfund hátt-
settra manna til að skipuleggja
leiðtogafund. Fyrirhugaður hafði
verið fundur utanríkisráðherra
landanna en Sovétmenn aflýstu
honum þegar Bandaríkjamenn
gerðu loftárásir á Líbýu.