Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 5
„Afgreiðsla meirihluta stjórnar Byggðastofnunar á tillögu Geirs Gunnarssonar um flutning stofnunarinnar til Akureyrar veldur kaflaskilum í byggðamálum og umræðum um flutning stofnana og dreifingu þjónustu út um landið." Byggðastefna og nasvíðir Framsóknarmenn ítilefni affréttatilkynningu Byggðastofnunar og ákvörðunar meirihluta stjórnar sömu stofnunar um staðsetningu hennar Á borði mínu hefur um helgina legið einkennilegt plagg, „Frétta- tilkynning frá Byggðastofnun“ dagsett 9. júlí 1986. Skrifelsið gengur út á að réttlæta þá ákvörð- un meirihluta stjórnar Byggða- stofnunar sem og mun hafa verið einlægur vilji starfsmanna, að heykjst á að flytja stofnunina út til þeirra sem njóta skulu þjón- ustu hennar. f tilkynningu þessari er þess að vísu að engu getið að stjórn stofnunarinnar klofnaði í afstöðu sinni. Verður ekki annað ráðið af framsetningunni en stjórnin öll og gervöll stofnunin hafi í einingu andans og bræðra- lagi viskunnar höndlað þann stóra sannleik að umfram allt sé það forsenda árangurs í starfi að byggðamálum að því sé sinnt frá Reykjavík. (Hér skal því komið á framfæri stjórnendum stofnunar- innar til umhugsunar hvort ekki sé rétt að skilgreina þessi land- fræðilegu mörk sem farsælu byggðaþróunarstarfi eru sett nokkru nánar. T.d. að það af- markaðist af Seðlabankahúsinu að vestan, Skúlagötunni að norðan, húsi Dagblaðsins-Vísis að austan og Miklubraut að sunn- an.) Það stendur reyndar öðrum nær en mér að gera athugasemdir við framsetningu nefndrar frétta- tilkynningar og þá rökfærslutil- burði sem þar eru uppi hafðir í anda sögupersónunnar afa Héra- stubbs bakara. Eina til tvær rang- færslur vil ég þó leiðrétta. í upphafi tilkynningarinnar er forsaga málsins á Alþingi af- greidd með því að segja að tillaga um staðsetningu stofnunarinnar á Akureyri „hafi ekki fengið hljómgrunn á þingi“. Hér gerist eitt af þrennu, að logið er til, geysileg vanþekking eða ótrúleg gleymska opinberuð. Stað- reyndir málsins eru þær að rúmur þriðjungur þingmanna í Neðri deild Alþingis vorið 1985 var til- búinn að ákveða það þar og þá með ákvæði í lögum að nýja Byggðastofnun skyldi staðsetja á Akureyri. Nokkuð margir þing- menn til viðbótar lýstu sig ýmis hlynnta eða ekki mótfallna þeirri tilhögun en töldu eðiilegra að væntanlegri stjórn stofnunarinn- ar yrði falið að ganga frá því máli. í atkvæðagreiðslu skildu 3 at- kvæði milli þeirra sem vildu beinlínis binda staðsetningu stofnunarinnar á Akureyri með lögum og hinna, sem af mismun- andi ástæðum eins og áður sagði töldu sig ekki geta stutt þá til- lögu. Og að síðustu áður en sagt er skilið við fréttatilkynningu Byggðastofnunar þá vil ég víkja nokkrum orðum að þeirri höfuð röksemd að vegna þess að núver- andi starfsmenn stofnunarinnar búi í Reykjavík og vilji þaðan hvergi fara verði stofnunin að vera þar áfram. 1. Það lá fyrir frá upphafi að til þess gæti komið að Byggðastofn- un flytti. Allt það starfsfólk, sem réði sig í vist hjá hinni nýju stofn- un sl. haust, réði sig vitandi þetta. Að vísu komst meirihl. stjórn- ar Byggðastofnunar að þeirri ill- Steingrímur Sigfússon. skiljanlegu niðurstöðu að fella tillögu Geirs Gunnarssonar um að ráða starfsfólk beinlínis með fyrirvara þar að lútandi. En sama var, engurn átti að koma þessi möguleiki á óvart. 2. Sú fullyrðing að flutningur Byggðastofnunar án starfsfólks myndi útheimta að byrja yrði allt byggðaþróunarstarf stofnunar- innar frá grunni virðist benda til þess að öll reynsla og þekking undanfarinna ára sé saman kom- in í höfðum núverandi starfs- fólks, hvergi aðgengileg annars- staðar og eigi þaðan ógreiða leið. Þetta vekur spurningar um vinnubrögð. 3. í þessu sambandi gleymist einnig að til er starfsfólk sem sinnt hefur byggðamálum víðar en við Rauðarárstíg. Hjá fjórð- ungssamböndum, hjá iðnþróun- arfélögum, hjá sveitarfélögum og víðar er til fólk sem sinnt hefur þessum málum, hugsað um þau, rætt þau, og það sem meira er, búið við vandamálin og skyldi þessi reynsla ekki vega eitthvað á móti hinu, að hafa þjálfað nokk- uð hann Gluteus Maximus á til- teknum stað í höfuðborginni? 4. Ástæðulaust er að gera lítið úr gildi þess að Byggðastofnunar- menn eru sannfærðir um eigið ágæti og mikilvægi þess fyrir land og þjóð, að þeir, en ekki ein- hverjir aðrir, sinni þessum verk- efnum áfram, en undirritaður gengst í hreinskilni við því að það slær hann illa að enginn, enginn ef marka má fréttatilkynninguna góðu, af þeim mönnum sem eru að sinna vandamálum hinna dreifðu byggða í þar til gerðri stofnun getur hugsað sér að flytja búferlum út á land. Þetta gerir og það að verkum að ég er ekki jafn sannfærður og Byggðastofnunar- menn sjálfir um að þeir einir geti sinnt umræddum störfum svo að gagni verði. Niðurstaða þessa máls eins og hún liggur fyrir nú er að dómi undirritaðs eitt andskotans reiðarslag fyrir tilraunir undan- genginna mánaða og missera til að móta nýja og breytta byggða- stefnu með breyttum áherslum. Kjaftshöggið liggur ekki í því að Byggðastofnun sem slík hefði verið einhver hvalreki fyrir lands- byggðina eða viðkomandi stað, heldur hinu að hér var á ferðinni prófmál sem mikla umfjöllun hafði hlotið og vonir verið bundnar við. Vonir um að nú tækist að snúa af braut hinnar miðstýrðu og kerfisbundnu áætlana- og fyrirgreiðslustarf- semi frá höfuðstaðnum til þeirrar stefnu að dreifa starfsemi og stofnunum, ábyrgð og ráðstöfun fjár og færa þetta út á þann vett- vang þar sem það skal notast. Hér er það f.of. kerfið, lögmál miðsækninnar og e.t.v. að ein- hverju leyti Parkinson gamli sem hefur unnið sigur. Byggðastefna í nösum Framsóknar Saga þessa máls síðustu misser- in er athyglisverð og lærdómsrík. Ég hvet allt áhugafólk um byggðamál til að kynna sér hana. Einnig þá sem tilheyra vissum ónefndum stjórnmálaflokkum eins og Framsóknarflokknum og kenna sig við byggðastefnu. Frh. á síðu 6. Þriðjudagur 15. júli 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.