Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 4
LEHDARI Tíðindi af vinstri vængnum Á vinstri væng stjórnmála í okkar heimshluta hefur lengi lifaö draumur um pólitískan flokk, sem væri laus viö miöstýringarsyndir og henti- stefnu. Flokk sem væri traustur og óbifandi í andstööu sinni viö kapítalismann, passaöi sig rækilega á því aö halda sér frá freistingum „kerfisins" - og tryggöi um leið liösmönnum sínum fullt málfrelsi og hiö fullkomnasta lýöræöi inn á viö. Ein slík tilraun hefur verið VS, flokkur Vinstri- sósíalista í Danmörku. Sá flokkur klofnaöi út úr SF, Sósíalíska alþýöuflokknum, fyrir um þaö bil tuttugu árum, þegar óánægja kom upp í SF vegna stuðnings þess flokks viö efnahagsað- gerðir ríkisstjórnar Sósíaldemókrata. (SF haföi á sínum tíma orðið til sem samsteypa óánægð- ra kommúnista, krata og heimilisleysingja á vinstri væng). VS hefur síðan lengst af haft 3- 4% atkvæða sem hefur dugað til aö eiga nokkra þingmenn. í þeirra hópi hafa verið mjög skarpir gagnrýnendur og hugmyndaríkir andófsmenn gegn forréttindajukki hverskonar eins og t.d. Preben Wilhjelm. En flokkurinn hefur engu að síöur átt í vaxandi erfiðleikum vegna þess, að hann hefur skipst í nokkra hópa, sem hver um sig kemur sér upp hátimbraðri fræðikenningu og eyöir síöan mikilli orku í aö skjóta villurnar úr hinum í kaf. Og nú sýnast dagar Vinstrisósíalista taldir. Tveir af fimm þingmönnum þeirra hafa sagt sig úr flokknum og leita nú upptöku í SF, sem með þeirra tilkomu yröi þriöji stærsti flokkur danska þingsins meö 23 þingmenn. Annar þessara þingmanna, Jörgen Lenger segir á þá leið, aö flokkurinn sé útslitinn og í upplausn. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru margar. Áður voru nefndir haröír flokkadrættir innan þessa litla flokks. í annan stað eru menn á vinstrivæng orðnir þreyttir á því aö vera „bara á móti“. Framgangur hægriaflanna og efnahags- kreppan hafa eflt með vinstrisinnum í Dan- mörku - eins og víöa annarsstaðar- skilning á því, að nauðsynlegt er aö hafa upp á einhvern raunhæfan valkost í pólitíkinni að bjóða. Og nú stendur svo á í Danmörku, að verulegar líkur eru á því, að Sósíalíski alþýðuflokkurinn og Sósíaldemókratar geti náð hreinum meirihluta á þingi. Og þessir flokkar hafa náð miklu lengra en nokkru sinni áður í viðleitni til að samræma viðhorf sín í veigamiklum málum, til að þeir geti næst gengið fyrir kjósendur með skýr tilboð til þeirra um „meirihluta verkamannaflokka". Og þá efast menn um að það sé gott að hafa VS á þingi áfram, og óttast að ef VS yrði í oddaaðstöðu, þá mundi það verða hægrikröt- um velkomið tilefni tíl að segja skilið við „verka- mannameirihlutann" og leita á ný pólitísks kaupskapar við miðjulið allskonar. Um þetta segir Anna Grete Flolmsgaard, annar þeirra þingmanna sem nú gengur úr VS og í SF: „Á næstliðnum áratug var VS duglegur and- ófsflokkur gegn ýmsum kratastjórnum. Nú göngum við til kosninga með það fyrir augum að verkamannafiokkarnir nái meirihluta. Nú dugar ekki lengur að vera bara gagnrýninn. Nú verð- um við að vinna með jákvæðum hætti að því, að hægt sé að nýta slíkan meirihluta til einhvers. Sá góði gagnrýnandi, Vinstrisósíalistinn, á að vera áfram til innan raða Sósíalíska alþýðu- flokksins." Þótt okkar pólitíska mynstur sé um margt ólíkt því danska er meira en full ástæða fyrir okkur að fylgjast vel með þeim tíðindum sem þar gerast á vinstrivæng stjórnmála og gætu m.a. þýtt að hægristjórn yrði af stóli steypt. Fylgjast með þeim - og læra af þeim. KUPPT OG SKORID DV hefur að undanförnu gert athyglisverða úttekt á því feimnismáli sem fjáröflun ís- lenskra stjórnmálaflokka er. Leiddir eru til vitnis nokkrir gjörkunnugir, nafngreindir sem ónafngreindir, og allir segja sömu söguna, beint eða óbeint. Vill tala við formennina Kjarni málsins er sá að fjár- stuðningur fyrirtækja skiptir verulegu máli þegar nær dregur kosningum. Þessi stuðningur er nær undantekningalaust falinn undir öðrum heitum í bókhaids- gögnum fyrirtækjanna, því styrk- ir til stjórnmálaflokka eru ekki frádráttabærir til skatts. Algeng- asta ráðið við þessu eru happ- drættismiðar sem flokkarnir láta prenta og ganga síðan með milli fyrirtækja og selja. Þessir miðar fara síðan beinustu leið í rusla- körfuna, enda spilar enginn alls- gáður maður í happdrætti með þessum hætti, að kaupa búnt af happdrættismiðum til að hagn- ast. Eins og DV bendir á virðist ábatasamasta aðferðin vera að selja fyrirtækjunum auglýsingar eða a.m.k. auglýsinganótur, því oft virðist þessum auglýsingavið- skiptum vera þannig háttað að hinar seldu auglýsingar birtast óeðlilega smáar ef þær þá birtast á annað borð. Fleiri kúnstir eru nefndar til sögunnar. Samviska heiðviðra bisness- manna, Davíð Scheving Thor- steinsson, segir; „Ég kann best við að flokksformenn hringi sjálf- ir, ég tel það hreinlegast". Já, auðvitað kann Davíð best við að áhrifamestu mennirnir í flokkn- um tali við hann svo þeir haldi nú örugglega ekki að einhver annar hafi borgað það sem Davíð borg- aði. Það er auðvitað ekki nógu hreinlegt. „Jafnsnyrtilegt“ En af hverju eru fyrirtækin að senda flokkunum peninga? í DV er eftirfarandi haft eftir ónafn- greindum en „þekktum" manni í viðskiptalífinu: „Það hefur kom- ið fyrir á undanförnum árum að ég fœ skilaboð inn á fund um að ráðherra eða Alþingi sé í síman- um. Þegar ég tek svo upp símann er verið að snapa styrktarlínufyrir smáblað úti á landi. Maður gerir þetta, en heldurðu að fyrirtœkið grœði á þannig auglýsingu?“ Nei, auðvitað ekki. Fyrirtækin eru að kaupa sér velvild. Það má engan móðga. Ef eigendur telja hagsmuni fyrirtækisins í húfi þá splæsa þeir bara á línuna, mest á íhaldið og dúsu uppí hina. Davíð Scheving er ekki á þessu plani. Hann er að styrkja lýð- ræðið í landinu. Hann segir: „Þetta er borgaraleg skylda fyrir- tœkis míns.“ Eitthvað virðist þó þessari borgaralegu skyldu vera misskipt því „Davíð viðurkennir fúslega að Sjálfstæðisflokkurinn njóti góðs af að meirihluti eigenda fyrirtœkis hans séu honum hlið- hollir... “ Við nefndum áðan happdrætt- ismiða og auglýsinganótur. Kjósi menn aðrar aðferðir þá er ekki öll nótt úti: „Þá kaupir flokkurinn frímerki, byggingarefni eða hvað sem vera skal og fœr nótu sem ekki tilgreinir kaupanda. Flokks- maður fer til velviljaðs fyrirtœkis °S fœr jafnháa fjárupphœð. Nót- an fer svo inn í bókhald fyrirtœk- isins og það er jafnsnyrtilegt eftir sem áður“. Bokhaldið í dagsljósið í nágrannalöndum okkar eru víða mjög strangar reglur um fjármál stjórnmálaflokka. Þar er það talið mjög óæskilegt að stjórnmálamenn gangi milli fyrir- tækja snapandi peninga. Menn viðurkenna einfaldlega að það kostar sitt að framfylgja lýðræðis- legu stjórnarfari og þann kostnað verður almenningur að bera með einum eða öðrum hætti. Að þessu gefnu telja menn hrein- legast að veita ákveðnum lág- marksupphæðum úr almanna- sjóðum til stjórnmálaflokkanna. Með þessu er reynt að tryggja stjórnmálamönnum meira sjálf- stæði gagnvart þeim aðilum sem ella þyrfti að leita til um fram- færsluna. Kæmist þetta á hérlendis myndu stjórnmálaflokkarnir kannski fást til að setja sjálfum sér strangari bókhaldsreglur svo mögulegt væri að sjá hvaðan stærstu greiðslurnar kæmu í flokkssjóði. Slíkt tekjuyfirlit gæti orðið giska fróðlegt, þótt ekki væri nema fyrir flokksmenn sjálfa sem fæstir hafa grænan grun um uppruna stærstu framlaganna. -G.Sv. DJÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Utgefandi: Útgáfufélag fjóðviljans. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Áfgreiðslustjórl: Hðrður Jónsson. Rltstjórar: Árni Bergmann, Össur Skarphéðinsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Afgrelðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristin Pétursdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Oskar Guðmundsson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Innhelmtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Útbreiðslustjóri: Sigriður Pétursdóttir. Útkeyrsla, afgrelðsla, rltstjórn: Blaðamenn: Garðar Guðjónsson, Guðlaugur Arason (Akureyri), Ing- Auglýsingastjórl: Sigriður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Siðumula 6, Reyk|avík, siml 681333. ólfur Hjörleifsson, Kristín Ólalsdóttir, Lúðvik Geirsson, Magnús H. Auglýsingar: Ásdís Kristinsdóttir, Guðbergur Porvaldsson, Olga Auglýslngar: Síðumúla 6 simar 681331 og 681310. Gísfason, Mörður Árnason, Sigurdór Sigurdórsson, Sigurður Á. Frið- Ciausen. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. þjófsson, Víðir Sigurðsson (iþróttir), Pröstur Haraldsson. Prentun: Blaðaprent hf. Handrita- og prótarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Simvarsla: Katrln Anna Lund, Sigríður Kristjánsdóttir. Ljósmýndir: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. i Húsmóðir: Ólöf Húnfjörð. Verð I lausasölu: 40 kr. Utlit: Sævar Guðbjörnsson, Garðar Sigvaldason. Bílatjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Helgarblöð: 45 kr. Áskrittarverð á ménuðl: 450 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. júlí 1986

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.