Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 17

Þjóðviljinn - 22.06.1986, Blaðsíða 17
LEIÐARASIÐA WHO-ráðstefnan Island einna lengst komið Hrafn Friðriksson segir frá árangri ráðstefnunnar, framkvœmd forvarnarstarfsins og séreinkennum íslands á sviði heilsugœslumála Ráðstefna Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunarinnar, WHO, um forvarnir langvinnra sjúkdóma lauk í gær. Eins og fram hefur komið í fréttum er forvarnarverk- efnið liður í áætlun WHO sem nefnd hefur verið „Heilbrigði allra árið 2000“ en verkefnið miðar að því að útrýma að mestu langvinn- um sjúkdómum á borð við hjarta- og æðasjúkdóma og krabbamein fyrir tiltekinn tíma. Að sögn Hrafns Friðrikssonar yfirlæknis og verkefnastjóra fyrir hönd ís- lands, hafa rannsóknir sýnt að með öflugu forvarnarstarfi er hægt að vinna gegn sjúkdómum sem þessum. Á nýafstaðinni ráðstefnu voru fulltrúar frá alls 10 Evrópuríkjum auk Kanada. Kanada, Tékkósló- vakía og England eru ekki form- legir aðilar að verkefninu en sendu fulltrúa á fundinn engu að síður þar eð þessar þjóðir eru nú að íhuga aðild. Eftir að ráðstefn- unni var slitið í gær hittum við Hrafn Friðriksson að máli og spurðum hann hvernig ráðstefn- an hefði til tekist. „Ráðstefnan tókst í alla stað mjög vel. Þetta er í fjórða skiptið sem fundur af þessu tagi er hald- inn og hingað til hafa fundirnir skilað góðum árangri. Þessi fund- ur hefur t.d. orðið til þess að Kanada bætist að öllum líkindum í hóp þeirra sem standa að verk- efni. Þeir telj a sig hafa gagn af því og hinar þjóðirnar munu tví- mælalaust hafa gagn af þátttöku Kanada vegna þeirrar reynslu sem þeir hafa í forvarnarstarfi." Er þátttökufjöldi þjóöa mikil- vægur í verkefni sem þessu? „Já, hann getur verið það að því leyti að þá eru það fleiri aðilar sem bera saman bækur sínar um aðferðir og árangur. Markmiðið með samstarfi sem þessu er að þátttökuþjóðirnar geti hagnýtt sér reynslu hverrar annarrar og unnið sameiginlega að skipulagn- ingu forvarnaraðgerða m.a. á grundvelli þeirrar reynslu sem liggur fyrir. Með þessu móti verð- ur verkefnið líka ódýrara en ella.“ Þið hafið lagt áherslu á að inn- an hverrar þjóðar verði að sam- hæfa aðgerðir á mörgum sviðum þjóðfélagsins svo að markmiðinu verði náð. Hvernig er þetta í framkvæmd? „í framkvæmd verður heilbrigðisþjónustukerfið sú stofnun sem stýrir verkefninu en í mikilli samvinnu við aðra aðila. Þar má t.d. nefna samstarf við fjármálaráðuneytið um að tollar á heilsuspillandi vörum eins og tóbaki og áfengi verði hækkaðir og samtímis tollar á hollustu- vörum lækkaðir. Það hefur sýnt sig að verðlag hefur áhrif á neys- luna og þess vegna geta aðgerðir sem þessar verið mikilvægur liður íverkefninu. Aðrir aðilar sem við komum til með að eiga samstarf við er landbúnaðarráðuneytið en það ráðuneyti getur haft áhrif á framleiðslu landbúnaðarins með því að stýra í auknum mæli gæði framleiðslunnar og hvað sé fram- leitt. T.d. með því að hafa áhrif á það að magnið af harðri fitu í kjöti sé minnkað og aö meira sé framleitt af grænmeti. Sömu- leiðis munum við eiga samskipti við iðnaðarráðuneytið bæði með tilliti til almennra umhverfismála og eftirlits með framleiðslu mat- væla á íslandi. Viðskiptaráðu- neytið getur orðið okkur að liði með því að setja auknar kröfur um hollustu innfluttra matvæla auk þess að fylgjast með því að á vörunum komi innihaldsupplýs- ingar skýrt fram. Síðast en ekki síst má nefna félagsmálaráðu- neytið en undir það fellur málefni fatlaðra og vinnuverndarmál. Auk þessara aðila taka þátt í verkefninu ýmis félagasamtök s.s. Rauði krossinn, Kvenfé- lagasamband íslands, Hjarta- varnd, Krabbameinsfélagið, ÍSÍ og aðilar vinnumarkaðarins.“ A ráðstcfnunni kom fram að auk forvarnarstarfs gegn þeim langvinnu sjúkdómum sem al- gengir eru í öllum þátttökulönd- unum, s.s. krabbameins og hjarta- og æðasjúkdómar, þurf- um við Islendingar að leggja sér- staka áherslu á forvarnarstarf gegn tannskemmdum, gigt og öðrum vöðva- og slitsjúkdómum. Stöndum við öðrum þátttöku- löndum langt að baki hvað varð- ar árangur á þessum sviðum? „Tannskemmdir á íslandi og sérstaklega meðal barna eru með því hæsta sem gerist í heiminum. Vöðva- og slitsjúkdómar virðast líka vera mun algengari hér en annars staðar sé miðað við kvart- anir og læknisvitjanir af þeim sökum, en aðrar upplýsingar hef ég því ekki til staðfestingar.“ Skapast þessi munur af ólíkum Hrafn Friðriksson: Sjúkdómar eins og vöðva- og slitsjúkdómar og heyrnar- skerðing vegna hávaða á vinnustað virðast vera algengari á íslandi en annars staðar. atvinnuháttum íslendinga? „Já, en það má segja að þrennt komi til. í fyrsta lagi almennar vinnuaðstæður, í öðru lagi vinnu- aðferðir og í þriðja lagi umhverf- isatriði eins og raka- og hitastig á vinnustað og hvort fólk vinni við trekk, en á íslandi vinna margir við þessar aðstæður t.d. við fisk- vinnslu og í útivinnu. Auk þess- ara atriða getur streita einnig komið til. Orsakirnar eru marg- víslegar en þær þurfum við að kanna til hlítar og beita okkur gegn þeim af besta mætti.“ Einn algengasti atvinnusjúk- dómur á íslandi er heyrnarskerð- ing vegna hávaða á vinnustað. Heldur þú að þessi sjúkdómur sé jafn algengur hjá hinum þátt- tökulöndunum? „Án þess að ég hafi nokkrar áreiðanlegar samanburðartölur um það held ég að hér sé um enn eitt séreinkennið að ræða.“ Hvernig er staða íslendinga í forvarnarstarfi þegar á heildina er litið í samanburði við hin þátt- tökulöndin? „Fulltrúar þátttökulandanna hrifust mjög að því hvað íslend- ingar væru búnir að ná langt á þessu sviði. Við erum um sumt komin mun lengra en aðrar þjóð- ir. Ungbarnadauði á íslandi er t.d. sá lægsti í heimi, mæðradauði er nánast óþekktur og meðal lífs- líkur eru með því hæsta sem ger- ist í heimi. Ásamt Finnum telj- umst við reyndar hafa náð einna lengst af þátttökuþjóðunum í forvarnarstarfi, en auðvitað eigum við enn langt í land. Skipu- lögð leit Krabbameinsfélagsins vakti líka gífurlega athygli. Full- trúi WHO á ráðstefnunni sagði að það starf væri með því besta sem þekktist. Þá vakti starfsemi Hjartaverndar einnig mikla at- hygli. Það kom fulltrúunum mikið á óvart hversu langt við höfum náð í uppbyggingu heilsu- gæslustöðva, en þeim fannst skipulagið með eindæmum gott og rómuðu hversu virkt starfslið heilsugæslustöðva er í almennu forvarnarstarfi." —K.Ól. LEHDARI Veiðidagur fjölskyldunnar Veiðidagur fjölskyldunnar er í dag að tilstuðl- an Landssambands veiðifélaga. Ef að líkum lætur munu fjölmargir notfæra sér daginn til að draga fram stöng og flugu og leita á vit vatns og fiska. Stangveiði er hraðfluga að verða ein vinsælasta íþrótt landsmanna. Það er ekki síst vegna árangursríks kynningarstarfs veiðifélaga um land allt. Framsýnir forystumenn í sam- tökum þeirra hafa gert sér grein fyrir, að hlut- verk þeirra er ekki aðeins að rækta upp ár og vötn og efla fiskgengd, heldur líka að kynna þessa einföldu og skemmtilegu íþrótt fyrir öllum almenningi. Þess vegna hafa veiðifélögin nú beitt sér reglulega fyrir aðgerðum einsog veiði- degi fjölskyldunnar og orðið meir en vel ágengt. Stangveiði, einsog hún er iðkuð af öllum þorra fólks, hefur þann kost, að hún er dæmi- gerð fjölskylduíþrótt. Það er fátt sem eykur meira á jákvæða spennu og tilhlökkun einsog sameiginlegur undirbúningur fjölskyldunnar fyrir veiðiferð helgarinnar. Þá skiptir heldur fengurinn ekki mestu máli þegar heim er komið, heldur samveran og ekki síst návistin við náttúr- una. Glitrandi silungar á vatnsbakka eftir snarpa viðureign kitla að vísu veiðieðlið sem enn býr í mannskepnunni. Hitt er þó staðreynd, að veiðiferð hinnar dæmigerðu íslensku fjöl- skyldu er fyrst og fremst tilefni til að njóta saman útivistar og fagurrar náttúru. Venjulegir Islendingar veiða sjaldan lax, heldur láta sér nægja að egna fyrir sprettharðar bleikjur og urriða. Það er nefnilega löngu þekkt staðreynd, að kringum laxveiðarnar er búið að byggja óviðfelldna sölustarfsemi sem gerir það að verkum, að venjulegir íslendingar komast aldrei í kastfæri við hinn tiginbornasta vatnabú- anna, laxinn sjálfan. Það eru forréttindi spreng- ríkra útlendinga, sem einir geta keypt sig í ís- lenskar ár á besta veiðitímanum, og utan hans eru það fyrst og fremst nýríku nonnarnir sem geta egnt fyrir lax. Þettaer óheillavænleg þróun, en erfitt að benda á ráð sem gætu breytt henni. Á fáum stöðum í veröldinni eru aðstæður til laxveiða jafn góðar og á íslandi og auðvitað ætti alþýða manna að geta notið þeirra einsog ann- arra kosta landsins. Peningarnir í kringum laxveiðarnar hafa sömuleiðis haft aðrar óheillavænlegar afleið- ingar, sem alltof hljótt hefur farið um. í gróða- skyni hafa menn keppst við að rækta upp lax hvar sem er, einnig í straumvötnum þar sem lífsskilyrði fyrir hann eru einfaldlega ekki nógu góð. Oftar en ekki er þetta á kostnað annarra tegunda laxfiska sem lifa í sömu ám. Þannig er ekki ólíklegt að sleppingar á laxi hafi sums stað- ar orðið til að tegundir einsog urriði hafa farið halloka. Það er staðreynd að sjóbirtingur, hin sjógengna tegund urriðans, hefur verið á und- anhaldi um langt skeið. Sama gilti raunar um sjóbleikjuna sem þó virðist nú góðu heilli vera á hægri uppleið aftur. Það ætti að verða verkefni veiðifélaga að reyna af fremsta megni að efla viðgang þessara tegunda, en einblína minna á laxinn. Bleikjan og urriðinn eru þeir fiskar sem alþýðan veiðir. Veiðifélögin eiga lof skilið fyrir framtak sitt til kynningar á stangveiðinni. Hún er almennings- íþrótt sem öll fjölskyldan getur notið saman. Þau hafa jafnframt brýnt fyrir fólki að vanda um- gengnina við landið. Það er vert að taka undir það heils hugar. Hinn sanni veiðimaður skilur ekki eftir sig nein ummerki. ÖS Sunnudagur 22. júní 1986 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 17

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.