Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 13
Spánn/Bílspréngingin Alvarlegasta árásin í tólf ár Lundúnum — Þrýstingur á vest- rænar þjóðir um að grípa til efnahagslegra refsiaðgerða gegn S-Afríkustjórn, jókst um helgina og í gær þegar fleiri Afríkuþjóðir bættust í hóp þeirra sem hætta þáttöku í Samveldisleikunum sem hefj- ast bráðlega í Skotlandi. Fimm Afríkuríki hafa þegar lýst því yfir að þau muni ekki taka þátt í leikunum vegna stefnu bresku stjórnarinnar gagnvart S- Afríku og ríkisstjórn Ghana til- kynnti í gær að hún væri að íhuga slíkt hið sama. Sömuleiðis kom tilkynning frá ríkisstjórn Ind- lands þar sem keppnislið landsins var beðið um að fresta för sinni til Skotlands meðan stjórnin í Nýju Delhí íhugaði aðgerðir. í fyrradag var tilkynnt í Eng- landi að langhlauparinn Zola Budd og sundkonan Annette Cowley myndu ekki keppa fyrir hönd Englands á leikunum þar sem þær væru ekki löglegar í lið- ið. Þær eru báðar fæddar í S- Afríku og talið er víst að þetta hafi verið gert til að koma til móts við Nígeríumenn m.a. sem hafa mótmælt veru Zolu Budd á leikunum. Talsmaður Nígeríu- stjórnar sagði hins vegar í gær að það skipti litlu varðandi þáttöku Nígeríu hvort Budd og Cowley yrði með eður ei, það væri fleira sem skipti máli. Talsmaðurinn átti þar við þá ákvörðun breskra stjórnvalda að beita S-Afríku ekki efnahagslegum refsiaðgerð- um. Þær þjóðir sem þegar hafa af- boðað þáttöku eru, auk Nígeríu, Ghana, Kenya, Tanzanía og Ug- anda. Talið er að fleiri þjóðir eigi eftir að fylgja í kjölfarið. Sam veldisleikarnir/S-Afríka Fimm þjóðir hætta þátttöku Fimm Afríkuþjóðir hafa afboðað komu sína á Samveldisleikana Madrid — Átta spænskir þjóð- varðliðar létust í sprengingu sem varð í bíl í íbúðarhverfi í Madrid í gærmorgun og leikur grunur á að aðskilnaðar- hreyfing Baska, ETA, hafi staðið fyrir sprengingunni. Þetta mun vera alvarlegasta sprengjutilræðið á Spáni í 12 ár. Talsmaður ríkisstjórnarinnar á Spáni sagði að 56 þjóðvarðliðar hefðu verið í fólksflutningavagn- inum þegar sprengja sprakk í nærliggjandi bíl sem lögreglan sagði að hefði staðið þar í rúman mánuð. 40 manns slösuðust í ár- ásinni og þrjú sjúkrahús auglýstu eftir fólki til blóðgjafar. Farþegar í tveimur bílum sem fylgdu sluppu ómeiddir en að minnsta kosti þrír vegfarendur særðust. í Portúgal sprungu fimm sprengjur í þremur borgum, tveir létust í Lissabon og einn særðist. Sprengjuárásin í Madrid er hin alvarlegasta frá því 1974 þegar 11 manns létust í sprengingu á kaffi- húsi í Madrid. ETA lýsti ábyrgð á hendur sér fyrir þá árás. Hún var mjög lík þeirri sem átti sér stað í apríl í ár þegar fimm þjóðvarðlið- ar létust. ETA lýsti einnig ábyrgð á hendur sér fyrir þá árás. Lög- regluforingi sagði við fréttamann Reuter að hann teldi ekki ólíklegt að ETA væri að hefna fyrir þá ákvörðun Frakka að flytja einn helsta leiðtoga ETA hreyfingar- innar, Domingo „Txomin“ Itur- be Abasolo, til Afríkuríkisins Gabon í á sunnudaginn. IsraellShin Bet Ný lögreglurannsókn Spánn Dali með gangráð Barcelona - Spaenski malarinn Salvador Dali sem nú er oröinn 82 ára fór um helgina í hjartaaögerö og mun hún hafa gengið vel. Læknar sem framkvæmdu aðgerð- ina sögðu í gær að þeir hefðu sett gangráð í meistarann og heilsaðist honum ótrúlega vel miðað við aldur. Astrid Lindgren. Hún segir „345. prakkarastrik Emils“ sína síðustu bók. ERLENDAR FRÉTTIR INGÓLFUR y_ _.,.,rn hjörleifsson'R ELHER Jerúsalem — Ríkisstjórn ísra- els tilkynnti í gær að hún hefði skipað saksóknara ríkisins, Yosef Harish, að láta fara fram lögreglurannsókn á hinu svo- nefnda Shin Bet máli. Petta var ákveðið á ríkisstjórn- arfudni í gær með 14 atkvæðum gegn 11 og þykir þessi niðurstaða mikið áfall fyrir forsætisráðherr- ann Shimon Peres sem er einnig Stokkhólmi — Sænski barna- bókahöfundurinn Astrid Lind- gren, lýsti því yfir um helgina að hún væri hætt að skrifa. Lindgren lýsti þessu yfir í við- tali við lítið sænskt dagblað, Dag- en. „Ég er búin að skrifa mig upp til agna“, sagði Lindgren, „ég hef ekki lengur þörf til að skrifa". Lindgren er nú orðin 78 ára gömul, hún sagðist hafa byrjað að skrifa þegar hún meiddi sig á fæti árið 1944 og varð að liggja í rúminu í nokkurn tíma. Það var þá sem ærslabelgurinn Lína lang- sokkur varð til, nú hafa frásagnir af Línu selst í 15 milljónum ein- forsætisráðherra landsins. Hann hefur lýst því yfir að lögreglu- rannsókn á morði Shin Bet ör- yggisþjónustunnar á tveimur ar- öbum sem rændu strætisvagni í landinu árið 1984 verði mjög slæm fyrir Shin Bet þar sem þá verði birt ýmis mikilvæg leyndarmál sem ekki þyki rétt að komi fyrir almannasjónir. Sjá nánar um þetta mál á bls. 18. taka um víða veröld. Síðast kom bók frá Lindgren í fyrra fjallaði um Emil í Kattholti og prakkara- strik hans. Hún nefnist „345. prakkarastrik Emils“. Bækur Lindgren hafa nú verið þyddar á 50 tungumál. Svíar hafa lengi barist fyrir því að Lindgren fái bókmenntaverðlaun Nóbels en Lindgren hefur ekki áhuga á þeim verðlaunum. „Ég vil alls ekki fá Nóbelsverðlaun", segir hún. „Ég hef fengið nóg af verð- launum og peningum í gegnum tíðina, þeir geta því veitt þau ein- hverjum öðrum sem þarf frekar á þeim að halda." Astrid Lindgren Hættaðskrifa Þriðjudagur 15. júlí 1986 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 17 Francois Mitterrand, Frakklandsforseti. Hann þykir nokkuð útsmoginn stjórnmálamaður og gerir nú Chirac forsætisráðherra og stjórn hans gramt í geði. Frakkland Mittenand hamlar sölu ríkisfyrirtækja París — Francois Mitterrand, forseti Frakklands, sagði í gær að hann myndi neita að skrifa undir lög hægristjórnarinnar í landinu um sölu 65 ríkisfyrir- tækja og er nú samvinna stjórnarinnar og Mitterrand talin í hættu. Ástæðuna fyrir ákvörðun sinni segir Mitterrand vera þá að hann geti ekki samþykkt að stjórnin fari fram hjá þinginu með því að gefa út tilskipun um sölu ríkis- fyrirtækjanna. „Nú er það þings- ins að rækja skyldur sínar", sagði Mitterrand í sjónvarpsviðtali í gær þegar hann tilkynnti þessa ákvörðun sína. Ráðherrar hægristjórnarinnar eru æfir yfir þessari ákvörðun forsetans og segja að þetta muni stofna viðkvæmu samstarfi sósí- alistans Mitterrand og hægri- stjórnarinnar í mikla hættu. Mitterrand segir hins vegar að það sé skylda hans sem forseta að verja franska arfleifð og þann iðnað sem sé mikilvægur grunnur að sjálfstæði landsins. „Ég hef enn sem komið er ekki þá trygg- ingu sem ég þarf varðandi þetta mál“, sagði Mitterrand í sjón- varpsviðtalinu. Með þessum orð- um átti Mitterrand við að hann hefði ekki tryggingu fyrir að fyrir- tækin, sem stjórnin vill selja, falli ekki í hendur erlendra aðila. Stjórnin hefur tilkynnt að hún muni ekki leyfa meiri eign er- lendra aðila í fyrirtækjunum en sem nemur 15%. Mitterrand vill hins vegar að slíkt verði bundið í lög sem fari í gegnum þingið. „Hin þingræðislega leið er fyrir hendi og ég er viss um að þing- menn rnunu afgreiða þetta mál með bestu samvisku í ljósi þjóð- arhagsmuna", sagði Mitterrand í gær. Chirac, forsætisráherra, hefur þegar lýst því yfir að hann muni leggja þessi lög fyrir þingið ef Mitterrand leggst gegn sölu ríkis- fyrirtækjanna. Reuter fréttastof- an hefur hins vegar eftir heimild- um að slík leið gæti reynst torfar- in fyrir Gaullistann Chirac, m.a. vegna þess að mörg þessara fyrir- tækja voru yfirtekin af ríkinu í tíð De Gaulle. Heimildarmennirnir segja að þingræðisleiðin geti tafið lagafrumvarpið um að minnsta kosti mánuð. Upphaflega ætlaði stjórnin sér að selja að minnsta kosti tvær fyrirtækjasamsteypur fyrir lok þessa árs. Hægri stjórnin hefur nú þriggja manna meiri- hluta á þingi en hingað til hefur hann reynst öruggur. Nú er hins vegar ekki víst að hann standist. Meðal þeirra fyrirtækja sem stjórnin vill selja eru þrír stærstu bankar landsins. Einnig trygg- ingafyrirtæki sem ríkið yfirtók strax eftir stríð. Einnig má nefna ríkisolíufyrirtækið Elf Aquitane og fjölmiðlasamsteypuna Havas. Lions hreyfingin Konur fá ekki aðgang New Orleans — Á heimsþingi Lions hreyfingarinnar sem haldið var um helgina i New Orleans í Bandaríkjunum var samþykkt með naumum meiri- hluta að leyfa konum ekki að- gang að hreyfingunni. Æðsta ráð Lions hreyfingar- innar hafði samþykkt tillöguna einróma en hana verður að bera undir aðalfund þar sem 2/3 fundarmanna þurfa að sam- þykkja hana. 59% fundarmanna voru samþykkir tillögunni. „Við munum bera þessa tillögu upp aftur á næsta fundi sarntak- anna að ári, úrslit atkvæða- greiðslunnar um þessar bylting- arkenndu breytingar hvetja okk- ur til þess“, sagði nýr forseti sam- takanna, Sten Akestam frá Sví- þjóð. Hann spáði því að tillagan yrði samþykkt á endanum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.