Þjóðviljinn - 22.06.1986, Síða 16

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Síða 16
Verkamenn í Þýskalandi Hitlers eftir Therkel Strœde Þýð. Eiríkur Hjálmarsson Um 100.000 danskirverka- menn fluttust til Þýskalands meðan á hernámi Danmerkur stóð til að vinna. Nákvæma tölu hafa menn ekki en dönsk yfirvöld skráðu 127.910 brott- farir og með þeim voru 14.136 konur. Einhverhlutifólksins var að fara í annað skipti. Brögð voru einnig að óskrá- settum ferðum. Straumur verkafólkstil Þýskalandsvar þyngsturfyrstu mánuði her- námsins en úr honum dró er frá leið þó með miklum árstíð- asveiflum. Reglan var sú, að mönnum var það í sjálfsvald sett hvort þeir færu inn á þýsku vinnumiðlunina og föluðust eftir ráðningarsamn- ingi. Þetta frelsi verkamannanna var ákveðið í samkomulagi því er Danir og Pjóðverjar gerðu með sér í maí 1940 varðandi fram- kvæmd ráðninganna og var aldrei gerð breyting þar á. Aldrei komu til tals nauðungarflutningar með vopnavaldi svo sem tíðkaðist í öðrum ríkjum hernumdum af Þjóðverjum. Möguleikarnir á launavinnu Forsenda hins mikla áhuga Dana á vinnu í Þýskalandi - ekki einungis verkafólks, heldur einn- ig skrifstofufólks, iðnaðar- manna, hjúkrunarfólks og bú- lærðra - var hið mikla atvinnu- leysi heima fyrir. 1940 var atvinnuleysi meðal félagsbundins verkafólks 23,9% að meðaltali. Þess utan voru ófáir sem komust í raun aldrei inn á vinnumarkaðinn og á það sérstaklega við um ungt fólk og þá fjölmörgu sem land- búnaðarkreppa fjórða áratugar- ins hrakti úr sveitasamfélögunum á mölina. Einnig voru margir sem drógu fram lífið á sveitastyrkjum einum saman og fannst það auðmýkjandi. Það voru fyrst og fremst hinar miklu efnahagslegu þrengingar sem ýttu við fólki: vonin um launað starf, þó það væri erlendis og jafnvel þó það væri í Þýska- landi nasismans. Útþráin hafði einnig sitt að segja hjá mörgum: væri manni aura vant var Þýska- landsvinnan í raun eina leiðin burt úr beddanum í dagstofu for- eldranna og e.t.v. burt frá slæmri byrjun heima fyrir. Nasistar eða „Þjóðverjavinir“ voru ekki margir meðal Þýska- landsfaranna. Leynilegar athug- anir sem þýska bréfritskoðunin gerði, hljóða upp á 2-4%. í bréfum sem ritskoðunin klófesti gefur að líta dæmi þess að nasist- ar væru lagðir í einelti og áreittir af hinu verkafólkinu. Það getur verið ein ástæða þess að nokkrir þeirra gengu til liðs við SS- sveitirnar „Frikops Danmark". Allt bendir til þess að hug- myndafræðilegar vangaveltur - með og á móti því árásarveldi er hernumið hafði „litlu Danmörk", með eða á móti fasismanum sem hafði útrýmingu allrar verkalýðs- hreyfingar að markmiði - hafi haft lítið að segja þegar menn, sem höfðu aðeins vinnuafl að selja tóku afstöðu til þess hvort þeir ynnu í Þýskalandi eður ei. Það var frekar vonin um að fá starf sem var hinni pólitísku og hernaðarlegu atburðarás yfir- sterkari. Þegar setuliðið hóf hinar miklu byggingaframkvæmdir (sam- göngubætur, varnarbyrgi o.fl. o.fl.) á árunum 1943-1944 hafði það í för með sér gífurlega mikla vinnu í Danmörku, en engu að síður fóru menn til Þýskalands á vegum danskra verktaka sem hlotið höfðu verk eða hreint og beint leigðu þýskum fyrirtækjum vinnuafl. í Þýskalandi Hitlers Danska verkafólkinu var flestu komið fyrir í norðurhluta Þýska- lands - í Bremen, Lúbeck, Rost- ock, Kiel og flestum í Hamborg. Bygging loftvarnarskýla, niðurrif og viðgerðir laskaðra húsa og alls kyns byggingaframkvæmdir var starfi margra. Rúmlega helming- ur Dananna var ófaglærður en iðnaðarmenn voru einnig margir. Stór hluti þeirra voru járniðnað- armenn og fengu aðallega vinnu í hinum risavaxna hergagnaiðn- aði. Nokkur þúsund þeirra störf- uðu á kola- og surtarbrandssvæð- unum í Ruhr-héraðinu. Hluti verkamannanna var ráðinn í þjónustugreinar og til hins opin- bera. Var því þannig varið með margar kvennanna sem fengu skipun í stöðu sporvagnstjóra eða innan póstþjónustunnar. Yfirleitt var tímakaupið lægra en tíðkaðist í Danmörku og sum- staðar mikið lægra. Vinnutíminn var einnig lengri og komst upp í 72 tíma eða meira á viku. Danirn- ir unnu gjarna yfirvinnu því lítið var um aðra möguleika á tóm- stundagamni en veitinga- eða kvikmyndahús og hinu opinberu pútnahús. Fæstir áttu kost á sérí- búðum og urðu menn yfirleitt að deila herbergi eða svefnskála með öðrum og þá oft af hinu ýms- asta þjóðerni. Til að bæta upp næringarsnauða þýsku fæðuna átti danska verkafólkið þess kost að kaupa staðlaða matarpakka. Höfðu þeir að geyma ost, lifrar- kæfu og danskar niðursuðuvörur sem lentu ósjaldan á svartamark- aðnum eða voru notaðar sem mútufé. Möguleikinn á að senda heim til Danmerkur hluta vinnu- launanna hafði mikið að segja hvað varðaði fjölda þeirra er þekktust Þýskalandsvinnuna en tæpur helmingur þeirra voru fyrirvinnur sinna heimila. Þýskalandsfararnir urðu að skrifa undir skjal þess efnis að þeir undirgengjust þýskan vinnu- aga en það fól m.a. í sér að þeir gátu ekki sagt upp ráðningar- samningi sínum án leyfis frá vinnumálayfirvöldum („Arbeits- amt“). Flestir samninganna hljóðuðu upp á 6 mánaða gildis- tíma en fjölmörg dæmi eru þess að verkafólkinu hafi verið neitað um lausn frá starfi og heimfarar- leyfi þrátt fyrir að samningstím- inn væri úti, (á hinn bóginn voru aðrir sem sífellt framlengdu samningstímann). Þeir sem fóru Núumhelginahefstí Odda norræn ráðstefna um sögu verkalýðs- hreyfingarinnará Norðurlöndunum og hefurMFAundirbúið ráðstefnuna í samvinnu við fulltrúa Sagnfræði- stofnunar Háskólans. Meðal þeirra sem sækja þessaráðstefnuer Therkel Stræde, sem tók saman þessa grein um danska verkamenn í Þýskalandi á hernáms- árunum, en Therkel er væntanlegurtil landsins ídag. 5. maís.l. var frumsýnd í Danmörku sjónvarpsmynd um þetta sama efni og vakti húnmiklaathygliog hlaut góða dóma. Mynd- in,semerleikinheim- ildamynd, byggðiá handriti Therkels. Eirík- urHjálmarsson, sem þýddi þessagrein hefur einnig ritað athyglis- verðaritgerðumís- lenska verkamenn, sem fórutil Þýskalandsá þessum árum, en þýsk fyrirtæki reyndu að lokka verkamenn frá ís- landitilað flytjasttil Þýskalands á árunum fyrirstríð. 10 íslendingar fóru utan vorið 1939 til að vinna við fiskverkun, en komuallirheimí stríðsbyrjun um haustið. samt áttu á hættu að vera teknir af Gestapó, tugtaðir í uppeldis- búðum („Arbeitserziehungslag- er“) og sendir aftur á vinnustað- inn. Þrátt fyrir að minnst 83 Þýsk- alandsverkamenn hafi látist í þar- lendum fangelsum eða útrýming- abúðum bendir ekkert til að efnt hafi verið til neinna mótmæla, smárra og stórra, né heldur reglu- legra verkfalla. Að áeggjan stjórnvalda Þeir sem fóru til Þýskalands gerðu það af ýmsum ástæðum. Þegar megnið af landbúnaði, verslun og iðnaði Dana var beint eða óbeint í þágu þýskra sáu menn ekkert bogið við það, að vinna almenna borgaralega vinnu í Þýskalandi sjálfu. Dönsk stjórnvöld höfðu goldið flutning- unum vilyrði og lagt á það áherslu við verkafólkið að nauðsynlegt væri að margir skráðu sig því Danir væru háðir Þjóðverjum um kol og koks. Verkalýðshreyfingin samþykkti að félagsgjöld yrðu látin liggja á milli hluta svo að aðild að verkalýðsfélögum og atvinnuleysissjóðum gæti haldist óbreytt. Verkamenn sem brutu samninginn og komu of snemma heim voru útilokaðir frá atvinnu- leysisbótum. Hluti verkafólksins greinir frá því, að loftmiklir starfsmenn hjá vinnumiðluninni og lífeyrissjóðunum hafi hótað því að skrúfa fyrir bæfur til þeirra sem ekki vildu vinna í Þýska- landi. Atvinnu- og félagsmála- ráðuneytið veitti og félagsmála- nefndum sveitarfélaganna hei- mild til að loka fyrir almannabæt- urnar í slíkum tilfellum. Það var „samsteypustjórninni", hinu leiðandi afli hennar, sósíaldem- ókrötum og verkalýðshreyfing- unni ekkert á móti skapi að geta, sumarið 1940, sinnt bón Þjóð- verja um vinnuafl af vinsemd og dregið jafnframt úr atvinnu- leysinu, því að atvinnuleysið gat hæglega valdið óróleika í þjóðfé- laginu og þar með stefnt „sam- vinnustefnu" stjórnarinnar gagnvart hernámsveldinu, eins og sagnfræðingurinn H. Kirch- hoff hefur kallað hana, í voða. Þýska vinnu- miðlunin Ráðning Þýskalandsverka- fólksins fór fram í gegnum þýsku vinnumiðlunina í Kaupmanna- höfn en síðan hafði hún útibú í ýmsum héraðsbæjum. Auk þess fóru starfsmenn D.H. („Deutsc- he Arbeitsvermittlungsstelle“) reglubundnar ferðir til þeirra bæja þar sem ekkert útibú var að finna. Hinn 26. febrúar 1941 lögðu 65 verkamenn upp frá brautarstöð- inni á Helsingjaeyri. Þessi hópur, sem valinn er af handahófi, er til dæmis um hvernig samsetningur Þýskalandsverkafólksins var. f hópnum voru 1 múrari, 2 tré- smiðir, 12 verkamenn úr járniðn- aði, 18 handlangarar, 8 jarðvegs- og steypuverkamenn, 12 ófag- lærðir iðnverkamenn, 5 bakarar, 1 slátrarasveinn, 1 klæðskeri, 1 seglasaumari, 2 stofustúlkur og 2 verkakonur. 15 voru giftir, 48 ó- giftir og 2 fráskildir. Þessi litli hópur dreifðist víða; 26 fóru til Hamborgar, 6 til Kiel, 21 til Linz í Austurríki, 9 til Múnchen og 2 til Wesermúnde hjá Bremen. Danskur verkamaður skrifar frá Hamborg „Eins og þú veist nú þegar, gerðum við uppistand út af laununum. Ég fæ bara 62 pfenn- inga á tímann þó að það standi 85 pfg. í samningum. Ég hef ekkert unnið í þrjá daga því ég læt ekki bjóða mér þetta. í dag fór ég ásamt öðrum ungum manni á mínum aldri á vinnumiðlunina til að kippa þessu í lag. Þar var okk- ur bara boðið að velja á milli vinnunnar og tugthússins, og þegar við bentum þeim á ákvæði samningsins var okkur svarað: „Hér er alla jafna ekki tekið neitt mark á samningnum. Skilurðu það. Búið ... ég reyndi einu sinni að komast yfir landamærin en lögreglan tók mig... Maturinn hérna er ömurlegur og aldrei fáum við fylli okkar. Ég vona bara að þú fáir þetta bréf, ekki er það nú öruggt..." Nei, tilvitnað bréf tók þýska ritskoðunin og hreinsaði niður- lagið gaumgæfilega af ósyni- legum áróðri, áður en stúfarnir sem eftir voru bárust til viðtak- anda. Kvartanir í bréfinu eru dæmigerðar en þrátt fyrir það voru einnig margir ánægðir með aðbúnaðinn í Þýskalandi. MJariské Arbejdere til Tyskland ■ ' Danske Arbejdere indenfor alle Faj sage> til Beskmftigelse i ' Tyskland til god Len óg paa gode Arbejdsvilkaar. , Specielt sagcs; .,. - Arbejdere til de mellemtyske Brunkullejer (Ikke Kulgruber). Arbejdere indenfor Byggefagene, og al Slags kvindefig Arbejdskraft. Anvisningskontoret pr aabent i „ Hillered paa Hotel Kronprinsen den 12.—14. Februar lHiý" ^ ^Contortid Kl. 9—13 og 14—17. 469 Persaallg Fremstllllng er nodvrndig. - LcgltiinatJonspapircr maa medbringes Tysk Arbejdsanvisning har fastc Kontorer i t K0BENHAVM: VaKerport. Vsetetae l«0—11» l . .'*w A A RH ITS ; Ryasgadeí* 1. Sal AA L B O R O: NÍhavnsgade ÍT, AABEHp^:, Sklbbfttgade 7. .ODENSg yfyen. Forum. ir Arbeldere tiE Tyskland Mandlige kvinilc’ige Arbejdcre .«I aili !•'.»>, Tygk ArbejdsanvisningBkontor i i i ilolstebro |m.i Krabbes Hotcl «1« n <> ng 7 < »ktnlu*r Kmitortid: -«.E <»K «4— «7- Murere, Tomrere, Arbejdsmæn#/ Smede- og Maskinarbejdere ant.'ik'c- *>ii tk' (íml 1 »»n I tH'kml Rivt>. J It nvc ndi'lsi p«;i: Missionshotellet, Norreport, Holstebro. Onsdag den 7. Oktober Kl. 10—12 og 14—19. 11 E R N 1 N G: < «i t-Rt 1-t iin HmIi I. Jri uli.mi ^.nle 1. 'roi.'dag dtn H. Oklnht 1 Kl. 10—i_» og 14—19. SILKEBORG: Jt inhaiitlnitclkl. K-irupNgadc -'i. J rcilag dcn 9. Oktohcr Kh 10—12 og 14—17. Det tyske flrbejdsanvisiimskoiter igen i Helsingir. Dcr seges alle Slags Arbtjdtre, sjcrlig Melalarbejdere, Byg. ningshaandvactkere, MiirerarbcjJsmxnd, Jordarbrjdere, Mejeritler, Sadelmagere og Gaitnere. Kontoret er a.ibcnt Mandag og Tirsdag den 14. og 15. Okt*« ber Kl. 9.17 p.ia Allioldshotellct, Allei»ade 10, Melsin’ar. Auglýsingar í dönskum blöðum frá árunum 1940-42. 16 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 22. júní 1986

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.