Þjóðviljinn - 22.06.1986, Síða 15

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Síða 15
Utvarp Svo herma fornar bækur að Þór hafi verið sá ása, sem íslenskum gagnaðist best á þeim tímum er norrænn siður var í hávegum hafð- ur. Nú þúsund árum eftir lögtöku kristni heiðrum við þrumuguðinn með því að hvíla landsmenn á sjón- varpsglápi þá daga er kenndir eru við hann. Það er mikið guðslán að okkur hefur tekist að halda fimmtudögum í sjónvarpslausu horfi á þessum fjölgeðbiluðu tímum. Skrambi er það líka skemmtileg tilviljun að þeir í Mexíkó skuli einnig virða helgi þessa dags og láta tuðruspark kjurt liggja á degi Þórs, því ekki efa ég að Bjarna Fel hefði tekist að gera áratugahefð að engu ef leður- tuðran væri á fleygiferð í hitasvækj- unni við miðbaug. Á fimmtudaginn var blíðskapar- veður og eftir kvöldmat dröttuðust miðaldra húsdraugar út undir bert loft og skriðu um í blómabeðum, eða létu sláttuvélar draga sig eftir túnbleðlinum og einstaka maður hékk upp í stiga utan á húsvegg vopnaður málningarbursta. Við sem inni sátum leyfðum hljóðvarp- inu að mala fram yfir fréttir og dag- legt mál og komumst að raun um að dagskránni er ekki lokið klukkan átta. Ég náði að hlusta á einstaka dag- skrárlið þetta kvöld frá upphafi til enda og heyrði jafnframt brot úr öðrum milli þess að tekið var á móti gestum, því fimmtudagskvöld eru þau kvöld sem eiga má von á óvæntum heimsóknum. Þar sem sonurinn var úti að sparka úr sér áfallið eftir tap Dana, fékk gamla gufuradíóið að mala óhindrað þessa kvöldstund og vinsældalisti rásarinnar og Svavar Gests frömdu því engin helgispjöll á heimilinu þetta kvöldið. Útvarpsleikritið var nefnt því kitlandi nafni Stríð og ástir. Þeir Viðar Eggertsson og Karl Ágúst Úlfsson léku þar unga hermenn í flugher Breta í síðari heimsstyrj- öldinni og tókst ágætlega til í hlut- verkum sínum, unglingarnir sem í hildarleik stríðsins þroskast fyrir SIGURÐUR Á. FRIÐÞJÓFSSC aldur fram og þurfa að taka ákvarð- anir sem reynast flestum um megn. Ekki verður sagt að leikrit þetta hafi verið ýkja frumlegt og hefði það að mörgu leyti hentað betur sem smásaga. Stefáni Baldurssyni fórst leikstjórn vel úr hendi og er óskandi að hann leyfði útvarps- hlustendum að njóta oftar hæfi- leika sinna. Það má hinsvegar setja spurning- armerki við valið á þessu leikriti, einsog oft áður. Eigi útvarpsleikrit- in að öðlast þann sess sem þau skipuðu hér á árunum áður verður að vanda valið og velja leikrit sem á einhvern hátt hræra upp í hlustend- um. Kannski er það óskhyggja að ætla að útvarpsleikrit nái aftur þeirri lýðhylli sem þau höfðu fyrir daga sjónvarps. Það ber þó að virða það frumkvæði sem nú er uppi með leikritasamkeppni útvarpsins. Hámenningarlegur samleikur í útvarpssal leysti svo leiklistar- gyðjuna af hólmi og drukknaði í spjalli við gesti sem borið hafði að garði. Það var menningarlegur blær á dagskránni þetta kvöld því að lokn- unt samleiknum fékk skáldskapur í bundnu og óbundnu formi sinn skammt. Samsuða um afmælis- barnið Reykjavík og sem fyrri dag- inn voru molar tíndir upp úr gullkistum þeirra Þórbergs og Lax- ness. Ekkert sem kom á óvart og formið á þættinum þurrt og ofnotað af bókmenntaþáttagerðarmönnum Ríkisútvarpsins. Reyndar náði ég ekki að hlusta á nema brot af þætt- inum og ætti því ekki að kveða upp svona dóm. Á tólfta tímanum var svo skipt yfir á rásina og minningar upprifj- aðar undir vinsælustu lögum 1959, sem þeir Trausti Jónsson og Magn- ús Þór, alías Megas, kynntu. Sjónvarp Nýr ástralskur framhaldsmynda- flokkur lagðist svona sæmilega la-la í mig. En það var ýmislegt í honum sem var þess virði að vara barna- fólk við. Sjónvarpið er sálarlega einhæft og spart á viðvaranir um efni. Það voru fróðlegir eftirmiðdags- þættir í útvarpinu í síðustu viku með viðtölum við ágætismenn eins og Þráinn Bertelsson og Þorbjörn Broddason. Þar kom m.a. fram að barnaefni verður að vera fyrsta flokks og að það þarf að auðvelda fólki að „rit- skoða“ það efni sem börn sjá. Fréttatímar, þótt skrýtið sé hafa haft slæni og töluvert alvarleg áhrif þessa síðustu mánuði. Viðhorf margra barna til utanlandsferða t.d. eru orðin eitthvað á þessa leið: flugvélar eru til þess að hrapa, á hótelum springur maður í loft upp. Á götum erlendra borga er ekki fólk og börn heldur hryðjuverka- menn (eins og Grýla var...) með byssur og sprengjur. Svo er allt eitrað og maður verður geislavirk- ur. Deyr af einum með dýfu (ís!). Ég held maður verði að bíta í það súra epli að fyrir íslenskum börnum geisar fyrsta flokks stríð í heintin- um. Enda fá íslensk börn furðulega mynd af umheiminum ef maður fer að hugsa út í það. Allt sem er blóð- ugt og ofsafengið er á útlensku frá útlöndum. Það sem er vingjarnlegt og værðarlegt er íslenskt á íslensku. Tökum lauflétt dæmi: í hóteli á sól- arströnd sprakk sprengja. Næsta frétt: Sláttur er hafinn undir Eyja- fjöllum. Jæja, hvar hefðirðu heldur viljað vera? Nú, auðvitað undir Eyjafjöllum, enda dásamlegur staður eins og unaðsreiturinn Mar- belle er líka. En það er ekki mer- gurinn málsins. Afturámóti eru það slæm örlög fyrir nútímabörn að finnast heimurinn dauðagildra. Það þýðir lítið þessar vikurnar að segja: „Á mamma að safna pening- um elskurnar og bjóða okkur í blessaða sólina og dýrðina á Spáni?“ Nei, við viljum heldur fara í tjald á Þingvöll. Stuttbuxurnar heittelskuðu eru orðnar tákn skelfingarinnar. Sirk- usar, tívolí, dýragarðar og sólskin SIGRIÐUR HALLDÓRSDG eru ekki lengur tælandi dásemdir íslenskra vetrarbarna. Nú híma þau með þessa sérkennilegu skynsemi sem þeim er gefin útundir vegg heima á íslandi og bíða eftir sólar- glennu svo hægt sé að prufukeyra Þingvallatjaldið. Þráin eftir að kynnast nýju og lenda í ævintýri verður aldrei skafin af þeim. Og þessvegna er bráð- nauðsynlegt að breyta ímynd þeirra af heiminum. Þar á sjónvarpið fyrsta leik. Það verður að viður- kennast þar eð íslenska sjónvarpið er öðru vísi en flest önnur. Efnið er erlent, fólkið ekki. í fyrsta Iagi ætti það ekki að setja nokkurn hlut á hausinn þó kennt yrði það tungu- mál sem sjónvarpinu er tamast, enskan. í öðru lagi jákvæðari elskulegri og víðsýnni mynd af ver- öldinni. Hundurinn liggur töluvert grafinn í fréttum og íslenskum upp- lýsingum og umræðuþáttum. Ein- föld skýring á því, þessir þættir eru á íslensku sem er eina tungumálið sem börnin skilja. Hvort efnið er ekki við hæfi þeirra, oft leiðinlegt og fráhrindandi kemur málinu ekki við. Þau horfa og hlusta því þau skilja tungumálið. Sjálfsagt er maður búinn að tönnlast á þessu en breyting á útsendingartíma myndi gera gagn. Er kannski hafin á kurt- eislegan hátt, nú þegar barnaefnið er á klukkutímanum fyrir fréttir. Fréttir klukkan níu? Þá eru krakk- arnir orðnir syfjaðir en klukkan átta og eiga erfiðara með að mynda sér skoðanir um hlutina? Svo er að þakka það sem vel er gert. Litla ljúfa myndin um kjöt- iðnaðarmanninn var indæl og ís- lensk. Frú Vigdís Finnbogadóttir gerir mann sjálfan og börnin af- skaplega montin af sér og sínu. Franska kellingin við hliðina á for- setanum, Lafði Picasso, hafði ekki glæsibrag og hlýjuna íslensku. Bandaríski kvikmyndafram- leiðandinn Robert Altmann sem hefur hlotið viðurkenn- ingu undanfarin ár sem einn frumlegasti kvikmyndagerð- armaðurinn í Hollívúdd, hefur nú yfirgefið kvikmyndaborg- inafrægu, að eigin sögn. Hann er kominn til Parísar þar sem hann ætlar sér að setjast að. „Hér leyfist kvikmyndagerðar- mönnunt að hafa sína sérvisku," segir Altmann í viðtali. „Ef kvik- mynd manns slær ekki í gegn, er maður ekki spurður: „Hvernig líður þér eftir þessi mistök þín?“” Fjölbreytilegur kvikmynda- gerðarmaður Kvikmyndir Altmanns er ákaf- lega ólíkar, allt frá pólitík, „Secr- et Honour”, ævintýrakenndur kvikmyndasöngleikur. Popeye, (Stjáni blái) yfir í svarta garnan- leikinn M.A.S.H. sem margir minnast sjálfsagt. Fjöldi mynda Altmanns hafa verið sýndar hér á landi, má þar nefna Þrjár konur, Brúðkaup, Nashville, og áfram má telja. Sú ntynd hans seni nú er einna mest talað unt er Fool for Love. Sú mynd er byggð á þekktu leikriti bandaríska leikritahöfu- ndarins Sam Shepard. Hann hef- ur reyndar birst mjög oft undan- farið á hvíta tjaldinu og leikur að- alhlutverkið í Fool for Love. (Eitt leikrita Shepard, Barn í Garðinum, var sýnt hér fyrir nokkrum árum í Iðnó við góðar undirtektir). Fool for Love var sýnd nýlega á kvikmyndahátíð- Robert Altman Robert Altman. „Það er ekkl aðeins hugsað um peninga og hagnað i franskri kvikmyndagerð.“ Ekki við eina fjölina felldur Bandaríski kvikmyndaleikstjórinn hefurfengið nóg af Bdndaríkjunum, er fluttur til Frakklands og fœst þar jafnt við óperur sem kvikmyndir. Nýjasta mynd hans, Fool for Love, mun vœntanleg innan tíðar í Austurbœjarbíó inni í Cannes þar sent hún hlaut mjög góðar undirtektir. í Banda- ríkjunum voru menn ekki alveg eins ánægðir. Meðal annars var sagt að Altmann missti í mynd- gerðinni mikið af spennu svið- sverksins. Altman svarar þessu á þann veg að engin ein útsetning geti verið hin rétta. „Það eru ekki lygar heldur líf.“ Sannleikurinn verður ekki höndlaður „Sannleikann náum við hins vegar aldrei að höndla,“ segir hann. Hann gefur lítið út á þá gagnrýni að myndin fölni í sam- anburði við sviðsverkið. „Sagan er að hluta til sjálfsæfisaga og Shepard lék aðalhlutverkið, hann veit hvað hann er að gera.“ Altman er þekktur fyrir að gefa leikurum sínum gott olnboga- rými, hann segist leita tvíræðni og hins óvænta. „Það væri því mjög óeðlilegt að vera stöðugt að gefa fyrirskipanir um minnstu hreyf- ingu og svipbrigði. Það sem ég leita að og finn er hið óvænta. Ég skapa ekki, ég segi frá. Ég hef samt sem áður auðvitað ákveðna stjórn á því hvernig ég sé hlutina og það sýni ég áhorfendum." Um Flagarans flóttskapar sögu Fool for Love var kvikmynduð í Nýju Mexíkó en öll klippt í Par- ís. Altman hefur nú undanfarið leikstýrt óperu Stravinskís The Rake s Progress (sem nefna má Flagarans fláttskapar sögu) í Lille í Suður-Frakklandi. Altman hef- ur áður leikstýrt þessari óperu Stravinskís sem byggð er á svart- listarmyndum Bretans Hogarth. Altman stjórnaði óperunni fyrir mörgunt árum í háskólanum í Michigan í Bandaríkjunum og nú er þessi sýning sett upp í Lille á vegum Óperunnar þar og Michig- anháskóla. „Þetta er eins konar kammer ópera í Mozart stíl sem ég gerði að leikhúsi, stór-óperu. Það eru 100 leikarar á sviðinu," segir Altman urn þessa uppsetn- ingu sína. La Scala vildi fó Altman Hann nýtur greinilega mikils álits á þessu sviði því La Scala óperan í Mílanó hefur beðið hann að setja þar upp nokkur verk. Hann hefur hins vegar afþakkað þetta boð, vill ekki missa tímann sem færi í slíkt verkefni. Nú er Altman í París að vinna að gerð myndar eftir bandaríska leikrita- skáldið Christopher Durang, „Beyond Therapy“. Durang þessi skrifaði leikritið „Sister Mary Ignatius Tells It All“. Bey- ond Therapy gerist svo til öll á veitingahúsi og leikararnir eru flestir bandarískir.Julie Hagert, Jeff Goldblum, Carol Burnett og Alan Arkin. í september hefur Altman í hyggju að snúa aftur til Banda- ríkjanna í stutían tíma til að kvik- mynda framhald Nashville. Hún á að nefnast Nashville 12, gerist 12 árum síðar og segir frá hvað hefur orðið um persónurnar í fyrri myndinni sem gerðist í hinni frægu höfuðborg bandarískrar þjóðlagatónlistar í Tennessee fylki. Altman segir að márgir leikaranna úr fyrri myndinni, þar á meðal Lily Tomlin og Keith Carradine hafi samþykkt að endurtaka leikinn. Altman er hins vegar ekki svo viss um að tónlistarmenn og íbúar Nashville taki honum opnum örmum í ann- að sinn. „Þeir voru ekkert himin- lifandi þegar ég var þar síðast," segir Altman og glottir. Nashville var nokkuð grá gamanmynd um lífið í þessari háborg kántrítón- listarinnar en um leið ádeila á bandarískt neyslusamfélag. Margar hugmyndir í gangi Altman segist hafa verið á leiðinni til Frakklands í ein tvö ár, það taki hins vegar tíma að korna sér fyrir í landi þar sem hann talar ekki málið. „Ég get ekki unnið með aðstoð frönsk- unnar enn sem komið er, og get ekki gefið mér tíma til að reyna það þegar ég þarf stöðugt að vera að taka ákvarðanir," segir hann. Hann er nieð fjölda hugmynda í gangi þessa dagana. Þar má nefna mynd seni nefnist Biarritz. Hún verður kvikmynduð í borg- inni með sarna nafni, við landa- mæri Spánar og Frakklands. Myndin segir frá Bandaríkja- manni sem verður ástfanginn af franskri konu. Hann talar ekki frönsku og hún ekki ensku. Altman hefur einnig í hyggju að gera mynd um franska tískuheim- inn. Myndin á að heita Pret a Porter. Altman hefur hugsað sér hana í svipuðum stíl og Nashville, hún segi sögu nokkurra persóna. Myndin verður „tvímála", per- sónur tala til skiptis ensku og frönsku. Aðspurður hvort ntynd- in verði eins konar Babelsturn, öngþveiti margra tungumála, segir Altman það ekki svo vit- lausa samlíkingu. „Ég hef í raun átt við santa vandamál að stríða, ég skil það vel.“ IH Sunnudagur 15. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.