Þjóðviljinn - 17.06.1986, Page 15
Vinstri sósíalistar
Athugasemd
um „handritafund“ á Landsbókasafni
Einfaldir nicnn geta lent í ýmiss
konar hrellingum. í helgarblaði
Þjóðviljans dag dundu yfir mig
slíkar hrellingar að óhjákvæmi-
legt reynist að koma á framfæri
athugasemd og leiðréttingum.
Fyrir nokkru fréttist að ég væri
á förum til Sevilla á Spáni, þar
sem ég ætlaði að vinna að sagn-
fræðilegu verkefni næsta vetur.
Verkefnið er athugun á ritunar-
ferli tveggja íslenskra handrita í
vörslu Landsbókasafns. Annað
er handrit Halldórs Jakobssonar
frá 1806: „Conqvetten af Mex-
ico“ (Lbs. 955 8vo) og hitt hand-
rit Gísla Konráðssonar: „Saga
Ferdinands Kortes og Mexinga“
(Lbs. 1155 4to) frá um 1850.
Þegar blaðamaður Þjóðviljans
fór þess á leit að eiga við mig stutt
spjall um væntanlega för mína tii
Sevilla og vinnu við þetta verk-
efni brást ég að sjálfsögðu vel við.
Síðastliðinn miðvikudag kom
blaðamaðurinn SÁF á minn fund
og við ræddum um Spánarförina
og verkefnið. Afraksturinn birt-
ist svo í helgarblaðinu, ekki að-
eins sem spjall og frásögn inni í
blaðinu, heldur einnig sem „stór-
frétt" á baksíðu blaðsins.
Sitthvað hefur skolaðst illilega
til í meðförum blaðamannsins,
því ljóst má vera að ég „fann"
ekki handrit, sem löngu eru skráð
í handritaskrám Landsbóka-
safns. Ég gat þess hins vegar við
blaðamann að handrit þessi hafi
lítt eða ekki verið rannsökuð, rit-
unarferill þeirra og forsaga, en
það væri einmitt markmið mitt að
rannsaka hvernig sögur Bernal
Díaz og Antonio de Solís hefðu
borist í hendur Halldóri Jakobs-
syni. Af iestri viðtalsins í helgar-
blaðinu mætti ætla að hér væri um
merkilegan „handritafund" að
ræða, sem vissulega er fjarri
öllum sanni.
Blaðamaður getur þess einnig
að ég sé á „leið til Spánar til að
búa handritið til prentunar".
Þetta er auðvitað ekki rétt, slíkt
er ekki unnt að fullyrða á þessari
stundu. Ég gat þess hins vegar að
af útgáfu gæti orðið síðar og
reyndar bæði æskilegt og afar
freistandi. Ýmsar smávillur
slæddust auk þess í viðtal þetta,
sem ég elti ekki ólar við.
Af mistökum þessum í helgar-
blaðinu geti bæða blaðamenn og
viðmælendur þeirra dregið nokk-
urn lærdóm. í fyrsta lagi ættu
blaðamenn ekki að vinna svona
viðtöl með þeim hraða sem hér
var við hafður. I öðru lagi ættu
viðmælendur blaðarnanna að lesa
framleiðsluna áður en hún er á
þrykk sett. Séu slík vinnubrögð
við höfð ætti að vera unnt að
forðast mistök sem þessi. Þá yrðu
einfeldningar ekki hrelldir á
sama hátt og ég nú.
f þeirri von að Þjóðviljinn og
blaðamaðurinn SÁF hafi ekki
vísvitandi ætlað að rýja mig
ærunni sendi ég blaðinu barátt-
ukveðjur með von urn betri tíð og
blóm í haga.
14. júní 1986
Sigurður Hjartarson
Sýning
Foreldrar og afkvæmi
Sýning á náttúrufrœðidegi í dag
Sveinbjörn I. Baldvinsson.
Leiðrétting
Eins og lesendur helgarblaðs
tóku eftir urðu þau leiðinlegu
mistök við vinnslu blaðsins að í
umsögn um verðlaunasmásögur
Listahátíðar birtist mynd af Stef-
áni Baldurssyni formanni dóm-
nefndar í stað verðlaunahafans
Sveinbjarnar Ingvars Baldvins-
sonar. Hér er myndin af
Sveinbirni komin og beðist er vel-
virðingar á þessum glöpum._pV
Næsti náttúrufræðidagur
áhugahóps um byggingu náttúru-
fræðisafns er í dag, sjálfan þjóð-
hátíðardaginn 17. júní, hann
verður haldinn í samvinnu við
íþrótta- og tómstundaráð
Reykjavíkur í suðurhluta Hljóm-
skálagarðsins frá kl. 13.30 til
18.00.
Þarna verður hægt að skoða
foreldri og afkvæmi íslensku
húsdýranna, þó ekki svín. Þau
dýr sem sýnd verða eru: Ær með
lömb, hryssa með folöld, kýr og
kálfar, geitur og kiðlingar, tík og
hvolpar, læður og kettlingar,
kanínur með unga, hani, hænur
og ungar og kalkúnar. Reynt
verður að hafa endur og gæsir.
Karlkynsforeldri verður því mið-
ur að sleppa í flestum tilfellum
vegna þrengsla. „Safnverðir"
verða á staðnum til að sýna og
svara spurningum. Lögð verður
áhersla á að börn fái að komast í
snertingu við dýrin og kynnast
þeim. Afhent yerður sýningar-
skrá að venju. Á Skrauthólum á
Kjalarnesi verður opið „fjós“ frá
13.30 til 18.00. Þangað eru allir
velkomnir og þá sérstaklega
börnin. Safnverðirsýna „heimili"
nautgripanna og svara spurning-
um.
Foreldri og afkvæmi, seinni
hlutinn, verður á dagskrá nátt-
úrufræðidaginn 29. júní. Þá
verða tekin fyrir fjölmörg önnur
dýr stór og smá. Seinni dagurinn
verður haldinn í nágrenni við lóð
náttúrufræðisafnsins fyrirhugaða
í Vatnsmýrinni. Báðar þessar
sýningar eru aðeins lítill hluti
þess sem þjóðarnáttúrufræðisafn
myndi kynna í sambandi við for-
eldri og afkvæmi. T.d. yrði haft
samstarf við ýmsa aðila til að hafa
„Opið hús“ fyrir hverja tegund
húsdýranna okkar og að sjálf-
sögðu yrði fyrirhugaður dýra-
garður Reykjavíkurborgar nýttur
líka.
Húsnœðismál
Athugasemd
Sigurður E. Guðmundsson skrifar
í gær birtist í Þjóðviljanum
grein eftir Guðna Jóhannesson,
verkfræðing, undir heitinu
„Leigjendakönnun klúðrað“. í
henni greinir frá því að Húsnæð-
isstofnun ríkisins hafi sent
sveitarstjórnum í landinu dreifi-
bréf hinn 21. apríl sl. „þar sem
þeim tilmælum er beint til
sveitarstjórnarmanna að þær
gangist fyrir slíkri könnun í
hverju sveitarfélagi fyrir sig.
Lögð er áhersla á að samráð séu
höfð við félagsmálastofnanir,
húsaleigunefndir og stjórnir
verkamannabústaða og að upp-
lýsingar séu ítarlegar og vel unn-
ar“. Allt er þetta rétt hermt hjá
Guðna. Hins vegar er hann óá-
nægður með það, að stofnunin
skuli ekki, að öðru leyti hafa gef-
ið „upplýsingar eða fyrirmæli um
það hvernig könnunin skuli unn-
in“. Telur hann því augljóst, að
það sé „frá upphafi séð að útkom-
an úr þessari könnun verður
hrein markleysa". í framhaldi af
því bendir hann á, að „í Reykja-
vík“ hefur samband enn ekki ver-
ið haft við þýðingarmikla aðila
eins og leigjendasamtökin, Or-
yrkjabandalagið, Búseta og
Framkvæmdasjóð fatlaðra, sem
samtals hafa þúsundir húsnæðis-
lausra skjólstæðinga innan sinna
vébanda.
Þegar ofangreind leigjenda-
könnun var í undirbúningi þótti
bæði sjálfsagt og rétt að hefja
verkið með því að leita til sveitar-
stjórnarmanna í landinu eftir
upplýsingum um mat þeirra á því
hver þörf væri fyrir leiguhúsnæði
í hverju byggðarlagi fyrir sig. í
bréfi stofnunarinnar til sveitarfé-
lagannahinn21. apríl sl. ergreint
frá útlínum verkefnisins. Með
þeim hætti eru megin línur
könnunarinnar lagðar og telja má
víst, að það dugi til þess að unnt
sé að gera sér grein fyrir niður-
stöðum málsins í aðalatriðum.
Auk þess er á það að líta, að
væntanlega verður nauðsynlegt
að kanna málið mikiu nánar,
m.a. með því að leita eftir frekari
upplýsingum hjá sveitarstjórnun-
um og einnig íyjá ýmsum félags-
legum aðilum, sem þessum mál-
um sinna. Það mál verður tekið
til athugunar næstu daga og þá
tekin ákvörðun um framhaldið.
Með dreifibréfi stofnunarinnar
hinn 21. apríl sl. og svarbréfum
sveitarfélaganna hefur aðeins
fyrsta skrefið í þessari könnun
verið stigið. Fullyrðingar Guðna
um markleysi könnunarinnar eru
út í hött og fá ekki staðist, þó ekki
væri nema vegna þess, að niður-
stöður hennar liggja enn ekki
fyrir.
Þess skal að lokum getið, að
opinberum aðilum, þ. á m. milli-
þinganefnd um húsnæðismál,
sem Guðni Jóhannesson situr í,
hafa verið gefnar allar upplýsing-
ar um gang þessa máls, hvenær
sem eftir því hefur verið leitað.
Engar ábendingar hafa borist
annars staðar frá um annað fyrir-
komulag á könnuninni en það,
sem viðhaft hefur verið. Lögð
hefur verið áhersla á, að könnun-
in tækist sem best, m.a. með því
að fylgja málum mjög fast eftir
við sveitarfélögin. Ér því vonast
til að hún gefi góða og raunsæja
mynd af stöðu mála.
Þriðjudagur 17. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 19
Ný regnhlífarsamtök
Istefnuyfirlýsingunni eráhersla lögð á um-
bótastefnu innan ríkjandiþjóðfélagsskipulags
samhliða mótun sósíalískrar heildarstefnu
Laugardaginn 14. júní voru
stofnuð í Reykjavík samtök sem
nefnast Vinstri sósíalistar. I
stefnuyfirlýsingu Vinstri sósía-
lista segir að markmiðið með
stofnun samtakanna sé virkari
barátta fvrir málstað alþýðu og
sósíalista og að eitt mikilvægasta
verkefni samtakanna sé mótun
alhliða stefnuskrár sósíalískrar
umbyltingar þjóðfélagsins sam-
fara því að taka þátt í umbótabar-
áttu þar sem hagsmunir alþýðu er
settir ofar hagsmunum ríkjandi
þjóðfélagsstéttar.
í stefnuyfirlýsingunni segir:
„Verkefni sósíalista er að byggja
þá brú yfir til sósíalisma sem get-
ur öðlast traust meirihluta þjóð-
félagsþegnanna.... I stéttaátök-
unum berjumst við fyrir fjölda-
virkni og lýðræði hvað varðar
baráttuleiðina. Með slíku styr-
kjum við baráttuna í þeim
átökum um leið og við eflum
sjálfsvitund og sjálfstraust stétt-
arinnar til enn stærri verkefna."
I skipulagi og starfsaðferðum
samtakanna er lögð rík áhersla á
lýðræðisleg vinnubrögð og
jafnrétti. Grunneiningar sarntak-
anna eru starfshópar sem mynd-
aðir eru um ákveðin málefni og
eru þeir, þó þeir lúti ákveðinni
grundvallarstefnuskrá, allsjálf-
ráðir um starfsaðferðir sínar.
Stjórninni er því ekki ætlað að
miðstýra stefnu og starfsaðferð-
um hópanna, en stuðla að því að
koma upplýsingum frá þeim á
framfæri og gagnrýni á þá til
skila. Félag vinstri sósíalista eru
samtímis regnhlífarsamtök þareð
félögum leyfist að vera í öðrurn
stjórnmálasamtökum og fjölda-
hreyfingum.
í stefnuyfirlýsingunni segir að
helstu verkefni samtakanna séu
m.a. baráttan fyrir nýrri forystu í
verkalýðshreyfingunni og meiri
virkni og lýðræði innan hennar.
Jafnframt segir að samtökin muni
beita sér fyrir kröfugerð í kjara-
málurn sem taki ekki mið af hags-
munum atvinnuveganna heldur
einvörðungu af hagsmunum
launafólksins sjálfs.
Þá er í stefnuyfirlýsingunni
lögð rík áhersla á að samtökin
hafi mótandi áhrif í utanríkismál-
um og að efla þurfi virkari þátt-
töku Islendinga í baráttunni fyrir
friði, jafnrétti og sósíalisma um
allan heim og að efla þurfi barátt-
una gegn herstöðvum Bandaríkj-
anna á íslandi og úrsögn íslands
úr NATO.
-K.ÓI.
Hluthafafundur
Félagsútgáfunnar hf.
veröur haldinn fimmtudaginn 19. júní nk. kl.
20.30 í húsakynnum útgáfunnar aö Lauga-
vegi 18A, 5. hæö, í Reykjavík.
DAGSKRÁ:
1) Tillögur um breytingar á samþykktum fé-
lagsins.
2) Önnur mál.
Stjórnin
^ Bæjarstjóri
Laus er til umsóknar staöa bæjarstjóra hjá
Njarðvíkurbæ.
Umsóknir er greini frá aldri, menntun og
starfsreynslu, berist bæjarritara Njarðvíkur,
skrifstofu Njarövíkurbæjar, eigi síöar en 25.
júní nk.
Bæjarritarinn í Njarðvík
Hjúkrunarfræðingar
Sjúkrahúsiö Patreksfiröi vantar hjúkrunar-
fræöinga til sumarafleysinga.
Nánari upplýsingar hjá hjúkrunarforstjóra í
síma 94-1110 eöa 94-1386.
Viðgerða- og
ráðgjafarþjónusta
leysir öll vandamál húseigenda. Sér-
hæfðtr á sviði þéttinga og fl.
Almenn verktaka.
Greiðslukjör. Fljót og góð þjónusta.
Sími 50439 eftir kl. 7 á kvöldin.