Þjóðviljinn - 15.07.1986, Page 3

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Page 3
FRÉTTIR Hrossakaup 360 hross seld á árinu Pantanir á umlOO til viðbótar. Sr. Halldór Gunnarsson hrossabóndi: Menn ósáttir við gjöldin af sölunni. Einar Gíslason formaður Félags hrossabænda: Möguleiki á að menn versli undir borðið Skólahúsið lagað til Húsinu lokaðfyrir veturinn ogþað kynt. Krakkarnir í Vinnuskólanum i Kópavogi söfnuðu 45 þúsund krónum með hlutaveltu á dögun- um sem þau afhentu forráða- mönnum Krísuvíkursamtakanna til að styðja við bakið á samtök- unum vegna endurbóta á Krísu- víkurskólanum sem á að beyta í endurhæfingarstöð fyrir vímu- efnasjúklinga. Að sögn Ragnars Inga Aðal- steinssonar eins af forvígis- mönnum Krísuvíkursamtakanna hafa sjálfboðaliðar unnið í sumar við að hreinsa til í skólahúsinu en stefnt er að því að loka húsinu fyrir veturinn og kynda það í vet- ur. Hann sagði að það yrði dýrt að koma húsinu í viðunandi stand en ætlunin er að taka það form- lega í notkun haustið 1987. Til að standa straum af kostnaði við endurbæturnar á húsnæðinu og uppbyggingu endurhæfingar- stöðvarinnar ætla Krísuvíkur- samtökin að fara út í viðamikla fjáröflun í haust að sögn Ragn- ars. - Ig. Sveitaböll Miðinn á 700 krónur Eftir Landsmót hestamanna scm haldið var nýlega á Gaddastaðaflötum hefur orð- rómur verið á kreiki um að stórar upphæðir fáist fyrir verðlauna- hross sem seld eru til útlanda. Ymis gjöld eru lögð á slíka sölu en það sem af er árinu hafa 360 hross þegar verið seld og komnar pant- anir á um 100 til viðbótar. „Menn eru mjög ósáttir við þau gjöld sem eru lögð á verslun með hross og það kallar á að menn leiti annarra leiða“, sagði sr. Halldór Gunnarsson prestur og hrossabóndi undir Eyjafjöll- um í samtali við blaðamann. ís- lensku hrossaræktarsamböndin hafa forkaupsrétt á kynbóta- hrossum og menn eru skyldugir til þess að gefa þeim upp sama verð og boðið er í þau erlendis frá. Að sögn Einars Gíslasonar formanns Félags hrossabænda er hæpið að menn taki þá áhættu að gefa hrossaræktarsamböndunum upp lægra verð en boðið er í þau erlendis frá, til þess að stinga mis- Krísuvíkursamtökin muninum skattlaust í vasann, en möguleiki er þó á að slíkt sé gert án þess að hægt sé að staðfesta það. „Við höfum hér ákveðin gögn sem menn verða að fylla út til þess að fá útflutningsleyfi, en það geta auðvitað verið til óprúttnir menn sem fara aðrar leiðir í þess- um viðskiptum", sagði Sigurður Ragnarsson sem sér um sölu- og útflutningsmál hrossabænda fyrir hönd sambandsins. „Menn verða þó að fara eftir ákveðnu lág- marksverði sem er sett á hrossin og það er reiknað út frá því hvaða einkunn þau hafa áunnið sér í ættarbókum, hvort þau hafa fengið verðlaun á mótum og svo framvegis. Meðalverðið á þeim hrossum sem hafa farið úr landinu á þessu ári er í kringum 40-50.000 og við höfum þegar fnengið pantanir á um 100 hross- um til viðbótar. Ég er vongóður um að sú tala tvöfaldist svo að við getum haldið flutningskostnaði niðri, en á árinu hafa verið flutt út um 360 hestar. Það eru aðallega Norðurlönd sem kaupa þessi hross og áhugi er líka í Þýskalandi fyrir þessum viðskiptum. Hvort einhver stór viðskipti hafa átt sér stað um og eftir Landsmótið get ég ekki sagt á þessu stigi, menn eru enn að skila inn pappírum og það kann vel að vera að einhver verðlaunahross fari úr landinu í haust.“ - vd. inum. Þar á mcðal má nefna Bítl- avinafélagið, Sumargleðina, Upplyftingu og Stuðmenn. Blaðamaður hafði samband við forstöðumann Félagsheimil- isins í Hnífsdal, Þorgeir Jónsson, og spurðist fyrir um miðaverð hjá þessum sveitum en heyrst hefur að það geti verið ansi hátt. Hann sagði okkur að Upplyfting hefði skemmt nýlega fyrir vestan og selt miðann á 650 krónur. „Það er alveg hántarkið, en þegar húsið heldur ballið reynum við að selja miðann á um 500 kr.“, sagði Þorgeir. „Fólk hringir gjarnan og spyr um verð og unglingarnir virðast vera farnir að spá meira í miðaverð en áður. Þessar hljóm- sveitir taka misjafnlega mikið fyrir kvöldið, en séu þær eitthvað þekktar þá reyna þær að sprengja verðið upp. Nýlega var mér boð- in hljómsveit fyrir 80.000 krónur auk uppihalds og ferðakostnaðar en þá sagði ég nei takk.“ Að sögn annarra húsvarða hjá Félags- heimilunum um landið mun þetta verð, 650-700 krónur, vera al- gengt ef sveitirnar eru þekktar. Ballmiðinn í Miðgarði kostaði til dæmis 700 krónur þegar Kínafar- arnir Stuðmenn skemmtu þar ný- lega. - vd. Gísli Þorvaldsson og Bjarni Jóhannsson voru að veiðum við Arnarvatn um helgina, og báru sig vel. Hér standa kapparnir við hluta aflans, sem þeir og ferðafélagrnir lönduðu á laugardag, áður en illviðri hamlaði frekari afrekum. Mynd ÖS. Útivist Greiðfært á Amarvatnsheiði Fiskur. smár og horaður í Arnarvatni stóra. Góður urriði í Austurá Treg veiði hefur verið á Arnar- vatnsheiði upp á síðkastið og reyndum veiðimönnum af heiðinni ber saman um að fískur- inn sé smærri og horaðri en oft áður. Tíðindamaður Þjóðviljans var á ferð við Arnarvatn stóra yfír helgina, og viðmælendur hans voru flestir á því að veiði hefði ekki verið jafn treg um langan tíma. Ur vötnunum á heiðinni veiðast mest bleikjur, en sæmilega vaxnir urriðar slæðast í bland. Bleikjurnar eru hins vegar flestar smáar. Góðir urriðar nást hins vegar í Austuránni, sem rennur úr Arn- arvatni stóra, og veiðimenn sem þar voru áferli yfir helgina fengu þónokkuð feita urriða, um og yfir tvö pund. Töluverð umferð hefur verið á Arnarvatnsheiði það sem af er sumri, enda sjaldan verið jafn greiðfært og nú. Auðvelt er að komast á jeppabifreiðum alla leið inn að Arnarvatni stóra. Greinilegt er að menn nota fleiri veiðarfæri en bara stöng og girni, því um helgina bar ekki ó- sjaldan við að úsendarar Þjóð- viljans rækjust á net sem góðvilj- aðir veiðiþjófar höfðu lagt yfir blánóttina, væntanlega í því skyni að grisja fiskinn til að hann yrði ekki jafn smár í framtíðinni! -ÖS Þessa dagana eru margar af hljómsveitum landsins, þekktar og óþekktar, á hringveg- Hveravellir Hey selt eftir hendinni AHveravöllum verður í sumar selt hey eftir vigt til ferða- manna sem eiga þar leið um. Það er Landssamband hestamanna sem gengst fyrir þessari heysölu í samvinnu við bændur í Svína- vatnshreppi og Upprekstrarfélag Auðkúluheiðar. „Þetta er fyrsta tilraunin til þess að selja hey á þennan hátt og ef vel tekst til þá er hugmyndin sú að koma upp sölustöðvum víðar og þá í grennd við sæiuhús“, sagði Guðmundur Ó. Guðmundsson framkvæmdastjóri Landssam- bands hestamanna í samtali við blaðið. „Það er veðurathugunar- fólkið á Hveravöllum sem ætlar að sjá um þetta fyrir okkur í sum- ar og heyið verður selt eftir hend- inni. Gróðurinn er viðkvæmur og með þessu móti er hægt að hlífa hon- um fyrir beit. Hugsanlega verð- um við með köggla í framtíðinni, en það kemur í ljós þegar við sjáum hvernig þessi tilraun gengur.“ - vd. 2 I Bindindismótið Caltalækjarskógi ; ^^s

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.