Þjóðviljinn - 22.06.1986, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Qupperneq 6
VEIÐI Veiðimaðurinn Munar tugum þúsunda Getur keypt útbúnað á 1000 kr. og allt uppítugi þúsunda Silungsveiði og laxveiði tilheyrir hinn ótrúlegasti búnaður og veiðimaðurinn virðist næstum endalaust geta bætt á sig hinum ýmsu tækjum og tólum. Pessi búnaður býðst á mjög mismunandi verði, ailt eftir því hvað til stendur og hvað maður vill leggja í íþróttina. Þjóðvilja- manni lék forvitni á að vita hvað herlegheitin kosta og brá sér því í Útilíf í Glæsibæ, sem er ein þeirra verslana sem veiðimenn heimsækja gjarna. Ekki gafst tími til að fara í aðrar verslanir og því höfum við engan samanburð milli verslana, en gera verður ráð fyrir að verðmunur sé all nokkur. Verðlagsstofnun hefur ekkert eftirlit með verðlagningu þessara vara, kaupmenn mega leggja á þetta eins og þeim dettur í hug. Sölumenn í Útilífi upplýstu að það er mjög algengt að keyptur sé pakki fyrir börn, þar sem er að finna kaststöng með hjóli, spóna og fleira og fást slíkir pakkar í þessari verslun fyrir 1040-2000 krónur. Þetta er það allra ódýr- asta og hentar börnum og byrj- endum ágætlega, segja þeir. 5.5 feta kaststöng kostar 770- 1800 krónur. Heppilegt hjól á slíka stöng 720-1440. Heppilegt fyrir byrjendur og í raun fullnægjandi útbúnaður þegar spónar og annað smálegt hefur bæst við. Kaststangir sem mælt er með fyrir fullorðna kosta á bilinu 1150-13400 krónur, bæði fyrir sil- ung og lax. Síðan kaupa sumir stígvél sem kosta 2110-2670 krón- ur. Vöðlur kosta 3220-5960, en þær síðarnefndu eru sokkavöðlur og með þeim þarf skó sem kosta upp í 3400 krónur. Þeir sem vilja vera mjög sport- legir kaupa sér veiðivesti fyrir allt að 3280 krónur og eða veiðijakka sem kostar 3920. Fluguveiðimaðurinn fær hjól við sitt hæfi fyrir 1000-3800 krón- ur, stöng á 1400-15800 og línu á 1090-2130 krónur. Eins og sjá má af þessu geta menn útbúið sig fyrir rúmar 1000 krónur og allt upp í tugi þúsunda. —gg Landssamband stangveiðifélaga Alliríveiðiídag! Veiðidagur fjölskyldunnar 22. júní. Ókeypis veiði í Þingvallavatni, Elliðavatni, Kleifarvatni, Vífilsstaðavatni, Langavatni og víðar Veiðidagurinn tókst með afbrigðum vel í fyrra og við vonum bara að það sama verði uppi á teningnum í ár, sagði Rósar Eggertsson rit- ari Landssambands stang- veiðiféiaga, sem verður með Veiðidag fjölskyldunn- ar í dag.Það verður í annað sinn sem slíkur dagur er skipulagður. „Landssambandið býður upp á fría veiði í Þingvallavatni og við ætlunr að reyna aðstoða þá sem þurfa á aðstoð að halda, kenna fólki að kasta og þess háttar ef með þarf. Stangveiðifélag Reykjavíkur verður með Elliða- vatn og býður fólki að veiða þar ókeypis, Armenn verða í Vífils- staðavatni, ég geri ráð fyrir að Hafnfirðingar verði með Kleifar- vatn. Borgnesingar verða með Langavatn og auk þess má gera ráð fyrir að fólki verði boðið í veiði víðs vegar um landið. Þetta tókst alveg sérstaklega vel í fyrra, enda fengum við sól- skin allan daginn. Það er vonandi að við verðum eins heppin núna, en veiðimaðurinn hefur nú oft þurft að bíta í það súra epli að láta rigna svolítið á sig. Þá er bara að búa sig,“ sagði Rósar. —gg Rósar Eggertsson. GÖTT KAST GEFUR FISK SilSiak

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.