Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 16
NtOVIUINN I If fJriirtJlr/lR* Aðalsímh 681333. Kvöldsími: 681348. Helgarsími: 681663. Þriðjudagur 15. júlí 1986 156. tölublað 51. örgangur Hámarksaldur starfsmanna Mannréttindi líklega brotin Ólafur Ólafsson landlœknir: Mannréttindasáttmáli SÞ kvedur skýrtáum réttallra til vinnu. Fólk á að fá að vinna áfram. Hœttulegt að setjast í helgan stein Eg tel líklegt að það brjóti gegn mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna að setja fólk á eftirlaun þegar það vill halda áfram að vinna. Eg er nú að láta lögfraeð- inga kanna það mál. Þetta sagði Ólafur Ólafsson landlæknir í samtali við Þjóðvilj- ann í gær. í skýrslu sem Ólafur hefur nýlega tekið saman kemur m.a. fram að 69% íslendinga á aldrinum 65-74 ára taka virkan þátt í atvinnulífinu. Sambærilegt hlutfall er 35% í Noregi og síðan mun lægra á öðrum Norður- löndum eða allt niður í4% í Finn- landi. Ólafur þakkaði þetta háa hlutfall hjá okkur betra atvinnu- ástandi en hjá frændþjóðunum og þeim sveigjanlegu reglum sem hér gerðu mörgum kleift að fresta sínum lífeyrisgreiðslum um nokkur ár. Landlæknir sagði að hér áður fyrr hefði eldra fólki verið ráðlagt að hvíla sig og setjast í helgan stein þegar það kvartaði undan sliti og þreytu. Nú væru aðrir tímar. Læknisfræðin hefði nú ótvírætt sýnt fram á að sækist menn eftir lífi og heilsu þá sé langbesta ráðið að rífa sig upp úr aðgerðaleysinu. Brautin til betra lífs væri aukin virkni, jafnt andleg sem líkamleg. Ólafur sagði að alls ekki mætti skilja orð sín svo að hann væri á móti ellilaunum sem auðvitað væru hið mikilvægasta mannréttindamál. Hins vegar væri hann eindregið á móti því að skikka fólk til að setjast í helgan stein, ekki síst þar sem ljóst væri nú að slíkt bryti menn beinlínis niður. Væru menn slappir ættu þeir umfram allt að reyna að við- halda virkni sinni til líkama og sálar, annað væri andstætt heilsunni. Þessi staðreynd lífsins gilti jafnt um elda fólk sem yngra. Það er mannréttindamál, sagði Ólafur, að fólk eigi þess kost að halda áfram að vinna á efri árum. Lög sem koma í veg fyrir það eru andstæð læknisfræðilegum stað- reyndum og brjóta trúlega gegn mannréttindaskrá Sameinuðu þjóðanna sem kveður skýrt á um rétt allra til vinnu. Kvaðst land- læknir vita til þess að hæstiréttur Kanada hefði fellt dóm í þessa veru með tilvísun til mannréttindasáttmálans. G.Sv. Hver getur hjálpað? Það gerist ekki oft að maður skilji ekki íslenskt mál, en fer þó í vöxt með ýmsum skrítnum ný- yrðum. í skýrslu Rannsóknaráðs ríkisins um styrki til ýmissa rannsókna er greint frá því að Artek hf. fái 1,7 miljónir króna til að vinna að - Örforritaður ör- gjörvi fyrir forritunarmálið Ada —. Nú er spurningin: Hvað er - Örforritaður örgjörvi? Við óskum eftir svari. - S.dór. Bílslys Útafakstur Bílslys varð á Grundartanga- vegi við bæinn Fellsenda á sunnu- dagsmorguninn. Ökumaður missti stjórn á bílnum með þeim afleiðingum að bíllinn valt marg- ar veltur og er gjörónýtur. 4 ungir menn voru í bílnum og tveir þeirra voru fluttir með þyrlu suður til Reykjavíkur á sjúkra- hús. SA Úk út af við Kópavogsbrú Seinni part laugardags ók bíll útaf sunnan við Kópavogsbrú. Bifreiðin ók út af dist mikið. Tvö mótorhjól voru í kerru aftín í bílnum og skemmdust þau einnig veginum og lenti á Ijósastaur. Ökumaður missti vald á bifreiðinni sem skemm- talsvert. Fjórir voru í bílnum en enginn slasaðist alvarlega. Ljósm. Ari. Aflahrota Enn hefst undan Hœtta á að magnið komi niður á gœðunum. Guðrún Hallgrímsdóttir hjá ríkismatinu: Höfum áhyggjur. Unnið á kvöldin og um helgarí mörgumfiskvinnslustöðvum Mjög góður afli hefur verið hjá togurum og bátum fyrir norðan og austan undanfarið og er nú svo komið víða að unnið er flest kvöld vikunnar og um helgar til að hafa undan. Þeir, sem Þjóð- viljinn ræddi við í gær sögðu að enn hefðist undan en það væri al- veg á mörkunum. Guðrún Hallgrímsdóttir mat- væiafræðingur hjá Ríkismati sjávarafurða sagðist ekki hafa fengið matsskýrslur fyrir síðustu daga og gæti hún því ekki sagt nákvæmlega til um hvernig út- koman hefur verið. Aftur á móti sagðist hún hafa áhyggjur af því að magnið kæmi niður á gæðun- um, en þó væri bót í máli að tog- ararnir væru ekki nema 6-7 daga að veiðum þegar svona vel aflað- ist. Hún sagðist vita til þess að fiskur hefði verið settur óísaður ofan á kassa í togara á síðasta veiðidegi og hefði hann því ekki verið nema 4 til 5 tíma gamall þegar hann kom til mats, en samt verið á mörkunum vegna hitans. Jóhann K. Sigurðsson í Nes- kaupstað sagði að þar hefðist vel undan þótt afli væri mikill og starfsfóik Sfldarvinnslunnar ætti frí um helgar. Hann sagði það bjarga miklu þegar toppar kæmu í aflanum, að nótaskipið Börkur væri látinn sigla með afla til að lækka kúfinn. Eins væri mikið saltað þegar ekki hefðist undan í frystihúsinu. Róbert Guðfinnsson forstjóri Þormóðs ramma á Siglufirði sagði að þar hefðist enn vel undan þótt mikið bærist að, en bæði togarar og bátar frá Sigluf- irði hefðu aflað mjög vel að und- anförnu. Annars sagði Róbert að reynt væri að haga veiðum togar- anna þannig að ekki bærist svo mikið að landi að ekki hefðist undan. -S.dór Bruni Kviknaði í á Barónsstíg Á sunnudagskvöldið kom upp eldur í húsi við Barónsstíg 24 í Reykjavík. Mikill eldur var í eld- húsi og stofu á annarri hæð húss- ins. í öllu húsinu var mikill reyk- ur þegar slökkviliðið var kallað á staðinn. Kona sem var í húsinu komst út og gat gert viðvart um eldsupptök. Ekki voru fleiri í húsinu. Reykkafarar fóru inn og gátu slökkt eldinn á skammri stundu. Húsið er illa farið. Timb- urgólf er í húsinu milli hæða og því lak mikið vatn á milli. Risið er líka illa farið af völdum reyks. Eldsupptök eru ókunn. SA Keflavík-Peking Esperantistar til Kína 19 manna hópur sœkir alþjóðaþing esperantista í Peking Alaugardaginn leggur 19 manna hópur íslenskra esper- antista upp í þriggja vikna ferð til Kína og ertilefnið alþjóðaþing esperantista sem nú er haldið í Peking. - Þetta þing er árlegur viðburð- ur og hin stærsta af samkomum esperantista, sagði Hallgrímur Sæmundsson yfirkennari, for- maður íslenska esperantósam- bandsins og einn ferðalanganna, - það hefur einu sinni verið hald- ið hér á landi, árið 1977. Þingið í Peking verður ekki sérlega fjöl- mennt, sagði Hallgrímur, - eitthvað á þriðja þúsund manns; til dæmis voru um fimm þúsund á þinginu í Búdapest 1983, en það sótti einnig fjölmennur hópur ís- lendinga. - Á þinginu eru tekin fyrir mál hreyfingarinnar, stjórnir funda, haldin eru alþjóðleg menningar- kvöld og rekinn háskóli um fræði- leg efni, og í tengslum við þingið í Peking núna verður ráðstefna um hvernig esperantó hentar þjóð- um sem ekki eiga sér indóevróp- ska móðurtungu, þjóðum einsog Kínverjum og Japönum. Og allt fer fram á esperantó. - Esperantistar í Kína eru í mikilli sókn, margir að læra málið og þeir halda uppi öflugu útgáfu- starfi. - Við höfum notið fyrirgreiðslu Kínversk-íslenska menningarfé- lagsins og Ferðaskrifstofu stúd- enta við undirbúninginn, og kost- ar fargjaldið tæplega 50 þúsund krónur á manninn, farið fyrst til London og síðan til Peking með viðkomu í Sviss, Rúmeníu og Pakistan. Þingið sjálft stendur í viku, og síðan er farið í tvær ferð- ir, fimm og átta daga, önnur þeirra til Guilin í Suður-Kína þar sem náttúrufegurð þykir með eindæmum. - Þetta er einn af fjölmennari ferðahópum esperantista, fólk af höfuðborgarsvæðinu, frá Laugarvatni, Akureyri og Nes- kaupstað, sagði væntanlegur Kínafari að lokum. - m. ■mnmiini' bmw—■

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.