Þjóðviljinn - 15.07.1986, Síða 2

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Síða 2
* FRETTIR Rannsóknaráð Fiskeldið í fyrinrúmi Rannsóknaráð ríkisins veitir 60,6 miljónir króna ístyrki til33ja verkefna Nýlega staðfesti menntamála- ráðherra tillögur Rannsókna- ráðs ríkisins um úthlutun styrkja úr rannsóknasjóði. Rannsóknaráð úthlutaði nú 60,6 miljónum króna til 33ja verkefna á sviði byggingar og mannvirkja- gerðar, fiskeldis og skyldra verk- efna, gæða- og framleiðslutækni, líf- og lífefnatækni, matvæla- tækni, orku- og efnistækni, upplýsinga- og tölvutækjahug- búnaðar, og þess sem flokkast undir ýmislegt. Athyglisvert er að 20% þess fjár sem úthlutað var eða rúmum 12 miljónum króna er veitt til ým- issa rannsókna og tilrauna á sviði fiskeldis. Má þar nefna tilraun til laxeldis í fersku vatni úr 30 g í 4000 g. Notkun súrefnisauðgaðs vatns í laxeldi. Vetrarfóðrun á laxi í sjókvíum við náttúrulegar aðstæður í Hvalfirði. Söfnun og eldi á smálúðu. Samanblöndun á fimm laxastofnum og blendinga milli þeirra. Þróun aðferðar til að greina nýrnaveikismið í laxfisk- um. Floteldi allt árið. Endur- heimtur laxa úr sjó norðanlands og flokkun eldisseiða með ljós- og örtölvutækni. Fyrirtækið Traust hf. sem hef- ur komið fram með mjög athygli- sverðar nýjungar á sviði fisk- vinnslu fær tvo styrki að þessu sinni, annan til að þróa nýja að- ferð við opnun á hörpuskel og hinn til að hanna og þróa búnað til söfnunar og vinnslu á rækju- hrognum. Samkvæmt skýrslu RR um styrkveitinguna er unnið að fjöl- mörgum athyglisverðum rann- sóknum á ýmsum sviðum hér á landi um þessar mundir. - S.dór. •TORGIÐi Örforritaður örgjörvi! Hva, skiljiði þetta ekki? Trilluútgerðin Tíu daga veiðibann Veiðibann verðursett á allar trillur 10 lestir eða minni frál. tillO. ágúst Samkvæmt kvótalögunum er sett veiðibann á allar trillur 10 lestir eða minni í tíu daga í ágúst mánuði. Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að þetta veiðibann verði frá 1. til 10. ágúst nk. Á þessum tíma er trillukörlum þó heimilt að stunda grásleppu- veiðar. - S.dór Leiðrétting Þorsteins, ekki þorsksins Prentvillupúkinn komst í Inn- sýnargrein í laugardagsblaðinu þarsem rætt var um Kjaradóm. Millifyrirsögn á undan kafla þar- sem rætt var um þátt fjármálaráð- herra í kjaramálum og -dómum BHMR-manna hljóðaði svo: Ábyrgðin er þorsksins. Þarna átti að standa: Ábyrgðin er Þor- steins. Og eru aðilar málsins beðnir velvirðingar. Nú kann mönnum að vísu að þykja ýmislegt líkt með þorskin- um og Þorsteini, en þar er þó á sá grundvallarmunur að þorskinn seljum við dýru verði á erlendum mörkuðum en sitjum sjálf uppi með Þorstein. - m "Við höfum áður spilað á þjóðhátíðinni í Eyjum og það var ein eftirminnilegasta útihátíð sem við höfum farið á“. Stuðmenn í Herjólfsdal þar sem Þjóðhátíðin verður haldin. Stuðmenn lofuðu að flytja nokkuð af gömlu góðu lögunum. "Útí Eyjum var Einar kaldi, er hann þar enn?" Tímamynd.-Gísli Egill. Pjóðhátíð Vestmannaeyja Stuömenn sjá um stuðið Þjóðhátíðin haldin um verslunarmannahelgina Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var fyrst haldin árið 1874 og hefur verið haldin á næstum hverju ári síðan og verður að sjálfsögðu haldin I ár. Þrátt fyrir böl og alheimsstríð verður aíltaf haldin þjóðhátíð, sagði Árni Johnsen sem verður þjóðhátíðar- kynnir. Hátíðin verður haldin í Herjólfsdal um verslunarmanna- helgina dagana l.-3.ágúst. Stuð- menn munu leika fyrir dansi auk flestra annarra helstu skemmti- krafta landsins. íþróttafélagið Þór sér um þjóð- hátíðina að þessu sinni og er þeg- ar hafinn mikill undirbúningur. M.a. er þjóðhátíðarbrennan á Fjósakletti að verða all myndar- leg og verið er að stækka brekku- sviðið og danspallinn. Þeir sem ætla að skella sér á þjóðhátíðina geta farið að hlakka til því mikið er lagt í þjóðhátíðina í ár og vand- að til dagskrár. Stuðmenn leika öll kvöldin á nýja pallinum og frumflytja m.a. Þjóðhátíðarlagið 1986, Dalbúann. Á gamla pallin- um munu Seðlar úr Borgarnesi leika. Á föstudeginum verður m.a. setning, helgistund og reip- tog milli bæjarstjórnar Vestmannaeyja og Þjóðhátíðar- nefndar Þórs yfir tjörnina. Þá verður fimleikasýning og hlaup barna. Kvartett MÍ og hljómsveit frá ísafirði Ieika, brúðuleikhúsið sýnir fyrir yngstu börnin. Þá verður bjargsig og barnadans- leikur, um kvöldið mun Ómar Ragnarsson skemmta og leikkon- urnar Skotturnar láta sig ekki vanta. Einnig skemmtir leikfélag Vestmannaeyja og Eyjahljóm- sveit. Þjóðhátíðarbrennan verð- ur tendruð á miðnætti en dans- leikirnir verða frá kl. 23-4. Á laugardeginum skemmta m.a. Edda Björgvinsdóttir og Júlíus Brjánsson, Jóhannes Kristjáns- son eftirherma og leikararnir Sig- urður Sigurjónsson, Jörundur, Örn og Pálmi, Stuðmenn og margt fleira. Á sunnudeginum verður fremur óbundin dagskrá nema að um kvöldið verður varð- eldur og brekkusöngur undir stjórn Árna Johnsen , og ekki má gleyma dansleikjunum. Herjólf- ur og Flugleiðir munu hafa tíðar ferðir milli lands og Eyja og að lokum ber að geta þess að á þjóð- hátíðina kostar krónur 2000. Ferðahappdrætti Alþyðubandalagsins 1986 Vinningaskrá Dregið var í kosningahappdrætti Alþýðubandalagsins hjá borgarfógeta 14. júní sl.. Vinningar féllu á eftirtalda happdrættismiða: 1. Sólarlandaferð í leiguflugi með Útsýn að verðmæti kr. 35.000, nr. 15078. 2. Sólarlandaferð í leiguflugi með Útsýn að verðmæti kr. 35.000, nr. 1983. 3. Sólarlandaferð í leiguflugi með Útsýn að verðmæti kr. 35.000, nr. 9405. 4. Sólarlandaferð í leiguflugi með Útsýn að verðmæti kr. 35.000, nr. 3091. 5. Ferð í leiguflugi til Rhódos með Samvinnuferðum-Landsýn kr. 30.000, 14164. 6. Ferð í leiguflugi til Rimini með Samvinnuferðum-Landsýn kr. 30.000, nr. 2286. 7. Flugferð til Evrópu með Arnarflugi að verðmæti kr. 41.000, nr. 2994. 8. Flugferð til Evrópu með Arnarflugi að verðmæti kr. 41.000, nr. 2971. 9. Flugferð til Evrópu með Arnarflugi að verðmæti kr. 41.000, nr. 5913. 10. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 6763.11. Flugferð til Evrópumeð Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 7001.12. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 14227. 13. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 2154. 14. Flugferð til Evrópu með Flugleiðum að verðmæti kr. 30.000, nr. 4215. 15. Flug og bfll til Salzburg með Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti kr. 20.000, nr. 4922. 16. Flug og bfll til Kaupmannahafnar með Samvinnuferðum-Landsýn að verðmæti kr. 20.000, nr. 15214. 17. Flugferð innanlands með Arnarflugi að verðmæti kr. 5.000, nr. 14801. 18. Flugferð innanlands með Arnarflugi að verðmæti kr. 5.000, nr. 8344. 19. Flugferð innanlands með Arnarflugi að verðmæti kr 5.000, nr. 8039. 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. júlí 1986 Verðkönnunin Eigum heimtingu á skýringum Vegna nýlegrar verðkönnunar Verðlagsstofnunar á nokkr- um tegundum matvöru í Reykja- vík og í Glasgow hafa Neytenda- samtökin sent frá sér fréttatil- kynningu þar sem meðal annars segir: „Neytendasamtökin telja, að þessi könnun leiði í ljós svo gífur- legan verðmun, í mörgum tilfell- um, að það sé réttmæt krafa al- mennings, að henni verði fylgt eftir af hálfu stjórnvalda. Neytendur eiga heimtingu á því, að verðmunurinn verði skýrður og gerðar ráðstafanir til þess að draga úr honum, eins og kostur er. Fram hefur komið, í viðtali við fulltrúa innflutningsverslunar, að heildsalar tíðki það enn, að skilja eftir erlendis umboðslaun eða afslætti. Neytendasamtökin for- dæma slíkt harðlega, enda var það ein af grundvallarforsendum þess að verðlagning var gefin frjáls, að lágt innkaupsverð skilaði sér að fullu til neytenda. Fulltrúi stórkaupmanna skýrði verðmuninn m.a. með dæmum um álögur á vöruna, eftir að hún er keypt erlendis. Þar kom fram að flutningskostnaður var reiknaður 50% á innkaupsverð- ið. Sé þetta rétt telja Neytendas- amtökin fyllstu ástæðu til þess að þáttur farmflytjenda í vöruverð- inu sé rannsakaður sérstaklega. Hagur þjóðarbúsins, og ein- stakra neytenda, af hagstæðum innkaupum innfluttra vara er svo ótvíræður, að stjórnvöld geta ekki setið aðgerðarlaus, að feng- num þeim upplýsingum, sem fram koma í könnun Verðlagss- tofnunar."

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.