Þjóðviljinn - 22.06.1986, Page 7

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Page 7
VEIÐI Vildi ekki vera án veiðinnar Kristján Kristjánsson í KK-sextettinum veiðir og hnýtir flugur af mikilli ástríðu Kristján Kristjánsson er líklega þekktastur fyrir veru sína í KK-sextettinum hér á árum áður, en þeir eru væntanlega færri sem vita að maðurinn er haldinn mikilli veiðidellu og hefur svo verið um áraraðir. Auk þess hefur hann unun af því að hnýta flugur og hefur náð ágætri kunnáttu í þeirri list, eins og veiðimenn vilja kalla þessa iðju. Blaðamanni er enda boðið inn á skrifstofu Kristjáns þar sem hann hefur komið sér upp að- stöðu fyrir hnýtingarnar. „Ég hef hnýtt lengi og hef mjög gaman af þessu. Það er orðið nokkuð al- gengt að menn hnýti sínar flugur sjálfir og mér er óhætt að segja að það hafi færst talsvert í vöxt. Og það eru hér á landi margir frábær- ir hnýtarar, bæði leikmenn og atvinnumenn," segir hann þegar talið berst að hnýtingunum. Svo dregur hann fram listilega hnýtta flugu, sem hann segir vera sitt uppáhald. „Þetta er Matuka- hnýtt fluga og heitir Black gho- ast. Nýsjálendingar tóku upp á því að hnýta þessa tegund og kenna hana við fuglategund sem heitir Matuka. Upphaflega not- uðu þeir nefnilega fjaðrir úr þess- um fugli.“ Veiðimenn með sérstaka tilfinningu Kristján var nýkominn úr nokkurra daga veiðiferð þegar blaðamaður kom í heimsókn. Hann hafði m.a. farið í urriðann í Ég fæ mig aldrei saddan af íslenskri náttúru. Hún er svo yndisleg. Mynd. Sig. Laxá í Laxárdal, sem er mjög vin- sæll staður meðal veiðintanna. „Ég var þarna með alveg geysi- lega skemmtilegum veiðifé- lögum. Það er eins og sumir veiðimenn hafi alveg sérstaka til- finningu fyrir þessu, hvort sem þeir renna í ár eða stöðuvötn. Þeir hafa alveg sérstaka tilfinn- ingu fyrir vatninu og því hvernig fiskurinn hagar sér. Það er alveg sama hvernig aðstæður eru, þeir finna alltaf fiskinn, eða fiskurinn þá.“ Hefur þú þessa tilfinningu? „Nei, ég hef þetta ekki, en ég hef óskaplega gaman af svona mönnum. Sumir halda að þeir hafi þetta ef þeir eru heppnir einu sinni, en það er mikill misskiln- ingur. Það er geysilega margt sem menn þurfa að athuga við þessar veiðar. Það er t.d. mjög mikil- vægt að hitastig vatnsins sé rétt. Síðasta daginn sem við vorum þarna fyrir norðan hafði vatnið hitnað um ein tvö stig, fór upp í níu stig, og það munaði því að fiskurinn tók mun betur en áður. Best er ef hitastig vatnsins er svipað og lofthiti. Það er mjög fínt ef hitinn er svona 10-12 stig, en það er ekki oft sem maður nær því.“ Stöngin fyrir aftan sœtið Hefurðu alltaf haft þennan áhuga á veiði? „Ég byrjaði nú á þessu þegar ég var ungiingur, en það var ekkert í líkingu við það sem nú er. Ég var hljómlistarmaður í mörg ár og þegar ég hætti því stofnaði ég Verðlistann. Þá ferðuðumst við hjónin um landið í mörg ár og stöngin var alltaf bak við sætið hjá mér, en ég mátti aldrei snerta hana meðan á þessu stóð. Svo var lausaverslun á landi bönnuð, það var líklega 1969, og þá byrjaði karl á þessu af alvöru. ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Seinna fór ég svo að hnýta flugur.“ Þú minntist á tónlistina. Ertu alveg búinn að leggja þaðfrá þér? „Ég var í músíkinni í fjölda- mörg ár og þá vann maður 6 kvöld í viku, ólíkt því sem nú ger- ist. En nú er ég alveg búinn að leggja þetta frá mér. Ég seldi meira að segja saxófóninn minn núna um daginn, góðum músík- ant. Þetta var gömul gerð af Selmer Paris. Hann átti kost á nýjum, en hann fór ekki vel í hann, svo hann falaði þann gamla af mér. En ég er alveg hættur að spila.“ Urriðasvœðið mitf uppáhald Snúum okkur þá aftur að veiðinni. Ertu búinn að skipu- leggja veiðisumarið? „Ég er búinn að því. Ég tek sumarfríið eiginlega út í veiðitúr- um, fer aldrei til útlanda í frí. Ég fæ mig aldrei saddan af íslenskri náttúru. Hún er svo yndisleg. Urriðasvæðið við Laxá er t.d. eitthvert það yndislegasta í öllurn heiminum. Enda er það minn uppáhalds- staður. Ég tek það fram yfir alla laxveiði. Bara að vera þarna er alveg stórkostlegt, þegar maður kemur þangað norður er eins og það skipti ekki máli hvað maður veiðir, staðurinn er bara svo frá- bær. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt þótt maður komi þangað ár eftir ár.“ Þú ert kannski ekki mikill lax- veiðimaður? „Ég fór alltaf í Norðurá hér áður fyrr, en það er bara ekki hægt að borga þessar upphæðir fyrir veiðileyfi. Maðurfær urriða- veiðina í Laxá á skikkanlegu verði, en laxveiðin er allt of dýr. Það er búið að sprengja þetta svo upp að það nær ekki nokkurri átt. Ég held bara að við séum farnir að borga það sama og útlending- ar fyrir þetta, jafnvel meira. Eins og það er dásamlegt að veiða í Norðurá. Það er alveg synd að fólk skuli ekki fá að njóta þess." Reiðir veiðimenn Eru veiðimenn yfirleitt reiðir yfir því að það skuli vera búið að gera laxveiði að lúxus? „Já, menn eru afskaplega sárir yfir því. Það er nefnilega annað í þessu. Þegar maður er að veiða verður ntaður líka að geta séð landið, ána, sólina, rigninguna og bara allt sem er í kringum mann. Maður verður að geta notið þess um leið og maður hefur gaman af veiðiskapnum sem slíkum. Þegar menn borga of mikið vill þettagleymast. Það er jafnvel til í því að menn séu að reyna að veiða upp í veiðileyfið. Svo ég held mig að mestu við silunginn. Að vísu er ég með einn dag í Stóru Laxá í suntar. Það er alltaf gaman að vera þar.“ Sá stœrsti 25 pund Þú verður að segja frá stœrsta fiskinum sem þú hefur landað, er það ekki ómissandi? „Stærsti fiskurinn var 25 pund. Ég náði honum í straumunum þar sem Norðurá og Hvítá í Borgar- firði koma sarnan. Þetta var erf- itt, blessaður vertu, ég var kom- inn langt niður fyrir veiðisvæðið, enþað tókst. Þetta varfyrirellefu árurn síðan og ég er orðinn alveg úrkula vonar um að fá hann stærri. Ég setti að vísu í alveg feiknar- legt ferlíki fyrir nokkrum árum í Alviðru í Soginu, en ég missti liann og var alltaf viss um að ég myndi missa hann. En þvílíkt fer- líki. Svo sver og svo langur, það hefði ekki verið amalegt að ná honurn á land." Veiðidellan er ekkert að missa tökin á þér? „Nei. Þetta gefur mér svo mikla sálarró, bæði fluguhnýting- arnarog veiði í ám og vötnum. Eg vildi ekki fyrir nokkra muni vera án þess,“ segir Kristján að lok- um. —gg Veiðidagur fjölskyldunnar Landssamband stangveiðifélaga hveturtil þátttöku á veiði- degi fjölskyldunnar á sunnudaginn. Ókeypis veiði og leiðbeiningar kunnáttumanna víða um land. Kynnið ykkur aðstæður í heimabyggð ykkar. Leiðbeinendurfrá Lands- sambandinu verða við Vatnskot við Þingvallavatn frá kl. 10 f.h. Mætið sem flest með veiðitækin og njótið dagsins. Gúmmíbátar 1-2-3-4 manna Árar, handdælur, rafmagnsdælur Sundlaugar Sundhringir Vindsængur Sundboltar Stólar visa - kreditkort Póstsendum samdægurs Leikfangahúsið Skólavörðustíg 10 Sími 14806

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.