Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 1
1936-1986 ÞJÓÐVILJINN 50 ÁRA ÍÞRÓTTIR FISKIMÁl HEIMURINN Mjólk 120 Flóabændur yfir mörkin Fjöldi bœnda sunnan og vestan búinn með kvótann. Mjólkurframleiðslan fer yfir fullvirðismörkin Fjöldi bænda á Suður- og Vest- urlandi er búinn með mjólkur- kvótann sinn, komnir yfir fullvirðismarkið, og fá nú aðeins greitt fjórðungsverð fyrir mjólk- ina þartil nýtt verðlagsár hefst í september. 120 af um 720 mjólkurbændum á svæði Mjólkurbús Flóamanna voru komnir yfir fullvirðismarkið nú um helgina, að sögn Birgis Guðmundssonar framleiðslu- stjóra búsins. 19 bændur hjá Mjólkursamlagi Borgfirðinga voru um síðustu mánaðamót komnir yfir mörkin, og er búist við að þeir fylli fjórða tuginn áður en mánuðurinn er úti. Á því svæði eru um 300 mjólkurbænd- ur. f júnflok var samkvæmt Fram- leiðsluráðstölum búið að fram- leiða rúmar 90 milljónir mjólkur- lítra af þeim 107 sem fullvirðis- mörk yfir landið allt sögðu til um á verðlagsárinu, frá september- byrjun til ágústloka. Talan fyrir júní er 10,6 milljónir lítra og má því gera ráð fyrir talsverðum mjólkurbirgðum frammyfir mörkin. Til Mjólkurbús Flóa- manna hafa borist 35,5 milljónir lítra, og aðeins 2,8 milljónir eftir af fullvirðistölunni. Þar er talið ljóst að mælirinn fyllist þegar vika er af ágúst. Samkvæmt nýju framleiðslu- ráðslögunum frá í fyrra er mjólk- urframleiðslu skipt milli héraða, og milli búa innan héraða, með því að miða við meðalframleiðslu síðustu þriggja ára. Bændur sem fara yfir fullvirðismörkin fá greiddan fjórðung mjólkurverðs- ins þetta árið, en ekkert ef þeir framleiða meira en gamla bú- markið segir til um. Gunnar Guðbjartsson fram- kvæmdastjóri Framleiðsluráðs segir ljóst að bændur á Suður- og Vesturlandi hafi farið verr útúr þessum reglum en á Norður- og Austurlandi. Slæm tíð sunnan og vestan viðmiðunarsumrin hafi dregið úr nyt, en á sama tíma hafi verið góðæri norðan og austan. Þetta breyttist hinsvegar í fyrra- sumar og eykst þá mjólkurfram- leiðsla sunnan og vestan. Sala nýmjólkur hefur staðið í stað undanfarið en aðrar mjólk- urvörur seljast betur en áður, og giskaði Gunnar á að söluaukning í heild næmi um hálfu þriðja pró- sent á verðlagsárinu. Ljóst er að bændur hafa brugð- ist við nýrri stöðu í mjólkurfram- leiðslu með því að slátra kúm. Á tímabilinu september til maí voru sláturtonn í kýrflokkum 1190 en veturinn áður 790. - m. Miðstjórnarfundur Abl. Miklar umræður Fullmætt var á miðstjórnar- fund Alþýðubandalagsins sem hófst kl. 20.00 í gærkveldi. Þegar kaffihlé var gefið kl. 23.00 höfðu 4 félagar talað og var umræðuefnið aðallega þau mál sem efst hafa verið á baugi kring- um Alþýðubandalagið síðustu vikur. Þegar Þjóðviljinn fór í prentun var ekki ljóst hvort miðstjórnin myndi gera samþykkt, eða hvers eðlis, en búist var við að fundur- inn stæði talsvert fram á nótt. Þess má geta að Guðmundur J. Guðmundsson alþingismaður mætti ekki á fundinn. -m Hundadagar Rignir næstu 40 daga? Hundadagar hófust með rigningu. Adda Bára: Trúum ekki á hundadagana hér á Veðurstofunni Hundadagarnir hófust síðasta sunnudag og þá rigndi. Sam- kvæmt gömlum spádómum á því að rigna samfellt í 40 daga á eftir. En hvað segja nútímaveðurfræð- ingar við þessu? „Við höfum enga trú á einstök- um veðurdögum yfirleitt hér á veðurstofunni", sagði Adda Bára Sigfúsdóttir veðurfræðingur. „Þetta er eitthvað sem þjóðin hefur fundið upp sér til gamans. Margir aðrir gamlir spádómar og siðir sem fólk hefur tekið upp eru góðir, en við trúum ekkert á hundadagana hér.“ Veðurstofan spáir því að rign- ingin hætti snemma í dag, víðast hvar á landinu. Það verður meinleysisveður næstu 2-3 sólar- hringa og hann mun hanga þurr, en ekki verður samt góður heyþurrkur. - SA. Tjaldið risið Á myndinni sést hið mikla tjald sem nú hefur verið sett upp á Síðastliðinn laugardag fór 30 manna hópur úr Samtökum herstöðvaandstæðinga í skoðunarferð á Miðnesheiði og suður með ströndum í þeim til- gangi að athuga hvað liði þeirri hernaðaruppbyggingu sem þarna á sér stað og jafnframt til að láta reyna á umgengnisrétt almenn- ings á þessu svæði. „Þegar við vorum á leið að gamla Háskólavellinum. í tjald- inu munu ýmsir menningarvið- burðir fara fram á vegum Nor- rænu menningarhátiðarinnar, N’ART. Svo einungis eitt atriði sé Sosus-stöðinni sem er við vík sem kölluð er Þórshöfn urðum við vör við bíl með hermönnum úr fjar- lægð og svo virðist sem þeir hafi kallað út vallarlögreglu, því þeg- ar við vorum að virða fyrir okkur stöðina úr fjarlægð komu þrír lögreglumenn til okkar, einn ís- lenskur og tveir Kanar", sagði Árni Hjartarson í samtali við blaðið. „Þeir vildu halda því fram að við værum á bannsvæði þarna, nefnt þá mun Niels-Henning Ör- sted Pedersen spila þarna djass með tríói sínu sunnudaginn 27. júlí við lok hátíðarinnar. Norræna menningarhátíðin en við bentum þeim á móti á þá staðreynd að þarna væru hvorki bannskilti né girðingar og þeim þar af leiðandi ekki stætt á að meina okkur umferð þarna um. Kanarnir vildu kalla út meira lið en okkur virtist að sá íslenski kæmi í veg fyrir það og á endan- um létu þeir duga að fylgjast van- dlega með okkur á meðan við lit- uðurnst þarna um.“ - vd. hefst formlega á föstudaginn 18. júlí og verður þá leikið rokk í tjaldinu, en hópur frá hinu fræga Odinleikhúsi í Danmörku leikur í Iðnó og tvær myndlistasýningar verða opnaðar í Hlaðvarpanum. Önnur þeirra samanstendur af verkum sem norrænir listamenn hafa gert í ferð sinni um ísland síðastliðnar tvær vikur. Annars er dagskrá hátíðarinn- ar mjög fjölbreytt og miðuð við að flestar listgreinar fái að njóta sín. Dagskráin verður ítarlega kynnt í Þjóðviljanum á morgun. - pv. Vinnuvernd Loftkældur öryggishjálmur Kuwait — Nokkrir félagar í vís- indaklúbbi einum í Kuwait hafa nú fundið vörn fyrir þá sem þurfa að vinna í mikilli sól og hita, sér- staklega þar sem hitinn fer upp í 50 gráður á celsíus. Þessi uppgötvun er öryggis- hjálmur sem er rneð loftkælingu. Loftkælingin er að sjálfsögðu drifin áfram með sólarorku. - IH/Reuter. Herstöðvaandstœðingar Meinuð umferð við Sosus-stöðina Árni Hjartarson: Lögreglan ætlaði að reka okkur burt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.