Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 9
Síðasti miðalda- kóngurinn Hundrað ár frá því að mannafœlan og Wagnerdýrkandinn Lúðvík annar Bœjarakóngur drukknaði í Starnbergervatni. Lúðvík var maður fríður sýnum. Fyrir hundraö árum drukknaði Lúövík annar, konungur Bæjaralands í Starnberger- vatni og meö honum geð- læknirinn von Gudden. Ekki vita menn enn með vissu, hvernig dauða þeirra bar að höndum: sumir telja að vit- skertur konungur hafi kosið að fremja sjálfsmorð og tekið lækninn með sér- aðrirtelja að um pólitísktsamsæri hafi verið að ræða. Svo mikið er víst, að Lúðvíks þessa er nú minnst sem sannrar þjóðhetju í Bæjaralandi, eins þótt hann þætti á sínum tíma ónytjungur hinn mesti, mannafælaog eyðsluhít sem sóaði morðfjár í undarlegarog furðu róman- tískar byggingarframkvæmd- ir. Sumir segja: hann var and- stæða fullkomin við hina iðju- sömu og herskáu Prússa sem voru að sameina Þýskaland undir sín- um hatti á hans tíð. Hann vildi sem fæst af styrjöldum vita, hann var einskonar poppkóngur löngu Rekkja konungs í Neuschwan- stein. á undan sinni samtíð, blómabarn sem heldur vildi hlusta á sjúka tónlist vinar síns Richards Wagn- ers en fást við stjórnsýslu og önnur leiðindi. Og hann var fríður sýnum og hommi og draumóramaður. Og þær óprak- tísku hallir, sem hann reisti eru nú einhver helsta túristabeita Bæjaralands - þangað koma á ári ráðherrar hafa stíað þeim í sund- og í þeirri sameiningarvímu og ur: „Við þekkjum, skiljum og þjóðernisfylleríi, sem fylgdu sigri elskum hvor um annan. Vald { þvf stríði, var Bæjarakóngur mvrkursins hrekkur af okkar víðs fjarri. Hann fór ekki út úr traustu brynju“. húsi og breiddi fyrir gluggana. Neuschwanstein var eftirlíking riddarakastala. hverju 2,5 miljónir gesta. Og Bæjarar halda mikla hátíð í sum- ar til að minnast þess að þeir hafa í hundrað ár verið án þessa sér- stæða konungs. Þeir munu safna til sín túristum frá Bandaríkjun- um og Japan, selja Lúðvíksdiska og Lúðvíkssápu og efna til mikill- ar flugeldasýningar á Starnberg- ervatni með Wagnermúsík og öðrum fögnuði. Foss í svefn- herberginu Lúðvík var aðeins nítján ára að aldri þegar faðir hans, Maximi- lian annar, lést árið 1864. Hann tók þá við konungdómi og naut þá og furðulengi síðan mikilla vinsælda meðal þegna sinna, eins þótt hann gerði sér aldrei far um að öðlast hylli þeirra. Og strax byrjaði hann á þeim innrétting- um sem hann varð frægur fyrir. Hann settist að í höllinni Ho- henscwangau og lét breyta svefn- herbergjum þar. Við rúm sitt lét hann koma fyrir klettaeftirlík- ingu og gervifossi, allt í kring voru appelsínutré í stórum pott- um og yfir honum gervinætur- himinn með stjörnum og tungli. Skömmu síðar hófst sá vin- skapur sem mikil og langvinn áhrif hafði á hinn unga konung og stöðu hans í Bæjaralandi. Ric- hard Wagner hafði verið útlægur frá Þýskalandi frá því hann var flæktur í uppreisnir ársins 1848. Hann var nú kominn aftur til Þýskalands og árið 1865 var óp- era hans, Tristan og Isolde, frum- flutt í höfuðborg Lúðvíks, Munc- hen. Lúðvík hafði snemma kynnst tónlist Wagners og sökkt sér niður í kenningar hans og fyrr en varði hafðitekist með þeim mikil vinátta. Kóngur vildi allt fyrir dýrling sinn gjöra, jós í hann fé og átti mikinn þátt í að byggja upp þá Wagnerdýrkun sem lengi hefur lifað síðan. En ráðherrum, sem héldu um pyngjur ríkisins, og góðborgurum, sem höfðu áhyggjur af mannorði konungs, fannst nóg um þennan vinskap, sem hafði mjög greinilegan hóm- ósexúaían keim, þótt flestir telji svo að ekki megi taka hástemmt cg innilegt orðalag bréfa sem fóru á milli konungs og tónskálds bókstaflega. En þar er að finna setningu sem þessa - úr bréfi sem Lúðvík skrifar vini sínum þegar Faldi sig fyrir sögunni Á meðan þessu fór fram voru stórtíðindi að'gerast í Bæjara- landi og öðrum hlutum Þýska- lands. Stjórnarbætur skertu vald konunga, verkalýðshreyfing sótti fram með örri iðnvæðingu. Lúð- vík Bæjarakóngur vildi sem fæst af þessu vita. Allra síst vildi hann taka þátt í styrjöldum og þegar Bæjarar fóru í stríð með Austur- ríki gegn Prússlandi 1866 kom hann hvergi nærri. Prússar unnu það stríð og Bæjaraland neyddist til að gera við þá auðmýkjahdi varnarbandalag. Sá samningur neyddi svo Bæjara til að marséra með Prússum og öðrum þýskum ríkjum gegn Frökkum árið 1870 - Lúðvík dró aldrei dul á að hon- um var meinilla við þau áform Vilhjálms Prússakóngs að gerast keisari yfir öllum Þjóðverjum. En hann lét engu að síður hafa sig til þess að skrifa eða skrifa undir „keisarabréfið“ svokallaða, þar sem hann í krafti ættemis og svo þess að Bæjaraland var næst- stærsta eining hins þýska veldis, eins og fer fram á að Prússakon- ungur gerist keisari. Ýmislegt bendir til þess að Bismark, kansl- ari Prússlands, hafi komið þessu til leiðar með því að notfæra sér skuldasúpu þá sem Lúðvík var sokkinn í vegna hallabygginga sinna. Verið getur að konungur hafi fengið um sex miljónir gyl- lina beint úr sjóðum Prússa (fram hjá stjórn Bæjaralands) sem eins- konar mútur. Þess skal getið, að til eru Lúðvíksvinir í hópi sagn- fræðinga sem harðneita því enn í dag aö hann hafi tekið við mútum. Endalok Eftir 1870 var sjálfstæði ein- stakra ríkja innan þýska keisara- dæmisins varla nema nafnið tómt. Lúðvík annar dró sig nú með öllu í hlé - kom ekki framar til Munchen og helgaði sig alfarið því að byggja sér eigið drauma- ríki í Ölpunum. Hann hefur sjálf- ur komist svo að orði, að það sé nauðsynlegt að búa til „skáldlegt athvarf1 þar sem menn geta gleymt þeim viðbjóðslega heimi sem við lifum í. Þekktasta dæmið um þennan lífsflótta er höllin Neuschwan- stein sem átti að vera eftirlíking þýskra riddarakastala miðald- anna. Innréttingar voru þar og annars staðar gerðar í anda ævintýralegrar sérvisku: til dæm- is var borðstofan í höllinni Lind- erhof svo útbúin, að þegar kóng- ur vildi opnaðist gólfið og upp kom borð, hlaðið krásum og borðbúnaði - og sökk svo í gólf niður að lokinni máltíð. Lúðvík lét jafnan bera á borð fyrir a.m.k. þrjá eða fjóra gesti enda þótt hann snæddi jafnan einn - og taldi sig þá eiga í samræðum við Lúðvík fjórtánda Frakkakonung eða Lúðvík fimmtánda og frillur hans. Og í stað þess að ferðast og sjá fjarlæg lönd, lét þessi rómantíski konungur, sem smám saman var á leið út í vitfirringu, mála undur veraldar á veggi halla sinna. Verður sú raunasaga ekki rak- in hér í smáatriðum. En hitt er víst, að árið 1886 hafði stjórn Bæjaralands ákveðið að lýsa Lúðvík óábyrgan gerða sinna og loka hann inni í Berg-höll. Dró þá að þeim sviplega dauða hans og geðlæknisins von Gudden sem áður var um rætt. Eftir standa hallirnar undarlegu, minningar um sérstæðan lífsferil, sem sífellt freista æyisagnaritara, kvik- myndagerðamanna og jafnvel skálda. Allt verður þetta svo efni í sérstæðan og söluhæfan söknuð eftir tíma, sem ekki er langt undan, en nógu langt samt til að menn finni hjá sér mikla þörf að fegra hann: allt hafði annan róm, áður í konungdóm... ÁB tók saman. Sunnudagur 22. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.