Þjóðviljinn - 17.06.1986, Page 3

Þjóðviljinn - 17.06.1986, Page 3
Rannsóknarlögreglcm Röng og villandi ummæli Eftirfarandi yfirlýsingu sendi Hallvarður Einvarðsson rann- sóknarlögreglustjóri ríkisins frá sér í gær í tilefni af frétt sjón- varpsins í fyrrakvöld um meintar greiðslur frá Hafskip til eins af þingmönnum Alþýðubandalags- ins. „Vegna fréttaflutnings í sjón- varpi í gærkvöldi um rannsókn í svonefndu Hafskipsmáli skal eftirfarandi tekið fram: Frásagnir í þessum fréttatíma frá rannsókn málsins eru eigi byggðar á heimildum frá RLR og eru tilgreind atriði frá rannsókn málsins bæði röng og villandi. Harma ég mjög hin meiðandi ummæli sem samfara þeim komu fram í fréttaflutningi sjónvarps- ins.“ Hallvarður Einvarðsson Frá ritstjórn Þjóðviljans Viss misskilningur og mistök áttu sér stað varðandi meðferð á fréttatilkynningu frá starfsfólki á fjórum deildum Þjóðviljans sem birtist hér í blaðinu á laugardag- inn og laut að þeim ritstjórnar- málum sem þá voru í deiglunni. Ritstjórn Þjóðviljans harmar sinn þátt í þessum fréttaflutningi og viðurkennir að í honum hafi ekki verið gætt nauðsynlegrar hlutlægni. Hreppsnefndakosningar Hlutur kvenna jókst í hreppsnefndakosningunum á laugardag voru alls 715 fulltrúar kosnir í 163 hreppum. í 21 hreppi voru listakosningar en annars staðar voru óhlutbundnar kosn- ingar. Sjálfkjörið var í tvær hreppsnefndir, Akrahreppi og Rípurhreppi. Hlutur kvenna í hreppsnefnd- um jókst eftir þessar kosningar um rúm 2% en einungis á einum stað, í Jökuldalshreppi, var sér- framboð kvenna, H-listi hús- mæðra. Þær hlutu enga konu kjörna. -K.ÓI. Líkfundur Lík í net við Gróttu Síðdegis á sunnudag kom lík í net hjá trillu út af Gróttu. Var björgunarsveit Ingólfs kölluð á vettvang og sótti hún líkið. Að sögn rannsóknarlögregl- unnar var líkið mjög illa farið og hafði auðsjáanlega legið lengi í sjó. Gat lögreglan ekki neitt full- yrt um hvern þarna er um að ræða en sagðist vinna að því að afla frekari gagna um þá sem komið geta til greina. —Sáf FRÉTTIR Það er ekkert smámál að sveifla sér á bak þegar maður er ekki nema níu ára, en þetta gekk allt að óskum. Dóra Bragadóttir var í hópi 15 barna sem voru að byrja á reiðnámskeiði í Saltvík á Kjalarnesi þegar Þjóðviljamenn áttu leið þar hjá í gær. Margir voru þama að fara á hestbak í fyrstasinn og það þurfti að huga að mörgu, en þau eiga eflaust eftir að læra margt á næstu tveimur vikum. Þaö er Sólveig Ásgeirsdóttir sem þarna hjálpar Dóru við að stíga fyrsta skrefið í hestamennskunni. _gg/Sig Guðmundur J. Guðmundsson Yfirlýsing I gærkvöldi var í ríkisfjöhniðl- um frétt af svokölluðu Haf- skipsmáli.Þar var látið að því liggja að þekktur Alþýðubanda- lagsmaður og verkalýðsforingi hafi þegið mútur frá Hafskip hf. Ekki láðist neinum sem á hcyrðu að þar var átt við undirritaðan, Guðmund J. Guðmundsson. Það sem ég er staddur erlendis hef ég beðið um að eftirfarandi yfirlýsing verði birt. Ég hef aldrei, hvorki fyrr né síðar þegið fé frá Hafskip né nokkru öðru skipafélagi, fyrir- tæki eða forsvarsmönnum þeirra. Allar aðdróttanir í þá veru eru úr' lausu lofti gripnar. Ég mun fara fram á að yfir- standandi opinberu rannsókn verði hraðað sem mest og málið skýrt opinberlega. Það er ákaf- lega vítavert að ríkisfjölmiðill skuli birta frétta í þessum búningi þar sem m.a. er vitnað í vitnis- burð manns sem situr í gæslu- varðhaldi. Það er ný aðferð til að gera óhróður trúverðugan. Ég hef gert ráðstafanir til að hraða för minni heim hið fyrsta. 15.06.1985. Guðmundur J. Guðmundsson SAMVINNUBANKI ÍSLANDS HF. -alltaf skammt undan Öllum er augljóst gildi þeí vinna með öðrum - taka sameic lega á þeim verkefnum sem eru hverjum og einum ofviða. Án samvinnu og samstöðu lands- manna allra hefði íslensku þjóðinni seint tekist að brjóta á bak aftur áþján erlends valds og öðlast sjálf- stæði 17. júní 1944. Samvinnufélögin eru frjáls og óháð félagasamtök meira en 45.000 einstaklinga. Samvinnuhreyfingin vill vera öflugur þátttakandi í fram- fararsókn íslensku þjóðarinnar. Hún vill vinna með öðrum þjóðhollum öflum við að byggja upp traust efn- ahagslíf og taka á þann hátt virkan þátt í ævarandi sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar. ^ SAMBAND ÍSLENSKRA SAMVINNUFÉLAGA

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.