Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.07.1986, Blaðsíða 8
8 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 15. júlí 1986 Svarfaðardalur: Einhverjir verða að bregða búi Rabbað við Jón Hjaltason um riðu, refarœkt og réttaböll Svarfaðardalur er falleg sveit og þar hefur lengi verið rekinn blómlegur búskapur. Nú eru ýmsar blikur á lofti yfir svarf- dælskum bændum, sumpart af sömu ástæðum og allir íslenskir bændur eiga við að glíma um þessar mundir og á ég þar að sjálfsögðu við skerðingu á fram- leiðslu í hefðbundnum búgrein- um. Við það bætist svo annað vandamál sem Svarfdælingar hafa glímt við um árabil, nefni- lega riðuveiki í sauðfé. Margir hafa brugðist við með þeim hætti að snúa sér að loðdýrarækt og ég heimsótti eitt refabúið í daln- um og hitti þarfyrir Jón Hjaltason sem býr að Ytra Garðshorni í fé- lagi við föður sinn, Hjalta Har- aldsson. „Við búum nú aðallega með loðdýr, erum með rúmlega 200 refalæður," sagði Jón. „Við vor- um áður með sauðfé en seldum hérumbil allan kvótann fyrir tveimur árum. Pó höldum við um 100 kindum eftir. Það var komin hérna bullandi riða þannig að það var lítill grundvöllur fyrir því að halda fjárbúskapnum áfram. Við erum að vísu að reyna að rækta riðuna úr fénu en vitum ekkert um það hvort það tekst.“ Hálfragur í fyrstu Jón sagði að þeir hefðu verið með annað af tveimur stærstu fjárbúunum í dalnum áður en þeir skiptu yfir í loðdýrarækt. En hvernig hefur refaræktin gengið? „Hún hefur gengið ágætlega. Maður var hálfragur við að fara út í þetta en það hefur ræst ágæt- lega úr hjá okkur. Maður hefur það líka nokkuð í hendi sér hver útkoman verður því gæðin segja allt um það hvaða verð maður fær fyrir skinnin. Við verkum öll okkar skinn sjálfir og höfum bara komið nokkuð vel út í verði. Við erum a.m.k. töluvert yfir lands- meðaltali. Því kom það víða harðar niður en hjá okkur, verð- fallið sem varð á refaskinnum í vetur. Við höfum a.m.k. fyrir fóðri og kostnaði þó að launin verði ekki há þetta árið.“ Gotið gekk vel í vor og sagði Jón að þeim hefðu nú fundist að þeir ættu það inni þar sem gotið gekk illa í fyrra. Nú eru að með- altali rúmlega 7 hvolpar á hverja læðu sem er vel yfir meðaltali og tveim hvolpum fleira en í fyrra. - Hvað verður um túnin, getið þið selt af þeim heyið eða leigt þau? „Það eru nú svo margir í daln- um sem ekki ætla að nýta tún sín sjáifir að ég er hræddur um að eitthvað af túnum í sveitinni verði ekki hirt. Við megum ekki selja hey úr dalnum þar sem menn ótt- ast að riðusmit geti borist með heyinu á ósýkt svæði. Þetta er slæmt því túnin fara í órækt á nokkrum árum ef þau eru ekki hirt. Við gátum þó selt dálítið hey í minkabúið á Böggvistöðum í fyrra. Þeir nota töluvert hey þar undir minkinn. Maður sér ekki fram á annað Þeir feðgar eru með um 200 refalæður og halda eftir um 100 kindum. Refa- ræktin gengur vel og þeir fá rúmlega 7 hvolpa á hverja læðu sem þykir mjög gott. Jón ásamt föður sínum Hjalta Haraldssyni en þeir búa saman í félagsbúi að Ytra Garðshorni. Myndir -yk. en að einhverjir verði að bregða búi ef þessum kvóta verður hald- ið fram af kappi þó að maður eigi reyndar bágt með að trúa að það verði látið gerast. Það er þegar verið að leggja niður eitt stórt bú hér í dalnum og mig grunar að fleiri fari sömu leið.“ Þægileg vinna - En hvað réði því að Jón ákvað að búa áfram í sveitinni í stað þess að fara að dæmi margra jafn- aldra sinna og flytja á malbikið? „Ég ákvað að prófa þetta með refínn og sjá hvernig það gengi. Ef það hefði ekki gengið hefði ekkert verið eftir fyrir mig að gera hér og þá hefði það verið sjáifgert að flytja. Þetta er nokk- uð þægileg vinna að hirða refina og með því að verka skinnin sjálf- ir getum við haft nóg að gera allt árið.“ Ég spurði Jón hvort þeir væru nokkuð með hesta. Jú, einhverja hesta eiga þeir sem fyrst og fremst eru notaðir til að komast í göngur. Jón kvaðst halda að þó að ekki yrði ein einasta kind eftir í dalnum myndu Svarfdælingar samt halda áfram að fara í göngur ánægjunnar vegna. Þar er líka haldið víðfrægt réttaball á hverju hausti. Ballið er haldið í gömlu samkomuhúsi sem ekki er lengur notað til annars og er því haldið við eingöngu vegna réttaball- anna. Húsið rúmar ekki nema fáa tugi manna en ævinlega mæta nokkur hundruð og gefur að skilja að ballið fer ekki bara fram í húsinu heldur líka á hlaðinu í kring. -yk./Akureyri „Maður hefur það nokkuð í hendi sér hver útkoman verður því gæðin segja allt um það hvaða verð maður fær fyrir skinnin."

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.